Tíminn - 23.04.1966, Page 9

Tíminn - 23.04.1966, Page 9
\ LAUGARDAGUR 23. apríl 1966 TIMINN HESTAR OG MENN Hrossaræktarmál á Búnaðarþingi — Meðal þeirra mála sem sfðasta Búnaðarþ. íjallaði um var hrossaræktin og hvað væn legast væri að gera henai til framdráttar. Voru Bú laðar- þlngsmenn einhuga um að hafýsa muðsyn bæri til að starf rækt verði hrossakynbótabú eins og gert er ráð fyrir í 48. gr. nýju búfjárræktarlag- anna ásamt afkvæmarannsókn arstöð og aðstöðu til tamnmga. — Jafnframt lét þingið í ljós vilja sinn um bætta aðstöðu hrossaræktarráðunautsins svo hann geti sinnt sínu umfangs mikla starfi óskiptir, en honum hefur hingað til verið ha'.dið á hálfum launum o? ekki fengið veitingu fyrir starfinu. — Bú- fjárræktarnefnd hafði þetta mál til meðferðar innan þings ins og samdi um það efíirfar andi ályktun ásamt greinar- gerð: „Búnaðarping felur stjórn Búnaðarfélags íslands að vinna að þvív við ríkisstjómina, að komið verði á fót afkvæmarann sóknar- og tamningastöð fyrir hross, með hliðsjón af 48. gr. núgildandi Búfjárræktar- laga. Jafnframt framkvæmd þessa máls verði ráðunautur í hrossa rækt ráðinn með fulium laun um“ — Greinargerð: — „Með því að fjöldi íslendinga, engu síður í bæjuim en sveitum, hafa vafcandi áhuga á hestum og þjálfun þeirra til reiðar, er ræktun hrossa, afkvæmarann sókn og tamning þýðmgarmikið verkefni. Verður því að telja þá til- högun, sem nú er á hrossa- ræktarstarfinu óviðunandi, þar sem greidd eru aðeins hálf laun fyrir ráðunautsstarfið í þessari búgrein. Fjöldi fólks hefir lif andi áhuga á því, ýmist að eiga hest eða að minnsta kost.i fá að korna á bak hesti. Hér eiga hlut að máli börn og unglingar engu síður en fullorðið fólk. Fjöldi foreldra í Reykjavík aka með börn sín langt eða skammt þangað, sem helzt er hesta að fá, í þeiim tilgangi að láía að vilja og þrá barnanna að koma á hestbak. Þá má benda á, að hestaeign borgar- og bæjar- manna er í miklum blóma. Hér eru aðeins þrjú dæmi: í Fáki í Reykjavík eru 600 félagar með 1000 hesta. í Gusti í Kópavogi eru 70 félagar með 200 hesta. f Sörla í Hafnarfirði eru um 50 félagar með 100 hesta. Nærri má geta um hesta eign bæjarmanna í sjálíum hrossahéruðunum. Geta má þess, að hrossarækt arsambönd og hrossaræktarfé- lög taka til alls landsins. Hesta mannafélögin eru um 30 með um 2500 félagsmenn. Þau mynda Landssamband hesta mannafélaga. Loks skal getið stærsta og þýðingarmesta aðilans að hrossaræktinni í landinu, þess aðila, sem mesta ábyrgð hefur borið í þessu máli og lengst og af mestri alúð hefur að hrossa rækt unnið, Búnaðarfélag ís- lands. Þó að allt bendi til, að nú- verandi ráðunautur í hrossa- rækt hafi starfað meira en segja mætti að honum bæri, svo sem sést á ferðakostnaði hans, verður ekki í þessari bú- grein fremur en öðrum vel unnið, fyrr en ráðunaulurinn gefur sig að starfinu að fullu og komin er á fót starfrækt framfcvæmdarannsóknar og tamningastöð ásamt ríkisskóla þar sem kennd yrði meðhöndl un hesta í öllum greinum. Góð an sterkan vilja þarf iil að koma slíkum athöfnum fram í þágu hrossaræktarinnar en þeg ar svo væri orðið og árangur þess