Vísir - 04.10.1974, Page 6

Vísir - 04.10.1974, Page 6
6 Vlsir. Föstudagur 4. október 1974. vísir (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Eréttastj.erl. frétta: Björn Bjarnason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slöumúla 14. Slmi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Þungbúið loft Loftið er þungbúið i alþjóðlegum fjármálum og . viðskiptum um þessar mundir. Sumir spá þvi, að ný kreppa sé i uppsiglingu um heim allan. Við þurfum að fylgjast vel með þessu, þvi að einhæfni innlendrar framleiðslu veldur þvi, að utanrikis- viðskiptin eru lifæð okkar. Ekki er samt ástæða til óhóflegrar svartsýni. Enn sem komið er hefur hagþróunin ekki stöðv- azt i viðskiptalöndum okkar, þótt hún sé hægari en áður. Oliukreppan og önnur stundarvandamál alþjóðaviðskipta geta horfið eins og dögg fyrir sólu. Ástandið mun samt enn magna vandamál ís- lendinga á næstu mánuðum eins og það hefur gert á undanförnum mánuðum. óvissan i alþjóð- legum fjármálum veldur þvi, að erfitt er að fá lán til langs tima. Þetta getur gert strik i reikninginn i ráðagerðum okkar um lagningu varanlegs slit- lags á vegi og mikla fjárfestingu i raforkuverum, svo að dæmi séu nefnd. Á undanförnum árum höfum við treyst mjög á erlendar lántökur til að fjármagna ýmis innlend framfaramál. Hætt er við, að i náinni framtið verði að treysta meira á innlendan sparnað og hægari uppbyggingu. Það er ekki að öllu leyti neikvætt, þvi að erlendar lántökur hafa gengið úr hófi fram á siðustu árum. Við höfum ástæðu til að vona, að islenzkar framleiðsluvörur lækki ekki i verði á erlendum markaði. Hins vegar eru ekki heldur horfur á hækkun fiskverðs erlendis. í heild má búast við, að viðskiptakjör okkar versni nokkuð vegna stöðugra hækkana á innfluttum vörum. Við getum þvi ekki reiknað með, að viðskiptakjörin bæti lifskjör þjóðarinnar á næstunni. Við verðum eingöngu að treysta á innlenda hagþróun. Við höfum þegar að mestu leyti tekið á okkur skellinn af oliukreppunni. Liklega verður enn nokkur verðhækkun á oliu, en varla i sama mæli og á undanförnum misserum. Oliuverðið er raunar þegar orðið óeðlilega hátt, þvi að fram- leiðslan er mikil og birgðirnar miklar, en notkunin hefur minnkað vegna verðsins. Margir hagfróðir menn spá þvi, að þetta óeðlilega ástand geti ekki haldizt mjög lengi og oliuverðið hljóti að hrynja fyrr eða siðar. Við eigum að geta komizt yfir þessi vandamál, ef við förum gætilega i sakirnar. Vegna óviss- unnar verðum við að draga nokkuð saman seglin i fjárfestingu, svo að við höfum ráð á að mæta óvæntum vandamálum, sem bera kann að garði, án þess að rýra lifskjörin meira en orðið er. Nú reynir á þolrifin i þjóðinni. Við verðum að laga okkur eftir aðstæðum og sætta okkur við stöðnun i lifskjörum að sinni. Við þurfum að spara eftir megni til að leggja i varasjóði og fjár- festingarsjóði, sem hafa verið að tæmast á undanförnum mánuðum. « Með samstöðu þjóðarinnar og vinnufriði á að vera unnt að verjast áföllum og byggja jafnframt upp traustari fjárhagsgrundvöll efnahagslegra framfara. Engin ástæða er til að örvænta, þótt ýmsar blikur séu á lofti. Nœr ár síðan oktoberstnð- ið brauzt út ísrael og nágrannariki þess virðast ámóta fjarri friðarsamningum núna og fyrir nær ári — sem er anzi langt frá — þvi að um þetta leyti i fyrra brutust út bardagar og Yom Kipp- ur-striðið logaði. — Það hófst nánar tiltekið 6. október. Sama óljósa taliö um liklega bardaga eða hálfgildings samninga ómar enn núna, eins og gerði þá, og virðist ekki bara að allt striðið hafi verið til einskið háð — eins og flest stríð — heldur hafi líka allar samningaviðræðurnar eftir það verið til litils. Núna ári eftir 3 vikna langa októberstyrjöldina eru leiðtogar