Tíminn - 30.04.1966, Síða 9

Tíminn - 30.04.1966, Síða 9
Í*AUGARDAGUR 30. aprfl 1966 TÍMINN Kaflar úr þingræðu Gísla Guðmundssonar, alþingismanns, um álmálið 4. apríl s. I. 9 sinnum gefin slík lyf, og algengt er, að þau bjargi lífi, sem eila hefði slokknað. Það er gert með allri þeirri varúð, sem mannleg vizka, ræður yfir. Ef framtíð lands byggðarinnar, og þar með tilvera þjóðarinnar, er í veði, getur, ef ekki er annars kostur, komið til greina að taka áhættu, sem undir öllum öðrum kringumstæðum er ástæðulaust og óforsvaranlegt að taka. Ég vil þá í þessu sambandi nota tældfærið til að segja það strax, að í sambandi við það frv. sem hér liggur fyrir, er að mínum dómi, engin frarobærileg ástæða til að taka þessa áhættu. Þvert á móti. Því að ef aluminiumverk- smiðja verður byggð í Straumsvik eykur það þann vanda, sem íslenzkt þjóðfélag á við að glíma í byggða- jafnvægismálinu, en minnkar hann ekki. Hér er áhættan tekin, þó að hún auki þá hættu, sem yfir vofir. Sú læknislist er slæm. Ég talaði áðan um Dettifoss- hreyfinguna, sem ég nefndi svo. Vera má, að einhverjir hv. þm. átti sig ekki fullkomlega á því, hvað ég á hér við, að þeir séu búnir að gleyma ýmsu í því sam- bandi þá mun ég nú fara nofckrum orðum uan það mál, og hverf þá nokkur ár aftur 1 tímann, áður en ég kem aftur að síðustu þróun þess máls og samn- ingunum við Sviss Aluminium um aluminium- eða álverksmiðju í Straumsvík. Þegar hér var komið, hóf ræðu- maður að lesa ýmiskonar tilvitn- anir og skjöl varðandi stórvirkj- imarmál Norðlendinga og ræddi þau jafnframt eftir því sem hon- um þótti tilefni til. Hin helztu þeirra voru: Lýsing Þorvaldar Thoroddsen á Jökulsá á Fjöllum. Tiliaga Gísla Guðmundssonar, Karls Kristjánssonar og Garðars Halldórssonar á Alþingi 1959. Ályktun Alþingis 22. marz 1961, flutt af þingmönnum úr Norður- landskjördæmi eystra. Fundarályktun fjórðungsþings Norðlendinga í júní 1960. Fundarályktun sýslunefndar Norður-Þingeyj arsýslu 20. júlí 1960. Fundarályktun sýslunefndar Suður-Þingeyjársýslu í apríl 1961. Fundarályktun sveitarstjórna- fundar Þingeyinga og Húsvíkinga 24. sept. 1961. Fundarályktun Bændafélags Fljótdalshéraðs 19. febr. 1962. Fundarályktun bæjarstjórnar Húsavíkur 11. apríl 1962. Frásögn af fundi alþingismanna af Norður- og Austurlandi 17. apríl 1962. Fundarályktun bæjarstjómar Akureyrar 9. maí 1962. Fundarályktun sýslunefndar Skagafjarðarsýslu í maí 1962. Fundarályktun Sambands aust- firzkra kvenna í júlí 1962. Fundarályktun fulltrúafundar, sýslunefnda, bæjarstjórna og al- þingismanna á Norður- og Austur- landi 8. júlí 1962. Fundarályktun bæjarstjórnar Akureyrar 10. nóv. 1964. Bréf raforkumálastjóra til fjár- veitinganefndar Alþingis 6. maf 1960. Frásögn um lauslega álitsgerð um stórvirkjanir árið 1957. Niðurlag greinargerðar Harza um Dettifossvikjun 1. febr. 1963. Tilvitnanir úr þingtíðindum Norðmanna um Húsnesmálið. Kafli úr skýrslu stóriðjunefndar um Dettifossvirkjun og stóriðju á Norðurlandi 14. nóv. 1964. Ræðumaður gerði grein fyrir þeim ástæðum sem flutningsmenn till. á Alþingi um 1960 hefðu haft til að álíta, að virkjun Jökulsár væri hagkvæm í sambandi við rekstur iðjuvers og kvað ekkert það hafa komið fram síðan, er hnekkt gæti þeirri skoðun. En síðan 1962 hefði ekkert verið gert