Vísir


Vísir - 09.09.1974, Qupperneq 1

Vísir - 09.09.1974, Qupperneq 1
VISIR 64. árg. —Mánudagur 9. september 1974. —170. tbl. EVEL KNIEVEL MISTÓKST — en lifði raunina af ómeiddur — bls. 5 Ték hálfa milljón í reiðufé, en leit ekki við ávísunum ÞESSI HÚS KOMA ÚR KAFINU — afskrifuð hús grafin upp Ford náðar,— Nixon játar — bls.4—5 einnig um 200 milljón króna œvisögu Nixons Lénharður aftur á grœnu Ijósi — bls. 3 Afgreiðsluf ólkið kann jafnvel ekki sjálft að fylla út ávísanirnar - bls. 3 MARGFOLD UPPSKERA MARGFÖLD GLEÐI — kartöflubœndur heimsóttir — baksíða Unnið er nú af fullum krafti 7 daga vikunnar við að grafa upp hús, sem legið hafa undir vikri i Eyjum. Byrjað var að grafa upp um mánaðamót júnf-júlf, en um 70 hús voru alveg i kafi. Nálgast nú, að um helmingur þeirra hafi verið grafinn upp. Hús þessi var búið að afskrifa, sagði Magnús H. Magnússon bæjarstjóri okkur, þegar við ræddum við hann i morgun. En það kemur i ljós, að þau eru misjafnlega farin. Sum hver húsanna eru ónýt, en nota mætti grunn þeirra. önnur eru á þvi stigi sem kalla mætti uppsteypt, þ.e. veggir eru heilir. önnur eru betur á sig komin. Magnús sagði, að aðalkost- urinn við þetta væri sá, að það tæki mun styttri tima að gera þessi hús upp en byrja alveg frá grunni. Eitthvað af holræsum, raf- magnslögnum og vatnslögnum — Brotizt inn í kaupfélagshúsið á Hellissandi á meðan kaupfélagsstjórinn skemmti sér Innbrotsþjófurinn enn ófundinn Brotizt var inn i kaup- félagshúsið á Hellis- sandi aðfaranótt laugar- dagsins og sótt sem næst hálf milljón króna i pen- ingaskápinn, en allar ávisanir voru hins vegar látnar óhreyfðar. Hefur lögreglunni ekki enn tekizt að hafa hendur i hári innbrotsþjófsins, en yfirheyrslur hafa staðið yfir nær látlaust alla helgina. er heilt, en miklu máli skiptir, mikill, er meiri hætta á hvort mikill hiti hefur veriö I skemmdum. jörðinni. Ef hann hefur verið —EA Manni finnst það ótrúlegt, aö hús þessi skuli hafa veriö á kafi f vikri, en þau fremstu standa við Bústaðabraut. Húsin eru mis- jafnlega á sig komin. Sprungur eru t.d. viða veggjum á þessum. Ljósm: Guömundur Sigf. DÝRLEGT HAUSTVEÐUR LÍKA Það er komið haust, — og samt heldur veðrið áfram að leika við okkur. Ekki slæm hugmynd að heim- sækja Hellisgerði I Hafnarfirði næstu dagana og skoða þann fagra stað eins og krakkarnir á myndinni gerðu (Ljósm. Björgvin Páisson) Kaupfélagstjórinn býr með fjölskyldu sinni i húsi kaupfélags- ins, en á föstudagskvöldið voru þau hjónin á stórdansleik i félags- heimilinu á staðnum og voru börn þeirra tvö ein heima og rumskuðu ekki við ferðir innbrotsþjófsins. Svo virðist, sem farið hafi verið inn um eldhúsglugga, en innan- gengt er úr eldhúsi i skrifstofu kaupfélagsstjórans. Var gengið snyrtilega um og svo að sjá, að viðkomandi hafi verið kunnugur á staðnum. Þegar hjónin komu heim um nóttina, eitthvað um klukkutima eftir að dansleiknum var lokið, uröu þau einskis vör. Það var ekki fyrr en á hádegi á laugardag, sem kaupfélagsstjórinn átti erindi i peningaskápinn á skrif- stofu sinni og uppgötvaði ránið. Hann ætlaði að skipta ávisun fyrir kunningja sinn, sem bankað hafði uppá. Greip hann þá i tómt er hann opnaði skápinn. Tveir sérfræðingar frá rannsóknarlögreglunni i Reykja- vfk komu þegar á staðinn og hafa þeir unnið að rannsókn málsins ásamt lögreglumanninum á staðnum. Ekki er vitað, hvort peninga- skápurinn hefur verið opinn eða hvort þjófurinn hefur haft lagni til að opna hann eftir kúnstarinnar reglum. Hann þurfti alltént ekki að sprengja hann upp eða beita verkfærum. Munu það hafa verið 495 þúsund krónur i reiðufé, sem hirtar voru úr peningaskápnum, en eins og fyrr er frá sagt, var ekki hreyft við öllum þeim ávisunum, sem einnig voru þar. Hefur þar annað hvort komið til vantrú viðkom- andi á þeim gjaldmiðli ellegar ótti hans við að ávisanastuldur- inn mundi auðvelda lögreglunni eftirförina. Þá var einnig á öðrum stað i skápnum umslag með um sex- til sjö hundruð krónum i reiðufé og ávisunum, en sú upphæð var látin óhreyfð. —ÞJM Kláruðu benzínið á stöðinni — baksiða

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.