Vísir - 07.09.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 07.09.1974, Blaðsíða 8
Vlsir. Laugardagur 7. september 1974. 8 MÍNUM EYRÚM ORN PETERSEN Bryan Ferry. „Another time another place". Hinn sjálfmenntaOi tónlistar- maður og stofnandi hljómsveit- arinnar Roxy Music er hér á ferðinni með aðra sólóplötu sina, sem að minum dómi er öilu betri en sú fyrri „These fooiish things”. Fyrir Roxy Music hefur Fecry skrifað mörg lög, og einkennast þau öll af hinum sérstaka stil hans, þ.e. hinn sérstæði söngur hans og andstæður blásturs- hljóðfæra og rafmagnshljóð- færa, en laglinurnar sjálfar sækir hann oft aftur i gömlu rokkárin. Þó vil ég alls ekki likja sólóplötum hans við tónlist Roxy Music, þvi á þeim er hann á ferðinni með gömul þekkt lög, sem hann svo útfærir á sinn máta og leggur aðaláherzluna á sönginn. Þannig tók hann á „These foolish things” fyrir lag Dylan’s ,,A Hard Rain’s A- Gonna Fall” með skemmtilegri útkomu en Dylan hefði getað gert. — Jæja, en snúum okkur að „Another time, Another place”. Eins og á „These foolish things” tekur Ferry til meðferðar göm- ul þekkt lög, og fyrir valinu i þetta sinn eru lög eins og „What a wonderful world”, „Help me make it through the night”, „You are my sunshine” og vit- anlega eitt Dylan lag, „It aint me Babe”. Aðstoðarmenn Ferry’s á þessari plötu eru að mestu leyti þeir sömu og á „These foolish things”, en hljóðfærin sem notazt er við á plötunni, eru aðallega blásturshljóðfæri pianó, trommur (þungur takt- ur), gítar, bassi, fiðlur, orgel, að ógleymdum bakröddunum, sem oft koma skemmtilega út. Allur frágangur og upptaka á þessari plötu er til fyrirmyndar. Það er býsna erfitt að likja tón- list Ferry’s við eitthvað sér- stakt, en þeir sem gaman hafa af tónlist Roxy Music-Wizzard- Ike Tuner’s, verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa plötu. Beztu iög: „Smoke gets in Your Eyes” „The ’ln Crowd.” „It aint me Babe”. Bryan Ferry, Amanda, David Bowie og Shaun BlACK -fcYfcÖ HOY' Paper Lace. //Paper Lace". Þó að þessi hljómsveit sé orð- in fjögurra ára gömul, sló hún fyrst i gegn nýlega með lögun- um „Billy don’t be a Hero”, og „The night Chicago died”. Fjór- menningarnir i Paper Lace koma frá Nottingham i Eng- landi og heita Phil Wright, Cliff Fish, Michael Vaughan og Carlo Santanna. Þetta fyrsta albúm þeirra sýnir, að þeir eru engir tónsmiðir, heldur taka þeir fyrir gömul og ný lög úr ýmsum átt- um, en þó aðallega lög eftir Murray og Callander. Þeir Murray og Callender hafa i gegnum árin skrifað mörg lög fyrir fólk eins og Tom Jones, Lulu, Cliff Richard, The Tremeloes, Paul Anka og fleiri. Af frægustu lögum tvimenning- anna má helzt nefna „I’m tell ing you now”, „How do you do it”, og „I like it”. Nóg um það, félagarnir i Paper Lace flytja létta tónlist, sem margir myndu eflaust likja við „sleikjubrjóst- sykur”, og á þessu albúmi taka þeir fyrir gömul lög eins og „Dreams are ten a penny”, „Happy birthday, Sweet six- teen”, „Hitchin’a Ride”, „Sealed with á kiss” og „Mary in the morning”. 