Vísir - 20.11.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 20.11.1974, Blaðsíða 16
Einn starfsmanna viö göngin sýnir, hvar hugmyndin er, aö leikhúsiö geti veriö. Þaö er hægra megin viö hann, en þar á eftir aö opna göngin lengra út og upp meö vesturhliö (Jtvegsbankans. Aö leikhúsinu yröi þannig hægt aö koma úr þrem áttum, en leiksýningar munduekki trufla umferö um göngin á neinn hátt. —Ljósm: Bragi. LEIKHÚS NEÐANJARÐAR? ,,Þaö yröi ákaflega litill kostnaöarauki aö koma fyrir leik- húsi i undirgöngunum I miöbæ Kópavogs. Þar hefur myndazt af sjáifu sér salur, þar sem setja mætti upp leiksviö og sæti fyrir um 250 manns,” sagöi Björn Einarsson, einn stjórnarmanna Leikfélags Kópavogs, I viötali viö VIsi i morgun. „Leikfélagið hefur ákaflega mikinn áhuga á að þessi hugmynd verði að veruleika,” hélt hann áfram. „Við höfum komið hug- myndinni á framfæri viö bæjar- ráð og hlaut hún mjög góðar undirtektir flestra bæjarfulltrúa. Nú er bara aö vona aö hugmyndin sofni ekki I öllu embættismanna- kerfinu.” Leikfélagið fékk Benjamin Magnússon, arkitekt, til aö teikna leiksviö og áhorfendasalinn eins og hann gæti oröið við þær aöstæöur, sem þarna verða fyrir hendi. Var hugmyndinni visað frá bæjarráöi til skipulagsnefndar bæjarins, sem hefur hana nú til meðferöar. „Fyrirhugað er að taka hluta undirgangnanna I notkun um næstu mánaðamót. Ef að áframhaldandi framkvæmdir við göngin ganga samkvæmt áætlun, getum við svo verið tilbúnir með leikhúsið I kringum mánaðamótin marz-april,” sagði Björn. „Þetta yröi nýtizkulegt leikhús, og við mundum ekki nota leiktjöld,” hélt hann áfram. „Þarna myndaðist aðstaöa fyrir ýmislegt fleira en leiklist. Þarna væri góð aðstaöa fyrir söngskemmtanir, danssýningar og ýmiss konar félagsstarfsemi tómstundaráðs.” —ÞJM „Þaö voru kannaðir möguleik- ar á þvi aö sjónvarpið hagnýtti sér komu Viktor Borge til tslands. En þegar til kom, reyndist þaö fjárhagslega ókleift sjónvarpinu. Kostnaöur viö siika upptöku heföi skipt nokkrum hundruöum þús- unda króna,” sagöi Jón Þórarins- son, yfirmaður lista- og skemmti- deildar sjónvarpsins, i viötali viö Visi. „En það er rétt að minna á þaö, að islenzkir sjónvarpsáhorfendur hafa ekki alveg farið á mis við Viktor Borge,” bætti Jón við. „Þaö hafa að minnsta kosti verið keyptir hingað og sýndir tveir þættir með honum og annar þar að auki verið endursýndur. Þetta efni er miklum mun ódýrara, en upptaka hérlendis hefði verið.” „Stór kostnaöarliður er lika samfara upptöku af þessu tagi,” hélt Jón áfram. „Nefnilega Sinfóniuhljómsveitin. Það þarf að greiða hverjum hljóöfæraleikara hennar laun fyrir það sem notað er af leik hljómsveitarinnar I sjónvarpi. Þær upphæðir eru strax farnar aö skipta nokkrum hundruðum þúsunda á fyrstu minútunum.” Þá gat Jón þess, að sjónvarpið hafi haft áhuga á að vera með kvikmyndatökuvélar á hljómleik- um brezku popp-hljómsveitarinn- ar Slade i siðustu viku. „Við buðum fyrir það mjög álitlega upphæð — að minnsta kosti á okkar mælikvarða. En Ámundi Amundason kvað hljómsveitina ekki geta litið við þvi tilboöi,” sagði Jón. —ÞJM „ALLT EINS SLITIÐ UR SAMHENGI OG VÆNTA MÁTTI," segir forseti bœjarstjórnar Hafnarfjarðar um blaðaummœli, sem leiddu til Rauðsokkabréfs „Þetta er fulikomin rang- færsia og mistúlkun, eins og þaö kom fram i Vegamótum, biaöi Alþýöubandaiagsins I Hafnar- firöi,” sagöi Stefán Jónsson, forseti bæjarstjórnar Hafnar- fjaröar um frétt Vegamóta af fundi I bæjarstjórninni og bréfa- skrifum Rauðsokka þar aö iút- andi. í bréfi Rauðsokkanna, sem virðist byggt á frétt Vegamóta, eru tilgreind fimm atriði til að sýna, að þrir fulltrúar i bæjar- stjórninni — Stefán Jónsson, Einar Mathiesen og Arni Gunn- laugsson — séu fjandsamlegir jafnrétti kynjanna. „Þetta er allt slitið úr sam- hengi, eins og vænta mátti,” sagði Stefán Jónsson. „Það er fjarri lagi að hafa það eftir, að við séum á móti dagvistunar- heimilum. Allir