Tíminn - 06.05.1966, Blaðsíða 8
8
ÞINGFRÉTTIR
TÍMINN
ÞINGFRÉUIR
FÖSTUDAGUR 6. maí 1966
Hvaða tæki henta bezt til
þungaflutninga í snjó?
Hjörtur Eldjárn Þóarinsson
flutti á Alþingi tillögu tii þings-
ályktunar um að Vegagerð ríkis-
ins láti svo fljótt sem unnt sé
fara fram ýtarlegar rannsóknir og
tilraunir í því skyni að leiða í
ijós, hvers konar tæki og tækni
henti bezt til þungaflutninga hér
á landi, þegar fannalög og óstöð-
ug vetrarvertíð geri venjuleg sam
göngutæki óvirk.
Tillaga þessi komst ekki til um-
ræðu á þinginu, en hér fer á eftir
greinargerð sú, sem þessari til-
lögu Hjartar fylgdi:
Eitt af einkennum nútíma þjóð-
félags er vaxandi þörf á greiðum
og öruggum samgöngum. Þess
vegna er uppbygging og viðhald
samgöngukerfis eitt af meginvið-
fangsefnum allra þjóða, sem eru
á framfarabraut.
Verkefni þetta er ákaflega mis-
erfitt, ekki sízt uppbygging land-
vegakerfis, og fer það einkum eft-
ir náttúrufari og þéttbýli hinna
ýmsu landa.
Hér á landi er það fremur síð-
ara atriðið, strjálbýlið, sem því
veldur, að landsamgöngukerfið er
þjóðinni dýrt. Þó er nú svo komið.
að þjóðvegakerfið tengir saman
að heita má allar byggðir landsins.
Að vísu er það viðast af vanefnum
gert og stendur til bóta. Vand-
ræðalaust má það þó kallast undir
•'illum venjulegum kringumstæð-
lum .
• En út af því bregður þó, þegar
snjó kingir niður í vetrarhríðum.
Þá getur svo farið og ber raunar
við nálega á hverjum vetri, að
heil héruð og landshlutar missa
að einhverju eða öllu leyti not
af vegakerfi sínu um lengri eða
skemmri tíma, jafnvel mánuðum
saman. Þá stöðvast öll samgöngu-
tæki, sem á hjólum ganga, en
þau, sem ganga á beltum, eru ým-
ist svo veigalítil, að þau ráða eng-
an veginn við þungaflutninga, eða
þau eru svo hæggeng, að ógerlegt
er að notast við þau á iengri leið-
um.
Stórvirk tæki til að ryðja snjó
af vegum eru til og víðast fyrir
hendi, en þau stoða lítið í óstöð-
ugri veðráttu, þegar jafnvel lítils
háttar stormur getur á nokkrum
klukkustundum gert að engu
margra daga verk öflugustu vinnu
véla.
Af þessum sökum skapast oft
þvílikt öngþveiti í samgöngumál-
um heilla landshluta, að neyðar-
ástand má kalla, sem veldur ein-
staklingum lítt yfirstíganlegum
erfiðleikum og sveitarfélögum og
ríki feikilegum útgjöldum. Það er
því að vonum, að menn velti þessu
vandamáli fyrir sér og leiti svars
við spurningum svo sem þessum:
Hvaða tæki koma helzt til greina,
sem komizt geta leiðar sinnar með
viðunandi burðar- eða dráttargetu
og viðunandi hraða þrátt fyrir
fannfergi og erfitt tíðarfar?
Hvernig ber helzt að beita þeim
tækjum, gamalkunnum eða nýjum,
sem við kunnum að hafa yfir að
ráða í viðureigninni við snjó og
storm, þannig að árangurinn verði
sem beztur? Ýmislegt hefur verið
reynt í þessu sambandi af ein
stökum mönnum víða á landinu
og sitt hvað athyglisvert komið
í Ijós. En öll slik „tilraunastarf-
semi“ hefur verið óskipulögð og
af vanefnum gerð, og víst er það,
að meginvandamálið er enn óleyst,
þ.e. hvernig unnt er að flytja
þungavöru um kaffennta vegi
með þolanlegum hraða og með
hóflegum kostnaði.
f öllum löndum kringum Norð-
ur-íshafið er glímt við þetta sama
vandamál og verið til miklu fé.
