Vísir - 07.09.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 07.09.1974, Blaðsíða 9
Vlsir. Laugardagur 7. september 1974. 9 GAMALL BRAGDA- REFUR LEIKUR LISTIR SÍNAR Bridgeblaðamefin velja árlega bestu og skemmtilegustu hendi ársins. Filarski (Hol- landi), Klinger (Ástraliu), Cabanne (Argentinu) og Besse (Sviss) völdu spilið i þættinum i dag besta spilið 1973. Þaö er hinn kunni spilari José le Dentu, sem hefur orðið: „Ég var að spila siðustu rúbertuna i Gallia-klúbbnum, þegar Addo Eichel, 70 ára gamall meistari settist nálægt mér. Ég hafði á tilfinningunni, að hann þyrfti að segja mér eitt- hvað Um leið og rúbertan var búin, leiddi hann mig að öðru borði og sýndi mér tvær hendur”. ,,Þú ert að spila vörn með austurspilin i fjörum spöðum”. „Spilið kom fyrir i parakeppni i gær..... Hverju spilarðu i þriðja slag?”. „Tigultiu”. „Þakka þér fyrir” „Gerði ég vitleysu?” „Eiginlega ekki — þú spilaði rétt”. „En ég hafði á réttu að standa, að erfitt væri að finna réttu vörnina, og ég varð að prófa það”. „Þakka þér fyrir”. „Svo — ég hafði verið til- raunadýr, en ég var ánægður yfir þvi að geta sannað, að þetta væri gott spil”. Staðan var norður gefur og allir utan hættu. $ A-6-4-3 * A-D-4 4 5-4-2 4 K-6 y G V k-9-8-7-6-4-2 y D-G-8-7 4 10 + G-9-8-3-2 «jk K-10-7 * Xrfo’10*3 4 K-9-5-2 * 6-5 Sagnir gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur 14 3V 34 P 4 4 P P P Vestur spilaði út hjartagosa. Hvernig fór Eichel að þvi að vinna hið óvinnandi spil? Eichel sá strax, að hjarta- gosinn mundi vera einspil og hjartastunga myndi vera ban- væn, ef trompkóngurinn lægi öfugt. Þess vegna, til þess að vernda sig, þá varð hann að fullvissa austur um, að vestur ætti hjartatiuna. Þannig beitti hann öngulinn: hann lagði ekki hjartadrottninguna á gosann og drap heima á ásinn eins og hann væri einspil. 1 öðrum slag svinaði hann spaðadrottningu, austur drap — viss um að sagnhafi ætti ekki meira hjarta — og skiptir yfir i tigultiu (eins ogég hafði gert). Eichel drap á kónginn, tók tvisvar tromp og spilaöi hjarta- , fimmi úr blindum. Auðvitað gaf austur. „Enginn vandi”, sagði hann við sjálfan sig. „Ég lét ekki kónginn i þriðja slag og ef sagn- hafi heldur, að ég ætli að láta hann á höggstokkinn núna, þá er hann að dreyma”. Þegar tia Eichels átti slaginn, var austur frekar hissa en von- svikinn. Það er ekki vist að það skipti máli, þvi ég valda þó drottninguna. Þrátt fyrir þetta er erfitt að sjá, hvernig Eichel gat núna unnið spilið, þrátt fyrir bestu vörn. Þannig hugsaði hann: Austur hefði varla stokkið i hjartalitnum, með svo marga laufatapara án þess að eiga Vetrarstarf B.R. að hefjast Vetrarstarfsemi Bridgefélags Reykjavikur er senn að hefjast, og verður spilað á miðvikudags- kvöidum I Domus Medica. Verður starfsemin með svipuðu sniði og undanfarin ár. Byrjað verður á tveimur eins kvölds tvimenningskeppnum og hefst sú fyrri 11. september, en 25. september hefst svo meistara- keppni félagsins i tvimenning og veitir sú keppni réttindi i Reykjavikurmót. Bridgefélag Reykjavikur er elzta og tvirhælalaust sterkasta bridgefélag landsins. Ungum spilurum hefur fjölgað veru- lega i félaginu á siðustu árum og veita margir þeirra orðið gömlu „kempunum” harða keppni, enda harðna upprennandi kempur naumast öðruvisi en með harðri andstöðu. Bridgefélag Reykjavikur veitir sem fyrr nemendum framhaldsskóla 50% afslátt á keppnisgjöldum. 