Vísir - 20.11.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 20.11.1974, Blaðsíða 4
Vísir. Miðvikudagur 20. nóvember 1974. Vlsir. Miðvikudagur 20. nóvember 1974. Loksins hafa fjármálayfir- völd á tslandi séð ástæðu til þess, aö gerðar yröu a.m.k. byrjunar-ráðstafanir til Ut- rýmingar „krónunni”, þvi auð- vitað eru þær ráðstafanir, sem fyriskipa afnám lOeyringa og 50 aura, ekkert annað en byrjunin á miklu stærra verkefni, sem miðar aö endurhæfingu hins is- lenzka myntkerfis meö tilkomu nýrrar mynteiningar, nýs gjald- miðils. En ef það er ekki hugs- unin á bak við afnám auranna Ur Islenzka myntkerfinu, veröur að telja þá ráðstöfun hálfkák eitt og einungis falliö til þess að skapa algeran glundroöa I efna- hagslifi þjóöarinnar og gera „krónuna” að einstæðu viðundri um allan heim. Það er nU nákvæmlega ein öld (1975) slöan krónan var tekin upp i rlkjum Danakonungs og rikisdalurinn var lagður niöur Allar götur siöan hefur þessi vesæli gjaldmiðill, krónan, ver- ið vandamál, sem aldrei hefur náð „mórölsku” jafnvægi ihug- um fólks, miöaö við annan gjaldmiðil, og keyrði þó um þverbak hér á landi I þeim efn um, eftir að landsmenn komust að marki i kynni við annan gjaldmiöil,' I og eftir heims- styrjöldina slöari. Hefur þetta versnað svo á undanförnum ár- um, að svokallað „gjaldeyris- hungur” er nU tekiö viö, og keppist fólk við að breyta hinum islenzku krónum I hvaða er- lenda mynt sem er, svo aö segja, þó sizt Norðurlanda- myntina, og ástæöan fyrir þvi er enn sU, að menn hafa einhverja ótrU á krónu-myntinni, vegna hins einstæða gæfuleysis, sem hUn hefur oröiö aönjótandi hér á landi. A Norðurlöndum voru „dalir” notaðir sem gjaldmiöill allt frá árinu 1523 og enn lengur I Þýzkalandi, og fer varla hjá þvi, aö þegar breytt er um gjaldmið- il eftir svo langvarandi notkun, fer Ur skorum rótgróiö traust og mat á gildi, sem rikt hefur á ákveðnum gjaldmiðli öldum saman. SU kynslóð, sem tók við hinum nýja gjaldmiöli, krón- unni, varð ráðvillt gagnvart nýju verðmætamati og skilaði þeim „móralska” glundroða til næstu kynslóðar og sU til þeirrar næstu á eftir, og enn hefur ekki komizt á sá stööugleiki, sem til þarf til þess að skapa traust og verðmætamat á afkvæmi rikis- dalsins gamla, einkum I þeim löndum, þar sem undirstaöa gjaldmiðilsins nýja var byggð á rýrum og sveiflukenndum upp- sprettum auöæfa gjaldmiðlin- um til trausts og halds, eins og t.d. I Danmörku og á íslandi. Um Sviþjóö og Noreg gegndi öðrumáli, þar voru uppsprett- ur auðæfa stööugar og eftirsótt- ar, svo sem námugröftur, skóganytjar, o.fl. sem hélt gjaldmiðlinum stöðugum og eftirsóknarverðum. Aurarnir, mynteining Is- lenzku krónunnar hafa smám saman verið að hverfa úr um- ferö, einseyringurinn og tvieyr- ingurinn löngu horfnir, siðan fékk fimmeyringurinn hægt andlát, þá 25 eyringurinn og nú stendur til að afnema eftirlegu- kindurnar, 10 og 50-eyringinn, og verður þá krónan minnsta mynteining á tslandi, og verð- ur þar með algerlegasérstæð og einangruð, miðað við aðrar myntir, að þvi er varðar upp- byggingu. Nú verður krónan eining 1 krónu, eins konar „sjálfstæð” króna, óháð allri uppbyggingu og undirstöðu. Þetta er dæma- fátt um gjaldmiðil, og verður sennilega mörgum hált á þvi að skýra þetta fyrirbrigði fyrir ókunnugum. Siður en svo skal þessi ráðstöfun þó löstuð, svo sjálfsögð sem hún er, og að þvi tilskildu, að