Vísir - 18.11.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 18.11.1974, Blaðsíða 13
Vísir. Mánudagur 18. nóvember 1974 13 Kaupendurnir fá stœkkunargler til að geta skoðað málverkin sem þeir fá hjá kanadiska listmálcranum Gerard Legare Listaverk w ■ a nálarhausum ^nxsjó/i; ■"., Gerard Legare er list- málari í Kanada, sem vinnur litið — svo lítið/ að verk hans sjást ekki með berum augum. Gerard Legare notar smásjá þeg- ar hann málar hinar stórglæsi- legu myndir sfnar á nálarhaus- ana. Hann málar ekki á striga eða stóra veggi eins og aðr- ir málarar. öll hans lista- verk eru máluð á nálar- hausa — JÁ NÁLAR- HAUSA... og allir vita hvað þeir geta verið stórir. Þessi málverk hans hafa vakið gifurlega athygli, og gerð hefur verið sjónvarpskvikmynd af hon- um i starfi, sem ekki var heldur til að fæla frá kaupendur. Þeir greiðá allt frá 1500 dollur- um fyrir myndina og fá i kaup- bæti stækkunargler, svo þeir geti séð hvað þeir voru að kaupa. Legari, sem er 44 ára gamall og á heima i Surrey i Brezku Kolumbiu i Kanada, notar smásjá þegar hann málar á nálarhaus- ana. ,,Ég þori varla að anda þeg- ar ég er að þessu” segir hann. ,,Ef ég anda of djúpt getur dags vinna og gott málverk eyðilagzt á svipstundu”. Uppáhalds viðfangsefni Legare eru landslagsmyndir frá Rocky Mountain og er þar engu sleppt, sem hægt er að koma fyrir á nálarhausnum — sjá mynd hér á siöunni. Það tekur hann 20 klukkustund- ir að gera eina mynd, og til þess notar hann venjulega oliumáln- ingu — pensla meö þrem til fjór- um hárum i, og siðast en ekki sfzt hönd sem ekki skelfur. Russar rokka í morgunsárið „Rokkað i morguns- árið” kalla Sovétmenn nýjan söngleik sem þeir hafa sett á svið i Moskvu. Lögin i söngleiknum eru öll úr þeim viðfræga söngleik „Jesús Kristur súperstar”. En að sjálf- sögðu hafa þeir fyrir austan járntjald breytt efninu. Ein höfuðpersónan er áróðursmað- ur maóista, þannig að geta má nærri um efnið. Á myndinni er þessi maósinni i miðið, en aðrir leikendur dansa i kringum hann.Það vakti athygli okkar hver tók þessa mynd I Moskvuborg. Það er nefnilega einhver, semhefur merkistafina bj.bj. Við hér á Vísi höfum einnig ljósmyndara sem hefur merkistafina Bj.Bj., nefnilega hann Bjarnleif. —ÓH Stórfréttir frá Hagkaup. Búðin orðin tvöfalt stærri! Nóg pláss fyrir alla, líka á föstudögum og laugardögum S(MI 86566 SKEIFUNN115

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.