Tíminn - 30.04.1966, Page 11
LAUGARDAGUR 30. aprfl 1960
50
heimi, alltaf er markaður fyrir bann og oft svartur. Þjófar
eru fegnir ef þeim tekst að klófesta gull, því nóg er af kaup
endum sem reiðubúnir eru til að taka við miklu magni. Þar
að auki kemur gull mjög við sögu í annarri glæpastarfsemi,
svo sem eiturlyfjasölu og vændishúsarekstri, því bófar af
öllu tagi kjósa ætíð helzt greiðslu í gulli.
Gullsmygl er mikið iðkað og hugmyndin við að fela það
á sér engin takmörk sett. Þess eru dæmi að konur gleypi
guil, og til hafa verið bílar með hjólhlífar úr skíra gulli
undir lakkhúðinni. Úr því hafa verið steyptar nálar, það hef-
ur verið hamrað í þynnur og þeim komið fyrir í eða undir
mjaðmabeltum kvenna, gull hefur verið falið í leikföngum
og fiskmögum. Því hefur verið komið fyrir í þar til gerðum
vestum, skósólum og innan undir öðrum málmum, og
oft er þvi komið fyrir innan í tréverki í skipum.
Gullsmygl er eitt af þeim vandamálum, sem Alþjóðalög-
reglan á erfitt með að fást við sökum þess hve löggjöfin
er misjöfn í einstökum löndum. Til að mynda liggur dauða-
refsing við að smygla gulli inn í Pakistan, í Sviss er allt
gull þakksamlega þegið. Þetta torveldar auðvitað rannsókn
afbrota, sem greitt er fyrir með gulli. Oft er skipt á gulli
og eiturlyfjum, en þar sem næstum öll riki reyna að hefta
eiturlyfjaverzlun, láta mörg guUflutningaa fskiptalausa.
Gullsalar græða mest á að selja vöru sína í Asíu, sér í
lagi til Indlands og Pakistan. Þar er gullverðið allt að
tvöfalt hærra en það sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur
sett. Menn geta keypt gullstöng á 250 sterlingspund í lönd-
unum fyrir botni Miðjarðarhafs og selt hana á Indlandi fyrir
600 pund. Af þessum sökum hefur gullsmygl til Indlands
og Pakistan verið langtum meira en til nokkurs annars
lands. Árið 1957 áætluðu ríkisstjórnir þessara landa að tap
þeirra vegna gullsmygls næmi 300 milljónum rúpía, og á
undanförnum árum hafa yfirvöldin gert upptæk af smyglur-
um hundruð kílóa af gulii á ári hverju.
Dæmi um það, hversu mikil fyrirhöfn er á sig lögð og
lagt í mikinn kostnað til að fremja þetta afbrot, er mál
manns nokkurs, sem handtekinn var þegar hann sté út úr
flugvél á flugvellinum í Colombo. Hann bar á sér gull, sem
hann hugðist smygla framhjá tollgæzlunni.
Hann hafði keypt gullið í Beirut, miðstöð gullverzlunar-
innar í löndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni, en yfirboðarar
hans vissu að grunur hvíldi á öllum, sem komu rakleitt
þaðan. Því ákváðu þeir afar krókótta flugleið til að eyða
grun. Maðurinn fór fyrst til Rómar, þaðan til Tokyo og loks
til Colombo. ferðalagið var dýrt, en gullsmygl gefur líka
mikið í aðra hönd, Víða er gullinnflutningur heimill og ýmis
löghlýðin fyrirtæki annast milliríkjaverzlun með gull, en
krókóttar viðskiptaleiðir utan við lög og rétt valda lög-
reglu margra landa miklum erfiðleikum.
Mennirnir, sem stjórna gullsmygli, eru flestir stórríkir
og þurfa hvergi nærri sjálfum gullflutningunum að koma.
