Tíminn - 06.05.1966, Side 9

Tíminn - 06.05.1966, Side 9
Ármann Magnússon Við hittum að máli Ármann Magnússon leigubílstjóra á Hreyfli, en hann hefur ekið þar í um 20 ár og tekið mikinn þátt í félags- málum sinnar stéttar. — Mér er að vísu heldur illa ■við blaðamenn, segir Ármann í upphafi, — en ég get samt reynt að svara fáeinum spumingum að þessu sinni. — Hreyfill er stærsta bifreiða- stöð borgarinnar, er ekki svo? — Jú, bílstjóramir þar eru 330—340 núna. Við reynum að veita sem bezta þjónustu og höf- um opið allan sólarhringinn. Með vinnutímann emm við nokkuð sjálfráðir, sumir aka meira á nótt- unni og aðrir á daginn, en þegar mest er um að vera, reynum við að vera sem flestir við. Það er helzt, þagar veður er slæimt og sérstaklega á föstudags- og laug- ardagskvöldum. Það er nú meira um að unga fólkið horfi ekki í að taka leigubíl, en líka höfum við mjög mikil viðskipti við ferða- fólk, sem er að leið á milli sam- göngumiðstöðva, t.d. á leið út á flugvöll eða á nýju umferðarmið- stöðina. — Hefur nú ekki ýmislegt breytzt á þeim 20 árum, sem lið- in eru síðan þú hófst störf þín í þessari stétt, Ármann? — Jú, það má segja, að þetta sé gjörólíkt núna. Sennilega er fólk bæði kurteisara og tillitsam- ara heldur en áður var. T.d. er mjög lítið um það nú orðið, að fólk hafi ekki gjaldið tilbúið að ferð lokinni, en það var all al- gengt áður fyrr. Yfirleitt get ég sagt, að ég kunni mjög vel við starfið, segir Ármann. — Er mikið um fjölgun í stétt ykkar leigubflstjóra núna? — Nei. Eins og stendur er fjölg un í stéttinni takmörkuð með lög- um frá Alþingi. Reiknað er með að um það bil 150 íbúar skuli vera á leigubíl, og þá er miðað við félagssvæði Frama, sem nær yfir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog. Bílstjórar eru núna fleiri en sem þessu nemur, en það smá breytist þessi árin og verður fljótlega komið í það horf, sem fyrr greindi. — Þurfið þið ekki að sýna ein- hverja kunnáttu í að rata um borg- ina áður en þið eruð teknir upp í stétt leigubílstjóra? — Nei, svo er ekki. Hins vegar eru tilvonandi leigubílstjórar yfir- leitt kunnugir áður, því að þeir eru þá búnir að aka um skeið að jafnaði. — Þú hefur haft talsverð af- skipti af félagsmálum bílstjóra, er ekki svo? — Jú. Ég hef tekið talsverðan þátt í félagsmálum í stéttarfélagi mínu, Bílstjórafélaginu Frama, og setið þar í stjórn um skeið. Nú starfa ég í nefnd, sem sér um úthlutun atvinnuleyfa, það er þriggja manna nefnd og þar er ég fulltrúi stéttarfélagsins. — Er ekki nokkuð um pólitíska baráttu í félaginu? — í samtoandi við félagsimálin kemst maður ekki hjá því að kom- ast í snertingu við stjórnmál. Raunar finnst mér, að stjórnmálin grípi oft full mikið inn í malefni stéttarfélaganna, sem oft verður neikvætt fyrir félagsheildina. Að vísu má segja, að þegar út í starf í félaginu komi vinni menn það oftast án tillits til stjórnmála, þótt þeir hafi verið kosnir í pólitísk- um kosningum. Og að lokum, Ármann, hver hef- ur verið afstaða þín til íslenzkra stjórnmála? — Ég hef skipað mér í sveit með Framsóknarmönnum, enda er ég ættaður austan úr Rangárvalla- sýslu og af bændafólki kominn. Ég hef kynnzt stórnmálastefnum allra flokka, en fallið bezt við stefnu Framsóknarflokksins. Ég tel, að hann sé öfgalaus og um- burðarlyndur flokkur, og þar að aúki er hann stærsti vinstri flokk urinn. Vinstri sinnað fólk ætti að mín- um dómi að reyna að standa sam- an í einum flokki. Spá mín er líka sú, að ekki sé langt undan að hér komist á fót 2ja flokka kerfi. Fólk, sem er til vinstri, sér að í framtíðinni er ekki hyggilegt fyrir það að standa dreift í mörg- um flokkum. Þetta er fólk, sem flest vinnur að sömu stefnumál- um, þegar allt kemur til alls, enda þótt leiðir virðist skilja í bili að hinu sameiginlega marki. Marvin Hatlmundsson Marvin Hallmundsson trésiniður hefur verkstæði sitt að Laugalæk S Við hittum hann að máli og fá- um að leggja fyrir hann