verkið verði full- komnar, krónan afnumin lika og nýr gjaldmiðill tekinn upp. Þaö hefur dregizt óhóflega lengi, að aurarnir færu úr um- ferð og raunar óskiljanlegt hvers vegna ekki var strax hætt aö láta slá þá, þegar kostnaður var orðinn meiri að hafa aurana en ekki. Þeirri spurningu hefur t.d. ekki verið svarað, hvers vegna ekki var hætt aö láta slá 10 eyringinn, þegar hann kost- Geir R. Andersen: íslenzka krónan „Króniskt" vanda- mál í heila öld aöi 38 aura og 50 eyringinn, þeg- ar hann kostaði 84 aura i sláttu, heldur en aö panta enn aðra sendingu þessara aura með 54 aura fyrir 10 eyringinn og 1.20 fyrir 50 eyringinn, eins og sið- asti kostnaður var. Hver skyldi heildarkostnaöurinn hafa orðiö við slðustu sláttu þessara aura? Ein ástæðan fyrir þessari breytingu þ.e. afnámi auranna, er ætluð sú, að með þessari framkvæmd séu felldir niður tveir aukastafir úr gjaldmiölin- um, og þá verði aukið hagræði I meðferð talna I bókhaldi og greiðsluskiptum, og sagt er, að auglýsingar um innköllum hlut- aðeigandi myntar verði birtar á næstunni og breytingarnar verði nánar kynntar i fjölmiöl- um framað áramótum,' Og sannarlega er þörf ein- hverrar nánari kynningar á breytingunni um afnám aur- anna úr myntkerfinu og reglna um hvernig framvegis skuli umgangast krónuna okkar, þessa sjálfstæðu en farlama einingu, sem nú mun verða svo vandmeðfarin og umdeild, þar til húnverður afnumin, að sér- hver tilfærsla I bókhaldi og greiðsluskiptum mun skilja eft- irsigslóða af óleystum uppgjör- um og reikningsskilum um ókomin ár. Það er t.d. vandséð, hvernig leysa eigi það dæmi, að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greidd með heilli krónu og lægri f járhæð en fimmtlu aurum skuli sleppt, og fimmtlu aurar eða hærri upphæð hækkuö I eina krónu, — en þó skuli áfram reikna með aurum I kerfinu, þar sem I útreikningi mun auðvitaö ávallt koma fyrir brot úr krónu. Enn er ósvarað, hvernig skrifa skuli upphæðir I krónum, eftir þessa breytingu, hvort áfram skuli skrifa t.d. kr. 125.00, kr. 125,- eða bara kr. 125. Þótt þetta siðasta sýnist ekki vera mikilvægt, fljótt á litið, getur það, eitt sér, átt eftir að valda mönnum I viðskiptum miklum bollaleggingum og vist Verður Islenzka krónan brátt gjaldgeng meðal annarra „al- vörumynta,” eöa verður hún áfram „sjálfstæð”, einingalaus mynt? Varla myndi fólk gráta afnám krónunnar sem slikrar ef það yrði til þess að útrýma þvi efna- hags- og verðbólguöngþveiti, sem hér rikir, og einu gilti hvað sá gjaldmiðill héti, sem við tæki en gjarnan mættum við minnast „rikisdalsins” sem hugsanlegr- ar myntar með krónum sem einingum, lOOkr. = 1 rikisdalur, og væri þá haldið i þá hefð, sem rlkt hefur hér að fornu og nýju, en sameinað i nýju kerfi. Það er lifsnauðsyn fyrir Is- lenzkt efnahagslif að stuðlað sé að þvi að tafarlaus ráðstöfun veröi gerð til þess að breyta peningakerfinu i það form, að hver eining veröi verðmeiri með brottfellingu núlla (þannig að 1000 verði 100, og 100 að 10, o.s.frv.) Þar sem þessi aðferð hefur verið framkvæmd hefur hún sannað gildi sitt, einmitt i þeim málum, sem við erum veikastir, þ.e. fjármunalegt til- lit, viröing fyrir verðmætasköp- un og sparnaður. er um það, að þetta atriði eitt á eftir að valda hvers konar mis- ræmi I framkvæmd ef ekki verður um það kveðið á i upp- hafi. Enn er óleyst eöa óskýrt, hvernig viðskipti I