Tíminn - 23.04.1966, Page 8

Tíminn - 23.04.1966, Page 8
ÞINGFRETTIR ÞINGFRETTIR LAUGARDAGUR 23. apríl 1966 TÍMINN 8 Undirbúning aö frekari útfærsiu landhelginnar þarf þegar að hefja Ólafur Jóhannesson mælti í sameinuðu Alþingi á miðvikudag fyrir tillögu til þingsályktunar um rétt íslands til landgrunnsins. Til- lögu þessa flytur Ólafur ásamt Gísla Guðmundssyni, Helga Bergs, Jóni Skaftasyni og Eysteini Jóns- syni. Kveður tiUagan á um að kosnir verði 7 menn til að vinna ásamt ríkisstjórninni að því að afla viðurkenningar á rétti fs- lands tU landgrunnsins svo sem stefnt var að með lögunum um vísindalega verndun fiskimiða land grunnsins frá 1948, sbr. ályktun Alþingis frá 5. maí 1958 og yfir lýsingu ríkisstjómarinnar í aug lýsingu nr. 4 frá 1961. Hér fara á eftir meginkaflarn ir úr framsöguræðu Ólafs Jó- hannessonar: Landgrunnslögin, sem sett voru 1948 eru byggð á þeirri hugsun að íslendingar eigi rétt til land- grunnsins alls og þeir fari þar með fulla lögsögu og full yfirráð. f lögunum sjálfum er landgrunn- ið að vísu ekki skilgreint, en í aths. við frv. að þeim lögum, var tekið fram við hvaða mörk væri miðað og talið, að landgrunnið væri greinilega afmarkað á hundr að faðma dýpi. En á sjóréttar- ráðstefnunni í Genf 1958 var geuig ið út frá því, að mörk landgrunns ins væru miðuð við 200 metra dýpi, og verður væntanlega miðað við þau mörk í framtíðinni. Með landgrunnslögunum var haf izt handa um undirbúning að ráð- stöfunum til stækkunar fiskveiði- landhelginnar til friðunaraðgerða á landgrunninu, en ljóst var þá orðið, að slíkar aðgerðir voru að- kallandi. Þegar landgrunnslögin voru sett var í gildi landhelgissamningurinn við Breta frá 1901 og voru þvi hendur landsmanna þá bundnar að því er varðandi landhelgisút- færslu, en eftir að sá samningur var úr sögunni var fljótlega haf- izt handa um útfærslu fiskveiði- markanna og raunar höfðu þegar áður verið gerðar ráðstafanir í þá átt á takmðrkuðu svæði, þ.e.a.s. með reglugerðinni frá 1950 um friðun fiskimiða fyrir Norðurlandi. í framkvæmdinni hafa land- grunnslögin verið skilin svo, að þau veittu reglugerðargjafanum, í þessu tilfelli sjávarútv.m.ráðun. heimild til útfænslu fiskveiðiland helginnar, og hafa allar reglugerð irnar um útfærslu landhelginnar, þ.e.a.s. reglugerðin frá 1950 um friðun fiskimiða fyrir Norðurlandi reglugerðin frá 1952 þar sem land helgin var færð út í 4 sjómílur talið frá beinum grunnlínum, og reglugerðin frá 1958, þar sem land helgin var færð út í 12 sjómílur, og svo loks núgildandi reglugerð um þetta efni frá 1961 verið byggð ar á eða settar með skírskotun til landgrunnslaganna eins og al- kunnugt er. Þótt það sé frá sjónarmiði okk- ar íslendinga sjálfsagt réttlætis- mál, að landgrunnið með öllum þess gögnum og gæðum tilheyri Islandi, hefur sú regla, að strand- ríki hafi einkarétt til fiskimiða landgrunns þess ekki enn náð við- urkenningu sem þjóðréttarregla. Tókst ekki að fá þá reglu viður- kennda á sjóréttarráðstefnunni 1958 þrátt fyrir viðleitni íslenzku fulltrúanna í þá átt. Má og segja, að enn sé tiltölulega stutt síðan hin svokallaða landgrunnskenn- ing var fyrst sett fram. Ilinn 5. maí 1959 samþ. Alþingi svolhljóð- andi þál. um landhelgis-málið, í tilefni af yfirstandandi landhelg- isdeilu við Breta: „Alþingi ályktar að mótmæla harðlega brotum þeim á íslenzkri fislkveiðilöggjöf, sem brezk stjórn- arvöld hafa efnt til með stöðugum ofbeldisaðgerðum brezkra her- skipa innan íslenzkrar fiskveiði- landhelgi nú nýlega hvað eftir annað, jafnvel