Tíminn - 30.04.1966, Side 3
LAUGARDAGUR 30. apríl 1966
3
MJNNING
Þorkell Pétursson
Á vordögum árið 1907 hélt dá-
lítill hópur fóiks úr Þingvallasveit,
sem leið lá vestur Öxarárdal og
Leggjabrjót með búsgögn á klyfja-
hestum. Þetta fólk var að flytjast
búferlum héraða á milli, og íörinni
var heitið vestur í Hvalfjarðardali.
Fyrirliðinn var ungur bóndason-
ur, Þorkell Pétursson, sem var í
þann vegimi að reisa bú í Lilta-
Botni í Botnsdal, og í för með
hfbnum voru foreldrar hans roskn-
ir og ung systir. Nýútsprunginn
skógurinn heilsaði ferðafólkinu
með þrastakliði og sætri angan,
er það kom af fjallinu, lambær
á við og dreif í brekkum og kjörr-
um áin eins og blár strengur
um eyramar og framundan vogur
inn stöðuvatni líkastur.
STíkt mátti vera geðþekkt ung-
um manni, sem hugði á búskap.
Þetta ferðalag varð ekki heldur
neitt fardagaflan: Þorkell bjó i
Litla-Botni sem næst hálfa öld við
mfkla giftu, og þar sat hann löng-
um á efstu árum hjá syni sínum,
eftir að hann sjálfur lét af bú-
skap, þótt búið hefði hann sér
heimili annars staðar. Það var
ekki sízt á vorin, að hann gerðist
fús til ferðar inn í dalinn. Að
þessu sinni mun hann þó ekki
ganga í hlað uim það bil, er túnið
fer að grænka. Hann andaðist á
Akranesi 24. apríl, röskra áttatíu
og sex ára gamall.
Þorkell fæddist í Heiðarbæ í
Þingvallasveit 7. desemiber 1879.
Foreldrar hans, Pétur Einarsson
frá Mjóanesi og Sigríður Jónsdótt-
ir, kynjuð úr Grímsnesi, höfðu þá
fyrir nokkru byrjað þar búskap
sinn. Pétur var mikill maður vexti
og þreklegur, enda elfdur að burð
um — hinn kempulegasti öldung-
ur, sem ég minnist frá bernsku
minni með breitt skegg á bringu
niður. En fésæll var hann ekki,
og má vera, að hann hafi ekki
verið mikill búsýslumaður að upp-
lagi. Það varð hlutskipti þeirra
hjóna að hrekjast býla á milti
framan af og oft voru þau í tví-
býli og jafnvel þríbýli á jarðnæði,
sem varla var til skiptanna. Frá
Heiðarbæ fóru þau vestur í Mos-
fellsveit og bjuggu þar í Laxnesi
og Bringum og ef til vill víðar,
en héldu síðan austur yfir á ný,
og bjuggu á Brúsastöðum, í Vatns-
koti og Svartagili, þar sem þau
staðnæmdust lengst.— tólf ár sam
fleytt.
Þorkell var tekinn í fóstur i
Reykjavík fárra ára og átti nokk-
ur bemskuár á þeim slóðum, er
nú er Lindargatan. En þegar for-
eldrarnir fluttust að Vatnskoti,
fór hann aftur heim til þeirra og
var síðan með þeim alla tíð, nema
hvað hann leitaði stundum atvinnu
utan heimilis um stundar sakir,
þar til þau létu búskap sínum
lokið. Hann átti því öll unglings-
ár sín og hin fyrstu manndóms-
ár í Þingvallasveit.
Ókvæntur var Þorkell, er hann
fluttist vestur yfir fjallið, þótt kom
inn væri hann nálægt þrítugu, og
var móðir hans fyrir búi innan
stokks í Litla-Botni nokkur hin
fyrstu ár. En árið 1914 kom til
hans ung stúlka úr Lundarreykja-
dal, ein hinna mörgu, glaðværu
Brennusystra, Kristín Jónsdóttir.
