Alþýðublaðið - 30.01.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.01.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ f st nú í Qljiðf erah&sinn. Nýkomið: Kartöflur. Kartöflumjöl. Hrfsmjöl. Haframjöl. Baunir. Hænsabygg. Hænsamais. Sagó. Rúsfnur. Sveskjur. Palmín. Kaffi Kaffibætir o. m fl. HarðfisKur, steinbitur og riklingur altaf iyrirliggjandi. Kaupfélagið, Símar 788 og 1086. Tilkynning. ! r í fyrradag var opauð mjólkutbúð á Laugrveg 49 Þar verður selt írá Mjólkurfélagi Reykjavfkur nýmjólk gerilsneydd og ógerilsneydd, und- anrenna, skyr og rjómi. Ógerilsneydda nýmjólkin er frá Rauðará og fleiri góðum heimilum hér i bænum. Mjólkurfél. Reykjavikur. Lí kkistu vinnustof an i Lnugaveg 11 annast jarðarfarir að öiiu leyti fyrir lægra verð en þekst hefir undanfarið. Helgi Helgason. — Simi 93. Vlðgeróir á priœusum, blikk og emailleruðum áhöldnm eru bezt af hendi leystar á Bergstaða stræti 8. — Guðjón Þorbergsson. Stúlku vantar að Vífilsstöðum nú þegar. — Upplýsiogar hji yfirhjúkrunarkonunni Muulðl að altaf er brzt og ódýrast gert við gúmmístígvél og annan gúmmfskófatnað- einnig fæst ódýrt gúmmiiím á Gúmrní- vinnustofu Rvíkur, Laugaveg 76 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólajur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. Edgar Rice Burroughs: Tarzan. Stundum heyrðu þau ávæning af rifrildi og áflogum milli hásetanna, og tvisvar rufu skot kyrðina. En Svarti Mikael var maður til að vera foringi þessara mann- hraka og hélt þeim í skefjum með harðri hendi. Fimta daginn eftir að yfirmennimir voru myrtir, sást land 1 fjarlægð. Ekki vissi Svarti Mikael hvort það var heldur eyja eða meginland, en hann tilkynti Clayton það, að ef land þetta væri byggilegt, yrðu þau hjónin sett þar á land, og allur farangur þeirra. „Ykkur getur liðið þar vél í nokkra mánuði," mælti hann, „og að þeim tfma liðnum getum við hafa náð til bygða og dreyft okkur dálítið. Eg skal svo sjá um, að stjórnin fái að vita hvar þið eruð niður komin, og þá verður ekki langt þangað til hún lætur herskip sækja ykkur. Það gæti kannske hepnast, en það mundi óþægilegt, að setja ykkur í land meðal siðaðra manna, án þess við yrðum fyrir spurningum, sem gætu komið okkur illa að svara greiðlega.“ Clayton vitnaði til þess, hve ómannúðlegt það væri, að skilja þau eftir á eyðiströnd, langt frá vinum, og ofurselja þau villidýrum eða enn þá hættulegri verum: villimönnum. En orð hans voru árangurslaus, og æstu Svarta Mik- ael að eins upp, svo hann varð að fletta við blaðinu og gera hið bezta úr öllu saman. Um klukkan þrjú, seinni hluta dagsins, komu þau upp undir fagra strönd, skógi vaxna, og beint fram undan var ágæt, lítil höfn. Svarti Mikael lét skjóta át báti, og sendi hann fullan af mönnum til þess, að kanna hafnarmynnið, og grensl- .ast um, hvort Fuwalda gæti flotið xnn á höfnina. Eftir á að giska klukkustund snéru þeir aftur, og sögðu að bæði innsiglmgin og höfnin væru nægilega djúp. Fyrir myrkur lá skipið við festar á miðri höfninni sem var spegilslétt og hin öruggasta. Strendurnar voru grónar hálfgerðum hitabeltisgróðri en upp frá þeim hækkaði landið og var þvl nær und- antekningarlaust vaxið frumskógum. Engin merki mannabygða sáust, en auðséð var á fugla- gnægðinni og dýralífinu, sem brá fyrir augu þeirra er á Fuwalda voru, að menn gátu hafst þarna við, án þess að líða skort, og ekki síður vegna þess, að dálítil á rann til sjáfar fyrir miðri höfninni. Þegar húmið huldi jörðina, stóðu þau Clayton og kona hans enn um stund víð öldustokkinn og horfðu þegjandi til, þess lands, er verða átti framtíðarheimili þeirra. Ut úr myrkri frumskógarins kváðu við köll villidýra — öskur ljónsins, og við og við gjallandi vein pardusdýrsins. Konan hjúfraði sig skelfd upp að bónda sínum. Henni hraus hugur við því, sem beið þeirra, þegar þau alein væru skilin eftir á þessari óþektu og einverulegu strönd, og áttu að verjast ásælni þessara óargadýra. Seinna um kvöldið kom Svarti Mikael og sagði þeim að vera tilbúin snemma næsta morgun. Þau reyndu að telja hann á, að flytja sig til álitlegri staðar, svo nærri menningunni, að þau gætu búist við a8 koraast til vin- veittra manna. En engar bænir, hótanir eða loforð, gátu hrært hann. „Eg er eini maðurinn hér, sem ekki vildi heldur sjá ykkur bæði dauð, og þó eg viti, að þetta sé eina leiðin til þess að við ekki verðum drepnir, þá er Svarti Mikael ekki sá maður, að hann gleymi því, sem honum hefir verið vel gert. Þú bjargsðir lífi mínu einu sinni, og nú endurgeld eg ykkur það með því að bjarga ykkur; meira get eg ekki. "j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.