Vísir - 04.10.1974, Page 5

Vísir - 04.10.1974, Page 5
Vísir. Föstudagur 4. október 1974. reuter AP/NTB Í MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Samsœrí um að myrða Clerídes forseta Kýpur Kýpurstjórn skýrði i morgun frá þvi, að hún hefði komizt á snoðir um samsæri til að myrða Glafkos Clerides forseta. Þessi yfirlýsing kom eftir að byssubófar höfðu hafið skothrið á lögreglubifreið, sem fylgdi for- setanum i gærkvöldi. En árásin var gerð 5 minútum, áður en Clerides var ekið gegnum Nicosiu — höfuðborg Kýpur. Skotmönnunum tókst að sleppa eftir að lögreglubifreiðar höfðu elt þá um götur borgarinnar — Ekkert manntjón varð. Atburðir þessir verða á við- kvæmu andartaki i stjórnmálalifi Kýpur, þvi að allt hefur verið i óvissu um, hvort Clerides yrði áfram forseti, eða hvort hann viki fyrir Makarios erkibiskup, sem er i útlegð, en þó eini löglega kjörni forseti Kýpur. 1 gær hafði Clerides fengið orð- sendingu frá Makarios, sem lýsti yfir stuðningi við hann. — Reuter- fréttastofan ber fyrir þvi heimild- ir innan Kýpurstjórnar, að Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri SÞ, hafi átt simtal við Clerides i gær, og hvatt hann til að vera áfram i embætti. Af Clerides var vænzt yfir- lýsingar i dag um þetta atriði — annaðhvort af eða á. A meðan hafa legið niðri við- ræður við fulltrúa tyrkneska minnihlutans, sem er Rauf Denk- tash — skólabróðir Cleridesar frá háskólaárum i Bretlandi. En menn gera sér vonir um að við- ræðurnar haldi strax áfram, ef Clerides gegnir eftir sem áður forsetembættinu. Skotárásin i gærkvöldi var gerð skömmu áður en Clerides hélt af stað heim frá skrifstofum sinum i miðbænum. Lögreglubifreið, sem ók leiðina nokkrum minútum áð- ur, reyndi að fara i veg fyrir bif- reið, sem lögreglumönnunum Glafkos Clerides, forseti Kýpur — Voru honum brugguö bana- ráð? þótti grunsamleg. Þá kváðu við skothvellirnir. Skýrslur sýna að þœr þrauka 5-10 ár aðeins „Gerald Kord forseti mun örugglega ekki gefa kost á sér til forsetaframboðs 1976, ef heilsa konu hans þolir ekki kröfur þær, sem gerðar cru til húsmóöurinnar i llvita liúsinu,” sagði Gerald terliorst fyrrum blaöafulltrúi Fords, i gær. TerHorst segir, að Ford sé ljóst, að krabbameinssérfræðing- ar ræði sin á milli um tilfelli eins og konu hans með tilliti til þess Við sjúkrabeð Betty Ford situr Bandarikjaforseti og heldur I hönd konu sinnar. — Terllorst segir hjónaband þeirra ótrúlega gott. hve mörg ár þau eigi eftir ólifað, en ekki um bata. Taka varð af Betty Ford hægra brjóstið i aðgerð sem hún gekkst undir vegna krabbameins. Skýrslur lækna i gegnum árin sýna, að 62% kvenna með krabbámein likt þvi, sem forseta- frúin hafði við að að striða, lifi við það i 5 ár, en 38% þrauki i 10 ár. TerHorst, sem gekk úr blaða- fulltrúastarfinu, þegar Ford for- seti náðaði Nixon, segir, að sam- band þeirra forsetahjónanna sé mjög náið og hjónaband þeirra gott —- og ótrúlega svo miðað við hjónabönd margra manna, sem helgað hafa sig stjórnmálunum. Holskefla glœpa Eftir fyrstu 6 mánuði þessa árs sýna skýrslur, að meiri háttar glæpum hefur fjölgað i Bandarikjunum um 16% mið- að við fyrri hluta 1973 — og höfðu þó glæpir þá aukizt um 6% frá þvi 1972. 