Vísir - 13.09.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 13.09.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Föstudagur 13. september 1974. vísiftsm: Hvað kosta skólabækurnar, sem þú þarft að kaupa? Axei Pálsson I 3. bekk gagnfræða- skóla: — Ég gæti trúað, að það væru milli 5 og 6 þús. kr. Dýrasta bókin, sem ég hef keypt núna, er „Málið”. Ég vann sjálfur fyrir bókunum i sumar. Jóngeir Þórisson f 1. bekk Iðnskóians: — Ætli ég sé ekki búinn að kaupa fyrir 7 þús. kr. Ég er að læra prentljósmyndun. Ég borga fyrir minar bækur sjálfur. Eriingur Þorsteinsson i 3. bekk Menntaskólans i Kópavogi: — Ég er ekki enn búinn að fá listann yfir þær bækur, sem við eigum að kaupa. Ætli það verði ekki i kringum 10 þús. krónur sem við þurfum að verzla fyrir. Ég kaupi þær fyrir mina peninga. Teitur Gunnarsson, efnaverk- fræðinemi í Háskóla íslands. — Sennilega þarf ég að eyða 8 þús. núna fyrir jól og að minnsta kosti öðru eins eftir jól. Ég er utan af landi og býst við að veturinn kosti mig I kringum 300 þús. kr. með öllú. Kristján Ottó Andrésson I 3. bekk gagnfræöaskóla: Ég býst við að ég eyði svona 7 til 8 þús. krónum, þvl að eitthvað fæ ég gefins frá bróöur mlnum. Ég kaupi bækur fyrir eigin peninga. Fjóla Björnsdóttir I 1. bekk gagn- fræðaskóla: — Ég er búin að kaupa fyrir eitthvað 1000 kr., ætli ég fari ekki upp I 2 þús. Þetta fer bara I blöð og önnur ritföng, við þurfum engar skólabækur að kaupa 11. bekk. Mamma og pabbi borga þetta fyrir mig, þvi að það sem ég vann mér inn við pössun i sumar er allt farið. Búast við fœrrí bókum á jólamarkaðnum Eftir hljóðinu i útgef- endum að dæma, má bú- ast við færri bókum á jólamarkaðnum i ár en verið hefur. Róðurinn virðist þyngri, og sumir segjast meira að segja hafa orðið að minnka við sig, þ.e., færri bækur eru gefnar út en ráð hafði verið fyrir gert. Hækkanirnar koma hart niður á útgefendum sem öðrum, og sumir eru hræddir um að miklu minna verði keypt af bókum fyrir jólin, Það fer að verða nóg að gera hjá bókbands vinnustofunum. Vertlðin hjá þeim hefst i september. Ljósm. Bj.Bj. þar sem bókaverðið verði það hátt, og söluskatturinn er líka talsverðúr. Gera má ráð fyrir, að meöalbók kosti um 1600-2000 krónur. Við ræddum við útgefendur i gær og forvitnuðumst um jóla- bækurnar I ár. Allir aðrir en örn og örlygur og Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri, af þeim sem við leituðum til, kváðust ekki tilbúnir til þess að veita okkur upplýsingar að svo stöddu, enda ekki ákveðið með allt ennþá. Stærsta og merkasta verk, sem gefið hefur verið út hjá Erni og örlygi, kemur út núna, en það er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þetta er 2ja binda ritverk, skreytt myndum og prentað I litum. Þá kemur út Bibliuhandbók, sem skýrir orð og hugtök i Bibli- unni og varpar bókin ljósi á það timabil, sem Biblian spannar yf- ir. Þykir bókin mjög fróðleg og skemmtileg. Þá kemur út bókin Náttúran LESENDUR HAFA ORÐIÐ Hvenœr verða kosningar þar? Ilúsmóðir skrifar: Ég er ein af þeim, sem hef alltaf gaman af að heyra til Gisla Astþórssonar og lesa eftir hann, og mér þótti mjög fróðleg greinin hans i Morgunblaðinu þann 1. sept. s.l. Þar segir hann sögu af konu, sem lifði af fangabúðarvist hjá nasistum, og svo hugguleg- heit kommúnistanna i Tékkóslóvakiú, þar sem maður hennar var drepinn. Gisli spyr svo, hver sé munurinn á einræði og alræði kommúnistanna fyrir lif fólks, sem I þessu lendir. Mig langar til að svara þessu. Ég er hægri sinnuð og þykist sjá regin mun á þessu. 