innan 4 milna land helginnar frá 1952. Þar sem slíkar aðgerðir eru ^ augljóslega ætlaðar til að knýja íslendinga til undan- halds, lýsir Alþingi yfir, að það telur ísland eiga ótvíræðan rétt til 12 milna fiskveiðilandhelgi, að afla beri viðurkenninigar á rétti þess til landgrunnsins alls, svo sem stefnt var að með lögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins frá 1948 og að ekki komi til mála minni fiskveiðiland- helgi en 12 mílur frá gunnlínum umhverfis landið." Þessi þáltill. var flutt af utan- ríkismálanefnd og var samþ. sam- hljóða á Alþingi. Eins og ljóst er af henni telur Aiiþingi fsland eiga ótvíræðan rétt til 12 sjómílna fisk- veiðilandhelgi, þ. e. að sú land- helgisákvörðun sé í fullu samræmi við þjóðréttarreglur svo sem reynd ar nú mun nokfcuð almennt við- urkennt. Hins vegar gerir Alþingi ráð fyrir þvf, að réttur landsins til •ilandgrunnsins uitan 12 sjómílna landhelgislínunnar sé ekki jafn- skýlaus að alþjóðalögum, en lýs- ir yfir þeim vilja sírnum, að afla beri viðurkenningar á rétti þess til landgrunnsins alls, svo sem stefnt var að landgrunnslögunum frá 1948. f samningunum við Breta frá 1961 segir svo: „Ríkisstjórn íslands mun halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Alþingis frá 1. maí 1959 varðandi útfærslu fiskveiðilögsög- unnar við ísland, en mun tilkynna ríkisstjórn Bretlands slíka út- færslu með 6 mánaða fyrirvara og ríki ágreiningur um slíka útfærslu skal honum ef annar hvor aðili óskar, skotið til_ Alþjóðadómstóls- ins. Hér áskilja fslendingar sér að vísu rétt til einhliða útfærslu fiski veiðilögsögunnar, hvort heldur er til landgrunnsins alls, eða tiltek- inna svæða þess svo sem stefnt var að með ályktun Alþingis frá 5. maí 1959 og landgrunnslögun- um frá 1948, en út frá því er jafnframt. gengið, að slik útfærsla sé ekki andstæð þjóðarréttl Þ.e. báðir samningsaðilar skuldbinda sig til að hlýta úrskurði Alþjóða- dómstólsins um lögmæti útfærsl- unnar ef um ágreining skyldi um hana koma. Um þennan samning við Breta urðu miklar deilur, en á meðan samningurinn er í gildi verður auðvitað eftir ákvæðum hans að fara. Hvernig svo sem afstaða manna til samningsgerðar- innar hefur verið á sínum tíma. Þó að fslendingar geti, eftir sem áður fært út landhelgina með ein- hliða ákvörðun verða þeir að vera við því búnir að Bretar krefjist þess, að sú ákvörðun sé lögð und I ir úrskurð alþjóðadómstólsins. j Möguleikar íslands til frekari j landhelgis útfærslu og til friðun- iaraðgerða á landgrunninu eru jmjög komnir undir því, hver þró- i un þjóðréttarreglna verður á jþessu sviði. Skiptir því miklu, að fylgzt sé sem allra bezt með réttarþróuninni í þessum efnum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að stuðla að hagstæðri rétt arþróun. En á þyí leikur enginn vafi, að á undanförnum árum hef- ur þróun þjóðréttarreglna um landhelgi verið okkur fslendingum í vil, bæði um víðáttu eiginlegrar fiskveiðilandhelgi og um rétt ríkja yfir landgrunninu, en nú mun viðurkenndur umráðaréttur ríkja yfir hafsbotninum á land- grunninu, hvort heldur er til rann sókna eða nýtingu náttúruauðlinda þar. Um það efni var gerð al- þjóðasamþykkt á Genfarráðstefn- unni 1958 og mun sú alþjóðasam þykkt nú hafa tekið gildi og í sam i<emi *ið þá samþykkt hafa ein- mitt sum ríki alveg sérstaklega lýst yfir yfirráðum sínum á land- grunninu að þessu leyti, en vita- skuld er réttur ríkis til þess þ.e.a.s. til hafsbotnsins og nýtingu náttúruauðæfanna þar, alveg sá hinn sami, hvort sem þau hafa gefið út slíka