Þeir hafa efni á að ráða til þess þjóna, sem þeir launa
vel, en krefjast af fyllstu hollustu í staðinn. Því er það,
að hversu margir smáglæpamenn, sem nást kemur sjaldan
fyrir að stórlaxarnir þurfi að svara til saka.
Beirut er ein af miðstöðvum gullsmyglsins. Plestir smygl-
hringarnir hafa þar erindreka, en hver þeirra stjórnar
hóp smyglara, sem flytur vöruna eftir ýmsum leiðum úr
löndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni til Indlands. Þessir er-
indrekar ráða sendiboða, sem flytja gullið milli byrða í
þar til gerðum vestum. Þeir ganga með hálsbindi og brjóst-
vasaklúta af sérstakri gerð, sem aðrir starfsmenn hringsins
bera kennsl á.
Erindrekarnir eru af mörgum þjóðernum. Sumir koma
frá Englandi, aðrir fá Ameríku. Einn hringur réði eingöngu
Kýpurbúa, því þeir sættu sig við lægri laun en aðrir. Og
sumir hringarnir reyna að bera fé á áhafnir flugvéla á flug-
leiðum til Austur-Asíu.
Á. Indlandi er gull mælt í einingum, sem nefnast tola
og er hver tola sem næst 170 grömm. Það gullmagn kaupir
smyglarinn á hálft fimmta sterlingspund, en selur það aftur
á Indlandi fyrir hálft ellefta pund. Þótt 30% tap sé á
peningaskiptunum, græðir smyglarahöfðinginn vel, og það
þó sendiboðunum séu greidd fimmtíu pund fyrir flutning-
inn á hverju gullkílói.
Smyglleiðirnar eru margar. Sendiboðarnir leggja oft af
stað frá Beirut en taka við gullinu í Hongkong og halda
DANSAÐÁ DRAUMUM
HERMINA BLACK
12
unum er hann að gera hér núna?
SkurSlæknirinn hafði aldrei kom-
ið fyrr en seint um eftirmiðdag-
inn eftir tvo fyrstu daganá eftir
uppskurðinn á Söndru, en nú var
hann hér, kuldalega nákvæmur, og
tók undir kveðju Kens.
Harding læknir muldraði eitt-
hvað ofan í bringu sér og hljóp
niður stigann. Undir öðrum kring-
umstæðum hefði Jill verið skemmt
að sjá hinn glaðværa daðursama
unga lækni svo vandræðalegan,
en hún fann vanþóknunina stafa
frá hr. Carrington, og sagði við
sjálfa sig að það væri slæmt. Hún
hefði drepið Ken. Ef eldri maður-
inn hefði séð hann halda í hönd
hennar, mundi hann halda að hún
hefði verið að nota sér þennan
rólega tíma til að daðra. Fjand-
inn hafi manninn! Hvað i ósköp-
unum var hann að gera hér á
þessum tíma?
— Góðan daginn, systir, sagði
Vere stuttlega. Hann mundi varla
fara að útskýra, að hann hefði
verið i sjúkravitjun í nágrenn-
inu og ákvesið að líta inn á leið-
inni til baka.
— Já, herra, Parik hefði átt
að láta mig vita að þér væruð
komnir. Rödd Jill var jafnari
en hjartsláttur hennar.
— Dyravörðurinn var ekki við
þegar ég kom, svaraði hann. — Ég
kom béint upp. Ef ungfrú St. Just
hefði verið sofandi, hefði ég skil-
ið eftir skilaboð og farið aftur.
— Hún sefur alltaf um eftir-
miðdaginn, sagði Jill. — Ég skil
hana eftir eina í klukkustund —
eins og þér stunguð upp á.
Hann ygldi sig. — Það er ekki
til mikils að láta sjúkling sofa, ef
isímasamband er gefið upp til
hans.
— En það er ekki gefið síma-
samband við neinn af sjúklingun-
um milli klukkan þrjú og hálf
fjögur, sagði Jill.
