Vísir - 21.08.1974, Síða 5

Vísir - 21.08.1974, Síða 5
Vlsir. Miðvikudagur 21. ágúst 1974. ÚTL.ÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjon: BB/GP Rockef eller mun styðja framboð Fords útnefningu Rockefellers vel tekið, og búizt við fljótri staðfestingu þingsins Nelson Rockefeller/ sem Ford valdi í varafor- setaembætti Banda- ríkjanna, sagði í gær, að hann héldi, að Ford væri ákveðinn f að bjóða sig fram 1976 til forseta- kosninganna þá. „Hann ætlar sér það áreiðanlega," sagði Rockefeller. „Það skildist mér á honum, ég hvatti hann líka til þess, og ég álykta af því." Rockefellersagðiabiviðræðum sinum við Ford forseta, áður en hann var tilnefndur varaforseti, hafi Ford „talað um sjálfan sig, þegar talið barst að 1976, en ekki Máli Nixons form- lega lokið í þingi Alit dómsmálanefndar fulltrúa- deildar Bandarlkjaþings um málshöfðun gegn Richard Nixon fyrir öldungadeildinni var sam- þykkt umræðulaust i fulltrúa- deildinni I gær. Samþykkt deildarinnar hefur ekkert annað gildi en það, að framvegis verður nefndarálitið eitt af málskjölum deildarinnar og gefið út sem sllkt. Með atkvæðagreiðslunni i gær er athugun fulltrúadeildarinnar og þar með þingsins á máli Nixons formlega lokið. Rann- sóknin I fulltrúadeildinni hófst 1. febrúar s.l., þegar deildin fól dómsmálanefnd sinni að kanna, hvort stefna ætti Nixon fyrir öldungadeildina. Trufla um ferð til Berlínar Sovétmenn höfnuðu sameigin- legum mótmælum Bandarlkj- anna, Bretlands og Frakklands vegna trufiana austur-þýzkra landamæravarða á umferðinni tii Vestur-Berlínar. frá Vest- ur-Þýzkalandi, að þvi er vestræn- ir heimildarmenn sögðu i gær. Án þess að skýra frá efni mót- mælanna frá Sovétrikjunum, sögðu heimildarmennirnir, að leiðtogarnir I Kreml hefðu stutt það sjónarmið Austur-Þjóðverja, að Vestur-Þjóðverjum væri ekki heimilt að setja upp umhverfis- ráðuneyti sitt i Vestur-Berlin. Það væri brot á fjórv.eldasam- komulaginu frá 1971 um stöðu Berlinar. Það kom fram, að mótmæli Sovétmanna voru munnleg, og þau voru flutt i sendiráðum Vesturlandanna þriggja I Moskvu I siðustu viku. Þrátt fyrir þessi neikvæðu sovézku viðbrögð telja opinberir embættismenn I Bonn, að aðgerðir Vesturlanda hafi haft sln áhrif, þvi að tálmanirnar á leiðinni til Berlinar eru sama sem orðnar að engu. Eins og skýrt hefur verið frá hér I blaðinu, hófust Austur-Þjóð- verjar handa um truflun um- ferðarinnar á þjóðveginum um austur-þýzkt land til Berlinar frá Vestur-Þýzkalandi I siðasta mán- uði, þegar umhverfisráðuneyti stjórnarinnar i Bonn var opnað I Vestur-Berlin. Tálmanirnar voru i þvi formi, að almenn umferð var stöðvuð og farþegar i bifreiðum spurðir að þvi, hvort þeir væru starfsmenn umhverfisráðu- neytisins. Þar með tafðist um- ferðin mjög, en starfsmenn ráðu- neytisins fóru fljúgandi til Berlin- ar og sættu þá engum hindrunum. Þar sem atkvæðagreiðslan I gær var aðeins formlegs eðlis er alls ekki unnt að skýra hana á þann veg, að þingmenn hafi verið að greiða atkvæði um það, hvort ástæða hafi verið til að stefna Nixon, ef'hann hefði setið áfram sem forseti. Alit dómsmálanefndarinnar var samþykkt með 412 atkvæðum gegn 3. um mig.” Menn hafa mjög velt vöngum yfir þvi, hvort þessir tveir ættu eftir að keppa um útnefningu Repúblikanaflokksins til for- setakosninganna 1976. Rocke- feller sagði blaðamönnum, að sér fyndist ekki viðeigandi, að hann ræddi opinberlega um, hvað hann ætlaði sér i þessu efni, fyrr en öldungardeild þingsins hefði lagt blessun sina yfir tilnefningu hans i varaforseta embættið. — Er hann sagðist muhúu styðja framboð Fords heils hugar Tilkynningu Fords i gær umf að hann hefði valið Rockefeller var hvarvetna vel tekið i Bandarikjunum. Létu þing- menn flestir vel yfir, og