Næsta vor, hinn 22. maímánaðar
voru þau Þorkell gefin saman í
hjónaband á æskuheimili brúðar-
innar. Voru fjórar Brennusystur
um langt skeið húsfreyjur á bænda
býlum í suðurhluta Borgarfjarðar-
frá Litla Botni
Kristín hafði stundað nám í
Kvennaskólanum í Reykjavík, og
lært hafði hún að leika á orgel.
Þá voru ekki margar konur í þess-
um sveitum, sem af því gátu
státað. Ég hyigg, að hún hafi á
þeim árum haft yndi af dansi og
gleðifundum, og vön var hún fjör-
miklu félagslífi úr Borgarfjarðar-
dölum. Þetta var í árdaga ung-
mennafélagshreyfingarinnar, og
unga fólkið í Lundarreykjadal var
ekki eftirbátur annarra. í Botns-
dal var fásinni meira, bæir aðeins
tveir, og félagrbyggja óþroskaðri
sunnan heiðar en efra. Það hljóta
því að hafa verið viðbrigði nokk-
ur að setjast í húsmóðursessinn
við búsannir og barnauppeldi. En
vel farnaðist ungu hjónunum.
Kristín var dugmikil til verka,
skjót til úrræða og ósérhlífin, en
bóndi hennar árvakur og forsjáli
búmaður.
Það ætla ég, að snemma hafi
verið búskaparregla Þorkels að
vera jafnan birgur og við öllu bú-
inn og eiga aldrei sitt undir kasti
þeirrar kylfu, sem blint er varp-
að og hending ræður, hvar niður
kemur. Ósennilegt þykir mér, að
hann hafi nokkurn tíma í búskap
sinum verið að því kominn að gefa
upp öll sín hey og fráleitt, að
’það hafi hent hann að komast í
þrot. Þótt hann byggi á þeirri
jörð sveitarinnar, þar sem torveld-
ast var að afla heyja og slægjur
utan túns nálega engar, nema for-
blautir brokflóar uppi á regin-
heiði, varð hann fljótt sá maður-
inn, sem grónastur var að fyrn-
ingum. Stráin voru ekki heldur lát-
in fara í súginn. Hann sló svo
vandlega hvem blett, sem ljár var
berandi á, að því var líkast, að
rakað væri, og umgengni hans í
hlöðum var slík, að ég hef hvergi
séð annað eins: Stálið ævinlega
eggslétt og þráðbeint, ekki strá
á gólfi, allt strokið og snurfusað.
Aldrei stakk hann svo heysting
í heystál, að hann styddi ekki við
annarri hendinni því til varnar
að út drægist svo stór tugga, að
slöður myndaðist eða ójafna. Ég
held, að það sé ekki ofsagt, að
honum þótti vænt um heyin sín,
svo sem góðum bónda getur fram-
ast þótt, og áhyggjusamlegur gat
hann stundum orðið á sumrin í
þrálátum, sunnlenzkum óþurrkum
En þótt hann sóaði ekki heyjum,
hagaði hann svo fóðrun búpen-
ings, að öllu var vel borgið og
arður viss, og jafnan átti hann
gott og gagnsamt bú.
Á vetrum var það yndi hans
að sýna gestum gripi sína og hey-
forða og skoða hey og búfénað
á grannbæjunum, þegar hann kom
þar. Við það var stundum sem
hann gleymdi sér við orðræður
um það, sem að þessu laut, og
fylgdi löngum einhver torskýrð,
dulmögnuð hlýja þessum viðræðu-
stundum í fjárhúsum og hlöðu.
