Vísir - 20.11.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 20.11.1974, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiösla Ritstjórn Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Sföumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Hvað um konung? Grikkir urðu fyrstir til að skapa lýðræði i mannkynssögunni. Gleðilegt er, að sjö ára ein- ræði er nú lokið og kjósendur völdu beztu leiðina til að tryggja lýðræðið i kosningunum á sunnu- daginn. Næst ættu Grikkir að losa sig við konungdæmið. Það tækifæri gefst eftir þrjár vikur. í þingkosningunum sýndu griskir kjósendur, að þeir vildu ekki taka áhættu. Þeir kusu þann manninn, Konstantin Karamanlis, sem bezt hafði verið reyndur af stjórnmálamönnum sem leiðtogi á undan einræðistimanum. Þeir höfnuðu kommúnistum gjörsamlega. Kjósendur veittu hægri flokki Karamanlis meira en 54 prósent atkvæða og 213 þingsæti af 300. Verði griskt lýðræði tryggt i framtiðinni, þá var þetta öruggasta leiðin. Miðflokkurinn var næststærstur, og lýðræðis- sósialistar fengu fleiri atkvæði en kommúnistar. Úrslitin eru þvi athyglisverðari, sem óttazt var, að fylgi kommúnista hefði vaxið. Flokkur þeirra er samsteypa ýmissa allólikra hópa. Engu að siður fékk hann aðeins rúm 9 prósent atkvæðanna og 10 þingsæti. Það er ekki ýkja langt siðan minnstu munaði, að kommúnistar tækju völd i Grikklandi með bylt- ingu. Eftir að siðustu leifar þýzka hersins voru teknar úr landinu árið 1944, varð misklið milli skæruliða kommúnista og konungssinna. Borgarastyrjöld brauzt út. Með mikilli aðstoð Bandarikjanna voru kommúnistar loks sigraðir árið 1950. Karamanlis tók þann kostinn að leyfa starf- semi kommúnista, þegar hann myndaði bráða- birgðastjórn við fall herforingjastjórnarinnar i sumar. Þetta var á allan veg hagstæðast. Komizt var hjá þvi að hluti einræðisins héldist áfram, og með þvi að færa starfsemi kommúnista upp á yfirborðið fæst bezta tryggingin fyrir lýðræðið. Kommúnistar reyndu að gera sér mat úr þvi, að mörgum Grikkjum þótti sem Atlantshafs- bandalagið hefði fremur stutt innrás Tyrkja á Kýpur. Engu að siður var Karamanlis valinn, en hann er dyggur stuðningsmaður vestrænnar sam- vinnu. Karamanlis hefur forðazt að segja hug sinn um, hvort endurreisa skuli konungdæmið. Konstantin konungur flýði til Rómar i desember 1967, nokkrum mánuðum eftir valdatöku her- foringja. Hann hafði stutt byltingartilraun, sem var kæfð i fæðingu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um konung verður hinn 8. desember. Fremur er búizt við, að konungdæmi verði afnumið og Karamanlis kunni að verða forseti i nýstofnuðu lýðveldi. Konstantin konungur hefur glatað sambandi við grisku þjóðina. Hann er að visu ungur að árum og talinn fylgj- andi lýðræði i reynd. En Grikkir ættu að stiga Skrefið til fulls. Þeir hafa ekkert að gera við konung. —HH Vlsir. Miövikudagur 20. nóvember 1974, Sáning I fullum gangi á ökrum austan tjalds, en sllkum þungavinnuvélum veröur ekki komiö viö, þegar jarövegurinn er of gljúpur eftir margra vikna úrhellisrigningar. ERFIÐLEIKAR í LANDBÚNAÐI AUSTAN TJALDS Landbúnaður