Tíminn - 30.04.1966, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 30. apríl 1966
14
SUMARFÖTIN
DRENGJAJAKKAFÖT frá 5
tQ 13 ára.
MATRÓSAFÖT.
MATRÓSAKJÓLAR.
DRENGJAJAKKAR, stakir.
irV ÍTAR NYLONSKYRTUR.
ENSKAR DRENGJA- OG
TELPUPEYSUR, mikið úr-
val nýkomið.
FERMINGARFÖT frá 33—37,
terylene og nR, fyrsta fl.
efni
SÆNGURFATNAÐUR, kodd-
ar, sængnrver, lök.
GÆSADÚNN.
HÁLFDYNN.
FIÐUR.
DÚNHELT OG FIÐURHELT
LÉREFT.
PATTONSGARNIÐ í litavali,
4 grófleikar, hleypur ekki.
Póstsendum
Vesturgötu 12,
sími 13-5-770.
8IFREIÐA-
EIGENDUR
VatnskassaviSgerSir
Elementaskipti
Tökum vatnskassa úr og
setjum í
Gufuþvoum mótora o.fl.
Vatnskassaverkstæðið,
Grensásvegi 18
sími 37534.
PÚSSNINGAR-
SANDUR
VIKURPLÖTUR
Einangrunarplast
Seljum alia.' gerðir at
pússningasandi, heim
fluttan og blásinn inn.
Þurrkaðar vikurplötur
og einangrunarplast.
Sandsalan við Elliðavog st.
Elliðavog 115. sími 30120.
Enn slys á
Keflavíkur
veginum
SJ—Reykjavík, föstudag.
Uim kl. 11 í kvöld valt bifreið á
mótum Reykjanesbrautar (Keflavlk
urvegar) og Þúfubarðs. í bifreiðinni
sem var Willis station, voru tvær
stúlkur frá Reylkjavík og voru þær
báðar fluttar á Slysavarðstofuna, en
ekiki er talið að ,þær séu mikið slsað
ar.
FERMINGAR
Ferming í Neskirkju,
sunnudaginn 1. maí kl. 1L
Séra Jón Thorarensen.
Stúlkur:
Ásdis Óskarsdóttir,
Vesturgötu 57
Carole Ann Scheving Thorsteins-
SKÓR -
INNLEGG
Smíða Orthop-skó og tnn-
legg eftlr máli Hef einnig
tilbúna barnaskó með og
án innleggs.
Davfð Garðarsson,
Orthop-skósmíður.
Bergstaðastræti 48,
Sími 18893.
EKCO
SJÓNVARPSTÆKIÐ
AFBORGUNARSKILMÁLAR.
ODP&.CO
Laugavegi 178, sími 38000.
RAF-VAL
Lækjarg. 6 A, sími 11360,
EKCO-SJÓNVARPSTÆKIÐ
SEM VEKUR ATHYGLI.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
Sigurður Steinþórsson
fulltrúl,
andaðist að morgni 29. april.
Eiginkona, börn tengdabörn og
fósturdætur.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar
för föður, tengdaföður og afa,
Jóns Bjarnasonar
Hofi í Öræfum.
Sigrún Jónsdóttir,
Gunnar Þorsteinsson og börn.
TÍMINN
son, Hofsvallagötu 61
(Halldóra Svava Halldórsdóttir,
Kleppsvegi 66
Ólafía Guðrún Ottósdóttir,
Þvervegi 78
Ragnhildur Þorbjömsdóttir,
NeNsvegi 17
Svanhvít Bjarnadóttir,
Þvervegi 42
Sigrún Bjamarson,
Hagamel 34
Signrgjðrg Guömundsdóttir,
Miðlbraut 1
Drengir:
Bjöm Ólafsson,
Skólalbraut 21
Eggert Bjami Ólafsson,
Lynghaga 8
Einar Thorlacíus,
Hofsvallagötu 55
Friðrik Örn Guðmundsson,
Miðbrant 4
Grétar Örn Antonsson,
Bjarkargötu 10
Gunnlaugur Marteinn LiláS,
Gufunesi
Hafsteinn Viðar Jónsson,
Fornhaga 21
Halldór Egilsson,
Bankastræti 11
Jón Tómas Erlendsson,
Arnargötu 8
Kjartan Birgir Reynisson,
Þvervegi 23
Kristinn Einar Skúlason,
Skólabraut 13
Sigurður Guðjónsson,
Framnesvegi 63
Vilhjálmur Fenger,
Hofsvallagötu 49
Þórður Ágústsson,
Nesvegi 9
LOFTLEIÐAHÓTEL
Framhald af bls. 1.
