Tíminn - 30.04.1966, Page 2

Tíminn - 30.04.1966, Page 2
LAUGARDAGUR 30. apríl Iws TÍMlNNl FH varð íslandsmeistari Alf-Reykjavík. FH á bezta hand knattlciksliS á íslandi 1906. í gærkvöldi sigruSu FH-ingar Fram í úrslitaleik fslandsmótsins meS 21:15 og var sá sigur þeirra mjög verSskuidaSur, því FH var mun betra liSiS allan tímann, sérstak lega í síSari hálfleik. í hálfleik var staðan jöfn 8:8, en fljótlega í síðari hálfleik náði FH forustu og jók bilið smám sam an. Það var einkum sterkur varnar leikur FH, seim kom Fram úr jafn vægi, og var Ragnar Jónsson einn drýgsti maðurmn í vörn FH. Fór svo, að bæði Gunnlaugur og Guð jón í Eram-liðinu voru nær óvirk ir mikinn hluta leiksins. FH lék tvöfalda vörn og gat Fram ekM hagnýtt sér glufurnar, sem mynd uðust, með línuspili, sem er eina ráðið við þessari vörn. Reynir Ólafsson dæmdi leikinn og tókst það eftir atvikum vel, en mjög erfitt var að dæma leikinn. í 2. deild léiku til úrslita Viking ur og Þróttur og sigruðu Vikingar með 27:15 og flytjast því upp í 1. deild. Var sigur Víkinga mjög sanngjarn. Sveinn Kristjánsson dæmdi leikinn vel. Vegna rúmleysis í blaðinu í dag, er ekki hægt að geta nánar um leikina. íslandsraót í badminton íslandsmötið í badminton verður háð um helgina og hefst í dag í KR-ihúsinu. Þátttaka er mjög góð, en alls eru skráðir keppendur 73 talsins og verður þetta því fjölmenasta badmin tonmót hérlendis til þessa. Und ankeppni befst í dag kl. 2 og úrslitakeppnin á sama tíma á morgun. Það er TBR, sem sér um framkvæimd mótsins að þessu sinni. jlfcrír af nemendum Tónlistarskólans, sem fram koma á hinum fjölbreyttu Tónleikum í Austurbæjarbíói á mánudagskvöld: Lára Rafnsdóttir (píanó), GuSný GuSmundsdóttir (fiðla), Páll Einarsson (celló). NEMENDATÓNLEIKAR TÓNLISTARSKÓLANS Tónlistarskólinn heldur fjöl- breytta nemendatónleika í Austurbæjarbíói næstkomandi mánudag kl. 7.15 síðdegis. Þar koma fram ellefu af eldri nemend um skólans og leika einleik og samleik á fiðlu, celló og píanó. Meðal annarra viðfangsefna er frumsaminn þáttur úr strengja- tríói eftir einn nemenda, Pál Ein- arsson. Nokkrir aðgöngumiðar að tónleikunum munu verða fáan legir við innganginn. VORUSALA KRON NAM TÆPUM 122 MILLJÓNUM Aðalfundur KRON var haldinn í Hótel Sögu laugardaginn 23. þ. m. Fundarstjórar voru Guðgeir Jónsson og Páll Bergþórsson, en fundarritarar vorú Gunnar Árna- son og Guðmundur Illugason. For maður félagsstjórnar, Ragnar Ól- afsson. hrl., setti fundinn og fiutti skýrslu stjórnar. Ræddi hann um þær framkvæmdir, sem nú eru á döfinni hjá félaginu og næstu verkefni. Félagig hefur nú í smíðum verzl unarhús við Stakkahlið og verður því væntanlega lokið í haust. For maður skýrði ennfremur frá því, að félagið hefði sótt um lóð í Kópavogi undir vörumarkað og byggingarvöruverzlun. Kaupfélagsstjórinn, Ingólfur Ólafsson, flutti skýrslu um rekst- ur félagsins síðastliðið ár og las réikninga þess. Vörusala s.l. ár var kr. 121.745.182,15 og hafði aukizt um 8% frá árinu áður. Rekstur félagsins var heldur hagstæðari en árið áður, þrátt fyr ir allmikla hækkun rekstrarkostn- aðar. Rekstrarafgangur