Austur- Evrópulanda hefur átt við erfiðleika að striða i haust og hefur orðið að leita aðstoðar hers, iðn- verkamanna og litilla flugvéla til þess að ná inn haustuppskerunni og sá til vetrarins á ökrum, sem eru orðnir eins og mýrar eftir úrhellisrign- ingar. Vikum saman stytti nær aldrei upp og leiddi af þvi flóð á stórum svæöum i Póllandi, Austur- Þýzkalandi, Tékkóslóvakiu, Ung- verjalandi og Júgóslaviu. Vegna þessara flóöa dróst á langinn að hægt væri að taka upp sykur- rófurnar, ná inn maisnum eða sá hveitinu fyrir veturinn. Stjórnvöld urðu að gripa til ör- þrifaráða. Kvaddar voru til þús- undir manna úr borgunum, her- menn voru sendir til liðs við bændur og stúdentar teknir úr skólunum og sendir upp i sveitir. Svo er að sjá, að það hafi dregið nokkuð úr tjóninu, en öll lönd á þessum slóðum hafa þó beðið töluverðan skaða. Þungavinnuvélar gátu ekki at- hafnað sig á gljúpum jarðvegin- um, svo að rófu- og mais- uppskeran var að mestu unnin með handafli. Með því að gripa til þessara neyðarráðstafana og með þvi að veöur hefur haldizt þurrt núna undanfarna ellefu-tólf daga er uppskerunni að mestu lokið. En gæði uppskerunnar eru léleg og sykurinnihald rófnanna er viða heldur litið. Þetta hefur verið sérdeilis lé- legt ár hjá Pólverjum. Byrjaði það með seinkun á sumarupp- skerunni og slöan banni á öllum útflutningi á sykurrófum. Pól- verjar eru fimmtu mestu rófu- framleiðendur. — Sykurrófuupp- skerunni er nú nær lokið, en stjórnin stöðvaði útflutninginn til að fyrirbyggja sykurskort heima- fyrir. Þó er það hald sumra, að Pólland sé að safna birgðum til að geta orðið öðrum kommúnista- rikjum að liði. Aðrir geta sér þó til, að Pólverjar hafi veður af hugsanlegum hækkunum á heimsmarkaði á sykri og hyggist biða með söluna, þar til þeim bjóðist hagstæðara verð en fást mundi núna. Landbúnaður Pólverja beið nokkurn skaða i sumar, þegar þriggja vikna töf varð á kornupp- skerunni vegna fyrst þurrka en siðan rigninga. Stjórnin I Varsjá lét þá kveðja út bæði her og stóra vinnuflokka úr borgunum, verk- smiðjum og verzlunum til vinnu á ökrunum. Leiðtogi rómversk-ka- þólskra þar I landi, Stefan Wyszynski kardináli, lét til leið- ast (I fyrsta sinn) að leyfa meðlimum safnaðarins að vinna á sunnudegi. — Tókst vel til og uppskerunni varö bjargað, en vart höfðu menn fagnaö sigri, er steypiregn skall á. Var úrkoman fjórföld ársúrkoma i október. Varð að kveðja til her og verk- smiðjufólk að nýju — og i þetta sinn til að bjarga rófunum. Hætta varð við vetrarsáningu og bændum var ráðlagt að búa sig heldur undir að sá i vor. Til allrar gæfu fyrir Ibúa þessa hluta álfunnar var hveitiuppsker- an viðast góð i sumar. Júgó- slavia, Ungverjaland og Tékkó- slóvakia gátu státað af metupp- skeru. — Þessi lönd áttu þó eins og Pólland við aðra erfiðleika að striða. í Júgóslaviu fóru nær fimm hundruð þúsund hektarar lands undir vatn um tima. Stjórn Titós lagöi bann á sölu mais og annars skepnufóðurs úr landi frá og með 1. nóvember, eftir að spáð hafði verið 240 þúsund smálesta minni uppskeru mais en árið áður. Var það þó aðeins fjórðungs upp- skerutap, miðað við það, sem bændur höfðu sjálfir búizt við. Ekki hefur verið gert kunnugt, hvað kannanir á uppskerunni leiddu I ljós. I þessum flóðum var 40 þúsund manna lið lögreglu, borgarbúa og hermanna kvatt til að starfa að flóðavörnum. Lágu þá heilu dalirnir i noröausturhluta Júgóslavfu undir vatni. Reynt var að bjarga uppskerunni með þvi að gera stlflur til að hindra rennsli vatnsins. Vélum varð sjaldnast komið við og kallaður var til æskulýður landsins. 