011 hafa þessi lög verið gerð fræg af öðru tón- listarfólki, má þar t.d. nefna Neil Sedaka, Tremeloes og Vanity Fare, undantekning frá þessu eru vitanlega „hit-lög” þeirra,”Billy, don’t” og „The night Chicago.” Aðaltromp fé- laganna i Paper Laceeru radd- irnar, þvi allur söngur á þessari plötu kemur ágætlega út, án þess að notazt sé við „stúdió- trix”. Ekki myndi ég þó kaupa mér þessa plötu, það væri þá eingöngu til notkunar i „partii”, og mæli ég þvi eingöngu með henni sem slikri. Beztu lög. The night Chicago died. Billy, don’t be a Hero. Mary in the morning. Harry Nilsson //Pussy-Cats". Flestir tónlistarmenn, er ná mikilli frægð, eiga að baki lang- an feril, en svo er ekki með Nils- son. Allt til ársins 1968 starfaði hann i banka einum stórum 1 USA („bankamaður” held ég að maður kalli það) og var nærri orðinn aðstoðarbankastjóri, er hann ákvað að snúa sér að tón- listinni, (sennilegast ekki þolað slifsi). Fyrsta albúm hans hét „Pandemonium Shadow Show”, og það innihélt m.a. tvö góð lög, „Without Her”, og „1941”. En hann vakti mesta athygli fyrir meöferð sina á eldri lögum Beatles, og i gegnum þau lög kynntist hann þeim félögum Paul, Ringo, George og John. Eftir það hefur hann ljóst og leynt verið nefndur fimmti með- limur Beatles, og á seinni al- búmum hans hafa Beatles ætið lagt hönd á plóginn, þó aðallega þeir John og Ringó. Það er sosum ekkert að furða þótt hann hafi verið nefndur fimmti bítillinn, þvi tónsmið hans er eins konar millivegur á milli John og Paul, og söngrödd hans samlagast stil Beatles mjög vel. Auk þess spilar hann á pianó, og myndi það gefa Paul tækifæri til þess að snúa sér ein- göngu að bassanum. Nóg um það, snúum okkur að albúminu. Það heitir „Pussy-cats” og á að vera sólóalbúm frá Nilsson, en er I raun og veru allt eins frá John Lennon. Að visu eru flest lögin eftir Nilsson, en það er John Lennon, sem hefur annazt útsetningu laganna, auk þess sem hann syngur með á þeim flestöllum, svo platan hefur á sér anzi mikinn „Lennon-brag”. Fyrstu lögin — „Many Rivers to Cross” (eftir Jim Cliff) og „Subterranean Homesick Blu- es” (eftir Bob Dylan) minna t.d. mjög mikið á fyrri lög Lennons. Svo er á plötunni eitt lag eftir Lennon, en það er lagið „Mucho Mungo/Mt. Elga, fallegt og ró- legt lag, kannski bezta lag plöt- unnar. — Mörg fræg nöfn koma fram á þessari plötu og má þar helzt nefna: Ringo Starr, Klaus Voorman, Jim Keltner, Danny Kootch, Keith Moon og Sneeky Pete og þarf vart að spyrja að frammistöðu þessa liðs. En ég get barasta ekki gert að þvl, en þessi plata missir alger- lega marks, hvað mig snertir. Ég hef ekki verið hrifinn af tón- list Lennons frá þvi að Beatles hættu, og Nilsson virðist hreint og beint vera að stæla hann. Mér finnst lika leiðinlegt að hluta á þessar afbakanir á eldri lögum, eins og „Rock around the Clock”, „Save the last dance for me” og „Loop de Loop”, sérstaklega þegar svona menn eiga i hlut, þvi þeir ættu að geta gert betur. Þetta er plata fyrir forvitna og Lennon aðdáendur. Beztu lög: Mucho Mungo/Mt.Elga. Don’t forget me. Harry Nilsson og John Lennon RICK WAKEMAN, fyrrv. meðlimur YES, slappar nú af á spitala og reynir að losa sig viö taugaáfallið, sem hann hafði meðferðis þangað. Fyrsta albúm STEPPEN- WOLF eftir endurreisnina á vfst að heita „Slow Flux”. Hæ, ef þú átt nýjustu plötuna hans STEVIE WONDER „Fulfilingness-First Finale”, þá kiktu á aibúmiö og sjáðu hvort þú sérö einhver skilaboð á myndinni, en ef þú átt’ana ekki, þá slepptu þvi? Nú, ósköp fær ma’r lltiö pláss I dag....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.