1 Bandarikjunum veldur þetta borgurum þungum áhyggjum, og Washington- stjórnin hafði lýst þvi yfir, að ástandið sé ægilegt i þessum efnum orðið. — En menn spá þvi, að það eigi þó eftir að versna enn á siðari hluta árs, þvi að skýrslur FBI i gegnum árin sýna, að glæpum hefur ávallt fjölgað til muna frá júli til september. Þessi fjölgun tekur einkum til meiri háttar afbrota eins og morða, nauðgana, rána og likamsárása, sem fjölgaði um 6%, en mest fjölgaði þó auðgunarbrotunum, eðá um 17%. Eru olíufélögin ákafarí í hœkkun en framleiðendur Framkvæmdastjóri samts.ka oliuframleiðslurikja sagði i gær, að það væru miklu fremur hin risavöxnu oliufyrirtæki, sem hvettu til þess, að oliuverðið væri hækkað heldur en oliufram- leiðslurikin sjálf. Abderraman Khene, fram- kvæmdastjóri, hélt þvi fram i við- taii við blaðamann að aðildarriki OPEC settu verðið lægra en f jölþjóðaoliuhringarnir legðu jafnan til. „Akvarðanir okkar um að hækka eru byggðar á efnahags- legum sjónarmiðum, og þá á ég ekki við að eltast við blind gróða- sjónarmið olíufyrirtækjanna,” sagði Khene. Hann hélt þvi fram, að oliu- fyrirtækin, hefðu fært sér ástand- ið i nyt með þvi að hækka bensin upp úr öllu valdi — og væri það ekkert i likingu við hækkanir framleiðendanna. „Ef við hefðum farið eftir fyrir- tækjunum, þá hefðum við ákveðið verðið á oliunni 10 eða 12 dali tunnuna, en ekki 7 dali, eins og við gerðum,” sagði Khene. Aðspurður, um hverra hækk- ana menn mættu vænta i framtið- inni, sagði Alsirbúinn, að erfitt yrði að spá um það en oliukaup- endur hefðu verið varaðir við þvi, að verðbólga iðnaðarlandanna mundi verða höfð til viðmiðunar við ákvörðun oliuverðsins. Ganga Panam og TWA í eina sœng saman? Panam og TWA hafa byrjað viðræður um samruna þessara Sakharov óttast þjóðarmorð íraka á œttbálkum Kúrda í írak Dr. Andrei Sakharov, sem leið- ir mannréttindabaráttuna i Sovétrikjunum, skoraði f gær á Sameinuðu þjóðirnar að senda friðargæzlusveitir til norðurhluta traks, þar sem stjórnarherinn heyr grimmilegt strið við Kúrda. Sakharov beindi máli sinu til Kurt Waldheim og til fulltrúa, sem sitja 29. allsherjarþingið, og til Brezhnevs, valdamesta manns Sovétrikjanna. óljósar fréttir hafa borizt af og til af þvi, að íraksstjórn haldi uppi jafnt og þétt loftárásum á fjallaþorp Kúrda, og er þar beitt napalmsprengjum. — Hefur Iraksstjórn verið sökuð um að vinna að þvi að fremja þjóðar- morð á Kúrdum. Sakharov álasaði Sameinuðu þjóðunum fyrir að hafa ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að aftra „útrýmingu heillar þjóðar með vopnum og svelti”. — Sagði hann, að „það mætti alls ekki endurtaka harmleikinn frá Biafra, sem hófst með svipuðum hætti”. tveggja risaflugfélaga, sem yrði þá heimsins stærsta flugfélag — að Sovétrikjunum undanskildum auðvitað. Þessi tvö félög, sem liafa orðið illa fyrir barðinu á oliukreppunni, minnkandi farþegaf jölda og heimskreppunni yfirleitt, hafa hvort um sig á sinum snærum um 35 þúsund manna starfslið. Kviða þvi nú margir, aö samruni þeirra þýddi, að þúsundum yrði varpað út á gaddinn. TWA (Trans World Airlines) var i upphafi tregt til að ljá eyra tali um samruna við fyrirtæki, sem er efnahagslegra veikara, af ótta við aö TWA mundi skaðast af. — En þegar Washingtonstjórn hafnaði tilmælum þessara tveggja um rikisaðstoð, kom ann- að hljóð i strokkinn. Flugfélögin gera sér vonir um að geta betur staðið af sér þessa þrengingartima sameinuð, held- ur en sitt i hvoru lagi. Panam, sem flýgur til 100 er- lendra borga og 22 bæja i Banda- rikjunum, er illa á vegi statt. Þaö tapaði 174milljónum dala frá 1969 til 1973 og kviðir 65 milljóna dala tapi á þessu ári. TWA, sem flýgur bæði innan- lands og erlendis, býst við 60-70 milljón dala tapi á þessu ári á er- lendu flugleiðunum. En vegna fjölbreyttari rekstrar, eins og t.d. meðeign i Hilton-hótelkeöjunni, þá stendur þaö ívið betur en Panam.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.