starfs kæmi í ljós, yrði hesturinn okkar sá kjörgripur og öðlingur í íslenzku þjóð- lífi, sem fáir sjá ljóslega nú, þrátt fyrir þá miklu aðdaun, sem hann hefir þegar hlotið“ — Þessi ályktun, — ásamt greinargerðinni — hlaut ein- róma samþykfci Búnaðarþings og er vert að þakka þann skiln inig og stuðning sem þaö hefir hér með veitt mikilvægu mál efni. — Nú nýlega voru 46 hross send héðan til Sviss. Fóru þau öll með flugvél sem send var himgað eftir þeim. — Þykir það efcki lengur tíðindum sæta að hestar séu fluttir með flug vélum landa á milli og vissu lega er það bezta meðferðin á skepnum sem fluttar eru um langleiðir. — Verð á þessum hrossum var ekki hátt og í sumurn tilfellum mun lægra en algengt er hér manna á milli. Nú er auglýst eftir gæðingum sem senda á út seinna í vor og verða þeir einnig fluttir flug- leiðis. Verð á þeim mun ekki verða sfcorið við nögl, en þetta eiga að vera viljugir og gang góðir hestar, fulltamdir og hrekkjalausir. — Er þarna um athyglisverðan útflutning að ræða sem gæti orðið góð auglýs ing fyrir okkur og skapað sölu möguleika á vaxandi útflufn ingi. Fáksferðin — Hin árlega hópferð Fáiks upp í Hlégarð verður iarin núna á sunnudaginn (24. p. m.) Er þetta einn mesti útreiðar- túr ársins, þar sem þátttakend ur sfcipta hundruðum og hest arnir að sjálfsögðu mun fleiri en mennirnir. Fleiri en Fáks menn hafa tekið þátt í þessum ferðum því Hafnfirðingar o. fl. hafa jafnan verið þar með. Og nú bætast við nýju hestamanna félagarnir í Kópavogi og Garða hreppi og Harðarfélagar munu einnig verða þarna nálægir. MINNING Þorsteinn Hjábnsson Bergsteinn A. Bergsteinsson: F. 19. nóv. 1921. D. 9. apríl 1966. Veturinn var senn á enda, það var vor í lofti, páskahátíðin var að ganga í garð, — en þá kom helfregnin „hann Steini frændi er dáinn.“ Engum af okkur frændum og vinum kom þessi fregn þó á óvart, því áralöng barátta við erfiðan sjúkdóm var að baki, en sárt er að sjá á eftir duglegum og vel gerðum manni í blóma lífsins að- eins 44 ára að aldri. Þorsteinn fæddist 19. nóv. 1921 að Hofstöðum í Stafholtstungum, var elzta barn foreldra sinna Steinunnar Guðmundsdóttur og Hjálms Þorsteinssonar, er þar bjuggu. Hann ólst upp í stórum systkinahóp, er hörð örlög lustu það heimili, svo að mikil ábyrgð og vinna kom snemma á hans ungu herðar. Foreldra sína, bæði á bezta aldri, misstu þau systkin- in með árs millibili, þá ölJ á æsku- og bernskuskeiði. En með íramúr skarandi dugnaði og sámheldni héldu eldri systkinin helmili og önnuðust uppeldi þriggja yngstu systra sinna, og samheldni og systkinatryggð þeirra er órofa. Árið 1945 fór Þorsteinn að vinna í Sundhöll Reykjavíkur >g vann þar nærri tvo áratugi, eða svo lengi sem heilsa og kraftar leyfðu. Rúmlega tvítugur að aldri kenndi hann alvarlegs sjúkdóms, er að lokum leiddi hann til dauða, hinn 9. apríl s.l., en síðustu tvö árin hafa verið þrotlaus barátta á sjúkrahúsum. Það má nærri geta, að það hef- ur verið erfitt að ganga aldrei heill til skógar öll sín beztu mann dómsár, og mikil þrekraun ung- um manni, leiðin í gegnum sjúkra salina, en Þorsteinn hafði sterka trú á lifið og leit á björtu hlið- ar þess og þráði að geta haldið áfram að starfa fyrir fjölskyidu j sína, en nú um skeið vissi hann | vel að hverju stefndi og horfði æðrulaus og ókvíðinn fram á hið ókomna, því hann átti sterka guðs I* trú í brjósti sér. Hinn 24. júl.