1 gamla daga var hægt að halda uppi einræði með her og öðrum djöfulskap, en aldrei þó um aldur og ævi. Núna, þegar einræði kemst á, þá höfum við reynsluna fyrir þvi, að þetta stendur ekki lengi. Það fer eins fyrir þeim manni, sem drepinn er, hvort það eru herforingjastjórnir eða kommúnistar sem taka hann af lifi. En hvaða maður sér ekki muninn á einræðinu t.d. i Portúgal, þar sem fólkið var al- frjálst, nema það mátti ekki kjósa kommúnista, eða einræðinu i Rússlandi og öðrum kommún- istarikjum. Allir vita hvers vegna her- foringjastjórn komst á i Grikklandi. Kommúnistarnir þar I landi voru búnir að gera ólíft i landinu með gömlu ráðunum sin- um. Eitt verkfallið tók við af öðru, svo allt athafnalif lamaðist. Ekki var hægt að tala eða semja við þá, þvi þeir ætluðu að koma á kommúnistisku þjóðskipulagi. Þegar kommúnisminn er kominn á i einu landi, þá er aldrei hægt að losna við hann, þvi hans kerfi er þannig byggt upp. Eftir- litsmennirnir, sem i Rússlandi voru um 1960 1 á hverja 2-3 verka- menn, eins og segir i sögunni, Valdið og þjóðin, passa kerfið. Það eru búnar að vera tvær herforingjastjórnir i Grikklandi á ekki mörgum árum. Sú fyrri ætlaöi að losa um tökin, en hvernig fór. Kommúnistarnir höfðu nefnilega alls ekki allir ver- iö fangelsaðir eða drepnir, og þegar þeir komu aftur, byrjuðu þeir ballið á ný. Núna heyrir maður, að þeir ætli að leyfa bráð- lega frjálsar kosningar i Grikklandi. Hvenær verða boöaðar frjálsar kosningar, þar sem kommúnistar ráða? Það verður aldrei, þvi ég er viss um, að i sjálfu Rússlandi mundi flokkurinn ekki fá eins mörg at- kvæði og Alþýðsambandið hérna. Siðan og ekki sist hafa lifskjör almennings og ferðafrelsi aldrei verið sambærileg I einræðis- löndunum og eru i kommúnista- rikjunum. Gisli hlýtur að kunna þetta: „Með illu skalt illt útdrífa”, og það er þetta, sem herforingja- stjórnirnar verða að gera til þess að bjarga þessum ógæfusömu þjóðum, þar sem kommúnist- arnir eru komnir I valdaaðstöðu, annars verða þær kommúnism- anum aðbráðog þá vita allir hver örlög þeirra verða. Ég vil gera mikinn mun á lifi fólksins, sem byggir Suður- og Norður-Vietnam. Báðar þessar þjóöir fengu frelsi á svipuðum tima. Suður-Vietnamar létu allar aðrar þjóðir i friði, en Norður- Víetnamar eru alltaf i árásar- striði til að útbreiða kommúnismann. Þetta kalla ég reginmun, og fleirum á að finnast það lika. LESENDUR M HAFA (m ORÐIÐ Að öðru leyti fór allt frið- samlega fram Þ. simaði i gær: Vegna lesendabréfs sem birt- ist i Visi á miðvikudaginn undir fyrirsögninni: Drykkjusaga úr útlandinu, langar mig að koma að athugasemd. 1 lesendabréf- inu var f jallað um hópferðina á flugsýninguna i Farnborough. Er þar um svolitinn misskilning að ræða. t fyrsta lagi er talað um óreglu og óreiðu á pari, sem var með I ferðinni og olli þvi að brottför var seinkað um tvo tima, þegar halda átti heim. Ástæðan fyrir þessu var sú, að viðkomandi stúlka hafði sofnað á hóteli þvi, sem dvalizt var á, en kærasti hennar var kominn á flugvöllinn. Hélt hann, að hún hefði farið á undan með fyrsta áætlunarbilnum sem þangað fór. Þegar það kom i ljós, að hún var ekki mætt, var hringt til hennar á hótelið. Hún var beðin um að ná sér i leigubil strax og koma, ef hún vildi ná vélinni. Þetta var gert, þar sem fyrir- sjáanleg var þriggja kortéra bið eftir þriðja og siðasta áætlunar- bilnum, sem kom með farþega á völlinn. Stúlkan kom að visu ekki fyrr en farþegar voru komnir upp i vélina og hreyflarnir farnir i gang, en stiginn var enn við vélina. Sá er skrifar lesendabréfið á miðvikudag sagði að það væri sér hulin ráðgáta, hvernig stúlkan hefði getað borgað leigu- bll á flugvöllinn, sem kostaði 15 pund. — Það var kærasti stúlkunnar, sem sá um borgun á honum. Annars er það min skoðun, að þessi hópferð hafi farið friðsam- lega fram að flestu leyti. r*------------—"—--- Hestamennska Vinur minn á alveg ólman hest, ekki valdi hann nafnið hans sem best, þvi honum finnst að sumu leyti synd að segjast þurfa út að ieysa Vind. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.