Kappsmaður var hann um verk,
og aldrei bar við á bæ hans, að
neitt það sem gera þurfti
á ákveðnum tíma drægist úr
hömlu. Hann taddi tún og lét
vinna á velli svo fljótt sem við
varð komið, hóf ævinlega slátt í
fyrra lagi, lét ekki neina þerris-
stund ganga sér úr greipum á
sumrin, baðaði fé sitt svo fljótt
sem hentugt var, reis árla úr
rekkju að jafnaði og hafði góða
gát á öllu, er snerti verkahring
hans.Um flesta hluti var hann hinn
mesti búhyggindamaður.
Hann var varkár maður í eðli
TÍIWIWN
og rasaði ekki um ráð fram. Samt
var hann ótrauður að ráðast í það,
sem hann hafði sannfærzt um, að
til hagsbóta horfði. Hann girti tún
ið og hið rýra slægjuland jarðar-
innar flestum mönnum fyrr,
leiddi snemma vatn í hús og steypti
ibaðþró í fjárhúsgarða. Hann
keypti hestverkfæri til jarðyrkju
í samlögum við næsta granna sinn
löngu fyrir daga dráttarvélanna.
Hann byggði öll hús jarðarinnar
að nýju og vakti yfir því, að allt
væri það traust og haldgott. Því
hafði hann komið í verk á miðj-
um búskaparárum sínum. Og áður
en lauk var búið að rækta allt
það land, sem tiltækilegt var út
frá túninu. Á efri árum lagði hann
vaxandi kapp á allt, sem orðið gat
til þæginda og hægðarauka á heim
ilinu. Þótti honum þau hjónin
eiga það skilið eftir langa starfs-
ævi, að sem notalegast færi um
þau og aðra í ellinni.
Ég býst við, að Þorkell hafi
þegar verið búinn að draga sam-
an ofurlítil efni, er hann hóf bú-
skapinn í Litla-Botni. Með ein-
hverjum ráðum náði hann
að minnsta kosti eignarhaldi á jörð
inni. Og vist er það, að fljótlega
rýmkaðist hagurinn og þeim mun
meir, sem á ævina leið. Varð hann
þó eitt sinn fyrir allmikilli skrá-
veifu, er á hann féll víxill eða
ábyrgð, er hann hafði gengið í
snemma á árum. Voru sumir þeir,
sem skrifað höfðu á þetta skjal
með honum, fallnir frá, en aðrir
lítils megnugir, og varð byrði sú,
sem hann hlaut að axla, þeim
mun þyngri. Þá svarf svo að hon-
um, að hann varð að skerða bú-
stofn sinn í bili. Hafði hann fá
orð um, og fljótt réttist hagur
hans aftur.
Lítil. saga skýrir kannski bezt
mat hans á fjármunum og manns-
lund. Svo bar við, að við fórum
samtímis úr föðurgarði til nokk-
urrar dvalar í öðrum landsfjórð-
ungi, ég og eldri sonur hans, með
heldur lítil fararefni, en þó svo
að nægja mátti. Hann fylgdi okx-
ur á götu venju fremur fámáll.
Utan túnhliðsins kvaddi hann okk
ur og lagði okkur að skilnaði ein-
falt ráð, sem mér hefur verið í
minni síðan: „Farið vel með það,
sem þið eigið, án þess að vera
sínkir, og skerist aldrei úr leik,
þegar það hæfir ekki.“
Þetta ætla ég gott ráð.
Þorkell var hæglátur maður og
óhnýsinn, yfirlætislaus í öllum hlut
um, mikill hófsmaður, trölltrygg-
ur og grandvar í gerðum. Aldrei
myndi hafa að honum hvarflað að
ganga á bak orða sinna eða sælast
til neins, sem honum ekki bar með
fullum rétti. Hinu hefði hann þó
sennilega kunnað illa að láta
troða sér um tær, ef einhver hefði
til þess gerzt, því að undir hæg-
lætinu bjuggu skapsmunir. Granni
var hann svo góður, að ég veit
ekki til, að þar bæri nokkurn
skugga á, og aldrei fór öfugt orð
á milli Litla-Botnsfólks og míns
fólks, alla þá áratugi, sem það
nábýli varaði — aldrei þvarg út
af skepnum, aldrei öfund né vtni,
en þeim mun meiri samhjálp. Hitt
var ekki skaplyndi Þorkels að
halda því á loft, er hann liðsinnti
mönnum, og er í þvi mannlýsiag,
að eitt sinn að vorlagi eftir gjafa-
frekan vetur flutti hann ótilkvadd
ur hey heim til bónda, sem tæpt
var staddur með fóður — og valdi
nóttina til heyflutningsins, svo að
síður vitnaðist á bæina í kring.