1 ráði er að taka upp bridgekennslu fyrir byrjendur á vegum félagsins siðar i vetur. Nýir félagar eru velkomnir i félagið. Stjórn Bridgefélags Reykja- vfkur skipa þessir Karl Sigurhjartarson, formað- ur, Gylfi Baldursson, varafor- maður, Stefán Guðjohnsen, gjaldkeri, Guðlaugur R. Jóhannsson, ritari, Jakob Armannsson, fjármálaritari. kónginn og tigultian virtist vera einspil, þar sem niuna hafði vantað. Laufasviningin var þvi dæmi til þess að misheppnast og vonlaust virtist að fá þriðja tigulslaginn En hjartadrottningin átti enn eftir eitt hlutverk: eftir að hafa tekið tvisvar tromp og tigulásinn, þá var drottningunni fórnað undir kónginn. Austur drap, tók annan slag á hjarta, en varð siðan að spila upp I laufagaffalinn. Snauður lúta að litlu mó Láttu ganga Það er erfitt að ákveða það i eitt skipti fyrir öll, hvað er góður skáldskapur og hvað ekki. Hugtakið er afstætt eins og svo mörg önnur og gildi þess breytist eftir þvi við hvað er miðað. Það væru t.d. engin leirskáld til, ef ekki væru til góð skáld og öfugt. Og það sem þykir góður skáldskapur i dag verður ef til vill talinn lélegur skáldskapur á morgun. Þó hefur vonandi allur skáld- skapur orðið til i þeirri góðu trú, að hann yrði til þess að auka islenzka menningu. Hvernig til hefur tekist getur enginn i raun og veru dæmt um nema fyrir sjálfan sig. Þessi þáttur hefurekki áttað hafa það hlutverk að kynna það besta i Islenskum skáldskap. Hann hefur raunar aðeins átt að þjóna þeim tilgangi einum að vera efni fyrir þá, sem áhuga hafa haft á þvi að lesa hann. Nú er u.þ.b. ár siðan þátturinn hóf göngu sina, og i seinni tið hef ég eingöngu birt visur og kvæði, sem hafa birst áður á prenti. Er það að sjálfsögðu mikill galli, en þvi miður hafa þeir, sem ég hef leitað til og beðið um efni i þáttinn.tekiö þvi illa, án þess að nefna neinar sérstakar ástæður fyrir þvi. Verð ég þvi, ef framhald verður á þætt- inum, að halda áfram með hann I þeirri mynd/sem hann er i nú, nema einhverjum detti I hug að senda þættinum visur, sem telja má boðlegar, þvi að þrátt fyrir áðurnefndan tilgang hans vill hann fremur innihalda góðar visur en slæmar. 1 þessum þætti verða nokkrar visur og smáljóð eftir Jón i Garði. Kveðið á fundi. Ei mig fýsir eiga töf undir hærra settum, þó mér tylli naumt á nöf nyrst i Ræpu klettum. Þrátt ég hirða þurfti flík, þá sem kaus að henda, finnst mér þó I Fúluvík fjandi hart að lenda. Snauður lúta aö litlu má lifs þörf brýnni að þróa, en svona áhöfn er mér hjá, orðið leitt að róa. Jóni var boðin jörð i fjarlægri sveit og lýst fyrir honum, hvað sveit hans væri köld og fátæk og fráleitt væri að sjá eftir æskustöðvunum. Orti hann þá Andsvar. Elsku manns á eigin reit enginn skyldi lasta, ást við mina æsku sveit ungur batt ég fasta. Nauman skammt ég nægja læt, ' nokkur mun ei vafi að eins er barni móðir mæt minnstan auð þó hafi. Þó að bæði basl og strið bikar lifsins fylli, vil ég enda ævitið arma hennar milli. Ég get bætt þvi við formála þáttar- ins, að það virðist einkum tvennt, sem þeim er hugleikið, er yrkja lausavisur. Þegar óðuni þrautum mót þrýtur móð að striða, er mér Ijóðið eina bót eða fljóðið bliða. Það hefur trúlega ekkert skáld á tslandi ekki einhverntima ort ljóð eða visu til konu. Er sú framleiðsla að sjálfsögðu misjöfn að gæðum, en þó hef ég þá trú, að slikar visur hafi verið hvað best þegnar alls skáldskapar. Næsta visa er eftir þjóðkunnan höfund og eru sennilega margir fúsir að taka undir með honum. Einni kvon að unna még ekki er von ég kunni. Mörg er konan liggileg lifs á skonortunni. Niðurlag af mansöng. Ljúfa snót þig blitt ég bið, brátt svo þrjóti kvíði, vertu fijót og legg mér lið Ijóðs að móta smiði. Vilja stáli styð mig drós stillt um hálan isinn. Minnar sálar sólarljós, sjafnarmála disin. Hjartans inna ósk ég vil, engill minna drauma: Lát mig finna unaðsyl ástar þinna strauma. Loft er svalt og föl er fold, fornum kalt i glæðum. Gef niér allt: þinn anda og hold ótalfalt að gæðum. Og um slóðir ævikvelds, Unga flóðið bjarta. Lát mér glóðir ástarelds yla blóð i hjarta. Veikum þræði veittu þá vald með gæðum þinum. Ljóösins hæðum Ijóma frá Ijáðu kvæðum minum. Næsta visa nefnist Kveðið við sjó. Ýfir kári eyjaband, unnartárin fjúka. Lotnar bárur svartan sand silfurhárum strjúka. Að lokum staka. Sól I bláinn sveif oss frá, sveipuð gráum degi. Mörg er þráin hrein og há, hún þó sjáist eigi. Þá sný ég mér aftur að Jóni i Garði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.