Tíminn - 06.05.1966, Page 5

Tíminn - 06.05.1966, Page 5
FÖSTUDAGUR 6. maí 19G6 TIMINN É$É®» Otgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrú) ritstjórnar Tómas Karlsson Aug lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstl.skrifstofur 1 Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr 95.00 á mán tnnanlands - í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.i f Dýrtíðarþing Alþingi hefur lokið störfum að þessu sinni. Tvennt tnun vekja mesta athygli í sambandi við störf þess. Ann- að er uppgjöf hennar í dýrtíðarmálunum, en hitt er ál- samningurinn. Ýmsir vænta þess, að nokkur breyting myndi verða í fjárstjórn ríkisins við brottför Gunnars Thoroddsens. Raunin hefur orðið allt önnur. Fyrsta fjárlagaafgreiðsl- an undir forustu eftirmanns hans einkenndist af hækk- un margvíslegra skatta. Benzínskattur var hækkaður, fíisteignaskattur var margfaldaður, rafmagnsverð var stórhæk'kað o.s.frv. Samanlagt skipta þessar skattahækk- anir hundruðum milljóna króna og hækkuðu framfærslu- vísitöluna um mörg stig. Þetta þótti þó ekki nóg, heldur voru niðurborganir á vöruverði lækkaðar um 90—100 millj. kr. og verð á fiski og smjörlíki hækkað tilsvar- andi. Þetta mun hækka vísitöluna um mörg stig. Af .öllu þessu atferli ríkisstjórnarinnar hlýzt stórfelld dýr- tíðaraukning, sem mun leiða til kauphækkana, þær aft- ur til verðhæk'kana og þannig koll af kolli. Þannig hef- ur ríkisstjórnin ekki aðeins gefizt upp á hinu nýlokna þingi við allt viðnám gegn dýrtíðinni, heldur haft for- ustu um stórfellda aukningu hennar. Ofan á alla þá verðbólgu, sem fyrir er, ætlar hún svo að bæta stórfram- kvæmdum í Hvalfirði og Straumsvík. Annað er þvi ekki fyrirsjáanlegt en að verðbólgan magnist um allan helm- ing næstu missirin. Hið nýlokna þing verður þannig mesta dýrtíðar- og verðbólguþing í sögunni. Hvergi í Vestur-Evrópu eða Norður-Ameríku er að finna ríkisstjórn, sem er neitt lík íslenzku ríkisstjórninni í þessum efnum. I öllum þessum löndum telja ríkis- stjórnirnar það aðalhlutverk sitt að hamla gegn verð- bólgu og dýrtíð. Hér hefur ríkisstjórnin ekki aðeins gefizt upp við þetta verkefni, heldur gerzt sjálf mesti dýrtíðarvaldurinn. Við þessa uppgjöf hennar bætist svo álsamningurinn, þar sem ríkisstjórnin fellst á, að við sættum okkur við, að Norðmönnum sé borgað 28% meira fyrir raforkuna, og göngumst jafnframt undir það, sem engin stjórn í Vestur-Evrópu hefur áður gert þ.e. að fyrirtæki, sem starfar í landinu, skuli undanþegið íslenzkri lögsögu hvenær sem því þóknast.. Hvort tveggja sýnir, hve háska- legt það er að hafa slíka undanhaldsstjórn við völd. Sjálfsagt er að geta þess, að ýmis gagnleg mál hafa ver- ið afgreidd frá hinu nýlokna þingi. En þau hverfa í skuggann fyrir dýrtíðinni og álsamningnum. Þau um- mæli Ólafs Thors eiga betur við í dag en nokkru sinni fyrr, að allt er unnið fyrir gýg, ef ekki tekst að hafa taumhald á verðbólgunni. Glæsilegur fundur Kjósendafund B-listans, sem haldinn var í Súlnasaln- um í Bændahöllinni í fyrrakvöld sóttu milli 700 og 800 manns. Hann er langstærsti fundurinn, sem hefur ver- ið haldinn í kosningabaráttunni í Reykjavík að þessu sinni. Hann sannar það ótvírætt, sem raunar er almenn skoðun í borginni, að straumurinn liggur til Fram- sóknarflokksins. En fundurinn var ekki aðeins fjölmennur. Hann sýndi, að B-listinn hefur einvalaliði á að skipa, en þarna töluðu sjö efstu menn listans. Nú er að halda vel áfram sókn- inni, sem var hafin með þessum stórglæsilega fundi. ERLENT YFIRLIT Kenndey gegn Humphrey 1972? Miklar bollaleggingar um það í amerískum blöðum ÞAÐ HEFUR vakið mikla athygli bæði í Bandankjunum og utan þeirra, að Humphrey varaforseti hefur gengið fram fyrir skjöidu, og varið stefnu Bandaríkjamanna í Suður-Viet nam enn ákafar en Johnson forseti sjálfur. Þetta hefur orð ið til þess, að hinn frjáislyndi armur deimokrata, sem nefur litið á Humphrey sem einn helzta talsmann sinn, er að snúa við honum baki. Vafa- samt er talið, að