nokkrar spurningar. — Hvað ert þú að smíða núna, Marvin? — Ég er að smíða endhúsinn- réttingar. Undanfarið hefur verið góður markaður fyrir þær, en svo gæti farið, að hann minnkaði verulega á næstunni, þegar frjálsi innflutningurinn kemur til sög- unnar fyrir alvöru. Það virðist vera stefna stjórnarflokkanna nú að kollvarpa íslenzkum iðnaði. eft- ir að barizt hefur verið við að koana honurn á fót um langa hríð. Að minnsta kosti virðist mér svo það sem af er þessu ári, að drepa eigi þennan iðnað með innflutn- ingnum, en hins vegar ef tollar af efninu yrðu lækkaðir, gæti far ið svo, að við yrðum alveg sam- keppnisfærir. — Gera ekki íslenzkir húsbyggj endur miklar kröfur nú á tímum? — Jú, það er stærsti gallinn við okkar framleiðslu að mega aldrei smíða nema einn hlut af sömu gerð. Við erum raunverulega allt- af við módelsmíði, og þetta verður miklu dýrara, meira efni fer til spillis og vinnuhraði verður alls ekki sambærilegur við það, sem orðið gæti, ef um fjöldaframleiðslu væri að ræða. Þar sem stór sam- býlishús eru í smíðum, ætti fólk að mínu viti að geta valið um t.d. tvær tegundir eldhúsinnrétt- inga. Það hlyti að koma að sama gagni að nota sömu teikningu miklu oftar. Fólk gerir allt of miklar kröfur, og við erum í sér- flokki, hvað mikinn tilkostn- að snertir, enda held ég við byggj- um fyrir of langan tíma. Það er enginn kominn til með að segja, að afkomendur okkar kæri sig um þessi hús, sem við vöndum svona mikið til. — Eru ekki ástæðurnar fyrir þessum háa byggingarkostnaði fleiri? — Jú, vissulega eru þær fleiri. Sérstaklega má nefna það, að bygg ingartíminn hjá okkur er alltof langur, og það stafar mestmegnis af því, að fjárskortur húsbyggj- enda er yfirleitt tilfinnanlegur. Byggingarsjóðslán upp á 280.000 kr. segir lítið I hús, sem kostar 1.000.000. í raun og veru eiga menn yfirleitt ekki mikið aflögu til að byggja fyrir frá daglegum kostnaði við framfærslu fjöl- ksyldu. Þá vil ég einnig sérstak- lega nefna það, að vísitölutryggðu lánin eru að mínum dómi algjör- lega óréttlát. — Hvað viltu segja um hlutverk Framsóknarflokksins sem verka- lýðsflokks? Ég tel að Framsóknarflokk- urinn hafi staðið sig vel undan- farið í kjarabaráttunni og þá sér- staklega síðan samningarnir voru gerðir að frumkvæði hans á Ak- ureyri fyrir nokkrum árum, enda eigum við marga ágæta menn inn- an verkalýðshreyfingarinnar, og með áframhaldandi baráttu á því sviði vinnur flokkurinn örugglega stórlega á hér í Reykjavík og í kaupstöðunum úti á landi einnig á næstu árum. — Hvernig lízt þér á lista Fram sóknarflokksins við borgarstjórn- aricostoingarnar í Reykjavík í vor? _ — Ég er mjög ánægður með listann. Hann er skipaður mönn um úr mörgum stéttum og a'd.ns- flokkum, og ég held að við getum allir verið hreyknir af hví.. hve hann er vel saman settur. I^ Næst hittum við að máli Stefán Jónsson, múrara, til heimilis að Langholtsvegi 14 hér í borg. Hann ætlar að segja okkur eitthvað frá baráttumálum sinnar stéttar. — Hvað eruð þið margir í stétt- inni, Stéfán? — Við erum um 230 hér I Reykjavík, ef allt er talið. Það er svo mikið að gera, að við erum alltof fáir. Undanfarið hefur ekk- ert fjölgað í stéttinni, en hins veg- ar er alltaf byggt meira og meira. — Og vinnudagurinn er þá lang ur? — Við vinnum þetta frá kl. 8 á morgnana til 6 eða 7 á kvöld- in og svo lengur fyrir kunningja. Yfirleitt er alls ekki um yfirborg- ar á neinn hátt að ræða í okkar stétt, heldur gildir taxtinn alger- lega. Áður voru múrarar taldir hafa betri tekjur en aðrir, en það hefur breytzt, því að nú eru ýmsir komnir fram úr okkur. Ég vildi líka mega bæta því við í þessu sambandi, segir Stefán, að múr- arastéttin á að mínum dómi fulla heimtingu á viðurkenningu á því, að þetta er langerfiðasta iðn- Stefán Jónsson greinin i byggingariðnaðinum, enda fá margir okkar atvinnusjúk- dóma áður en lýkur. Erlendis, til dæmis í Ameríku, er tekið tfllit til þessa, enda eru