80 þúsund ungmenni gengu að vetrarsáningu hveitis i „Brauðkörfunni”, eins og Vojvodinahéraðið I Serbiu er gjarnan kallað. Notaðar voru flugvélar til að sá i votan og gljúpan jarðveginn. — Samt sem áður gera Júgóslavar ráö fyrir 700þúsund smálesta minni hveiti- uppskeru eftir þennan vetur en árið áður, þótt auövitað megi vænta þess að neyðarráðstafan- irnar muni draga eitthvað úr þvi tjóni. Uppskeran var með fyrra móti hjá Júgóslövum og þeir voru þvi á undan Ungverjum, þegar úrhellið skall á. Októbermánuður er sá allra blautasti, sem Ungverjar hafa fengið i hundrað ár, en þó voru flóðin ekki eins viða hjá þeim. Þeir, eins og Júgóslavar, gripu til þess að kalla út alla þá, sem vettlingi gátu valdið. 200 þús- und stúdentar, verkamenn og aðrir einbeittu sér að þvi að koma sykurrófuuppskerunni i hús. En vinnan sóttist afar seint og þegar komið var að byrjun nóvember beittu sykurverk- smiðjurnar enn aðeins einum ti- unda afkastagetu sinnar. Þá höfðu náðst upp aðeins 20% af maisuppskerunni, sem venjulega er lokið fyrir þann tima. Embættismenn kunna frá þvi að segja, að gæði maisins séu miklu lakari en áður. Blautir kögglarnir klesstust i vélunum og torvelduðu vinnuna. Þurrkhús hafa ekki und- an. Vinberjatinslunni seinkaði vegna sólarleysis, en svo bættust rigningarnar ofan á og berin eyði- lögðust á runnunum. Stjórn Búlgariu hefur skýrt frá þvi, að þurrkar hafi valdið „töluverðu tjóni og erfiðleikum” i landbúnaði á þessu ári. Hafa Búlgarar séð sig tilneydda að kaupa 300 þúsund smálestir af fóðurkorni frá Sovétrikjunum. Nivolae Ceausescu, forseti Rúmeniu, gagnrýndi nýlega I ræðu rúmenska bændur fyrir lé- lega uppskeru þessa árs. Hann lét að visu ekki uppi neinar tölur, en auðheyrt var, að útkoman var fjarri bjartsýnum áætlunum stjórnarinnar. — Rúmenia átti einnig eins og aðrir við þurrka að striða I sumar. Auk rigninganna máttu Tékkar þola snjókomu, sem sykurræktun þeirra gat vel verið án. Sykurinn er geipimikilvægur útflutnings- verzlun þeirra og gjaldeyrisöflun. Selja þeir hann helzt til Vestur- Þýzkalands fyrir beinharðan gjaldeyri. — Þrátt fyrir snjóinn er áætlaö, að sykurrófuuppskeran verði 7.600.000 smálestir þetta ár- ið, einhver sú mesta, sem þeir hafa nokkurn tima fengið. En á hinn bóginn er óttazt, að sykur- innihaldið verði með allra minnsta móti vegna slæmrar veðráttu i júli og ágúst. I Austur-Þýzkalandi hafa að- eins tveir þriðju sykurrófuupp- skerunnar komizt i hús. Uppsker- unni var lokið um miðjan nóvem- ber i fyrra. Herinn var kvaddur til uppskerustarfa og var þúsund marka verðlaunum heitið þeim, sem mestu afkastaði hvern dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.