gjaldeyris- bönkunum skuli reiknast, varð- andi greiðslur fyrir innfluttar vörur, og á hvern verður hallað, þegar reiknaður er út gengis- munur hinna ýmsu erlendu mynta. Að öllu samanlögðu má ljóst vera að ráðstafanirnar um afnám auranna úr myntkerfinu eru meira en timabærar en eftir stendur spurningin um það, hvers vegna ekki er fullkomnað það verk, sem vart verður kom- izt hjá að framkvæma, þ.e. að treysta islenzka gjaldmiðilinn með þvi annaðhvort að taka upp nýja mynt með breyttu heiti, þar sem krónan gæti verið mynteining, á sama hátt og aurarnir voru áður, eða með þvi að breyta núgildandi krónum I „nýkrónur” með nýrri mynt- einingu. Og þótt ný mynteining verði ekki til þess að leysa fyrir fullt og allt þann efnahagsvanda, sem við eigum við að etja nú, mun nýr gjaldmiöill með nýju eða breyttu nafni og verðmætari einingu skapa algerlega nýtt viðhorf, ekki sizt hjá þeim hin- um yngri, sem vaxa upp með nýjum gjaldmiðli, og munu um- gangast hann með annarri verð- mætatilfinningu en nú er raun- in. Þaö mun hafa tvisýnar afleið- ingar að draga ákvörðun um endurskoðun gjaldmiðilsins Is- lenzka á langinn. Þjóðin mun slðar meta þá menn að verðleik- um, sem sýna manndóm til að hafa frumkvæðið um skjóta ákvöröun I þessum málum, en dæma þá, sem sporna á móti og bera ábyrgð á að stinga undir stól jákvæðum og heilbrigðum úrræðum, sem vit- aö er, að eru til þess fallin, að efnahagslegri þróun megi koma á I landinu, eftir áratuga langa vanþróun á þessum sviðum. REUTER AP/NTB MORGUN ÚfLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Mitchell átti að verða sektarlambið Richard Nixon, fyrr- verandi forseti Banda- ríkjanna, hafði lofað að náða þá, sem brutust inn í aðalstöðvar demókrata- flokksins i Watergate- byggingunni. Þetta kom greinilega fram á segulspólu með hljóðritunum samtala forsetans við nánustu starfsmenn sína 14. apríl 1973. — Var segulspóla þessi lögð fram í gær við John Mitchell, fyrrverandi dómsmála- ráöherra, átti að veröa sektarlambið, en sparn við fótum og neitaöi. Myndin var tekin af honum, þegar hann sór vitnaeiðinn, áður en Watergatenefnd öldungadeildarinnar tók af honum skýrslu um málið Nixon forseti viö skrifborð sitt I Hvlta húsinu, meöan á embættistlma hans stóö. Ræöir hann viö Haldeman ráð- gjafa sinn, en slík samtöl voru tekin upp á segulspólur. Gagnrýna stuðning við PLO Trygve Bratteli for- sætisráðherra Noregs sagði i ræðu i gærkvöldi, að það táknaði ekki breytta utanrikisstefnu hjá Norðmönnum, þótt þeir hafi hafnað fullri aðild að oliusameign vestrænna þjóða, Ræðuna flutti hann I stór- þinginu og geröi þar grein fyrir þvi, að stjórn hans væri að leita samkomulags við orkusamtökin, sem sextán meiriháttar oliu- neyzluriki innan OECD hafa stofnað. Eins og frá var greint I blaðinu I gær, þá er það eitt aðalinntak samkomulagsins milli þessara 16 olluneyzlurikja, að sjálfkrafa miðli hin af ollubirgðum sinum, ef birgðir eins þeirra rýrna um 7% eða meira. Bratteli sagði, að þeim léki hugur á samkomulagi, þar sem Noregur gengist undir að láta I té oliu, ef kreppti aö hinum, en það yrði að ákveðast algerlega af norsku stjdrninni i hverju tilviki. Með ræðu sinni i gærkvöldi vildi Bratteli kveða niður þann orð- róm, sem kominn var á kreik um þaö, að norska stjórnin væri að gerast fráhverf fyrri stefnu sinni um að halda nánum tengslum viö vesturveldin og