til að leita ódýrari virkjunarleiða við Dettifoss en þeirra, sem þá var gert ráð fyrir. Hann kvað sam- anburðinn á kostnaði við Detti- foss- og Búrfellsvirkjun ekki hafa skipt meginmáli og myndi hann hafa takmarkað gildL Hinsvegar hefði allt fram á þennan dag verið imnið að því að finna sem ódýr- asta virkjunaraðferð við Búrfell, en ekki við Dettifoss síðan 1962. Hann sagði að Dettifossvirkjun hefði verið dæmd úr leik haustið 1964, ekki fyrst og fremst vegna verðmunar, heldur með þeim rök- um, að alumínverksm. yrði ekki nema 30 þús. tonna og að þá vant- aði markað nyrðra og eystra fyrir mikinn hluta Dettifossorkunnar. En eftir að staðsetning var ákveð- in syðra, hafi komið í ljós, að byggja átti 60 þús. tonna verk- smiðju. Þá ræddi hann um þá hugmynd, er uppi hefði verið um skeið, að virkja við Búrfell en staðsetja álverksmiðju við Eyja- fjörð. Hann sagði, að óþarfi hefði verið að blanda saman hugsan- legri stórvirkjun vegna iðnaðar og virkjun til að bæta úr raforku- þörf á Suðvesturlandi, því að eng- in sérstök vandkvæði væru á að bæta úr þeirri þörf með Þjórsár- virkjun eða á annan hátt, og lán til þess hlytu að vera auðfengin. Hann kvað það hafa verið ranga aðferð þegar í öndverðu að hafa erlenda viðsemjendur fyrir ráðu- nauta um staðarval — ef ætlunin hefði verið að haga því með tilliti til jafnvægis milli landshluta. Slik- ir kysu af ýmsum ástæðum helzt nágrenni borgar. — Um þau efni fjallaði rúmlega helmingur ræð- unnar, en hér fer á eftir síðasti hluti hennar: Samanburðaráróður gegn virkjun á Norðurlandi. Ég endurtek það, sem ég hef sagt áður, að í mínum augum hef- ur öll þessi reikningskúnst und- anfarinna ára, til þess að sýna samanburð á kostnaðinum við að virkja Þjórsá við Búrfell og Detti- foss, verið ófyrirsynju, en þess- ir reikningar hafa verið notaðir af stjórnmálamönnum sem áróð- ur gegn norðlenzkri virkjun. En það, sem máli skipti var það, í sambandi við okkar mál fyrir norð an, hvort það út af fyrir sig var hagkvæmt eða ekki að virkja Detti foss og hvaða möguleikar voru í sambandi við hann. Ég geri ráð fyrir því, að hér syðra, eins og ég vék að áðan, hafi menn út af fyrir sig nóg með orkuna úr Þjórsá að gera, og ég er ekki einn um þá skoðun. Ég hef heyrt hana hjá ýmsum hér i þessum umr. áður. Eg tel þess vegna ekki ómaksins vert, enda ekki stund né staður til þess nú, að rökræða þennan tölulega samanburð frá undan- förnum árum, en hann er ekki aðeins að ófyrirsynju gerður held- ur hefur hann mjög takmarkað gildi. Ef hér í umræðunum síðar verður vikið að þessum saman- burðartölum, vil ég enn leyfa mér að benda á það í því sambandi, að við Búrfell hefur, og ég er ekki að setja neitt út á það, allt fram á þennan dag verið unnið að þvi af kappi og fjármunum til þess varið að leita hinna ódýrustu virkj unarleiða. Dettifossáætlunin er gerð árið 1962 og dagsett. ins og ég sagði áðan í byrjun ársins 1963. Síðan hafa þau viðfangsefni sem þar eru til staðar ekki verið skoðuð, svo að mér sé kunnugt og engar nýjar áætlanir gerðar. Ég hef á sínum tíma blaðað dá- lftið í gegnum þau plögg. sem fyrir liggja um þá rannsókn og þá áætlunargerð og hef þau nú í huga, þó að þau hafi ekki verið skoðuð sem skyldi. Ég endurtek það, sem ég sagði áðan og hef áður að vikið og bið menn að