Þorkell var alvörugefinn mað-
ur. En góður var hann heim að
sækja, glaður og reifur á vinafund-
um og kunni vel að taka gaman-
málum. Hann hafði ekki sízt yndi
af sögum ýmsum af þeirri ky.nslóð,
sem uppi var, þegar hann var ung-
ur. Þótti hann yndi hag sínum
hið bezta í Botnsdal, svo sem vel
mátti vera, fannst mér æviniega,
að Þingvallasveitin ætti innsta
strenginn. Hann hélt ævilaagri
tryggð við æskufélaga sína þar,
og minntist æskubyggðar sinnar
jafnan með ást og aðdáun. Oft
vék hann talinu að Hannesi gamla
í Skógarkoti og hinu sterkguia,
holdsama og harðgerða fjárkyni
hans, og alla ævi bar málfar hans
keim af því, sem tíðkaðist austan
fjalls — til dæmis talaði hann
ávallt um svartbak, en ekki veiði-
bjöllu eins og við vestanmenn
gerðum.
Þorkell var tæplega meðalmaður
á hæð, liðlega vaxinn, holdgrann-
ur alla ævi, léttur á fæti lengi vel
og teinréttur í baki til siðasta
dags. Heilsugóður var hann lengst
af. Þó var hann lengi þjakaður
af kjálkameini á fyrstu búskapar-
árum sínum, og á efri árum varð
hann að gangast undir erfiðan
uppskurð sökum meinsemdar í
maga. En svo vel beitti Guðmund-
ur prófessor Thoroddsen hnífnum,
að hann komst til fullrar heilsu
og kenndi sér ekki meins síðan,
annarra en þeirra er fylgja háum
aldri, unz hann fékk heilablóðfall
fáum dægrum áður en hann and-
aðist.
Þegar hann gerðizt aldurhniginn,
fékk hann yngri syni sínum, Pétri,
er þá var kvæntur Kristibjörgu
Kristófersdóttur, í hendur jörð
og bú, en átti þó sjálfur um nokk-
urt skeið laglegan fjárstofn, sem
hann setti á fyrningar sínar. Kom
þá og þar, að hann keypti sér
húsnæði á Akranesi, þar sem þau
hjónin voru, þegar þau lysti, en
þess á milli í Litla-Botni. Hafði
þá eldri sonurinn, Jón, kvæntur
Guðleifu Þorsteinsdóttur frá
Löndum í Stöðvarfirði, búið all-
lengi í Stóra-Botni, svo sem hann
enn gerir, en dæturnar giftar í
kaupstað, Málfríður Brynjólfi tré-
smíðameistara Kjartanssyni á
Akranesi og Sigríður Jónasi tré-
smíðameistara Magnússyni i
Reykjavík.
★
Nú er vor eins og forðum og
gróðurnál að koma í brekkum
Selfjalls og Háafells, þar sem
gamli bóndinn átti svo mörg spor
við kindurnar sínar. Og það gerist
hlýtt og gott fyrir lambfé 1 hvömm
-unum við Paradísarfossinn En
kynslóðir koma. og kynslóðir fara
og gildir jafnt um allt, sem lífs-
anda þiggur { dag verður Þorkeli
Pétursson lagður í mold í Görðum
á Akranesi og getur ekki lengur
glatt sig við vorsól og gróðurfar.
