Vísir - 18.11.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 18.11.1974, Blaðsíða 8
Vlsir. Mánudagur 18. nóvember 1974. cTVLenningarmál Lescmdanum ekki hlíft frekar en sogupersonunum Stefán Jónsson: Sagan hans Hjalta litla og Mamma skilur allt. Teikningar Orest Vereiski Otg.: tsafoldarprentsmiöja 1973 Einar Bragi sá um útgáfuna. Þetta er 3. og 4. bindið f heild- arútgáfu ísafoldar á barna og unglingabókum Stefáns Jóns- sonar. Áður komu út Vinir vors- ins og Skóladagar. Loksins þeg- ar hafin er heildarútgáfa á verkum Stefáns Jónssonar velt- ir maður þvi fyrir sér hvernig þeirri útgáfu verði háttað. En um það er ekkert að finna i þessum bókum. Hversvegna eru þær t.d. gefnar út i þessari röð, en ekki aldursröð, eins og i fljótu bragði sýnist að væri eðli- legast. Hjaltabækurnar: Hjalti er aðalpersóna og sögu- maður i þrem bókum Stefáns. Af þeim eru þegar komnar tvær i heildarútgáfunni, Sagan hans Hjalta litla, og Mamma skilur allt. Siðasta bókin, Hjalti kemur heim er rétt ókomin. Mér þykir þaö liklegt að þetta séu þær af bókum Stefáns, sem eru hvað kunnastar. Þetta er 3. útgáfa bókanna, en þær komu fyrst út fyrir réttum aldarfjórðungi. Auk þess hafa þær tvivegis ver- iö lesnar i útvarp. Sveitallf I byrjun aldarinnar: Sagangeristi sveit fyrir daga hinna öru og margháttuðu breytinga, sem tæknivæðingin hafði i för með sér. 1 þá daga var lifið I sveitunum I ákaflega föstum skorðum. Fátt utan að Skoda 1202 Til sölu Skoda 1202 árg. 1970. Uppl. i sima 71563 eftir kl. 18. Nýtt frá Noregi Ný sending frá VING Nýtt og betra verð 6.485.- Hlýfóðraöir vandaöir kulda- skór frá Ving verksmiöjun- um. Brúnt, sterkt og mjúkt skinn og þrælsterkir sólar. Nr. 36-41. Póstsendum samdægurs. Art. 444 DOMUS MEDICA Egilsgötu 3 pósthólf 5050 Slmi 18519. komandi haggaði hefðbundnum gangi lifsins, nema þá sjálf náttúruöflin og svo auðvitað mannleg náttúra, sem aldrei er hægt að reikna út. Breytingar .voru hægfara. Sagan gerist fyrir daga fjölmiðlunar og örra samgangna. Læknisþjónusta og tryggingar eru fyrir utan þann heim, sem sagan fjallar um. Lifsbaráttan var hörð en þó mishörð eftir efnum og aðstæð- um fólksins. Þó var neyðin ekki eins átakanleg eins og við gæt- um i fljótu bragði ályktað, þvi þeir voru svo margir, sem urðu aö sætta sig við bág kjör og þeir voru ekki margir sem voru áberandi betur settir en fjöld- inn. Húsbændur og hjú deildu að vissu leyti kjörum. Húsakostur- inn var sá sami daglegur viður- gerningur sá sami og tómstund- irnar voru notaðar á svipaðan hátt af öllum. Allir gengu sam- an til verks, ef þeir á annað borð voru vinnufærir. Mismunur á kjörum fólst fyrst og fremst i mismiklu öryggi og svo i ýmsu smávægilegu sem kannski var ekki svo smávægilegt ef á allt var litið. Þessu lýsir Stefán öllu af fágætum næmleika. Sagan hans Hjalta litla er þvi merkileg menningarsöguleg heimild, fyrir utan það að vera bók- menntaverk. Hjalti litli: ,,Enn erum við að flytja. Ég er nlu ára, og nú er ég á leiðinni til framtíðarinnar og rið vindóttum hesti”,. Svona hefst sagan. Formálalaust og án alls BOKMENNTIR eftir Bergþóru Gísladóttur ömurleiki kviðandi huga, og þungur tregi yfir þvi, sem liðiö er og aldrei kemur aftur, þreng- ir andardráttinn. Þessi fullorðni aðdraganda. Fortiðin skipttr einungis máli að svo miklu leyti, sem hún blandast liðandi stund. Framtiðin er varla til heldur, enda sögumaðurinn aðeins niu ára og ekki liklegur til að gera afgerandi áætlanir um framtið sina eða annarra, og enn ólík- legra að hann sé þess megnugur að vera áhrifavaldur