múrarar þar betur launaðir en flestir aðrir iðn aðarmenn. — Hvað finnst þér, að verka- lýðsfélögin eigi að leggja höfuð- áherzlu á í þeim samningum. sem nú eru framundan? — Það verður auðvitað að leggja aðaláherzluna á það, að verðbólgan verði raunverulega stöðvuð, svo að einhver fótfesta náist í sambandi við gerð kjara- samninga. Flestallir í minni stétt og mínum kunningjahópi held ég að séu þeirra skoðunar, að heil- brigður grundvöllur fáist ekki í launaimálunum án þess. Þá er rétt að benda á það, að þegar sam ið var um vísitölutryggðu lánin í upphafi, var það a.m.k. meining umbjóðenda verkalýðsstéttarinn- ar, að tilkoma þessara vísitölu- tryggðu lána skyldi fara saman með stöðvun verðbólgunnar. — Hvernig lízt þér svo á B-list- ann hér í Reykjavík? — Mér finnst listinn vera það góður, að hann hljóti að draga að sér fólk. Ekki sízt finnst mér, að múrarar megi láta sér vel líka, að Jón Guðnason, sem um árabil hefur verið einn af helztu baráttu- mönnum stéttarfélags þeirra, skuli eiga þar sæti, segir Stefán Jóns- son að lokum. Að Stóragerði 11 býr Ólafur Auðunsson húsasmiður í kjallara- íbúð sinni. Við fáum leyfi hans til að leggja fyrir hann fáeinar spurningar. — Hvað er langt síðan, Ólafur, að Jni tókst sveinspróf? Ég tók sveinspróf 1961. Við höf- ____________________________9 um mest unnið saman þrír húsa- smiðir í félagi, og núna í vetur eða síðan í fyrrasumar höfum við verið í Hrauntoæ, sem er í nýja Árbæjarhverfinu. Yfirleitt má segja, að við fylgjum nýjum hverf- um, þar sem þau rísa, eða ef við orðum það svo, að nýju hverfin rísi, þar sem við höfum komið. — Og það er nóg að gera hjá ykkur trésmiðum? — Já. Við höfum yfirleitt haft langmest að gera á sumrin og vinnutíminn þá verið mjög lang- nr. Við sjáum um uppsláttinn að húsinu og göngum síðan frá því á eftir, unz verkstæðin taka við. — Og hér hefur þú komið þér upp ibúð, Ólafur? — Já. Ég á þessa íbúð, enda giftur og á þrjú börn. Við erum hér í tiltölulega nýju hverfi, en á þessum götum, Stóragerði, Hvassa- leiti og Brekkugerði var byrjað 1958. Hér er gott að búa að mín- um dómi, enda erum við á góð- um stað í bænum. Það eina, sem mér finnst að, er að verzlunin hefur verið mjög ófullkomin. A3 vísu er lítil búð við Háaleitisbraut- ina hér skammt frá, en hún hefur verið mjög ófullnægjandi, en nú er verið að reisa nýja matvörubúð á vegum Sláturfélagsins á sama stað, þótt fremur hægt gangi. Ann ars er mjög hætt við því alltaf, að þjónustan verði á eftir í nýj- um hverfum, eins og kunnugt er, og við höfum ekki farið varhluta af því. — Býr ekki mikið af ungu fólki í þessu hverfi? — Jú. Það má segja það, enda er hér mikið af börnum. Hérna rétt hjá var byggður smábarna- skóli í fyrra, sem er að vísu ekki fullgerður ennþá, en þó byrjað að nota hann. — Hvað viltu segja um launa- kjör ykkar trésmiða? — Undanfarin ár hafa trésmið- ir verið í verkfalli oftar en sam- bærilegar iðngreinar, þótt kjörin séu raunar lík meðal allra iðnaðar- manna. Hjá okkur gildir að mestu leyti uppmælingarkerfi nú orðið, og hefur svo verið um skeið. — Viltu nokkuð segja almennt, Ólafur, um borgarmálefni með til- liti til þess, að nú eru kosningar framundan? — Göturnar hafa náttúrulega verið nokkuð bættar undanfarið, enda verið þörf á því, í fyrra sumar var lögð hitaveita hingað í hverfið, en ekki er ennþá búið að tengja öll húsin. Annars vitum við það, að það hafa yfirleitt orð- ið litlar breytingar í kosningum hér í Reykjavík, og það stafar auðvitað m.a. af því, að íslend- ingur eru vanabundnir og fylgja sínum flokki mjög fast að málum, þegar þeir einu sinni eru búnir að skipa sér í einhvern ákveðinn flokk. Mér finnst samt, að það gæti verið mjög athugandi fyrir Reykvíkinga að skipta einu sinni um borgarstjórnarmeirihluta, og ég hygg, að það gæti haft heppi- legar afleiðingar á mörgum svið- um málefna borgarinnar. Ólafur Auðunsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.