minnast þess, sem áhuga hafa á þessari hlið málsins, hvemig áætlunin um Þjórsárvirkj un við Búrfell var beitt til að kveða niður áform manna og ósk- ir í sambandi við norðlenzka virkj- un til stuðnings jákvæðri stefnu í jafnvægismáli landshlutanna. Ég hef enga löngun til þess að gera lítið úr hinum miklu virkjunar- möguleikum í Þjórsá, enda væri það undarlegt að gera slíkt, og sannarlega óska ég þess, að þær virkjunarframkvæmdir megi bless ast, sem þar eru á prjónunum. En eru gerðar samkvæmt lauslegu plani, sem gert var af útlendum manni einhvern tíma fyrir 1960 og unnið í samræmi við það, að ég ætla í aðalatriðum. Hér voru ekki kannaðir til hlítar allir mögu- leikar og það út at fyrir sig er ekkert óeðlilegt. T.d. er fallhæð Jökulsár á þessum stað ekki full- nýtt í Dettifoss-áætluninni af vissum ástæðum, sem ekki er tími til að skýra hér .Hv. þingmenn fara nærri um það, hvað slíkt get- ur þýtt. Það er tvennt, sem máli I skiptir við virkjun vatnsafls til I að fá sem mest út úr aflinu, magn 1 vatnsins og fallhæðin. Ég tel, að það hefði átt að halda áfram þess- ari rannsókn 1963, og síðar, og ég lét það koma fram á sínum Dettifoss það ætla ég að muni koma í Ijós, þó síðar verði, að ekki hafi menn haft ráð á að gera samanburðinn svo nákvæman sem hann var gerð- ur á sínum tíma til að hnekkja áhugamáli Norðlendinga og Aust- firðinga. Þó að ég viti það vel, að staða mín er tæp sem leikmanns á þessu sviði og viður- kenni það að sjálfsögðu, þá hef ég leyft mér að hafa þá skoðun, að þar hafi verið reiknað og rann- sakað meir af kappi en forsjá, en miklu skiptir í slíkum tilfellum, hvað tekið er til rannsóknar og hvaða reikningsdæmi til úrlausn- ar þó að rannsóknarefni og reikn ingsdæmi séu gerð rétt ski! og samvizkulega, sem ég efast ekki um, að gert hafi verið. En ég kem að þessu aftur, hvers vegna ég tel samanburðinn, sem út af fyrir sig skiptir ekki ákaflega miklu máli — hvers vegna ég tel samanburðinn á milli Búrfells- og Dettifoss svo lítils virði. Það er af því, og ég vék að því áðan, að ég hefði blaðað nokkuð í gegnum gögn í þessu máli, að ég þykist geta fullyrt það, þó að ég hafi ekki sérþekkingu, að við Dettifoss hafi verið hægt að finna ódýrari virkjunarleið en þá. sem valin var, og það er raunar ekkert undar- legt. Áætlanirnar við Dettifoss og rannsóknir í sambandi við þær, tíma í þingmanna-nefndinni. Ég nefni þetta ekki vegna þess, að ég álíti að samanburðurinn milli fallvatnanna skipti megin- máli, heldur í sambandi við sjálft málið, sem ég hef varið nokkrum tíma til að ræða hér í kvöld, mögu- leikana á virkjun Dettifoss. En þess vegna hef ég rætt þennan þátt, að mér finnst hann eiga að koma inn í heildarmyndina, sem dregin er upp af þvi máli, sem fyrir liggur, áður en það fer í nefnd og afstaða verður tekin til þess hér á Alþingi. Aukinn vandi í byggðajafnvægis- málinu. Mér þykir það þarflaust að greina frá því hér í heild, hvað mér finnst athugavert við þá samn inga við fyrirtækið Swiss Alumin- ium Ltd., sem undirritaður hefur verið eða að hve miklu leyti ég get tekið undir þá gagnrýni, sem fram hefur komið. En þó ekki hafði annað verið, þá nægir það mér til andstöðu við þetta frv., að með því, ef samþykkt yrði, væri verið að stórauka þann vanda í byggðajafnvægismálinu, sem