Vísir


Vísir - 09.09.1974, Qupperneq 11

Vísir - 09.09.1974, Qupperneq 11
MKKA GUÐIOG DÓM- ARANUM SIGURINN! — sagði belgíski landsliðsþjálfarinn eftir landsleikinn á Laugardalsvelli Gocthals, þjálfari belgiska liðs- ins, ranghvolfdi f sér augunum og baðaði út öllum öngum sýnilega mikið niðri fyrir, cr hann talaði við blaðamcnnina helgisku eftir leikinn i gær, og sagði þá m.a.: ,,Mér hefur verið legið á hálsi fyrir að taka ekki nógu marga unga menn inn i liðið, en ég þakkaði guði fyrir það á siðustu minútum leiksins, er þeir gömlu hreinlega björguðu andlitinu á okkur með þvi að halda höfði og skora svo mark — úr vitaspyrnu — þegar islenzka liðið var að sækja i sig veðrið og að gerast ágengt. Goethals — Leifsson og Eðvalds- son gætu leikiö með hvaða liði sem væri í Belgiu. Við getum lika þakkað dómar- anum fyrir að sjá ekki vitaspyrn- una, sem tsland átti að fá, en það var að minu viti a.m.k. einu sinni i leiknum. Ef lsland hefði fengið aðra þeirra og skorað úr henni, hefði það orðið hroöalegt áfall fyrir okkur, nógu var það nú slæmt samt. Eg hélt að við myndum vinna 3:0 i það minnsta, en segi takk fyrir 2:0, og tel það vel sloppið þvi að islenzka liðið lék virkilega vel, sérstaklega varnarleikinn. sem var mjög vel hugsaður og útfærð- ur. Tveir leikmenn i islenzka liðinu þóttu mér áberandi góðir, Guð- geir Leifsson og Jóhannes Eð- valdsson og gætu þeir báðir leikið með hvaða belgisku 1. deildarliði sem væri.” Tony Kuapp þjáifari Islenzka liðsins: ,,Ég er mjög áægður með leik- inn og strákana mína. Þeir voru frábærir, þótt þeim tækist ekki að sigra i þetta sinn. Þeir gerðu lið á heimsmælikvarða aö engu, og er hægt að ætlast til meir af áhugamönnum eins og þeim? Við áttum vitaspyrnu siðast i leiknum, og ef viö hefðum skorað úr henni, þá er ekki gott að segja hvernig leikurinn hefði farið”. Ásgeir Sigurvinsson: ,,Ég er mjög óánægður með þennan leik, islenzka liðið og völl- inn, sem var hreint út sagt Tony Knapp — ánægður með alla strákana sina. hörmulegur. Við áttum að geta betur og þá ég ekkert siður en hinir. Þá var ég langt þvi frá að vera ánægður með að leika sem miðherji, sem ég hef ekki gert siðan ég var i 5. flokki, og fá ekki að leika þá stöðu sem ég leik venjulega. Þessi úrslit er mikið kjaftshögg fyrir Belgana, þeir ætluðu sér að gera stóra hluti, en ekkert gekk hjá þeim og þeir eru sársvekktir, heyrði ég i baðinu”. Paul Van llimst, fyrirliði belg- iska liðsins: „Það tala allir heima um litla Paul Van Himst — meö beztu áhugamönnum, sem ég hef leikið á móti. tsland i sambandi við knatt- spyrnu. En þessiráhugamenn eru ekkert litlir og þeir eru með þeim beztu, sem ég hef mætt um dag- ana. Þetta er ólikt betra lið nú en fyrir tveim árum, er ég lék siðast við Island. Þetta var slæm útkoma hjá okkur, og það er eins islenzka lið- inu að kenna og taktikinni, sem það lék, eins og okkur, sem áttum að geta mun meir. En vöilurinn ykkar er lélegur, já, mjög lélegur vil ég segja, ójafn og þungur.” Jóhannes Eðvaidsson, fyrirliði islenzka liðsins: „Það er ekki hægt að vera annað en ánægður — 2:0 á móti þessum körlum er betra en ég bjóst við fyrirfram. Við áttum skilið að skora, þó ekki væri nema úr öðru vitinu, sem dómarinn lét fara fram hjá sér.” Þorsteinn Ólafsson, mark- vöröur: „Ég er svekktur yfir fyrsta markinu, og að reyna ekki að verja þá. En ég var öruggur um, að boltinn væri