Vísir - 21.08.1974, Page 2

Vísir - 21.08.1974, Page 2
2 Vlsir. Miðvikudagur 21. ágúst 1974. visntsm: Hefurðu orðið var við vöruskort í verzlunum undanfarna daga? Elsa ólafsdúttir, húsmóðir: — Nei, það held ég nú ekki. Manni heyrðist nú,að skortur væri t.d. á öli þarna fyrir nokkru, en ég spuröi ekkert eftir þvi þá dagana, sem það stóð yfir. Björk Eiriksdóttir, afgreiðsiu- stúlka: — Ég vinn nú í verzlun og ætti þvi að verða vör við slíkt. Það er jú alltaf skortur á kjöti og svo hefur verið að saxast mikið á sykurbirgðirnar. Fólk virðist vera farið að hamstra sykurinn og sumir kaupa 6-8 kiló. Þorvarður Þorsteinsson, hjá Gjaldheimtunni: — Ég hef nú ekki oröið var við það sjálfur. Mér hefur nú að vlsu verið sagt,að það vanti eitt og annað, en slikt hefur ekki komiö viö mig. Þórunn Einarsdóttir: — Jú, ég var nú að koma frá þvl að verzla núna og það virðist vera einhver skortur. Ég fékk t.d. ekki majones þótt þaö sé islenzk vara. Kaupmaðurinn sagði.að það feng- ist bara ekki hjá framleíðanda þessa dagana. Huláa Ingvarsdóttir, húsmóðir: — Það er blessað kjötiö, sem skortir nú og ýmsar vörur, sem framleiddar eru úr þvi,t.d. kæfa og annað úr kindakjöti. Mórauði „sauðaliturinn ekki ## Ef við biðjum um lopa i sauðar- litum I verzlun, fáum við ekki alltaf það, sem við biðjum um. Við fáum ekta hvitan, gráan og sauðsvartan lit, en mórauði lop- inn er allt upp I 35% litaður. Mórauöi liturinn á lopanum, sem okkur er boðið upp á,er ekki alltaf ekta. Við fáum ekta hvítan, gráan og sauð- svartan lit, en mórauði lopinn er allt upp í 35% litaður með svokölluðum krom-komplex lit. Og hann kemur ekki beint af skepnunni.. Þetta kom meðal annars fram f viðtali við Hjört Eiríksson, forstjóra Gef junar. Ástæðurnar fyrir þviað lopinn er litaður, er i fyrsta lagi sú, að krom-komplex liturinn bætir endingu litarins á ullinni. Ljós- þol sauðlita er lélegt og hættir þeim til að upplitast fljótt, önnur ástæðan er sú,að hægt er að fá meiri stöðlun I ,,sauða- litina” með gervilit og þriðja ástæðan er svo sú, að ekki er hægt að framleið-nægilegt magn af mórauðu, ef ekki væri um litun að ræða. Sumir spyrja af hverju hviti litur lopans er ekki líka litaður hreinhvitur, þar eð nokkur hluti „sauðalitanna” er litaður hvort sem er. Hjörtur svaraði þvi til, að ekki væri til nógu góður litur, sem myndihæfa ullinni. Þá er einnig talið ástæðulaust að lita hvita lopann. Hitt er annað mál, að það er hægt að bleikja hvitu ullina. Sú aðferð er þó ekki endingargóð. Ahrif bleikingarinnar eru horfin eftir 2-3 þvotta á ullar- flikinni. Einnig má blanda ullina með erlendri ull, sem er hvitari en okkar, en það sagði Hjörtur að væri ekki gert og myndi ekki verða. Allur lopi frá Gefjun er framleiddur úr 100% islenzkri ull. —EA Smá huggun fyrir bœjarfélögin: SUMIR STYRKINN UPP GREIÐA OLÍU- í ÚTSVARIÐ „Já, þeir eru nokkuð margir, sem greiða ollustyrkinn beint inn á útsvarið. Samt eru þeir færri en við vonuðum, að gerðu slikt. En út af fyrir sig er ágætt að fá þetta strax upp i útsvarið”. Þetta sagði Halldór Jónsson, bæjargjaldkeri I Kópavogi, I