Ég þakka langa og góða kynningu
og votta ekkju hans, börnum og
öllum þeim, sem hlut eiga að
máli, samúð mína. J.H.
Á VÍÐAVAtMGI
Vinnuhjúaskildagi
Hannes á horninu í Alþýðu
blaðinu minnir réttilega á það
í gær, að stjórnendur borgarinn
ar sem kjörnir eru til starfa
ákveðið kjörtímabil eru raun-
ar ekkert annað en starfsmenn
borgaranna. Hannes segir:
„Á fundum, í blöðum og bók
um segja talsmenn Sjálfsiæðis
flokksins frá þvi, hvað þeir geri
fyrir borgarana. Þeir minnast
aldrei á það, hvað borgarariyr
geri fyrir þá. Borgarfulltrúa og
aðrir stjórnendur borgarinnar
og fyrirtækja hennar eru hreint
ckkert annað en vinnumenn á
heimili borgaranna. Borgararn
ir fá þcim verk að vinna og
borga þeim kaup. Þeir eiga
að skila verkefnunum af sér
og borgararnir líta yfir afköst
og verkhyggni . . . Við spyrj-
um á úttektardegi, hvernig
vinnufólkið hafi unnið og hvern
Iig það hafi ráðstafað þeim ó-
grynnum auðæva, sem það hef-
ur fengið til ráðstöfunar. Ég
spyr, og þú spyrð“.
í samræmi við þetta sjónar-
mið Hannesar ber auðvitað að
g líta á kosningadaginn sem
vinnuhjúskildaga, og þá skiptu
góðir búmenn um vinnufólk,
þegar þeir töldu sig geta bætt
um til hins betra. Þeir sem
höfðu verið í vinnumennsku á
sama heimilinu á fimmta ára-
tug, voru ekki taldir til mik-
illa verka lengur, og þótt þeir
væru ekki hraktir af heimil-
um, voru þeir teknir í liornið
eða á próventu, en öðrum
nýrri og vaskari mönnum fcng
in aðalverkin að vinna. Það
er því komið mál til, að íhald
ið í Reykjavík fari í hornið eða
á próventu hjá borgurunum,
en ráðnir verði nýlr vire/iu-
menn til aðalverka á vinnujíjú
skildaga höfuðborgarinnar 22.
maí næstkomandi.
Enn slys
Það gengur ekki slysalaust
enn hjá íhaldsblöðunum að
finna sér heppilegar fyrirsagnir
á ávörp þau, sem ihaldsfull-
trúar fá að flytja á eftir laug-
ræðu Geirs á „fundum borg-
arstjóra“. í gær birtir Sir
Moggi ávarp Gísla Ilalldórsson
ar og flennir á það þessa fyrir
sögn: „ENGINN HÖFUÐBORG
Á JAFNGOTT SKIPULAG OG
REYKJAVÍK". Fyrr má nú
rota en dauðrota. Reykjavík
hefur þvi miður ekkert heildar
skipulag átt og verið byggð
skipulagslaus, meira að segja
miðbærinn fram undir þetta,
og nú þegar farið var að vinna
við skipulagið voru verstu
þröskuldarnir í veginum bygg
ingar síðustu ára án skipulags
í miðbænum. Og svo gerir Sir
Moggi Gísla hlægilcgan með því
að setja þennan hatt á hann.
Vafalaust veit enginn betur en
hann, að fjöldi borga hefur ver
ið byggður frá grunni eftir
föstu skipuiagi, og að flestar
höfuðborgir Evrópu og Amer
íku hafi áratugum saman átt
margfalt hetra skipulag en
Reykjavík. Svo er nú íhaldinu
fyrir að þakka.
„Lýðræðisleg ný-
Íbreytni,,
íhaldið er alltaf að bæta lýð
ræðið á „fundum borgarstjóra ‘.
Sir Mogga þótti svo mikið til
þess koma, að íhaldið skyldi
efna til funda um borgarmál
Framhald á bls 15