var kr. 164.358.24, eftir að búið var að greiða 6% vexti af stofnsjóði fé- lagsmanna, afskrifa innréttingar, áhöld og bifreiðir samkvæmt af- skriítarreglum. Allmiklar umræður urðu á fund inum um framtíðarverkefni félags ins og voru menn einhuga um á- framhaldandi sókn í samvinnumál- um höfuðstaðarins. Utaníeriir fyrir æskufólk KT—Reykjavík. föstudag. Ferðaskrifstofan Sunna efnir í umar til hópferða til nágranna- mdanna fyrir æskufólk. Þessar ;rðir eru undirbúnar i samráði ið æskulýðsnefnd þjóðkirkjunn- r og verður séra Ólafur Skúla- m fararstjóri í ferðunum. Kom Kjarvalssýningin Á sunnudagskvöld 1. maí lýkur Kjarvalssýningu þeirri, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur í Listasafni íslands. Athygli skal vakin á því, að þar er nú í fyrsta sinn til sýnis málverkið Svana- söngur, sem Kjarval gaf Lista- safninu fyrir skemmstu. í dag, laugardag og á morgun verður sýn ingin opin frá kl. 13.30 til 22. Fólki er bent á að nota þetta ein- staka tækifæri til að kynnast lista verkum Jóhannesar S. Kjarvai í eigu Listasafns íslands. (Frá Listasafni íslands). þetta fram á fundi, sem Guðni Þórðarson, forstjóri Sunnu efndi til með blaðamönnum. Sagði Guðni við þetta tækifæri, að fram að þessu hefði það verið nær ein- göngu eldra fólkið, sem færi utan á sumrin, en með þessum ferðum væri æskufólki gefinn kostur á ódýrum ferðalögum undir öruggri stjórn kunnugs leiðsögumanns. Um tildrögin að áðurnefndu samstarfi Sunnu og æskulýðs- nefndar þjóðkirkjunnar sagði séra Ólafur Skúlason við þetta tæki- færi, að á hverju sumri hefði far- ið hópur æskufólks á vegum kirkj unnar til nágrannalandanna. Hefði fólk petta starfað um ein- hvern tíma í vinnubúðum og feng ið fyrir það ókeypis fæði og ferðir um nágrennið. Nú væru hins veg- ar ekki verkefni fyrir þetta fólk, og hefði því verið gripið til þessa ráðs. Þá sagði séra Ólafur að þörfin fyrir slík ferðalög væri mikil. For eldrar vildu gjarnan gefa börnum sínum kost á að ferðast til út- landa og þá fremur í skipulögð- um ferðum en að senda þau ein sér. Auk þess hefðu börnin meira gagn af ferðunum ef þær væru vel skipulagðar. Æskulýðsferðirnar, sem um verður að ræða í sumar, eru tvær. Hin fyrri hefst 7. júlí og stendur yfir í 15 daga Verður þá farið til Danmerkur og síðan yfir sundið til Noregs og eftir nokkurra daga dvöl þar verður farið aftur til Danmerkur. Á þessum slóðum verða skoðaðir fjölda margir stað ir, sem fólk hefur ánægju af að sjá. Þátttökugjald i þessari ferð er kr. 9.800. Seinni ferðin hefst 24. júlí og verður þá farið um Skotland og England og tekur ferðin 14 daga. í þessari ferð verða skoðaðir fjölda margir staðir, sem fólk bef- ur ánægju af að sjá. eins og ' hinni fyrri. T.d verður komið til Shakespeareborgarinnar Strat- ford-upon-Avon, Coventry, Car- berry Tower í Skotlandi. þar sem Framhald á 14. síðu. Úr stjórn áttu að ganga Guðrún Guðjónsdóttir, Ólafur Jónsson og Guðmundur Finnbogason en voru öll endurkjörin. Auk þeirra eru í stjórn KRON: Ragnar Ólafsson, Þorlákur Ottesen, Hallgrimur Sig tryggsson, Sveinn Gamalíelsson og Friðfinnur Ólafsson. Sýning á myndum