— Það væri gott, ef einnig
væri komið í veg fyrir að þeir
hringdu sjálfir, sagði hann óþol-
inmóður. — Ég kom að ungfrú
St. Just, þar sem hún var að tala
i símann. Hún hætti að tala þegar
ég kom, en virtist æst og tauga-
óstyrk.
— Ég mun spyrjast fyrir um
það, sagði Jill. — Ef það var
hringt til hennar ...
Hann bandaði hendinni óþolin-
móður. — Ég hef auðsjáanlega
ekki sagt þetta nógu greinilega.
Það var ekki hringt í hana. Ung-
frú St. Just gat ekki sofið og
ákvað að hringja í vin sinn. Ég
sagði henni, að á þessu stigi máls-
ins vildi ég heldur að hún hvfldi
sig á þeim tíma sem til þess væri
ætlaður.
Svo bæði hjúkrunarkona og sjúkl
ingur voru í klípu, hugsaði Jill
með biturri kímni. En það var
dálítið hart, að hjúkrunarkonan,
sem hafði ekki verið til staðar
skyldi vera ásökuð vegna þess,
að sjúklingurinn hafði ákveðið
að óhlýðnast skipunum.
Vere skipti um umræðuefni og
hélt áfram:
— Það verður að taka gipsið af
á morgun. Ég vona að það þurfi
ekki að setja það á aftur. Ég kem
hingað klukkan hálf ellefu.
— Já, herra, sagði Jill rólega.
Það var ekkert merki um spurn
inguna í huga hans í kuldalegu
athugandi tillitinu sem hann sendi
henni. Það var stutt þögn meðan
Jill beið eftir frekari skipunum,
síðan hélt hann ygldur áfram:
— Það er ekki fóturinn, sem ég
bef áhyggjur af, heldur spennfar
taugar sjúklingsins. Það er eins
og hún hafi áhyggjur af einhverju.
Finnið út hvað það er, ef það
er mögulegt, og reynið að róa
hana Verið þér sælar
Hann gaf henni naumast tíma
il að svara og án þess að reyna
1 að hringja á lyftuna hljóp hann
niður sigann.
Jill stóð andartak kyrr þar sem
hamn hafði skilið við hana og beit
i á vörina með hvíum, jöfnum
| tönnunum.
— Yður mun ekki finnast skurð
læknirinn vera ótilhlýðilega erf-
iður. Hafði hann raunverulega
gefið þetta hálfgerða loforð í upp-
hafi alls þessa? Jæja, e.t.v. hafði
hann haldið það að vissu leyti —
svo framarlega sem allt var eins
og bamn áleit að það ætti að vera
En hann gat virkilega verið —
óréttlátasti og erfiðasti maðurinn
í heimi. Samt var þetta í fyrsta
skipti, sem henni fannst hann
vera reglulega óánægður með
hana. Hún velti því fyrir sér,
hvort það hefði verið vegna þess,
að hann hafði haldið að hún væri
að daðra við Ken — eða aðeins
vegna þess, að hann hafði þurft
að ávíta Söndru? Án efa hafði
hann mikinn áhuga á hinum ynd-
islega og fræga sjúklingi sínum
(og þótt Jill reyndi að forðast það
eftir megni, gat hún ekki gert að
sér að spyrja sjálfa sig hvort þessi
áhugi væri eingöngu læknisfræði-
legur.
Þar sem hún hélt til herbergis
ungfrú St. Just fann hún döpur,
að hjartað barðist ótt í brjósti
hennar. Svona, sagði hún hörku-
lega við sjálfa sig, hættu þessu.
Það skiptir þig engu máli lengur
hverri hann hefur áhuga á. — þú
ert búin að komast fyrir þá vit-
leysu.
— En hvað það var auðvelt að
segja það. Og erfitt að trúa þvi
En hún varð að byggja varnar-
garð gagnvart þessum veikleika
sínum og vona. að með tímanum
mundi hann hækka og verða nógu
traustur til að vernda hana.
______________________________11
Á meðan stikaði „erfiði mað-
urinn“ út í bílinn sinn í sínu
versta skapi.