framhjá, og þvi lét ég hann fara. Annars held ég, að ég hefði getað náð honum, þótt hann hefði varla getað komizt utar né ofar, það hefði alla vega verið skemmtilegra að reyna en að standa þarna og hafast ekkert að.” Wilfried V'an Moer, einn þekkt- asti leikmaður belgiska liðsins: „Ég var viss um, að dómarinn mundidæma vitaspyrnu á okkur, þegar leiknum var að ljúka. Þar sem ég var á vellinum, gat ég ekki séðannað mögulegt. En við vorum heppnir, og hann sá ekki brotið eins og ég. tslenzka liðið þótti mér gott og það barðist vel, mjög vel af áhugamannaliði að vera, og þvi hefur farið mikið fram siðan siðast ég sá það. Sumir leik- mennirnir eru mjög góðir, eins og Ásgeir Eliasson, Marteinn Geirs- son, Jóhannes Eðvaldsson og sér- staklega Guðgeir Leifsson, hann er mjög góður og hefur næmt auga fyrir spili. Svo að sjálfsögðu Ásgeir Sigurvinsson, en hann þekki ég betur — og hef séð hann betri en i þetta sinn — enda leik- um við i sama liði.” Guðgeir Leifsson: — Mundir þú taka tilboði frá Belgiu, ef þú fengið það? „Ég væri ekkert að hugsa mig um, heldur færi eins og skot." — Hvað svo með þennan leik, ánægður? „Ég er það, enda aldrei liðið betur i landsliöi siðan Knapp tók við. Hann er með auðvelt kerfi, sem allir skilja og allir vita, hvað þeir eiga að gera, og það er ekk- ert rugl með hlutina þar. Hann er einhver sá bezti, sem ég hef verið hjá um dagana, a.m.k. hvað leik- skipulag og annað snertir.” klp Wilfried Van Moer — hrifinn af leik Guðgeirs Leifssonar. A-Þjóðveriar beztir r. s n Austur-Þýzkaland koinst i efsta sæti á Evrópumeistara- mótinu i Róm á lokadeginum i gær — hlaut fimm gullverðlaun — og náði þá i fyrsta skipti efsta sætinu. Svo virtist áður sem A- Þjóðverjarnir væru að missa yfirburðastöðu þá, sem þeir náðu á EM i Hclsinki, i hendur sovézkra, en siöasti keppnis- dagurinn bjargaði öllu, jafn- framt þvi, sem Sovétrikin náðu þá sinum lakasta árangri — hlutu aðeins cin gullverðlaun. Skipting verðlauna á EM varð þannig: A-Þýzkaland Sovétrikin Bretland Pólland Finnland Frakkland V-Þýzkaiand italia Júgóslavía Búlgaria Danmörk Ungvcrjal. Tékkóslóvak. Rúmenfa Sviþjóð Noregur Belgia G S B 10 12 5 9 3 6 VERZLIÐ ÞAR SEM VARAN ER GOÐ OG VERÐIÐ HAGSTÆTT Öll okkar málning á verksmiðjuverði m m mAlimiimc gríð hús yðar með MET STJÖRNU LITIR Armúla 36 Málningarverksmiðja Sími 8-47-80 Varnarmennirnir Isl. I sókninni — Marteinn nr. 5 skallaði á Jóhannes, sem spyrnti á mark með tilþrifum (til hægri) en Belginn nr. 5 sló knöttinn. Ekkert dæmt. Ljósmynd Bjarnleifur. Tvö víti á Belgana en ekkert var dœmt — Dómarinn hr. Reynolds frá Wales telur betra að hygla Belgum en Islendingum til frama á dómarabrautinni Heppnismark i fyrri hálflcik — ann- að úr vitaspyrnu i lok leiksins færði Belgiu sigur gegn islandi 2-0 I Evrópu- keppni landsliða á Laugardalsvellin- um I gær og þann sigur geta belgisku atvinnumennirnir fyrst og fremst þakkað lélegum dómara leiksins, Reynolds frá Wales. Hann sleppti vita- spyrnum á Belgiu — ekki einni, heldur tveimur augljósum, og slikt er hrotta- iegt i einum leik. Báðum á siðustu fimm minútum leiksins —fyrst, þegar Gisli Torfason lék skemmtilega i gegn. Komst frír inn í vitateig Belga, en var brugðið aftan frá i skotstöðunni og ið eeigaði. Sfðan þegar Guðgeir Leifsson. ‘ kastaði iangt inn til Marteins, sem skallaði áfram til Jóhannesar Eðvaldssonar. Hann átti skot á