Tíminn - 06.05.1966, Page 12

Tíminn - 06.05.1966, Page 12
FÖSTUDAGUR 6. maí 19GS 12 TÍMINN MINNING Sigyrður Steinþórsson fyrrv. kaupfélagsstjóri (Gredn þessi er endurprentuð vegna þess, að hún var mjög brengluð af prentvillum hér í blaðinu í gær). Sigurður Steinþórsson var fædd ur að Litluströnd í Mývatnssveit 11. október 1899. Að honum stóðu miklar ættir norðlenzkar. Faðir hans var Steinþór Björnsson bóndi og byggingarmeistari á Litluströnd kominn af Bucksætt í föðurætt en Þúfnavallaætt í móðurætt. Móð ir Sigurðar var Sigrún Jónsdóttir alþingismanns Sigurðssonar á Gautlöndum og er því Gautlanda- og Reykjahlíðarætt móðurkyn hans. Heimahagar Sigurðar Steinþórs- sonar voru að Litluströnd. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sín- nm og með bræðrum sínum fjór- um en þeir eru Steingrímur frv. forsætisráðherra, Þórir frv. skóla- stjóri í Reykholti, Eggert læknir í Reykjavík og Þorgils skrifstofu- stjóri í Reykjavík — allir mann- kosta- og hæfileikamenn eins og þeir eiga kyn til. Um tvítugsald- ur fór Sigurður úr föðurhúsum til náms í Samvinnuskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi með ágætum vitnisburði enda voru námsgáfur hans frábœrar. Tæplega 24 ára gamall eða vorið 1923 réðist ist hann kaupfélagsstjóri að kaup- féiagi Stykkishólms og var hann fyrsti kaupfélagsstjóri félagsins. Þessu starfi gegndi hann síðan í nærri þrjá áratugi að hann flutt- ist tH Reykjavíkur. Sigurður kvænt ist eftirlifandi konu sinni Önnu Oddsdóttur, hinn 28. ágúst 1926. Anna er dóttir hinna góðkunnu hjóna Odde Valentínusarsonar hafnsögumanns í Stykkishólmi og Guðrúnar Hallgrímsdóttur. Hjóna band þeirra Sigurðar og Önnu var farsælt og heimili þeirra löngum rómað fyrir snyrtimennsku, gest- risni og rausn enda var þar jafn- an gestkvæmt. Þau eignuðust fjög ur mannvænleg börn, sem öll eru á lífi en þau eru Steinþór list- málari, Gunnar deildarstjóri hjá Loftleiðum, Haraldur jarðfræðing- ur og Sigrún bankaritari. Auk þess ólu þau hjón upp tvær fóst- urdætur, systurbörn Önnu, þær Ingibjörgu og Önnu Þorvaldsdæt- ur. Fundum okkar §igurðar Stein- þórssonar bar fyrst saman er hann réðist starfsmaður raforku- málastjóra um miðjan marzmánuð 1954. En þar höfum við starfað saman síðan. Kynni mín af Sig- urði þessi 12 ár hafa öll verið á þann veg sem hann kom mér fyrir sjónir við fyrstu sýn — bjartur og hreinn. Sigurður var höfðinglegur mað- nent an Ioeear 1 8 S 33 ur í framkomu, hlýr og traust- vekjandi. Hann var meira en með- almaður á vöxt og svaraði sér vel — léttur og snarlegur í hreyfing- um, skaphress og skapfastur. Hvar sem hann fór var honum veitt eft- irtekt. Persónuleiki hans var slík- ur sterkur og athyglisverður. Starf hans sem fulltrúi hjá raforkumálastjóra var mjög fjöl- þætt og leysti hann það af hendi með festu og trúmennsku til hinzta dags. Hann var starfsmað- ur ágætur og kunni því bezt að vinna í hörðum skorpum. Þegar Sigurður kom til raforku- málaskrifstofunnar var hann öll- um ókunnugur þar, en þó fór það fljótt svo, að enginn á þeirri stofnun var vinsælli en hann. Slík- ir voru persónutöfrar hans. Við kusum hann sem trúnaðarmann okkar í Starfsmannafélag ríkis- stofnana og reyndist hann í því starfi, sem annars staðar hinn ágætasti maður. En nú er