í 1948 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Eugeniu Nielsen, sem ávallt hef- ur staðið við hlið hans og einskis látið ófreistað með ástúð sinni og fórnfýsi, að gera honum lífið létt- ara, enda veit ég að konu sína mat Þorsteinn mikils og hún var honum ómetanlegur lífsförunaut- ur. Þau eignuðust tvo sonu sem eru báðir á æskuskeiði. En nú er „Steini frændi" allur, hann var fyrsta systkinabarn mitt, sem leit dagsins Ijós og einnig fyrstur af þeim til að kveðja þenn an heim. Þar er góður drengur genginn. Hann var hreinlyndur og heilsteyptur og trölltryggur, enda átti hann marga góða kunn- ingja og aldrei slitnaði átthaga- tryggðin, því böndin voru sterk sem bundu hann við æskustöðvarn ar í blessuðum Borgarfirðinum okkar. — Nú kveð ég þig Steini minn og þakka þér alla tryggðina, hlýju handtökin og góðlatlegu glettnina, sem þú áttir svo mikið af. Eftirlifandi eiginkonu þinm, sonum og stjúpsyni, votta ég mína innilegustu samúð. Ég veit að konan þín verður hér eftir, sem hingað til hin sterka hetja. Vorið er að koma, sólin hæk-kar á lofti og jörðin klæðist nýju lífi en þú ert horfinn á vængjum morg unroðans „meira að starfa guðs um geim.“ Far þú í friði. frændi minn. Ragnheiður Guðmundsdóttir. Hreinlæti vio mat vælaframleiðslu Undanfarna daga hafa birzt í ýmsum dagbl. Reykjavíkur grein- ar um hreinjæti og umgengni á veitingastöðuai og við matvæla- framleiðslu almennt. Eftir lýsingar á framansögðu mál efni í ýmsum þessara greina, væri eðlileg spurr ing hvaða ráðstafan- ir hefðu verið I gangi undanfar- ið t.d. við hina ýmsu matvælafram leiðslu, sem tryggja ættu sjáifsagð ar ráðstafanir um hreinlæti. í einu dagblaðanna kom fram frásögn um, að nú væri klór bland að í vatn, sem notað er við fisk- vinnslu í hraðfrystihúsum, og einnig að þar væru notaðar papp- írshandþxxrrkur í stað tauhand- klæða. Þetta er rétt, en ég vildi i þessu sambandi upplýsa nánar, að notkun þessara hreinlætisráð- stafana í hraðfrystihúsum er lög- boðin með fyrirmælum frá Fisk- mati ríkisins, útg. 23. des. 1963. Frá þessu er aðeins skýrt hér til þess að upplýsa, að um þessi atriði hafa verið og eru opinber- ar ráðstafanir. Hins vegar er þetta ekki upp- lýst í þeim tilgangi að telja slíkt allra ipeina bót i þessum efnum. Hreinlæti er aðalsmerki menning- arþjóða. Frá sjónarmiði þeirra er meira eða miuna hafa ferðazt erlendis og kynnt sér matvælaframleiðslu eða gistihúsamál svo eitthvað sé nefnt, mun það ekki orka tvímæl- is, að menningarþjóðir telja al- mennt hreinlæti eitt af sjálfsögð- um skyldum þjóðfélagsins og þegna þess. Einkum ber að líta svo á, að þjóðir, sem t.d. byggja afkomu sína á framleiðslu matvæla eða þjónustu við erlenda ferðamenn, eigi þar mikillar ábyrgðar að gæta. Það hefur einmitt komið fram, að eitt af mestu erfiðleikum í að- stoð við svokölluð þróunarríki er að ráða bót á aldagömlum