þeirra, sem að því hafa unnið,
þurft að flytja mikið af efni til
landsins flugleiðis frá útlöndum,
og meira að segja varð að flytja
húsgögn flugleiðis frá Akureyri
vegna snjóþyngsla.
Hið nýja hótel er um 1600 fer
metrar að grunnfleti og stærð
þess er alls um 25500 rúmimetrar.
Loftræstingarkerfi er fyrir öll
gestaherbergin, baðherbergi og
snyrtiiherbergi, en loftkælikerfi fyr
ir veitingasali, bari og aðrar
stærri vistarverur á 1. hæð og
fyrir eldhúsin. Gestir geta tempr
að hitastig í herbergjum sjálfir og
rakastigi hússins er einnig stjórn
að aí sjálfvirkum vélum.
Á 1. hæð er aðalanddyri hótels
ins með gestamóttöku og skrifstof
um. Þar er einnig sölubúð, tvö
fundarherbergi og fatageymsla. Úr
anddyri er gengið inn í aðal-
borðsal hótelsins og vínstúku hót
elgesta. Borðsalur þessi er fagur
lega skreyttur blómum og rúmar
unylOO manns í sæti.
Úr hótelanddyrinu er einnig
gengið beint inn í flugafgreiðslu
Loftleiða í Reykjavík. Þar verður,
auk ýmis konar þjónustu varðandi
flugferðir, stór biðsalur, rakara-
stofa, sölubúð og upplýsingamið-
stöð um flugþjónustu félagsins.
Þá er á 1. hæð veitingasalur
fyrir um 160 manns, með sér inn
ganigi að utan, rúmgóðu anddyri,
aðalskrifstofu veitingastjóra og
fatageymslu. Við þennan veitinga
sal er yinstúka, er rúmar 70
manns í sæti, og fundarsalur.
Þar er einnig veitingasala með
sjálfsafgreiðslu, og rúmar hún
um 60 manns í sæti. Þessi salar-
kynni eru bæði ætluð hótel- og
aðkomugestum. í aðalsal er hljóm
sveitarpallur og dansgólf úr marm
ara. Fyrir veitingasalina eru einn
ig á 1. hæð eldhúsdeild fyrir upp-
þvott, framleiðslu í veitingasali
og morgunverðareldhús.
í kjallara hússins er aðaleldhús
hótelsins, sem er eitt hið full-
komnasta sinnar tegundar i Norð
urálfu. Þar er einnig mjög full-
komið bakarí. Tilheyrandi eldhús
inu eru ýmis? konar matvæla-
geymslur, vínkjallari o.fl. 1 kjall-
ara eru einnig ýmis konar þæg-
indi fyrir starfslið hótelsins, svo
í sem búningshehbergi, snyrtiher-
bergi með böðum o. fl. Þá eru þar
stór og vönduð snyrtiherbergi
karla og kvenna fyrix veitingasal
ina á 1. hæð hússins og önnur fyr
ir hótelið, vörumóttaka, og salur
fyrir loftræstingarvélar.
Úr aðalanddyri hótelsins er
gengið niður í sundlaugardeild-
ina, sem einnig er í kjallaranum.
í forstofu sundlaugardeildar eru
hárgreiðslustofa og fótsnyrtistofa.