sérstaka yfirlýsingu eða ekki. En þessi alþjóðasam- þykkt tekur hins vegar ekki til fiskimiðanna á landgrunninu. Nú kynnu einhverjir að álíta, að ísland, sú litla þjóð á alþjóða- vettvangi gæti ekki haft mikil áhrif á það, hver þróun þjóðarétt arins verður í þessu efni, en það er ekki rétt. Það er einmitt alveg víst, að með fastri baráttu sinni í landhelgismálinu áttu íslending- ar mjög drjúgan þátt í þeirri þró- un, sem átt hefur sér stað í þess- um efnum, og þess er þá fyrst að minnast, að það var skv. till. fslendinga á allsherjaiiþinginu, að Sameinuðu þjóðimar samiþykktu að fela þjóðréttarnefnd sinni að taka landihelgismálið til meðferð ar. Þjóðréttarnefndin tók þetta verkefni til meðferðar, safnaði mjög ýtarlegum gögnum um það og kynnti sér málið allt sem ræki- legast og gaf út merkilegt álit sem kom út árið 1956. En í þjóð- réttamefndinni tókst þó ekki að ná samkomulagi um ákveðna till. um viðáttu .landhelginnar. Hins vegar komst þjóðréttarnefndin að þeirri niðurstöðu, að það væru ekki til neinar fastar alþjóðavenj ur um víðáttu landhelgi, svo sem ýmsar stórþjóðir höfðu áður hald ið fram. Jafnframt komst svo þjóð réttaraefndin að vísu að þeirri niðurstöðu, að þjóðarrétturinn þá leyfði ekki víðari landhelgi en 12 sjómilur. Loks lagði svo þjóðrétt- amefndin til að saman væri kvödd sérstök alþjóðleg ráðstefna til þess að fjalla um landhelgismál og reyna að ákveða víðáttu land- helgi og setja alþjóðlegar reglur um það efni. Kvödd var saman alþjióðaráð- stefnan í Genf 1958, sem fjallaði um þetta mál, sem sótt var af mjög mörgum ríkjum og ísland tók þátt í og flutti sitt mál þar. Það tókst hins vegar ekki. Þrátt fyrir mikla viðleitni íslendinga og margra annarra þjóða að fá niðurstöðu á þessari ráðstefnu, að því er varð aði víðáttu landhelginnar og að því leyti tíi lauk ráðstefnunni án þess að nokbur endanleg niður- staða væri fengin. En það kom samt fram á þessari ráðstefnu, að skoðanir í þessum efniun höfðu mjög breytzt. Og þessi landhelgis- ráðstefna var tvímælalaust mjög þýðingarmikil, þó að það tækist ekki að ná þar neinni endanlegri niðurstöðu, vegna þess að það kom ljóslega fram á henni, að 3 sjó- mílna reglan var þrátt fyrir sterk- an málflutning ýmissa stærstu ríkjanna, fullkomlega dauðadæmd á þessari ráðstefnu, sem alþjóðleg regla. Og það kom lika fram, bæði í nefndarstarfi og eins á allsherj- ar vettvangi ráðstefnunnar, að sú regla sem átti þar langmest fylgi að fagna, var 12 sjómílna reglan. Hún fékk hins vegar ekki það fylgi, sem nauðsynlegt var og í upphafi var áskilið, tíl þess að gild samþykkt væri gerð á þessari ráðstefnu, en það hafi verið í upphafi tilskilið, að 2/3 hlutar þyrftu að samþykkja til þess að gild samþykkt væri gerð. Hins vegar má geta þess í þessu sambandi auk þessarar þýðingar, sem var náttúrulega alveg stór- kostleg, sem landhelgisráðstefnan 1958 hafði að því leyti, að hún endurspeglaði þær skoðanir, sem hin ýmsu rífci höfðu á þessum efnum og sýndi að það sjónar- mið átti langmestu fylgi að fagna að landhelgi væri ákveðin ekki skemmri en 12 sjómílur, þó að það tækist ekki að ná samkomu- lagi um slíka till. en e.t.v. hefur það að einhverju leyti átt rætur að rekja til þess, að ríki skiptust á þessum tímá nokkuð mikið í hópa td. austur og vestur og ekki lukkaðist að ná fullkominni samstöðu þar á milli um till. En auk þessa var þó á þessari alþjóða ráðstefnu gerð samþykkt um fisk- veiðar og verndun lífrænna auð- æva hafsins, eins og hún hefur verið kölluð. í 7. gr. þeirrar sam- þykktar er