Einkum mun það þó gert á vegum
þeirra stofnana, sem vinna að
varnarmálum þessara landa, fyrst
og fremst á vegum landhersins.
Það er skoðun flutningsmanns
þessarar þingsályktunartillögu, að
nauðsynlegt sé og aðkallandi, að
íslenzka ríkið beiti sér einnig fyr-
ir leit að lausn þessa vandamáls.
Eðlilegt virðist, að Vegagerð rík-
isins verði falið þetta verkefni hér.
Gera má ráð fyrir, að nokkru fé
þurfi að eyða í þessu skyni. f það
má þó ekki horfa, þar sem hér
er um meiri háttar vandamál að
ræða, sem árlega gleypir gífurleg-
ar fjárhæðir einstaklinga og opin-
berra aðila.
Má telja mjög liklegt, að skipu-
lagðar rannsóknir og tilraunir í
þessu efni geti fljótlega gefið nið-
urstöður, sem komið geti í veg
fyrir margs konar mistök, mis-
beitingu tækja og tímabæran
snjómokstur á vegum og sparað
með því þjóðinni stórfé.
Verðbólgan versti óvinur bænda
Er frumvarpið um að tryggja
starfshæfni 6 manna nefndar til
ákvörðunar búvöruverðinu var til
umræðu í neðri deild 2. maí s.l.
kom til nokkurra orðakasta milli
viðskiptamálaráðherra, Gylfa Þ.
Gíslasonar og Gunnars Guðbjarts-
sonar, formanns Stéttarsambands
bænda um framleiðni í landbún-
aði. Fara hér á eftir meginatrið-
in úr ræðu Gunnars Guðbjartsson-
ar:
Viðskiptamálaráðherra ræddi
hér um hagkvæmni atvinnuveg-
anna, fra-mleiðni þeirra og sam-
keppnisaðstöðu. Komst hann að
þeirri niðurstöðu, að landbúnað-
urinn einn atvinnuveganna væri
ekki samkeppishæfur á erlendum
markaði, að hann sýndi of litla
framleiðni.
Ekki skýrði hann orsakir fyrir
þessu, þó gat hann þess, að geysi
mikil aukning hefði orðið í afla-
brögðum í sjávarútveginum og
samhliða því hefði útflutnings-
verð sjávarafurðanna stórhækkað.
Rétt er það, að aflabrögð í sjáv-
arútvegi hafa stóraukizt, en þó
hefði það dugað sjávarútveginum
skammt, ef ekki hefði komið til
sú feikna mikla verðhækkun, sem
orðið hefur á framleiðsluvörum
hans. Sú vei-ðhækkun hefur ennþá
fleytt útgerðinni og bjargað henni
frá strandi, en engin trygging er
fyrir að slíkt haldi sífellt áfram.
Ég held að mikið af iðnaðinum
eigi nú í vök að verjast vegna
verðbólgunnar. Aldrei er spurt um
hagkvæmni í verzlun, viðskiptum
og þjónustustarfsemi, þessir aðil-
ar velta af sér kostnaðinum út í
verðlagið og kynda undir dýrtiðar-
bálinu. Landbúnaðurinn hefur auk
ið afköst sín mjög mikið á undan-
förnum árum. Það er rétt að af-
staða hans til samkeppni erlendis
hefur þrátt fyrir það stórversnað,
því þar hefur verðlag landbúnað-
arvara ekki hækkað, en fram-
leiðslukostnaður innanlands stór-
hækkað. Og hvers vegna hefur
verðið ekki hækkað erlendis? Af
því að það er ekki eðlileg eða
frjáls verðmyndun meðal ná-
grannaþjóða okkar á landbúnað-
arvörum. Þær greiða landbúnað-1
inum mikinn hluta verðsins í bein-
um og óbeinum styrkjum.