var Hugh Scott, leiðtogi repúblikana i öldungadeildinni, svo bjart- sýnn að halda, að deildin mundi samþykkja útnefninguna á enn skemmri tima en þegar hún lagði blessun sina yfir út- nefningu Fords, sem tók hana 55 daga. Nelson Rockefeller, hinn nýi varaforseti Bandarfkjanna, hefur þrisvar sinnum sótt eftir þvi að verða forsetaefni flokks sins, Repú- blikana-fiokksins, en aldrei náð kjöri i prófkosningu. Hér sést hann afla sér fylgis í baráttunni við Nixon 1968. Falda Mynd þessi er tekin á falda myndavél I banka nokkrum I borginni Augusta I Michigan- fylki I Bandarikjunum. Húh sýnir bankaræningja miða byssu sinni á Connie Adams, 19 ára gjaidkera bankans, andar- taki áður en hann hleypti af og myrti stúlkuna. Ræninginn siapp ásamt sam- vcrkamönnum sinum og þeirra er nú leitað af lögreglu. Tyrkir leggja drög að nýju ríki á Kýpur Eftir að hernaðarátökum er lokið á Kýpur, hafa Tyrkir setzt niður og byrjað að móta tillögur sinar um framtiðarskipan stjórn- kerfis eyjunnar. Opinberlega hvetja tyrknesk stjórnvöld til þess, að komið verði á fót sam- bandsrfki Kýpur-Tyrkja og Kýp- ur-Grikkja. Hins vegar segir fréttaritari AP i Ankara.að á bak við tjöldin vinni Tyrkir að þvi að búa þannig um hnútana, að tyrk- neska þjóðarbrotið á Kýpur geti orðið sjálfu sér nógt i sjálfstæðu ríki. Nick Ludington, fréttaritari AP, segir að stjórn Tyrklands hafi skipað sérstaka nefnd, sem vinni að þvi að kanna, hvaða ráð- stafanir sé nauðsynlegt að gera, svo að tyrkneska þjóðarbrotið á Kýpur geti ráðið sér sjálft. Sagt er, að þúsundir Tyrkja verði sendir frá meginlandinu til hinna herteknu svæða Tyrkja á Kýpur. í hópi þeirra veröa opin- berir stafsmenn, lögfræðingar, tæknimenntaðir menn á öllum sviðum og raunar allir starfs- kraftar, sem nauðsynlegir eru til hjálpar þjóðarbrotinu til sjálf- stæðis. Einhverjir af þessum aðil- um munu þegar komnir til eyj- unnar. Þá munu Tyrkir einnig leggja fram nauðsynlegt fjár- magn og tækjakost. Náinn aðstoðarmaður Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrkja, er nú á Kýpur til að safna upplýs- ingum um þarfir tyrkneska þjóðarbrotsins. Mannkyn ú nesti í 27 daga Bandarískur sérfræðing- ur varaði í gær við því, að offjölgun mannkyns og matvælaskortur kynnu einn góðan veðurdag að leiða til styrjaldar þjóða í milli vegna skýjanna á himnum, sem menn mundu girnast til rign- ingargerðar. Sagði hann mannfjölgunarsér- fræðingum, sem komnir voru frá 149 löndum til ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna i Búkarest i Rúmeniú, að þeir skyldu vera við þvi búnir, að veðurfræðistrið flyttust yfir af blaðsiðum „sci- ence fiction” reyfara á forsiður blaðanna. Lester Brown, sem er einn af ráðgjöfum Bandarikjastjórnar i mannfjölgunarvandamálum, hef- ur hvatt til þess að dregið yrði úr mannfjölguninni til að létta á matvælaþörfinni. — Benti hann á, að Singapore og Kina hefðu þegar byrjað á félagslegum ráðstöfun- um til að draga úr frjósemi til að leysa þann vanda, sem þau hafa við að glima. „Við þurfum ekki að horfa fram til loka þessarar aldar til að sjá fram á hinar alvarlegustu afleið- ingar. Margir horfa þegar upp á þær,” sagði Brown. Hann benti á, að offjölgun mannkyns og ofát hefði leitt til þess að gengið hefði á gnægtarbrunna heimsins, verð á nauðsynjum hefði um leið hækkað og hvort tveggja siðan haldizt i hendur við að svelta milljónir i Indlandi, Suður-Amer- riku og Afrikurikjunum við Saharaeyðimörkina. Sagði Brown, að matvælabirgð- ir heims hefðu minnkað „hrylli- lega ört siðustu árin og eru nú óhugnanlega nærri þvi að vera i jafnvægi.” — Hann vildi nefni- lega ætla, að heimurinn ætti varabirgðir af mat, sem gæti enzt mannkyninu i 27 daga.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.