hans sakmað á raforkumálaskrifstofunni. Sigurður lézt á Landakotsspítal- anum laust fyrir hádegi á föstu- daginn var, þann 29. apríl. Dag- inn áður sinnti hann sínutm venju legu störfum til kvölds. Að lokn- um kvöldverði með fjölskyldu sinni fékk hann aðsvif og komst ekki til meðvitundar aftur. Það var heilablæðing sem olli því. Ég veit að ég mæli fyrir munn alls samstarfsfólksins þegar ég votta frú Önnu og öllum öðrum, aðstandendum innilega samúð og kveð Sigurð með þökk og virð- ingu. Páll Hafstað. BARNALEIKT ÆKI ★ ÍÞRÓTTATÆKl VéiaverícstapSi BERNHARÐ5 HANNESS., Suðurtandsbraut 12, Simi 35816. Hef vélbáta til sölu, einnig fiskverkunarstöð og skreið arhjalla á Suðurnesjum. Hef kaupanda að 25 til 40 tonna vélbáti. Hef kaupanda að 3 til 5 íbúða húseign. (Má þurfa standsetningar við). ÁKI JAKOBSSON, lögfræðiskrifstofa, Austurstræfi 12, sími 15939 og á kvöldin 20396. BÍLAKAUP Af sérstökum ástæðum er til sölu: MERCEDES BENZ 1413 ‘1966 j óekinn, með nýjum palli og : sturtum. Höfum á boðstólum langferða- bifreiðar, flestar stærðir og árgerðir. Vöruflutningabifreiðar við allra hæfi. Vörubifreiðar allar árgerðir. Jeppabifreiðar við allra hæfi með og án dieselvéla. Fólksbifreiðir i mjög fjöl- breyttu úrvali. Þungavinnuvélar, svo sem ýtur, ýtuskóflur, skurðgröfur. Mótorhjól — Skellinöðrur. Bifreiðar fyrir fasteignatryggð veðskuldabréf, Bifreiðar fyrir mánaðargreiðsl- ur. Leigubifreiðarstjórar. Athugið að við höfum nú nokkrar ný- legar MERCEDES BENZ bif reiðar með hinum vinsælu diesel-vélum sem henta leigubifreiðastjórum sérstak- lega vel. BÍLAKAUP BÍLASALA BÍLASKIPTI, Bílar við allra hæfi. Kjör við allra hæfi. Gjörið svo vel að líta inn. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 Rauðará, Sími 15 8 12. PÚSSNINGAR- SANDUR VIKURPLÖTUR Einangrunarplast Seljum aliar gerðir at pússningasandi, heim fluttan og blásinn inn. Þurrkaðar vikurplöfur og einangrunarplast. Sandsalan víð Elliðavog sf. Elliðavog 115. sími 30120. Klæðningar Tökum að okkur klæðningar j og viðgerðir á tréverki á bólstr i uðum húsgögnum. Gerum einnig tilboð í viðhald og endurnýjun á sætum i kvik- myndahúsum. félagsheimilum. áætlunarbifreiðum og öðrum bifreiðu i Reykjavík og nær- sveitum. I I j Húsgagnavinnustofa BJARNA OG SAMÚELS, Efstasundi 21, Reykjavik, Sími 33-6-13. Þorsteinn Júlíusson, héraðsdómslögmaður. Laugavegi 22, (inng. Klapparst.), sími 14045. Jón Finnsson, hæstaréttarlögmaður. Lögfræðiskrifstofa, Sölvhóisgötu 4, (Sambandshúsinu 3. h.), Símar 23338 og 12343. Jón Eysteinsson, lögfræðingur. Lögfræðiskrifstofa Laugavegi 11, sími 21516. SKÓR - INNLEGG Smíða Orthop-skó og inn- legg eftir máli. Hef einnig tilbúna barnaskó með og án innleggs. Davíð Garðarsson, Orthop-skósmiður, Bergstaðastræti 48, Sími 18893. Kjörorðið er Einungis úrvals vörur. Póstsendum. ELFUR Laugavegi 38, Snorrabraut 38. HÚSBYGGJENDUR Smíðum svefnherbergis- og eldhússinnréttingar. SÍMI 32-2-52. RYÐVORN Grensásvegi 18, sími 30945 Látið ekki dragast að ryð- verja og hljóðeinangra bif- reiðina með TECTYL Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaður. Laugavegi 28b, II. hæð, sími 18783. Hörður Ólafsson, hæstaréttarlögmaður. Austurstræti 14, 10-3-32 — 35-6-73.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.