Vísir - 13.09.1974, Page 16
Föstudagur 13. september 1974.
Osta- og
smjörsalan
fœr nýja lóð
Það hefur nú verið samþykkt i
Borgarráði að gefa Osta- og
smjörsölunni kost á nýrri lóð, og
er sú lóð staðsett norðan Bæjar-
háls og austan framlengingar
Hraunbæjar.
„Þaö hefur veriö á döfinni lengi
aö fá stærra húsnæöi, þvi að
húsnæöiö, sem við erum I núna, er
allt of lltiö fyrir okkur og hefur
veriö þaö lengi”, sagöi Sigfús
Gunnarsson, skrifstofustjóri
Osta- og Smjörsölunnar, þegar
viö höföum samband viö hann i
morgun.
Sigfús sagði, aö þetta væri svo
nýtilkomið, aö enn væri ekkert
ákveöiö um framkvæmdir eöa
hvenær þær hæfust, en hann sagöi
að þaö yrði rætt mjög fljótlega.
Þá sagöi hann, aö skoöað hefði
veriö eitt og annaö erlendis
varöandi bygginguna og fyrir-
komulag, en beðið heföi veriö
eftir samþykki til þess aö hægt
væri aö hefja teikningar. —EA
Nýtt dilkakjðt
í verzlanir
— um leið og nýtt
verð er ókveðið
„Þetta er fyrsta námskeiöið
sem haldið er, þar sem kjötmats-
menn frá öllum sláturhúsum á
landinu koma saman, og er þetta
gert I þeim tilgangi að samræma
kjötmatið I landinu”, sagði
Gunnar Aðalstcinsson, sláturhús-
stjóri við Kaupféiag Borgfiröinga
en i vikunni var tveggja daga
námskeið fyrir kjötmatsmenn
haldið I Borgarnesi.
Slátrun hófst í Borgarnesi á
mánudaginn og var byrjaö aö
slátra 1000 og smáaukiöuppl 2000
fjár á dag, en full afköst eru
2300-2400 á dag, sem verður farið
upp i strax að réttum afloknum.
Gert er ráð fyrir aö slátra á þessu
hausti 74 þús. fjár, sem er 4 þús.
meira en I fyrra. Um 150 manns
munu vinna viö slátrunina.
Gunnar sagði, að endurbætur
hefðu veriö gerðar á banaaöstööu
og tekin upp ný aöferö viö kælingu
á gærum, þannig aö þær væru
kældar á færibandi og mundi þaö
spara fólk, og gærurnar veröa
betri.
Þegar er byrjað að keyra kjötið
til Reykjavikur, svo að
Reykvikingar ættu aö geta fengiö
nýtt kjöt, um leið og nýtt verð
verður ákveðið. —BA/EVI
r
Islenzk
alþýðulist
í Leningrad
„Við fengum hingað senda
þjóðm in jasýningu frá Sovét-
rikjunum fyrir tveim árum og
þetta er svona til að endurgjalda
það, að þessi Islenzka þjóðminja-
sýning er nú sett upp I Þjóöfræöa-
safninu I Leningrad”.
Þetta segir Þór Magnússon,
þjóðminjavöröur sem nýkominn
er úr stuttri för til Leningrad, þar
sem hann fylgdist meö uppsetn-
ingu sýningarinnar.
„Við sendum um 140 hluti
bæðin héöan af safninu og láns-
hluti á þessar sýningu, Þeir eru
valdi meö þaö fyrir augum, aö
þeir gefin innsýn i forna Islenzka
alþýðulist, vefnað, útskurð og
málmsmiði. Einnig er nokkuð af
yngri hlutum, gerðum samkvæmt
gamalli hefð og ljósmyndir”.
Sýningin veröur opnuð núna um
miöjan mánuöinn og stendur hún
I mánuö. Þaö eru menntamála-
ráöuneyti Islands og Sovét-
rikjanna, sem haft hafa samráð
og samvinnu um uppsetningu
sovézku sýningarinnar fyrir
tveim árum og islenzku sýningar-
innar nú. —JB
„Ekki viðlit að komast
Æm 2 a I #1 ■ M ■ ■ IM ^ ^ — segir skipstjórinn á Hafrúnu
QO eiamU m sem brann í fyrrinó«
„Það slasaðist, sem
betur fer enginn af okk-
ur”, sagði Valdimar
Eiðsson, skipstjóri og
annar eigandi Haf-
rúnar frá Eyrarbakka.
Eldur kom upp i
Hafrúnu i fyrrinótt er
báturinn var staddur
austur af Vestmanna-
eyjum.
„Þaö er ómögulegt að segja,
hvaö valdiö hefur þessum eldi.
Hann kom upp I vélarrúmi, og
þegar ég opnaði lúguna þar
niöur, gaus þykkur reykjar-
mökkur á móti mér. Það voru
slökkvitæki um borö, en þaö var
ekki viðlit aö komast að eldinum
vegna reyks.
Þaö fyrsta og eina, sem við
gátum gert, var aö senda út
neyöarkall. Siðan tókum við
gúmmibátana og létum þá fyrir
borö. Reykurinn var það mikill
aftur á, aö ekki var viðlit að
haldast þar við. Við fórum þvi
fram á og héldum okkur þar,
unz viö fórum I bátana.
Ég þurfti i eitt sinn aö skreppa
aftur á til að ná i neyðarblys.
Reykurinn var það þykkur, að
ég sá ekki handa skil. Ég þekkti
þó staöinn, sem blysin voru
geymd á,og rataöi þvi á þau I
blindni.