Gestalytftur ganga niður í þessa
forstofu. Þar inn af taka við
búningsklefar, baðklefar, finnsk
ar gufubaðstofur og hvíldarher-
bergi. Þarna er einnig nuddstofa
og aðstaða til ljósbaða. Sjálf
sundlaugin er inn af baðdeildun
um í fagurlega flísalögðum sal. Við
enda laugarinnar er dálítil ker-
laug, til heitari baða. í laugunum
er hveravatn, sem fer stöðugt í
gegn um fullkomin hreinsitæki.
Fast starfslið hótelsins er um
100 manns. Þorvaldur Guðmunds
son er hótelstjóri, veitingastjóri
er Friðrik Gíslason, skrifstofu-
stjóri Sveinn Guðlaugsson, sölu
stjóri Friðrik Theódórsson, mót-
tökustjórar Geirlaug Þorvaldsdótt
ir og Emil Guðmundsson, aðstoðar
maður hótelstjóra Robert Goethe,
yfirmatsveinn Karl Finnbogason,
gjaldkeri Bertha Johannessen, yf-
irþjónn Bjarni Guðjónsson og yf
irþerna Fríður Bjarnadóttir.
Hljómsveit Karls Lilliendahls
leikur fyrir dansi, í stóra veitinga
salnum, sem opinn mun almenn
ingi allar helgar og önnur þau
kvöld sem hann verður ekki leigð
ur til fjöimennra veizluhalda.
UTANFERÐIR
Framhald af bls. 2
búið verður um tíma og að sjálf
sögðu komig við í London.
Þátttaka í þessari ferð kostar
8.200 krónur.
Siðasta ffrðin í þessum flokki
er fjölskylduferð til Skotlands 6.
ágúst, en sú ferð mun standa í 11
daga og kosta kr. 7.900 á mann.
Fyrir börn er ferðakostnaðurinn
4.000 kr. Nokkurt nýnæmi er að
þessari ferð, en hún er ætlug til
þess ag gefa fjölskyldum kost á
ódýrri hvíldarferg meg börnin til
útlanda. Flogið verður til Glasgow
og dvalizt i gömlum kastala í
næsta nágrenni Edinborgar. í
þessari ferð gefst fólki kostur á
skemimtiferðum um nágrennið og
að sjálfsögðu til Edinborgar og
Glasgow.
Um aldur þáttakenda í æsku-
lýðsferðunum sagði Guðni Þórðar
son, að miðað væri við, að börnin
væru 15—18 ára gömul og hefðu
einhverja þekkingu á enskri
tungu. Þó yrðu gerðar undantekn-
ingar frá þeirri reglu í ýmsum til-
vikum. Tala þáttakenda verður
hins vegar takmörkuð við 35—40
manns i hverri ferð. Þá sagði
Guðni, að ein slík ferð hefði verið
farin í fyrrasumar og hefðu allir
komið mjög ánægðir heim úr ferð
innd.
ERLENT YFIRLIT
Framhald af bis. 5
efnum, getur það ekki aðeins
orðið vatn á myllu sjálfstæðis
hreyfingarinnar í Austur- Pak-
istan, heldur gæti það hæglega
leitt til þess, að Pakistan
klofnaði i tvö ríki. Kunnugir
telja, að Austur-Pakistan gæti
vel staðizt sem sjálfstætt ríki
í samvinnu við Indverja, vestur
veldin og Rússa, en hinsvegar
myndi Vestur-Pakistan eiga
erfitt uppdráttar í samvinnu
við Kínverja eina, en Ayub
leggur nú mikla áherzlu á nana.
Þ. I>.