mark og mark- vörðurinn belgfski var viðs fjarri — en á marklinunni sló mið- vörðurinn Vanden Uaele knöttinn frá með hendinni og spyrnti sfðan af hættusvæðinu. Ekkert dæmt. En hr. Reynolds benti strax á vitaspyrnu- punktinn, þegar Grétar Magnússon brá van Moer innan vftateigs á 43.mfn. s.h. Þá var ekki verið að hika við hlut- ina — þaö er.von, að hinn fjölmenni hópur belgisku blaðamannanna brosti, að þessum sterka liðsmanni belgiska liðsins, já, þeir voru ekki siður hneykslaðir á hr. Reynolds en hinir is- lenzku kollegar þeirra. Þetta var ekki stór landsleikur — siður en svo — og verður helzt minnis- stæður vegna hinna miklu mistaka dómarans. Bæði lið komu þó á óvart — hið belgiska fyrir mun lakari leik en reiknað var með, og hið nýuppstokk- aöa belgiska landslið er ekki af sama styrkleika og landslið Belgiu siðustu árin. Aðeins 4-5 leikmenn voru nú með, sem léku gegn tslandi i undankeppni HM. Hið islenzka fyrir kröftugan varnarleik, sem gerði það að verkum, að Belgar fengu sárafá tækifæri til að skora — já, i heild fyrir sterkan leik, sem kom Belgum á óvart. Að visu hafði belgiska liðið yfirburði i leik- skipulagi, leikni leikmanna liðsins var mun meiri, og það, sem kannski mestu munaði. Þeir voru alltaf skrefinu fijótari. En isl. leikmennirnir unnu margt af þessu upp með ákafa sinum og seiglu. Liðsskipan tslands i byrjun kom á óvart — GIsli Torfason og Jón Péturs- son voru bakverðir. Landsliðsþjálfar- inn Knapp hringdi i skozka landsliðs- einvaldinn Ormond á föstudag og breytti isl. liðinu vegna þeirra upplýsinga, sem hann fékk frá Ormond. Belgar leika án kantmanna — en reyndu að færa tvo leikmenn utar vegna styrkleika miðju islenzku varnarinnar. Það breytti þó litlu — Gisli, sem i fyrstu átti að „elta” þekktasta leikmann belgiska liðsins, van Himst, tók að sér Roger Henrotay i staðinn og elti hann hvert, sem hann fór — en Karl Hermannsson fékk það hlutverk að gæta van Himst, eins þekktasta leikmanns Evrópu, og sá frægi sást varla i leiknum. Hin djarfa tiiraun Knapp og landsliðsnefndar meö bakveröina heppnaðist — en hvort svo „þungir” bakverðir duga gegn eldsnöggum útherjum i framtiðinni er önnur saga. Gisli og Jón eru sterkir, hávaxnir dugnaðarpiltar og voru sterkir hlekkir i góðri vörn. Jóhannes Eðvaldsson átti snilldar- leik — kannski bezti maður á vellinum og tapaði ekki skallaeinvigi. Við hlið hans var Marteinn Geirsson einnig „klettur” og þar voru beztu menn isl. liðsins. Þorsteinn i markinu varði þrivegis af hreinni snilld — átti stór- góðan leik, þar sem honum tókst tvivegis að stýra knettinum i þverslá eftir skot Belga af stuttu færi. Mark það, sem hann fékk á sig i fyrri hálf- leiknum, var þó klaufalegt — greini- legt, að Þorsteinn misreiknaði knött- inn — hélt hann færi yfir eða framhjá —- og slikt er erfitt að afsaka, þrátt fyrir „skóg” varnarmanna, sem_ skyggðu útsýnið. Guðgeir Leifsson gerði margt vel i leiknum — sendingar hans bera af — og Asgeir Sigurvinsson var hættulegur einkum i fyrri hálfleik, þó svo hann léki stöðu, sem hann hefur ekki fengizt við lengi. Þá var Asgeir Elíasson einnig góður meðan úthaldið entist — Matthias Hallgrimsson kom i stað hans siðasta stundarfjórðunginn. Teitur barðist af krafti — stundum fullmiklum krafti, og Grétar Magnús- son er mikill „vinnuhestur” og þarf að vanda sendingarnar. Lengi vel i byrjun komust Belgar ekkert áleiðis — markskot þeirra slök — en Asgeir Sigurvinsson átti tvivegis hörkuskot framhjá. Það var ekki fyrr en um miðjan f .h að Belgar áttu fallegt upphlaup, en Marteinn bjargaði. Rétt á eftir opnaöist belgiska vörnin illa — Guðgeir var á „auðum” sjó hægra megin, en fyrirgjafir hans nýttust ekki. t siðara skiptiö hefði Guðgeir betur reynt markskot sjálfur. Framhald á bls. 13. Fjórir náðu 8100 stigum eða meir — og Pólverjinn Skowronsk sigraði í tugþrautinni Pólverjinn Skowronek varð Evrópunieistari i tugþraut á laugardaginn i Róm. Náði frábærum árangri 8207 stig, scm er nýtt meistaramótsmet. Það var ekki fyrr en i niundu grein, sem hann komst i fyrsta sæti i tugþrautinni. Þá kastaði Pólverj- inn spjóti tæpum þrcmur metruin lengra en helzti keppinautur hans, Frakkinn Leroy, sem keppti hér á Laugardalsvellinum i fyrrasumar, en i sjöundu grein- inni hafði Skowronek dregið mjög á Leroy. Stökk þá 5.10 inetra i stangarstökki. Arangur i þrautinni var mjög góður — fjórir fyrstu menn fengu yfir 8100 stig. Stefán Hallgrims- son meiddist i 110 m grindahlaup- inu og hætti keppni. Annars var 3000 m hindrunar- hlaupið aðalgreinin á laugardag — Pólverjinn Malinowski sigraði sænska Evrópumethafann Anders Gjærderud á geysi- hörðum endaspretti. Sviinn hafði talsverða forustu á siðustu beygju, en var greinilega mjög þreyttur. Sá pólski náði honum og siöan hlupu þeir hlið við hlið um skeið, þar til Malinovski reif sig iram úr og var um metra undan i mark. Þessi úrslit voru mikil von- brigði fyrir Svia — Gjærderud var talinn hinn öruggi sigurvegari fyrir keppnina og hafði hlaupið rétt við heimsmet Ben Jipcho. En Sviinn átti við magaveiki að striða i Róm — var meira að segja veikur, þegar hann hljóp i undanrásunum á miðvikudag. Finninn Kantanen var mjög óheppinn i úrslitahlaupinu — datt tvivegis, en lét það ekki á sig fá, og þó hann væri um tima langt á eftir öörum, tókst honum að ná ellefta sæti við mikinn fögnuð áhorfenda, sem höfðu mikla samúð með honum eftir öil ósköpin á brautinni. 1 sleggjukastinu kom á óvart, að austur-þýzki heimsmethafinn Reinhard Theimer varð aðeins þriðji. Spridonov, Sovét, náði forustu i 1. umferð, þegar hann kastaði 74.14 m, og hann var siðan eini keppandinn, sem bætti þann árangur, Þá kom á óvart i göng- unni, að Olympiumeistarinn og hinn margfaldi heimsmethafi, Bernd Kannenberg, V-Þýzka- landi, varð aðeins niundi eftir að hafa haft forustu fyrstu 20 km. Úrslit i Evrópumeistaraniótinu i frjálsum iþróttum i Róm á laugardag urðu þessi: 3000 m. hindrunarhiaup 1. B. Malinowski, Pólland, 8:15.0 2. A. Gjærderud, Sviþjóð, 8:15.4 3. M. Karst, V-Þýzkal. 8:18.0 4. F. Fava, ttaliu, 8:19.0 5. H.Wehrli, Sviss, 8:26.2 6. G. Cefan, Rúmeniu, 8:26.2 7. G. Frahmcke, V-Þýzkal. 8:26.6 Sleggjukast. 1. A. Spiridonov, Sovét, 74.20 2. J. Sachse, A-Þýzkal. 74.00 3. R. Theimer, A-Þýzkal. 71.62 4. V. Dimtriensko, Sovét, 71.18 5. U, Beyer, V-Þýzkal. 71.04 6. M. Iluning, V-Þýzkal. 70.58 7. H. Kangas, Finnlandi, 70.04 50 km. kappganga 1. C. Ifohne, A-Þýzkal. 3:59.05.6 2. O. Barch, Sovét, 4:02.38.8 3. P. Selzer, A-Þýzkal. 4:04.28.4 4. V. Visini, ítaliu, 4:05.28.4 5. V. Soldalenko, Sovét, 4:09.31.6 6. W. Skotniicki, A- Þýzkal. 4:10.19.0 Tugþraut. 1. R. Skowronek, Póll. 8207 (100,. 10.97 — langst. 7.49 — kúla 13.10 —hást. 1.95 —400 m 47.90 Framhald á 13- siðu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.