Báturinn Breki, sem nú heitir
aö visu Hafbjörg frá Vest-
mannaeyjum, kom strax að
okkur, er viö vorum komnir i
björgunarbátana, svo aö dvölin
þar varð ekki löng.
Þaö var dimmt af nóttu, en
blysin beindu þeim strax aö
okkur, og svo var Hafrún orðin
alelda. Hafbjörg tók hana fyrst I
tog, en siðan tók lóösinn I
Vestmannaeyjum við, og við
héldum með Hafbjörgu til Eyja.
Þaö var ekki til eins að reyna
aö fara aö slökkva eldinn, er
svona var komiö, og dró lóösinn
bátinn upp I Landeyjafjöru, og
þar fékk hann að brenna.
Viö vorum nú ekki með mik-
inn afla, eitthvað um 4 tonn en
tjóniö við aö missa bátinn er
auðvitað geysilegt. Tryggingar-
féö nær vart helmingi þess sem
nýr bátur myndi kosta.
Nú, okkar persónulegu eigur
misstum við lika, þar sem við
sváfum allir aftur I bátnum.
Hvaö viö gerum núna? Það er
nú ekki útséð um það. Ætli viö
förum ekki á aðra báta, þvi að
allir veröum viö að vinna
eitthvað”, sagöi Valdimar
Eiðsson aö lokum. —JB—
...þá tekur
Hvaö iósköpunum skyldu þeir
vera aö gera strákarnir?
Athygli þeirra beinist öll aö einu
og þaö viröist eitthvaö mjög
merkilcgt. Reyndar cr þaö, en
viö þaö kannast fáir aörir en
Vestmannaeyingar.
Þcir eru nefnilcga aö sleppa
lundapysju þessir strákar úti i
Eyjum. Lundapysjan, eöa
pysjan — eins og hún er oftast
köiluö, er afkvæmi lundans og
þarf á talsveröri hjálp Eyja-
skeggja aö halda, þegar tekur
aö hausta.
Lundatimanum er nú lokiö i
Eyjum, en þá taka pysjurnar
viö. Illutverki lundaveiöi-
mannanna er lika lokiö, en þá
tekur yngri kynslóöin viö. Þegar
dimma tekur,leitar pysjan á þá
staöi, þar sem Ijós eru og flýgur
á þau. Eftir aö hafa hafnað á
jöröinni, er hún ekki fær um að
hefja sig til flugs á ný. Þá
reynir á góösemi krakkanna I
Eyjum.
Þeir fara lika á kreik, þegar
kvölda tekur, meö stóran kassa
til þess aö safna pysjum saman I
og sleppa þeim siöan daginn eft-
ir. Þaö er þeim mikið kappsmái
aö safna saman sem flestum
pysjum, enda er stundum
komið heim meö fullan kassa.
Morguninn eftir er svo fariö
með kassann og pysjurnar. Þær
eru teknar upp ein I einu og
sleppt til flugs, og þá alltaf viö
sjó.
Enginn kærir sig um aö gera
þessu afkvæmi lundans mein,
en þó er alltaf einn og einn, sem
ekki virðist geta stillt sig, þvi
miður.
—EA
—Ljósm : Guöm. Sigf.
Gömul kona
lézt af reyk
— snör handtök
fyrrverandi
slökkviliðsmanns
komu ekki að gagni
„Ég var aö koma heim úr
vinnunni um hálf eitt Ieytiö,
þegar ég sá nokkurn reyk
leggja frá húsi neðar viö
götuna, sem ég bý f,” segir
Guömundur Kristinsson,
bifreiöaeftirlitsmaöur og fyrr-
verandi siökkviliösmaöur.
Eldur kom upp I húsinu Alfa-
brekku 17 og varö Guömundur
hans fyrst var.
„Þeir, sem eru þarna að
byggja, hafa mikið verið að
brenna timbur og annað rusl
undanfarna daga, en ég ákvað
þó aö athuga þetta frekar.
Þegar ég kom að húsinu, sá
ég strax, að reyk lagði undan
þakskegginu. Fyrrverandi
bóndi, sem býr þarna rétt hjá,
var nú lika kominn á staðinn.
Viö reyndum við aðaldyrnar,
en þar sem þær voru harð-
læstar, brutum við rúðu i her-
berginu, sem við vissum að
gömul kona.ibúi hússins.byggi
I.
Ég fór inn og náði konunni
út. Hún var þá án
meðvitundar. Ég reyndi að
beita blástursaðferðinni á
meðan við vorum á leið á
slysavarðstofuna i lögreglu-
bilnum en það kom ekki að
neinu gagni.
Jú, ég skar mig aðeins á
baki við að fara inn um
gluggann, en það er ekki i
frásögur færandi.
Ég sá litið til sjálfs eldsins.
Herbergi konunnar er i
suðvesturenda hússins, en
eldhúsiö, sem eldurinn logaði
i, norðaustan megin.
Mér er nú ekki kunnugt um
eldsupptök, en hitaveita var
komin i húsið, svo að ekki
hefur það getað verið olia.
Rafmagnsikveikja er senni-
legust. Húsið er töluvert
brunniö að innan en eldhúsið
þó mest”.
Konan sem lézt var 84 ára
gömul og hét Salbjörg
Nielsdóttir. —JB
Þarna komst Guðmundur inn i
hús gömlu konunnar og tókst
aö koma henni út. Þaö var þó
um seinan. Ljósm. Bj.Bj.