sagt, að strandríki geti gert einhliða ráðstafanir um takmarkaðan tima til vernd- ar fiskstofninum á landgmnninu utan landhelgislínu. Þær ráðstaf- anir verða þó að vera reistar á vísindalegum niðurstöðum, þeirra verður að vera greinilega þörf og þær mega ekki skapa nein forrétt- indi til handa fiskimönnum strand ríkisins. Ég hygg að þessi sam- þykkt hafi nú verið fullgilt af nægilegum fjölda ríkja og hún þess vegna öðlast gildi, en eftir því sem ég bezt veit, hefur ísland ekki fullgilt hana enn. Niðurstaðan varð þessi á land- helgisráðstefnunni 1958, en þar með var ekki gefizt upp. íslend- ingar gerðu sinar ráðstafanir þar á eftir og þarf ekki að rekja það hverjar þær voru, en Sam- einuðu þjóðirnar héldu áfram að láta málið til sín taka og það var samþyfckt þar enn á nýjan leik að efna til nýrrar landhelgis- ráðstefnu, og sú landhelgis- ráðstefna kom saman í Genf 1960, en þar fór á sömu lund að því leytí, að það tókst ekki að fá samkomulag um ákveðnar reglur í þessu skyni. En einmitt eftir þessar ráðstefnur hafa mörg ríki fært út sína landhelgi og er auðsætt í hvaða átt þróimin hefur hnigið. Enn er þó ekfci fyrir hendi alþj. samþykkt eða alþjóðasamningur um landhelgi. Þar af mega menn ekki draga þá ályktun, að þjóðarétt urinn setji hér engar skorður og Framhald á bls. 13. Hiörtur E. Þórarinsson í gær tók Hjörtur Eldjárn Þórar- insson, bóndi á Tjörn í SvarfaSardal, ssti Gísla GuSmundssonar á Alþingi sem 3. þm. NorSurlands eystra. Gisll hverfur af þingi um skeiS vegna starfa utan þlngs. kk 3. umræða um álbræðslusamninginn hófst í neðri deild síðdegis í gær. Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, hóf umræðumar og svaraði nokkrum atriðum, er fram höfðu komið í málflntningi stjórn- arandstæðinga. Sagði hann m. a., að bréf hefði borizt frá Álhringnum þess efnis, að fsal h. f. þ. e. íslenzka álfélagið, myndi ekki ganga i Vinnuveitendasamband íslands- Þá töluðu þeir Halldór E. Sigurðs son og Ágúst Þorvaldsson og mæltu harðlega gegn samþykkt álsamn ingsins. Voru margir á mælendaskrá og búizt við að fundur stæði langt fram á kvöld. irk Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breyting á lögum um kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Meginefni frumvarpsins er um að Johns-Manville Corporation, N. Y. tryggi sölu á íslenzkum kísilgúr og veiti tæknilega aðstoð við framleiðsluna, og er ráðgert að Johns- Manville eigi minnst 39% í framleiðslufélaginu en verði eini eigandi sölufélagsins, þótt ríkisstjórnin skipi fulltrúa í stjórn þess. kk Við 1. uniræðu um frumvarp ríkisstjómarinnar um smíði síldar leitarskips minnti Jón Skaftason á hina löngu baráttu samtaka sjó- manna og útvegsmanna fyrir því máli og að hann hefði flutt á undan- förnum 4 þingum mál í þessa átt, sem ekki hefðu náð fram að ganga. kk Við 1. umræðu í neðri deild í gær um frumvarp uin takmarkaða undanþágu til að leyfa útlendum skipum að landa fiski til vinnslu hér á landi kvaddi Jón Kjartansson sér hljóðs og kvaðst fylgjandi- samþykkt frumvarpsins vegna þess, hvé alvarlega horfði um rekstur síldarverksmiðja og söltunarstöðva á Norðurlandi. Síldarverksmiðj- ur á Norðurlandi gætu framleitt fyrir 16 miljónir króna á sólarhring, ef nægilegt hráefni væri fyrir hendi, en 240-245 daga á ári eru þess- ar verksmiðjur verkefnalausar. Möguleikarnir til vinnslu væru gífur- legir á Norðurlandi og hráefnaskortur ylli því að það væri ill nauðsyn að gera þá tilraun, sem frumvarpið f jallaði um.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.