T.d. fengu brezkir bændur 74%
af nettótekjum sínum frá brezka
ríkinu árið 1964. Norskir bændur
fengu þannig 50% af nettótekj-
um sínum, en íslenzkir bændur
fengu aðeins tæp 40% af nettó-
tekjum sínum á þann veg og þá
eru útflutningsbætur meðtaldar.
Bretar greiða sínum bændum
háa stofnstyrki til ræktunar og
húsabóta, þeir greiða niður verð
rekstrarvaranna, svo sem áburðar
og fóðurbætis, þeir greiða fram-
leiðslustyrki pr. grip og svo greiða
þeir uppbætur á afurðaverðið.
Svipað er þessu farið meðal
annarra nágrannaþjóða okkar.
Hefur þá verðlag íslenzkra land-
búnaðarvara hækkað meira en
annað verðlag, t.d. kaupgjald á
undanförnum árum?
Nefndin, sem undirbjó þetta
frumvarp lét athuga það.
Mjólkurverð til bænda í verð-
lagsgrundvelli hefur hækkað síðan
1943 um 633.9% miðað við sept.
— des. s.l.
En tímakaup verkamanna á
sama tíma:
almennur taxti 725.3%
ifiskvinna 742.5%
(hafnarvinna 781.1%
Með öðrum oröum hefur tíma-
kaup verkamanna hækkað rúmlega
100 stigum meira á s.l. 23 árum.
Kjöt hefur hækkað svipað og al-
mennur taxti verkamannakaups.
Þetta þýðir, að allar kjarabæifur
i landbúnaðinum eru fengnar með
aukinni framleiðslu og hagræð-
ingu í landbúnaðinum sjálfum og
auk þess h efur landbúnaðurinn
skilað til þjóðarbúsins lækkuðu
mjólkurverði í samanburði við
kaupgjald verkamanna.
Því skal ekki neitað að erfitt
er að flytja út vinnsluvörur úr
mjólk, enda er verðlagningu hag-
að með öðrum hætti á þessum
vörum meðal nágrannaþjóða okk-
ar en hér. M.a. eru vinnsluvörur
víða seldar á raunverulegu niður-
greiðsluverði, en það er ekki hér.
Landbúnaðurinn á í erfiðleik-
um með þennan útflutning eins og
sakir standa, en bað er ekki af
því að framleiðni sé lítil í land-
búnaðinum, heldur vegna verð-
bólgunnar, sem hefur magnazt síð-
ustu 5—6 árin meira en nokkru
sinni áður. Árið 1960 þurfti land-
búnaðurinn lítið sem ekkert að
nota útflutningsbætur, þó að nú
séu þær orðnar allmiklar og full-
nægi ekki þörfinni til að bæta all-
an útflutninginn í innanlandsverð.
Þar til kemur hin mikla og sí-
vaxandi verðbólga. Eg hefði nú
vænzt þess, að úr því að hv. við-
skiptamálaráðherra fór að ræða
vandamál landbúnaðarins að þá
benti hann á einhver úrræði til
stöðvunar verðbólgunnar. Þar ligg-
ur megiii vandinn, höfuðvandamál
allra okkar atvinnuvega. Það kann
svo að fara fyrr en varir að aðrir
atvinnuvegir, þar á meðal sjávar-
útvegurinn fái að kenna harka-
lega á dýrtíðarbálinu. Sam-
tök bændanna hafa fullan skiln-
ing á því að hagræða framleiðsl-
unni eftir markaðsaðstæðum bæði
heima og erlendis, en það er til of
mikils mælzt að ætlast til að
bændastéttin skeri niður fram-
leiðslu sína í þjónustu verðbólgu-
stefnu ríkisstjórnarinnar.