þar um. „Þetta er Laugamýri”. Þangað er ferð minni heitið. Þetta er áfangastaðurinn. Ég horfi þangaö heim, og það er allt breytt i einni svipan. Ég er sjálfur svo ótrúlega lítill og ósjálfbjarga. Það er ekkert gaman lengur aö vera til. Um ungt brjóst mitt læðist maöur hér er ekki lengur bara vingjarnlegur maður, sem riður i hnakk, sem marrar I, á svört- um hesti. Nei, þetta er hræði- lega voldugur maður. Hann er svo voldugur, að nú er hann að taka frá mér hið eina athvarf, sem ég á. Hann er að taka frá mér móður mina og systur mlna. Hvað er þá gaman aö lifa.” Sagan segir frá dvöl drengs- ins á Löngumýri, heimilisfólk - inu þar og á hinum bænum. Bók- in endar á að segja frá ferð hans frá Löngumýri að Hraunprýði. En um dvölina i Hraunprýöi fjallar bókin Mamma skilur allt. Söguþráðinn sjálfan ætla ég ekki að rekja, enda er hann lik- lega flestum kunnur. Burðarás sögunnar eru persónurnar sjálf- ar og samspil þeirra. Stefán er snillingur að lýsa fólki. Mann- eskjurnar i sögunum hans eru ákaflega lifandi og trúverðugar I sinni hversdagslegu önn. Og hin hversdagslega önn verður spennandi i öllum sinum hvers- dagsleika, svo upptekinn verður lesandinn af lifi þessa fólks, sem sagan segir frá. Þvi i hverdagn- um blunda atburðirnir, sumir smáir og virðast i fljótu bragði ekki skipta svo miklu máli, en aörir stærri, sem hafa úrslita- áhrif. Niðurstaðan verður þó sú, aö allt skiptir máli stórvægilegt og smávægilegt, þvi I rauninni eru það ekki einstakir hlutir, . sem ráða lifinu, heldur er það sjálf heildin sem hefur úrslita- áhrif á framvindu sögunnar, á lif okkar allra. Sögupersónur Stefáns faraekki varhluta af sorg og mæðu i líf- inu, og allt það fær lesandinn að reyna líka. Honum er ekki hlíft frekar en fólkinu I sögunum. Stefán er óhræddur við að kynna það sem er átakanlegt fyrir lesendum sinum. Veikindi og siöan andlát Dóru eru átakan- leg. Og e.t.v. enn þá átakanlegri fyrir þá sök, hvernig allt er I pottinn búið. Það er einnig átakanlegt þegar Hjalti missir Hosu slna, aleiguna, ekki sist vegna þess hvernig það ber að. Stefáni lætur einnig vel að lýsa þvi þegar sögumaður hans kemst i klipu. Það er oft erfitt aö standa frammi fyrir vali. Sá á kvöldina, sem á völina. Þegar Hjalti þarf að velja á milli þess hvort þeirra Guðrún eða Sólveig eigi að lesa bréfið frá mömmu hans, stendur hann frammi fyrir erfiðu vali. Hann veröur ósköp litill karl og lesandinn verður ósjálfrátt þvalur i lófun- um. I sögum Stefáns eru aldrei kynnt nein einföld sannindi. Engin manneskja er alveg góð og engin alvond. Allir hafa sina veikleika við að striða. Meira að segja Guðrúnu skjöplast, þegar hinn forframaði sonur hennar og sonarsonur eru annars veg- ar. Þannig er lifið. Þannig eru manneskjurnar, og við verðum aö taka þvi eins og það ber að höndum. Sigildar bókmenntir: Hvort Sagan hans Hjalta litla er barnabók, ætla ég ekki að leggja neinn dóm á. Liklega hefði engum dottið það i hug, að hún væri barnabók, nema af þvi að sögumaðurinn er barn, ekki heldur Stefáni sjálfum. Hins vegar er ég þess fullviss að hún er slgild fullorðinsbók. Og börn hafa einmitt oft ekki siður gam- an af fullorðinsbókum en barnabókum, svo fremi sem þau eru ekki á lævislegan hátt hrædd frá þvi að lesa þær. 1 bók- unum eru teikningar eftir sovéskan listamann, sem sá um myndskreytingu bókanna, þeg- ar þær komu út i Sovétríkjun- um. Þær ná vel hugblæ-sögunn- ar og honum hefur tekist ótrú- lega vel að setja sig inn I is- lenska staðhætti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.