viö- tali við blaðið I morgun. Halldór sagði, að mikil ös hefði verið við að ná i oliustyrkinn þá daga, sem hann hefur verið greiddur. Eins og lesendur muna eflaust, hafa bæjarfélög kvartað undan fyrirkomulagi við greiöslu oliu- styrksins, þar sem það auki mjög á alla skriffinnsku. Það, að margir borga styrkinn upp I út- svarið, virðist þvi nokkur huggun. „Við höfum auglýst ákveðna daga, sem viö greiðum oliu- styrkinn út. Með deginum I dag, eru ekki nema þrir dagar eftir hjá okkur hérna I Kópavoginum”, sagði Halldór. Hann sagði einnig, að mest væru það húsmæður, sem kæmu til aö sækja styrkinn fyrir fjöl- skylduna, en þó mætti sjá inni á milli menn, sem hefðu tekið sér fri úr vinnu til þess að sækja hann. —ÓH 0$ m 1 ECEIjmiE UAEA ADI LEjENUUn i ÍIArA UKt #IU Antabusmeðferð ó ökumönnum • • tj* 1 ^ ; '&c. f V/r; 'mk 1 JIIHI Hrefna Ingvarsdóttir, afgreiöslu- kona og húsmóðir: — Ég afgreiði nú sjónvörp og þaö er alltaf skort- ur á þeim. Ég fer nú ekkert aga- lega mikiö I búðir en þeir,sem þar eru alltaf með annan fótinn.finna vafalaust fyrir einhverjum skorti. Margar þjóðir virðast i mestu vandræðum með hvað gera skal við þá, sem teknir eru við stjórn bifreiðar undir áhrifum áfengis. Ekki þarf að lýsa því fyrir fólki með fulla hugsun, hve hættan er mikil, þegar Bakkus hefur völdin á vegunum. En samt er það svo, að þeim fjölgar óðum með ári hverju, sem þannig stofna bæði sjálfum sér og grandlausum veg- farendum I hræðilegan háska og lifshættu. Hér á landi munu tvenns konar refsingar vera algengastar fyrir slik afbrot og ótuktarskap: Svipting ökuleyfis um lengri eöa skemmri tima og sektir háar eða lágar eftir atvikum. Hvorttveggja þykir samt viða allt of vægt. Og jafnvel i Noregi, sem er það land, er stendur að ýmsu leyti næst okkur, þykir mánaðar eða 20 daga fangelsi vist sizt of strönd refsing fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis, jafnvel þótt ekkert verði að við aksturinn. Nú er þó mjög I athugun að breyta þessu og þyngja dóminn að mun, bæta sektum og bótum við fangavistina. Eða láta algjöra ökuleyfissviptingu koma i staðinn, einkum með tilliti til þess, hve vistin i fangelsi rænir mörgum starfsdögum frá þjóðar- búskapnum Einnig er þá litið til Ameriku til fyrirmyndar I þessum efnum. En þar er miklu meiri fjölbreytni i dómsuppkva^ðningum og refsiað- gerðunum. Sumir eru dæmdir til að starfa á slysavarðstofum og sjúkra- deildum ákveðinn tima. Aðrir til viðgerða á skemmdum bif- reiðum. En það, sem þar hefur vakið mesta athygli er hin svo kallaða Antabus-meðferö I „promill’-dómum. Hún er i þvi fólgin, að sá, sem tekinn er drukkin undir stýri bifreiðar er dæmdur til að taka ántabus tvo til þrjá daga i viku undir ströngu eftirliti I áð minnsta kosti heilt ár. Læknir,lyfjabúð og aðstandendur eða eftirlitsmaður sjá i sam- einingu um framkvæmd dómsins. En svikist afbrotamaðurinn um — biður hans fangelsi svo eða svo langan tima alveg vægðarlaust Væri ekki rétt að reyna þetta hér? Fjölbreytnin mætti gjarnan vera meiri. Arellus Níelsson

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.