fulltrúar bæjar- stjórnarinnar voru á þvi, aö þau ættu rétt á sér að vissu marki, en bentu á, að linnulaus áróður fyrir útivinnu húsmæðra og keppni að þvi marki að koma öllum húsmæðrum út aö vinna væri varhugaverður. Með þvi ynnist ekkert annað en að stofna til upplausnar heimilanna og þess, að börnin yrðu að alast upp á opinberum stofnunum. Þaö er fráleitt að halda þvl fram, að við séum á móti dag- vistunarheimilum sem slikum Um það tala verkin ljósara máli en orð, þar sem nú er verið aö reisa dagvistunarheimili i Norðurbænum fyrir 60-80 mill- jónir. Við vonumst til, að það geti tekiö til starfa áður en mjög langt um liður.” í bréfi Rauðsokka eru höfð eftir nokkur ummæli nefndra bæjarfulltrúa og sögð sem komin frá nátttröllum. Bornar eru fram spurningar jafn marg- ar ummælunum. Bréf þetta fóru um 15konur með og afhentu for- seta bæjarstjórnar persónulega, þvi eins og segir I bréfinu „okkur langaði að sjá með eigin augum svona menn”. „Ég tók við þessu bréfi sem forseti bæjarstjórnarinnar”, sagði Stefán. „En ég tók eftir þvi, að af þessum 15 konum voru fæstar — ef nokkrar — búsettar I Hafnarfirði. Eg gizka á, aö meginþorrinn hafi veriö Reyk- vikingar”. —SH LOGREGLA STOÐVAÐI SPRENGINGAR VARNARLIÐS: „Eins og í jarðskjálfta" — segja Keflvíkingar um sprengingar varnarliðsins í gœr, brutu m.a. gluggarúður vísir Miövikudagur 20. nóvember 1974. Engin hreyfing hjá ASÍ 3% kauphœkkun 1. des. ,,Það lék allt hér á reiðiskjálfi, likt og i hörðustu jarðskjálft- um,” sagði lögreglu- þjónn, sem blaðið ræddi við i Keflavik i morgun. Um hádegisbilið I gær byrjaði allt að skjálfa I Keflavik og ná- grenni vegna sprenginga. Miklar drunur fylgdu. Varnar- liöiö var að eyðileggja úr sér gengnar sprengjur, en það er gert með þvl að sprengja þær. Til þessa verks hefur liðið á- kveðið svæöi á Suðurnesjum. Svo kraftmiklar voru spreng- ingarnar, að gluggarúður brotn- uöu á Vatnsleysuströnd, sam- tals niu talsins. Siminn var glóandi á lög- reglustöðvunum I Keflavik og á Keflavikurflugvelli. Lögreglan á Keflavikurflugvelli leitaði þvi til varnarliðsins og bað um að sprengingunum yrði hætt sam- stundis. Samband var haft við flokkinn sem stóö aö sprenging- unum, og hætti hann störfum sinum um leið. Ekki er talið að allt tjón vegna sprenginganna hafi enn komið I ljós. Þannig brotnaði t.d. kristalsvasi hjá konu á Kefla- vikurflugvelli. —óH „Ég á ekki von á, aö nein hreyf- ing veröi fyrr en laust fyrir mán- aöamótin. Þá verður fundur um kröfurnar I sambandsstjórn ASl,” sagöi Haildór Björnsson hjá Dagsbrún i morgun. Almenn 3% launahækkun verð- ur 1. desember. Halldór sagöist ekki búast við, að þvi yrði breytt. Kröfur hafa ekki komið fram enn frá verkalýðsfélögunum, nema hvað ISAL-félögin eru farin af stað. Verðbólgan var 15,4% frá 1. ágúst til 1. nóvember. Engin hækkun verður á kaupi vegna þess. Þvi valda aðgeröir rikis- stjórnarinnar til aö hamla gegn verðbólgu. —HH ÞRÝSTIBYLGJUR BARUST VIÐA Fólk I Reykjavik og nágrenni hringdi mikið til Veöurstof- unnar um hádegisbiliö I gær og spurði, hvaö ylli jaröskjálft- unum, sem þaö fann. „Þetta voru sprengingarnar I Keflavik”, sagði Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræð- ingur Veðurstofunnar. „Þetta er ekki jarðskjálfti sem sllkur, heldur þrýstibylgjur I lofti, sem koma svona fram. Þetta kemur oft fyrir, ef kyrrt er veður, og þá geta bylgjur af þessu tagi borizt býsna langt. Litils háttar hræring kom fram á einum mælinum hér, vegna þess að húsið hefur titrað eitthvað”. Bliðskaparveður var og blæjalogn, þegar „hræringa” þessara varð vart. Visi er ekki kunnugt um, hve langt þær hafa raunverulega borizt, en i Mosfellssveit hristust hús, svo glamraði i gleri og með fylgdi þytur, rétt eins og i „alvöru” jarðskjálfta. —SH Ú HUGMYND LEIKFELAGSMANNA I KOPAVOGI: Borge og sjónvarpið: Hefði orðið allt of dýr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.