fyr- ir var meiri en nógur. Jafnvel í höfuðstað Norðurlands, Akureyri er nú þau tíðindi að segja, að árið sem leið. er þessi næst stærsti bær landins fjarri því að halda sinni eðlilegu fólksfjölgun, þrátt fyrir innflutning úr hinum fá- mennu byggðum. Má vera, að hin yfirlýsta stefna ríkisstjórnarinnar í þessu máli h»fi þegar á því ári verið farin að^freista einhverra til suðurgöngu. Um það verOuT þó ekki dæmt hér. Menn verða við íhugun þessa máls, að gera sér grein fyrir því, að aðdráttar- afl hinnar fyrirhuguðu stóriðju, sem hér er um að ræða, og sem í kringum hafa verður, mun reynast meira en fólksfjöldinn sem þar vinnur, gefur tilefni til að álykta. Svo nýstárleg er þessi atvinnustofnun og hin sérstæða þörf hennar fyrir tæknimenntaða menn eða tækniþjálfaða á ýms- um sviðum og svo mörg tækifæri munu skapast i sambandi við til- veru hennar og starf. Enga nauð- syn ber til stofnunar slíks fyrir- tækis á þessum stað, en víða mun það gera þröngt fyrir dyrum. „Veit ég það Sveinki.“ Sumir kunna að segja: Þessi verksmiðja eða önnur slík hefði einnig getað skapað erfiðleika, þo að staðsett hefði verið á Norður- landi. Einnig þar hefði hún dreg- ið til sín fólk, munu menn segja. Veit ég það Sveinki, var einu sinni sagt, og það get ég nú sagt við þessu. En við Norðlendingar er- um margir þeirrar skoðunar, að heppilegra sé, að fólk, sem ella flytti suður í verðandi stórborg, staðnæmist á Akureyri eða ein- hverjum öðrum stað á Norður- landi. Hitt hef ég svo alltaf álitið, að æskilegt væri, ef til kæmi, að um fleiri og minni atvinnustöðv- ar væri að ræða norðanlands ög austan, sem hagnýttu orkuna frá norðlenzku fallvatni, ef virkjað væri. og þannig hefði ég viljáð haga undirbúningi málsins, að stefnt væri að slíku, sem og ai- mennri rafvæðingu og hagnýtingu margs konar almennra möguleika til orkunotkunar í þessum lands- hlutum. Dúsa stjórnarinnar. Ég veit, að það er búið að verja mikilli vinnu og nokkrum fjár- munum til að undirbúa þá samn- inga, sem hér liggja fyrir um al- umin- eða álverksmiðju í Straums- vík. Ég dreg ekki í efa, að hæstv. ráðherra og hans menn, sem hér hafa að unnið telji sig hafa verið að vinna þarft verk, en sjá þar þó sennilega nokkur missmíði á. M.a. þau missmíði að hafa kvatt til samstarfs menn með önnur sjónarmið og varla sýnt lit að virða vilja þeirra eða hafa þeirra ráð. Ég segi það enn, að peir muni sennilega sjá þar einhver missmíði á, og á það bendir líka sú staðreynd, að hið nýja frum- varp um atvinnujöfnunarsjóð kem ur fram hér á þingi samtimis þessu frv. Þetta frv. um atvinnu- jöfnunarsjóð, þótt gallað sé og skammt gangi, hefði verið til bóta eitt út af fyrir sig. En séu þessi tvö frumvörp, Straumsvíkurverksmiðjan og at. vinnujöfnunarsjóðurinn tekin saman, plús og mínus, var miklu betur heima setið en af stað farið í sambandi við hið mikilvæga byggðajafnvægismál þjóðarinn !t. Marga heyri ég nú segja: Miklu, miklu heldur engan at- vinnujöfnunarsjóð á borð við þann, sem hér er boðinn, ef þessi böggull þarf að fylgja skammrif- inu, sem eyðileggur áhrif hans og miklu meira en það, ef að líkum lætur. Samningsgallar og reiknispár. Eins og ég hef áður sagt, ætla ég ekki að telja upp þá ágalla Framhald a 14. sfðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.