Israels vondaufir um, að náist alls- herjarfriðarsamningar milli Araba og Israela. Yom Kippur-striðiö var fjórða styrjöld Araba og Israela á þessum aldarfjórðungi. Mikið mannfall var á báða bóga, enda þetta strið eitt það grimmilegasta, sem þessir erkifjendur hafa háð. Sáu Banda- rikin og Sovétrikin til þess að ekk- ert skorti, að strfðsaðilarnir hefðu úr aö spila hinum tæknilegustu morövélum til að halda bar- dögunum gangandi. Voru þarna háöir skæðustu skriðdrekabardag- ar, sem sagan hermir frá eftir að siðari heimsstyrjöldinni lauk. Engum I Israel kemur lengur til hugar að bera á móti þvl, að áhlaup Egypta og Sýrlands á Israel þegar Yom Kippur-hátíöin fór I hönd, kom flatt upp á israelsku þjóðina og æðstu herstjórnendur hennar. Hafa ísraelsmenn naumast náð sér eftir það, hversu óvininum tókst vel að koma þeim að óvörum. I lýð- ræðisriki þar sem almenningsálitiö skiptir mjög miklu létu afleiðing- arnar heldur ekki á sér standa. Þeir, sem stóðu við stjórnvöl þjóð- arskútunnar þá, hafa allir verið látnir vikja frá. Innan hersins hefur einnig átt sér stað endur- skipulagning. Golda Meir, forsætisráðherra, sem þá var, aftók með öllu að stýra nýrri rikisstjórn. Yfirmaður her- stjórnarinnar, David Elazar, hers- höfðingi lét af störfum, þegar lágu fyrir niðurstööur rannsóknar- nefndar, sem kannaði, hverju það sætti, að herstjórnin lét árás Egypta koma svo flatt upp á sig.— Og hinn nýi forsætisráðherra, Yit- shak Rabin, sniðgekk Moshe Dayan, sem þá var varnarmála- ráöherra, þegar hann myndaði slna nýju stjórn. „Gamla varðliðið”, eins og þessir ráðamenn ísraels höfðu veriö kallaðir um árabil dró sig að mestu I hlé. Andlitin, sem komu fram á sjónarsviðið — I stjórnmál- unum og innan hersins — voru þó ekki öll ný. Kannski eitthvað yngri en ekki bláókunnug og heyra eiginlega til gamla kerfinu. Samt hafa þau meiri sveigjanleika til að bera og breiðari sjóndeiidarhring, ef marka má yfirlýsingar þeirra. — Kjarnann I stefnumálum sinum hafa þeir þó erft frá fyrirrennurum sínum. Fyrst og fremst lofuðu þeir þó að leggja áherzlu á eitt: „Aldrei aftur verður komið þannig að okkur blundandi,” lofaði hinn nýi varnar- málaráðherra, Shimon Peres, skömmu eftir að hann tók við embætti. Og þetta eina ár, sem liðið hefur slðan, hafa tsraelar notað til að efla Sigursæiar hersveitir tsraela bruna áfram I Yom Kippur-stríðinu, en tjónið var hroðalegt og mannfall mikið á báða bóga. herinn, bæta upp striðstjónið og afla sér tæknilegra hergagna, en þó umfram allt til að fjölga bardaga- sveitum. Þegar striðinu lauk, stóð tsrael uppi með landamæri, sem einn ráð- herrann lýsti sem „öruggum og verjanlegum”. Og það jafnvel þótt þeir skiluðu einhverju af hernumda landinu aftur I samningum um aðskilnað hinna strlðandi herja I Golanhæðum og á Sinaiskaga. Rabin forsætisráðh'erra sagði núna nýlega: „Þrátt fyrir að frum- „Aidrei aftur veröur komið að okk- ur blundandi,” segir Peres hinn nýi varnarmálaráðherra. kvæðið hefði verið Arabanna, og það óvænta komið þeim til góða, þá tókst herjum okkar að snúa gangi strlösins við, okkur I hag.....Við verðum að muna, hver strlðslokin urðu svo.” Eini raunverulegi land- vinningur Araba I strlðinu, sem þeim tókst að hanga á, var endur- heimt Egypta á 5-8 milna breiðri ræmu austur af Súezskurði. Aðrar vígllnur voru nokkurn veginn þær sömu eftir Yom Kippur-strlðið og þær höfðu verið eftir sigur ísraels I sex daga striöinu 1967. Israelsher sneri gangi striðsins við og hrakti Egypta á einum stað yfir Súezskurðinn aftur. Hér er hernumdum sovézkum eidfiaugum ekið heim til tsraels, en stórveldin sáu til þess að hinir strlðandi aðilar hefðu gnótt morðvéla. —JK

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.