venjum í sambandi við óþrifnað. Þörf samstilltra endurbóta. Hér er um mikið mál að ræða, sem ekki er unnt að gera fullkom- in skil í stuttri grein. Hins vegar mætti benda á ýmsar ráðstafanir, sem ættu að vera sjálfsagðar án þess að velta málinu lengi fyrir sér. Ég vil í þessu sambandi minn ast á nokkrar ráðstafanir er telja má sjálfsagðar. A. Það orkar ekki tvímælis, að pappírshandþurrkur skammtaðar úr þar til gerðum áhöldum, hafa hvað hreinlæti snertir algera yfir- burði yfir tauhandklæði. Einstök tauhandklæði eni óhrein eftir að hafa verið notuð einu sinni. Tauhandklæði á rúllum eru held ur ekki örugg að því leyti að alls ekki er útilokað að tveir eða fleiri þurrki sér á sama skammti, t.d. á fjölmennum veitingarstöðum eða vinnustöðum. Pappírshandþurrkur fyrir starfs fólk og gesti ætti því að fyrirskipa a.m.k. á eftirtöldum stöðum 1. Við alla matvælaframleiðslu ,hverju nafni er nefnist 2 í öllum eldhúsum veitinga- staða, hotela og hvers konar staða er framreiða matar- eða drykkjar- vörur til neyzlu 3. í öllum matvöruverzlunum, mjólkur- og brauðbúðum. 4. í öllum skólum og samkomu- stöðum. B Klæðnaður verkafólks. Hreinn klæðnaður og höfuðbún- aður verkafólks við matvælafram- leiðslu er nauðsyn Það veldur miklum erfiðleikum í þessu sambandi hér á.landi, hvað fólk skiptir oft um störf. Varla er önnur lausn á þessu en fram- leiðslufyrirtækin leggi verkafólki til hæfan klæðnað á vinnustað og væru fyrirtækin ábyrgð á því sviði. C. Á snyrtiherbergjum allra vinnustaða er framleiða matvæli þarf að vera sérstakur eftirlits- maður er lítur eftir allri umgengni starfsfólks, m.a. því að fólk þvoi sér um hendur. Fljótandi sápulögur i föstum áhöldum er nauðsyn Sama ætti að gilda um alla veitingastaði, skóla og samkomustaði. D. Þá þurfa að vera lögboðnar vatnsrannsóknir alls staðar, hvort um er að ræða vatn til notkunar við matvælaframleiðslu, eða vegna almennrar neyzlu. E. Til þess að unnt sé að krefj- ast hreinlætis af starfsfólki i mat- vælaiðnaði og annars staðar þarf strangar kröfur um að t.d. snyrti- herbergi og öll aðstaða á vinnu- stað sé í fullkomnu lagi. F Ef það er ekki nú þegar í skólum landsins, ætti að gera að skyldunámsgrein kennslu í hrein- læti við meðferð matvæla á vinnu- stöðum og annars staðar. Sérstök allsherjar löggjöf í þess- um efnum er tímabær en um leið þarf að gera sér ljóst, að slík lög- gjöf er ekki mikils virði nema að hún sé skynsamleg og örugglega séð fyrir framkvæmd hennar. Fyrirmæli um hreinlætisráðstafan ir við vinnslu á fiski sem er fryst- ur til útflutnings. 1. gr. Allt vatn eða sjór, sem notað er til þvotta á fiski, áhöldum, hús- næði eða til handþvottar fyrir verkafólk skal blanda með klór eða öðrum jafngildum gerileyðandi efnum. Styrkleiki blöndunnar svo og all- ur útbúnaður til blöndunarinnar er háð samþykki Fiskmats ríkis- ins. 2. gr. Handþurrkur á hreinlætisher- bergjum eða annars staðar til notk unar fyrir verkafólk, sem starfar í hraðfrystihúsum, skulu framvegis vera úr pappír. énda ekki leyfðar handþurrkur úr öðru efni Framhaid a 14. siðu i I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.