Þessar ungu konur. Maður vissi
aldrei hvar maður hafði þær.
Hann hefði haldið að systir Forst-
er virti virðuleika einkennisbún-
ings sins meira en svo að hún
færi að halda í höndina á karl-
manni þegar hún hafði stundar-
frið — og það einum af starfs-
liðinu (sem einnig ætti að vita bet
ur).
Auðvitað kom honuni ekkert við
hvað hún gerði í frístundum sin-
um. Brúnin á Vere þyngdist. Hún
hafði ekki átt frí í dag. Og —
ó, skrambans, ef stúlka var ást-
fangin, hvernig átti hún mögulega
að geta gefið sig alla að vinnu
sinni? Samt sem áður virtist ein-
mitt þessi stúlka alltaf vera svo
róleg og virðuleg, síðasta mann-
veran, sem hann hefði búizt við
að sjá haldast í hendur við karl
mann. Hann ákvað að ef hann
sæi nokkuð þessu líkt aftur, yrði
hann að tilkynna það.
En, ef farið var eftir staðreynd-
um, var það auðvitað algjört óréH
læti við Jill.
VI. kapítuIL
Þegar hjúkrunarkonan kom irn
í herbergið, lagði Sandra frá sír
blaðið, sem hún hafði verið að
blaða í annars hugar — hugur
hennar var langt frá gljáandi síð-
unum með myndum úr félagslíf-
inu og af leikhús- og kvikmynda-
fólki.
— Ó, Systir, heilsaði hún. — Hr,
Carrington kom —
— Ég veit, sagði Jill. — Ég
mætti honum á stigapallinum.
Var hann ennþá i vondu
skapi. Ég óskaði þess, að þú vaerir
hér til að vernda mig. Sandra
brosti — en það var aðeins skuggi
af geislandi óþægðarbrosunum,
sem Jill hafði vanizt. — Var hann
mjög grimmur? spurði hún.
— Hann var reiðiír. Hann glefs-
aði í mig.
Sandra líktist stundum óþægu,
en þó fallegu barrii og Jil) gat
ekki annað en brosað, þó hún
væri gröm. — Þú ættir ekki að
vera að hringja um allt þ>íi'- þú
átt að vera að hvíla þig, sagði hún.
— Hann hefur verið að fe iga
mig.
— Auðvitað.
Sandra yppti fallegum öxlunum
óþolinmóðlega undir silkinátt-
kjólnum.
— Ég gat ekki sofið og mér
leiddist. Mér datt skyndilega i hug,
að mig langaði að hringja f mann
í London. Hvað er athugavert við
ÚTVARPIÐ
Laugardagur 30- april
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há-
degisútvarp 13.00 Óskaiög
sjúklinga Kristin Anna Þórar
insdóttir kynnir lögin. 14.30 f
vikulokin,
þáttur undir
stjórn Jónas
ar Jónasonar. 16.00 Á nótum
æskunnar Jón Þór Hannesson
og Pétur Steingrímsson kynna '
létt lög 16.30 Veðurfregnir Umi
ferðarmál. Þetta vil ég heyra.
Þórunn Egilson velur sér hljóm
plötur. 17.35 Tómstundaþattur
barna og unglinga. Jón Pálsson
flytur 18.00 Söngvar í lettura
tón. 18-45 Tilkynningar 18 2Ö
Veðurfregnir 19.30 Fréttir 20.
00 „Flöskuskeyti" smásaga eft
ir Jóhannes Steinsson. Gisli
Halldórsson teikari .es. ‘20.30
„Fagrar heyrði ég raddirnar“
Brfet Héðinsdóttir og EgiU
Jónsson kynna sigild lög. 21.43
Leikrit: „Afmæli i kirkjugarS
inum“ eftir Jökul Jakobsson.
Leikstjóri: Helgi Skúlason 2Z
00 Fréttir og veðurtregmr 28.
19 Danslög. 24.00 Dagskrártok,