Ég vænti þess, að þetta frum-
varp, ef að lögum verður, tryggi
betur en hingað til, að bændur
hafi sambærilegar tekjur við aðr-
ar stéttir, auk þess sem það skap-
ar aukna möguleika til að hafa
stjóm á framleiðslunni og eykur
möguleika fyrir verðjöfnun milli
framleiðenda. Ég vænti því þess,
að hv. deild samþykki frv.
MINNING
Guðni Sævar Guðmundsson
Hala
Á gleðinnar stund gleymist oft
hvað skammt er milli lífs og hels
og hvað dauðinn er okkur þá fjar-
lægur. En oft er hann nær en
margur hyggur. Líklega hefur fáa
grunað, í þeim hópi, sem var sam-
ankominn f félagsheimilinu Ás-
garður, í febrúar s.l. til leiks og
lærdóms, að einn af þeim yngstu
gengi þar sín síðustu spor og vera
liðið lík nokkrum vikum síðar, fá-
um klukkustundum eftir að sami
hópur var að kveðja sinn ágæta
leiðbeinanda. Þannig er okkar
lífsins ganga, að enginn veit liver
næst fellur. Guðni Sævar Guð-
mundsson var fæddur í Reykjavík
27. des. 1942 og var því aðeins
23 ára, þegar hann dó.
Foreldrar hans voru þau Guð-
rún Magnúsdóttir, Ólafssonar frá
Króki í Ásahreppi og Guðmund-
ur Guðjónsson Einarssonar frá
Rifshalakoti í sömu sveit.
Þegar Sævar var 6 ára gamal)
tóku þau hjónirn Guðrún Jóns-
dóttir og Karl Ólafsson, Hala í
Djúparhreppi hann í fóstur og
átti hann heimili þar til dauða-
dags. Naut Sævar bar mikillar ást-
úðar og umhyggju, svo að engir
fore.ldrar hefðu þar betur gert,
enda meðhöndlaður eins og einn
af systkinahópnum. Er hans líka
sárt saknað af hinum öldruðu fást
urforeldrum og börnum þeirra sak
ir tryggðar hans, Ijúfmennsku og
samvizkusemi, sem 'aldrei brást,
enda einstaklega dagsfarsprúður
og umgengisgóður. Vann hann því
á heimilinu alla tíð eftir því sem
kraftar leyfðu, en hann var aldrei
heilsusterkur, og kærði sig ekki
um breytingu, enda vissi hann að
hvergi færi betur um hann, en þar
sem hann var.
Þegar Sævar liafði aldur til gekk
hann í u.m.f. Ásahrepps og starf-
aði þar æ síðar. Þar átti hann
sínar fyrstu gleðistundir utan síns
heimilis og þær einu, því hann
var hlédrægör og ekki gefinn fyr-
ir margmenni. Sótti hann því lít-
ið þessar opinberu samkomur, sem
nú tíðkast, enda ekki að hans
skapi. Sævari þótti gaman að
skemmta sér í mátulega fjölmenn
um hópi, unni söng og naut sín
vel í ferðalögum félaga sinna. Allt-
af reiðubúinn að rétta fram hönd,
ef með þurfti, bæði fyrir félag
sitt og samferðamenn og til fyr-
irmyndar hvað alla reglusemi
snertir. Hafi hann þökk fyrir allt
sem hann var félaginu sínu, því
styrkur hvers félagsskapar byggist
á fórnfúsum einstaklingum. Sæv-
ar veiktist snögglega 25. febrúar
af hættulegum sjúkdómi, sem
leiddi hann til dauða 5. apríl sl.
Var hann jarðsunginn að Kálf-
holti 12. s.m. að viðstöddu fjöl-
menni. Með Sævari er genginn
góður drengur og mætti minning
hans verða okkur sem eftir lifum
hvatning til meiri og betri starfa
fyrir einstaklinga og félagasamtök.
U.mTélagL