NATO. Vildu menn lesa það út úr ákvörðun norsku stjórnarinnar að vilja ekki aðild aö orkusamtök- unum, og eins lásu menn breytta afstöðu til utanrlkismála út úr at- kvæði Noregs á allsherjarþing- inu, þegar Noregur studdi það, að þjóðfrelsishreyfing Palestinu- araba talaði máli slnu þar. — Til þessa hefur Noregur verið á bandi tsraelsmanna. Sú atkvæðagreiðsla hefur mjög veriðgagnrýnd heima fyrir, og er fullyrt, að meirihluti stórþingsins hafi veriö henni algerlega and- vigur. réttarhöld, sem standa yfir vegna yfirhylminga ráðgjafa forsetans á Watergatemálinu. Nixon hafði látið rannsóknar- dómurum I té afritanir af inni- haldi segulspólunnar, en þá sleppt samtali þessu um hugs- anlegar náðanir til handa inn- brotsmönnunum, þvi að það væri „Watergatemálinu óviö- komandi”. 1 samtalinu segir Nixon Haldeman og Ehrlichman, sinum nánustu ráðgjöfum: „Þiö verðið að útvega þeim full- komnar náðanir. Það verða þeir að fá, John.” Nixon hafði annars kvatt ráðgjafa sina til fundar við sig þennan dag til þess að finna leið til að fá John Mitchell, fyrrum dómsmálaráðherra sinn, til að verða sektarlamb og taka á sig alla sök Watergatemálsins, og með þvi að beina rannsókn málsins frá Hvita húsinu. — Snerist þá samtalið að sjömenn- ingunum, sem brutust inn I Wat- ergate. Nixon sagði: „Ég læt mér á sama standa, hvað þeir eiga aö hafa gert, Hunt, Liddy og Kúbumaðurinn.....” — hér óskýrist upptakan, en heyra má aðstoðarmenn hans tuldra: „Satt er það.” „Það væri mér......ef hæfi- legur timi hefur liðið frá þessu....áður en ég læt af embætti, og þeir verða að sleppa.” heyrist Nixon segja. Á öðrum stað heyrist Nixons spyrja: „Eruð þið sammála?” „Vissulega er ég það,” svarar þá Ehrlichman. John Mitchell, fyrrum dómsmálaráðherra, skellti upp úr, þegar hann hlustaði á hljóð- ritunina, þar sem Nixon ráðgerði að gera hann að sekt- arlambi i Watergatehneykslinu. — Mitchell, sem annars er ekki sérlega brosgjarnt, er meðal fimm fyrrverandi starfsmanna Nixons, sem nú svara til saka fyrir tilraunir til aö hylma yfir þátt Hvita hússins I Watergat- málinu. Það sauð i Mitchell hláturinn, þegar hann heyrði rödd Nixons á segulspólunni ræða leiðir til þess að fá Mitchell til að taka á sig sökina. — Hljóðritun þessi var tekin af samtali aðeins tveim vikum áöur en þessir ráð- gjafar Nixons neyddust til aö segja af sér störfum i Hvita húsinu, þar sem böndin voru farin að berast svo aö þeim I rannsókn málsins. Nixon œtlaði að náða innbrots- mennina í Water- gatemálinu — Samtalið var hljóð- ritað, en því sleppt í afritunum, sem forsetinn lét rannsóknardóm - arann hafa Breitt bros kom fram á varir Mitchells, þegar rétturinn heyrði Ehrlichman útskýra fyrirNixon: „Frá John Mitchell séð persónuíega, þá er þetta eina leiöin fyrir hann til að sleppa sæmilega frá þessu. — Hann verður að játa þetta.” Hann skellti svo alveg upp úr, þegar heyra mátti Ehrlichman leggja fyrir Nixon flókna skýringu á þvi, hvernig forset- inn gæti oröið hetja I augum alþýðu manna með þvi að fletta ofan af hneykslinu og framselja þann seka, nefnilega Mitchell. Morsaði með augunum fyrír framan mynda- vélarnar sem fangi Vietnama Jeremias Denton, aðstoðarflotaforingi, var sæmdur i gær heiðurskrossi flotans fyrir að hafa blikkað inorsmerki á móti sjónvarpsvélum, þeg- ar hann var neyddur fram fyrir þær sem fangi i Norður-Viet- nam. Blikkaði hann