hinn frjáls lyndi armur demokrata myndi veita honum stuðning, ef hann þyrfti á að halda. Frjálsiyndir demokratar skipa sér hinsvegar alltaf meira og meira um Robert Kennedy öldungadeildarmann, sem þeir litu áður á með nokkurri tor- tryggni. Ástæðan er sú, að hann hefur gerzt höfuðgagn- rýnandi stefnu Bandaríkja- stjórnar í Vietnam. Að vísu fer Keninedy hér að með meiri gát en sumir þeirra, sem hæst tala, og hann hefur gætt þess að lenda ekki í beinni andstöðu við Johnson forseta. Orðum hans er hinsvegar veitt mest athygli af orðum 'þeirra, sem gagnrýna stjórnina. Þes'svegna skipa hinir frjálslyndu damo kratar sér nú meira og rneira undir merki hans. f þeirra hópi er ekki aðeins að finna þá iemó krata, sem fastast stóðu með Kennedy forseta, heidur einnig þá demókrata, sem litu á Stev enson sem talsimann sinn. Ro- bert Kennedy hefur tekizt á vissan hátt að fylla sæti þeirra beggja, a. m. k. eins og nú standa sakir. ALLLENGI hefur verið rætt um, að þeir Humphrey og Kennedy muhi keppa um að verða forsetaefni demokrata 1972. Víst þykir, ef Johnson heldur heilsu, að hann muni aftur verða forsetaefni flokks ins 1968 og að hann sé líklegur til að verða endurkosinn. Það þykir einnig víst, að hann muni leggja áherzlu á, ,ð Humphrey verði áfram vara- forseti. Það þykir heldur ekki líklegt, að Kennedy muni keppa við Humphrey um varaforseta sætið. Hann muni heldur kjósa að vera frjáls og óháður og KENNEDY undirbúa framboð sitt 1972. Fyrir nokkrum mánuðum síð fór fram skoðanakönnun á því, hvorn þeirra Humphreys og Kennedys demokratar myndu heldur kjósa sem forsetaefni sitt 1972, miðað við álit þeirra í dag. Úrslitin urðu þau, að miklu fleiri studdu Kennedy og töldu hann miklu sigurvæn legri. Hann reyndist bæði þekktari og í meira áliti. Talið er, að þetta hafi komið þeim Johnson og Humphrey mjög á óvart. Hinsvegar staðfesti það hina gömlu reynslu, að leiðin í forsetastólinn hefur sjaldan legið um varaforsetaembættið, nema forsetinn hafi dáið. Vara forsetinn hefur langoftast horfið í skugga forsetans og gleymzt á þann hátt. NOKKUÐ ER það, a« eft.ir að þessi úrslit voru kunn, hefur Johnson teflt Humphrey miklu meira fram en áður, m. a. sent 'hann til Vietnam, og síðan gert hann að aðaltalsmanni sín um í Vietnammálinu. Þannig hefur borið mikið á Humphrey. HUMPHREY En það virðist ekki hafa bætt aðstöðu hans. Frjálslyndir demokratar hafa gerzt tor- tryggnir í garð hans, en ílialds samir demókratar láta sér fátt um finnast. Sumir þeirra hafa að vísu fagnað honum eins og glötuðum syni. Meðal óháðra kjósenda hefuf Humjphrey varla bætt aðstöðu sína með því að koma eins mikið fram og hame gerir. James Reston bendii*-«ýiega á, að Humphrey hætti tH að tala of mikið og of lengi og þreyta hlustendur sína. Hann er öllum hraðmælskari og hann á yfirleitt svör við öllum spumingum. Hins vegar hættir honum mjög til endtrr teikninga. Reston segir, að fyrstu svör Humphrey eða fyrsti hluti ræðu hans sé alltaf skýr ,en svo fari hann að endurtaka sig og þynna út efnið og geti helzt aldrei endað. Mælsika Humphreys er svo mik il, að hann hefur enn ekki lært þá liist að stöðva sig. Kennedy er miklu minni mælskumaður en Humphrey og ekki eins fljótur í svorum. Hann flytur aldrei langar ræð ur, en skýrar, og svör eru oft- ast stutt, en glögg. Hann vinnur því ekki síður tiltrú en Humph rey. ÞÓTT mörgum þyki eins og Humphrey hafi s'kipt um Skpð un, hedur ernginn því fram, að honum gangi til tækifæris- stefna. Humphrey er reyndur að því að halda fram skoðun sinni þótt hún sé allt annað en vinsæl í það og það skipt ið. Til lengdar hefur honum gefist þetta vel. Sennilega treystir hann á, að svo muni enn reynast. Að þessu leyti ma hinsvegar telja Kennedy jafn ingja hans. Kennedy hefur þeg ar sýnt, að hann er ekkert rag ur við að halda fram umdeild um skoðunum. Slíkt er engan veginn óvænlegt til kjörfylgis í Bandaríkjunum, ef það err talið gert af einlægni. Þ. p.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.