eftir barnask.börn Á mánudaginn verður opnuð í Ameríska bókasafninu, Hagatorgi 1. sýning á um 30 myndum ef'tir barnaskólabörn hér og í Banda- ríkjunum. Sýning þessi er haldin á vegum Rauða Kross íslands í samvinnu við ameríska Rauða krossinn og er liður á því alþjóðasamstarfi á vegum samtakanna, sem fyrst og fremst er ætlað að vera í þágu yngstu borgaranna. Myndir eftir íslenzk skólaböm eru þannig send ar á vegum Rauða kross Islands til ýmissa landa. Sýningin verður opin 10—14 daga og verður opin sem hér seg- ir: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 12—21, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12—18 og laug ardaga og sunnudaga kl. 13—19. Aðalf. Norrænafél. í Kópavogi Norræna félagið í Kópavogi heldur aðalfund sinn klukkan 3 síðdegis á laugardag, 30. apríl. Fara þar fram venjuleg aðalfund arstörf, en ainnig ræðir Magnús Gíslason starf norrænu félaganna á fundinum. Tvöfaldur kvartett Kópavogsbúa syngur. Auður Guð- mundsdóttir segir frá vinabæja- ferð til Norðurlanda. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs. Endurskoðendur félagsins eru Björn Guðmundsson og Bjöm Svanbergsson. YFIRLYSING „Herra ritstjóri. Stjórn Flugbjörgunarsveitarinn- ar harmar þann kafla úr skýrslu forseta Slysavarnafélags fslands á 13. landsþinginu, sem fjallar um aðfinnslur á störfum Flugmála- stjórnarinnar í sambandi við leit að flugvél, sem fórst við Norð- fjörg þann 18. jan. s.l. Stjórnin telur þessa aðferð ekki spor í rétta átt til að vinna að ör- yggismálum í landinu. Stjórnin“. Mótmæla kjara- skerðingu náms- manna. Fundur haldinn í Félagi ís- lenzkra háskólastúdenta í Frakk- landi 16. apríl 1966 mótmælir þeirri kjaraskerðingu, sem íslenzk ir námsmenn erlendis urðu fyrir við síðustu úthlutun námslána og -styrkja. Félagið telur, að stig- hækkandi fjárhagsaðstoð eftir því sem líður á námstímann sé breyt ing til batnaðar, en telur það víta vert, að ríkisstjómin skuli not- færa sér þannig hækkun á fjár- lögum miðað við eðlilega fjölgun námsmanna og stöðuga verðbólgu. f F'rakklandi og flestum öðrum löndum nemur þessi kjaraskerð- ing 9 þúsund krónum á hvern námsmann miðað við 5 ára náms tíma. Félagið vekur athygli á því að fyrir nokkrum árum voru styrk ir lækkaðir og réttlætti hæstvirt- ur menntamálaráðherra það með því hærri lánum, en nú þegar lán- in eru skorin niður álítur félagið að um slæma þróun sé að ræða. BAZAR KVENNADEILÐAR SKAGFIRBINGAFÉLAGSINS Kvennadeild Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík heldur baz ar og kaffisölu í Breiðfirðinga- búð sunnudaginn 1. maí n.k. til ágóða fyrir starfsemi sína Kvennadeildin hefur starfað ai miklum krafti í rúm tvö ár. haldið fræðslu- og skemmti- fundi. og síðastliðinn vetur vai föndurnámskeið á vegum deiir arinnar undir leiðsögn frk. Jón ínu Guðmundsdóttur. Framund an er hið árlega vorferðalag, 26. júni. Stjórn íélagsins skipa: Guð- rún Þorvaldsdóttir. formaður, Margrét Eggertsdóttir, gjald- keri, Jóhanna Þorsteinsdóttir, ritari, Margrét Margeirsdóttir og Stefanía Guðmundsdóttir, meðstjórnendur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.