neyðarmerki allan timan, sem hann þuldi upp úr sér áróðursjátningar fyrir framan japanska sjón- varpsmyndatökumenn. En tittlingadrápið kostaði hann lika drjúga stund á piningarbekknum á eftir á. Fangaverðir hans áttuðu síg siðar meir á þvi, sem skeð hafði. Hann var hins vegar ekki látinn fram fyrir sjón- varpsvélar aftur til frekari „játninga”. Flotinn vill ekki láta uppi, hver skilaboðin voru, sem hann deplaði með augnlokun- um. Denton var sjö og hálft ár I haldi hjá Norður-Vietnömum. Brenndu skœruliðana Leita skilnings á togveiðibanni Jens Evensen, einn af ráðherrum Norðmanna, átti i gær viðræður við austur-þýzka embættis- menn um áætlanir Norð- manna varðandi friðun ákveðinna fiskimiða fyrir norðurströnd Noregs fyrir togveiðum. Evensen, sem var fulltrúi I sendinefnd Norðmanna á hafréttarráðstefnu S.Þ. I Caracas, hefur undanfarið verið I ferðum milli þeirra Evrópurlkja, sem fiskveiðar stunda undan ströndum Noregs — til að kynna þeim þessar friðunarráðageröir. Hann sagöi blaðamönnum, að tilgangurinn með þessum viðræð- um væri að öðlast skilning annarra fiskveiðiþjóða á nauösyn þessara aðgerða, en ekki endilega undirritaða samninga um viður- kenningu friðunarinnar. Norðmönnum er mjög I mun að friða þessi svæði fyrir svartasta skammdegið. Þessar fiskislóöir eru mjög sóttar af minni bátum þeirra, sem oft hafa beðið mikið tjón af ásókn togaranna, ýmist á veiðarfærum eða þá vegna beinna árekstra. Friðunaráætlanir þessar eru fyrsti þáttur i þriggja áfanga áætlun Norðmanna um útfærslu landhelginnar. Sakharov skorar ó Ford og Brezhnev Andrei Sakharov/ leiö- togi mannréttindabarátt- unnar í Sovétríkjunum/ skoraöi i opnu bréfi í gær á Ford forseta og Brezhnev leiðtoga rúss- neska kommúnista- flokksinsns að beita sér fyrir því, að pólitískum föngum, verði sleppt úr fangelsum i Sovétríkjun- um. Sakharov gerði blaðamönnum kunnugt um bréf sitt I gær, en það hefur hann skrifað i tilefni þess, að Ford og Brezhnev hafa ákveð- ið að eiga fund saman i Vladivo- stok um helgina eftir opinbera heimsókn þess fyrrnefnda I Japan. Israelar fylgja í dag til grafar fjórum fórn- arlömbum skæruliða- árásar á fjölbýlishús i Beit Shean. Mikil heift er í alþýðu manna i israel eftir undirtektir þær, sem ræða Arafats leiðtoga Palestínuaraba hlaut á dögunum á allsherjar- þinginu. Kom það glöggt fram, þegar arabiskir skæruliðar geröu árás- ina á fjölbýlishúsið I Beit Shean. Skutu skæruliöarnir fjóra tsraela til bana, en sjálfboðaliðar eltu þá inn I húsið, þegar þeir heyrðu skothriðina. Visuöu þeir hermönnum til þeirra, og voru skæruliðarnir felldir. Likum skæruliðanna var varp- að út um glugga hússins út á götu, þar sem múgurinn þreif þau tveim höndum og kveikti i þeim. Skæruliðarnir báru jórdönsk vegabréf og slóð þeirra var rakin yfir á austurbakka Jórdan. tsraelar eru þó ekki vissir um, að þeir hafi veriö frá Jórdaniu. A skæruliðunum fundust bréf, sem sýna, að þeim var ætlað að taka gisla i fjölbýlishúsinu og krefjast, að látnir yrðu lausir fjórir fangar I fangelsum tsraels I skiptum fyrir þá. Þeirra á meðal grisk-kaþólski erkibiskupinn Capucci, sem ákæröur hefur ver- ið fyrir samstarf viö hryöju- verkamenn. úðugur tsraelsmaður r út um glugga skæruliða, kotiö hafði til banaTánds- hans. l‘4J, m SÍMAMYND AP í MORGUN ... #■* x '• . aJ -*,S, ■'.* ■ i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.