RÆÐA GÍSLA
Framhald af bls. 9.
eða ræða að ráði, sem mér finnst
vera á samningsgerðinni við Swiss
Aluminium, aðra en þann megin-
galla, sem ég hef þegar gert að
umtalsefni. Eg hef reynt eftir föng
um að kynna mér þá samninga,
sem Norðmenn hafa gert við
sama fyrirtæki eða gerðu fyrir fá-
um árum, og sýnist mér þar vera
allverulegur munur á, þó að sumt
sem frétzt hafði að í norsku samn-
ingunum stæði, kunni að vera á
misskilningi byggt. Það er að bera
í bakkafullan lækinn, að ég ræði
þau samningsatriði, sem aðrir eink-
um ræða og munu ræða. Þó að
ég hafi nefnt nokkrar tölur í
þessari ræðu, að vísu ekki margar
og færri en aðrir, geri ég ekki
kröfu til þess að vera talinn til
reikningsglöggra manna, og varð-
andi hina hærri talnafræði er ég
vanur að taka reiknimeistara trú-
anlega og reiknivélar þeirra. En
út af þeim reikningum ýmsum,
sem hér koma fram í greinargerð
frumvarpsins, vil ég aðeins segja
það, að síðan ég komst I kytmi
við útreikninga frá 19. öld um
vöxt einseyringsins, hinn ævin-
týralega vöxt einseyringsins
sem menn þá sýndu fram á, mjög
reikningsglöggir menn, þegar ekki
var verðbólga, — síðan ég komst
í kynni við þetta, hef ég alltaf
haft ótrú á því, sem kalla má
reiknispár langt fram í tímann,
að því er fjármuni varðar. Nú
hef ég í þessum umræðum heyrt,
að grundvöllur reiknispárinnar við
Búrfell sé eins og hraunin þar
eystra, lekur nokkuð og ótraustur
og um það hafði ég þegar nokkurt
hugiboð, þegar mér voru fengnir
slíkir reikningar í nefndinni I
fyrra. Mér þykir orkuverðið lágt,
og mér þykir Þjórsárísar ískyggi-
legir, eins og fleirum. Og þá verð
ur mcr ósjálfrátt hugsað til þess
að Jökulsá á Fjöllum er nú ísi
lögð ofan fossa og streymir þar
fram sem nokkurn veginn tær og
jafnstreym lindá undir íshellunni.
Samt var að ég ætla í áætluninni
um Dettifoss gert ráð fyrir ís-
vandamálum þar, en þau voru þá
órannsökuð. Nú er því mjög á
lofti haldig og haft eftir hr. Meyer
forstjóra frá Swiss. sem hér var
að rafmagnsverð muni bráðum
laekka vegna kjarnorkunnar Þá
minnist ég þess, er ég var i pmg
mannanefndinni í fyrra • ->
fengum í hendur bók eina mikiw
og vandaða um starfsemi hi -
margnefnda alúmínfyrirtækis --t,
hér er á dagskrá. Þetta nar i
bók, samin á vegum fyrirtæki'
sjálfs. Þar stóð það. að éc r-- ,
skýrum stöfum á tiltekinm ■;■■■
síðu, sem ég man. að ork'i 1
muni verða hækkandi hjá b«um
verksmiðjum, sem reistar ■ j>,■
Og mun það ekki verða svo íyrst
um sinn, að kjarnorkunni sé var-
lega treystandi til að þjóna at-
vinnulífi manna og að örygginu
verði þar að minnsta kosti nokkuð
afatt fyrst um sinn, Eg er svo
raunar þeirrar skoðunar, að fram-
kvæmdir af því tagi, sem hér er
um að ræða í þessu frv. séu varla
tímabærar hér á landi elns og
nú stendur á um verðbólgu stjóm-
arfar og fleira. Á þetta fyrst og
fremst við hér á höfuðborgarsvæð-
inu þar sem vinnuaflsskortur hef-
ur þegar sagt til sín, en að líkind-
um einnig annars staðar.
Eg lýk nú máli mínu. En ég mun
Þegar þar að kemur, stuðla að
því með atkvæði mínu, að fry.
það, sem hér liggur fyrir, verði
fellt, og þá í þeirri von, að þegar
það er úr sögunni, verði hægt að
taka upp nýja athugun á mögu-
leikum til að hagnýta orku fall-
vatnanna í þágu þjóðarinnar með
þeirri fyrirhyggju, sem í hag kem-
ur um langa framtíð og á heil-
brigðum grundvelli.