Vísir - 21.11.1974, Síða 2
2
Vlsir. Fimmtudagur 21. nóvember 1974.
vísnsm--
Ertu farinn aö tapa heyrn vegna
hávaöa i vinnunni?
Gunnar Þóröarson, járnsmiöur:
— Ég held nú að min heyrn sé
sæmileg i það minnsta miöað viö
aldur. Ekki var annað að merkja
á þeim mælingum, sem gerðar
voru hér á starfsmönnunum og
þar á meðal mér. Versti hávaðinn
hér fiunst mér vera útvarpið.
Þeir, sem eru með heyrnarhlifar,
strekkja það upp úr öllu valdi.
Siguröur Ingvason, járnsmiöur:
— Ég vinn viö þó nokkuö mikinn
hávaöa og hef gert i 38 ár, enda er
heyrnin orðin mjög skert. Ég fór
fyrst að nota heyrnahlifar fyrir 3
árum.
Jónas Helgason, iönnemi: — Þaö
er nú ekki langt siðan ég fór aö
vinna i þessum hávaöa, um hálft
ár. Ég hef ekki orðið var viö
skerta heyrn, enda nota ég hllf
þegar mest gengur á.
Magnús Sigurösson, járnsmiöa-
nemi: — Nei, enda hef ég ekki
starfað við járnsmiðar það lengi.
Ég nota llka hlifar þegar mikill
hávaði er.
Kristbjörn Theódórsson, vél-
virki: — Ég hef ekki orðið var viö
það, þótt ég hafi starfað i nokkuð
miklum hávaða i á 5. ár. Ég fæ
heyrnarhllfar frá vinnu-
veitandanum, og þær hafa vafa-
laust mikiö aö segja.
Hjalti Jónsson, járnsmiöur: —
Já, þaö hefur komið i ljós við
prófanir, aö ég heyri ekki orðið
hæstu tónana. Enda hef ég starf-
að við járnsmiðar á fjórða áratug
en slðustu 15-20 árin, hef ég notað
eyrnatappa eða heyrnarhlifar,
sem drepa niður mesta hávað-
ann.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
RÖNG STEFNA AÐ
STRÍÐALA DILKA
A. haföi samband viö biaöiö:
,,Ég tel fulla ástæðu til þess að
gera athugasemdir við þá þróun
sem virðist i landbúnaði, aö
bændur keppast við að ná sifellt
meiri fallþunga dilka.
Hefur fólk athugað hvað er að
gerast með þessu? Það er ein-
faldlega það, að dilkarnir eru
aldir meira en gengur og gerist.
Fyrir bragðið verða þeir spik-
feitir, og þar er kominn mergur-
inn málsins. Fólk hér á íslandi
vill ekki feitt kjöt. Auðvitað eru
til einstaka undantekningar, en
þær eru fáar.
En hvers vegna er þá verið að
striðala dilka, til þess eins að
framleiða kjöt sem er óætt
vegna spiks? Þetta er ekki ann-
að en sóun á fóðri bæði heyi og
tilbúnu fóðri. Og hvaö fá bændur
út úr þessu? Jú, þeir sem ná
stærstu og feitustu dilkunum fá
verðlaun, og nöfnin þeirra birt-
ast I Tímanum og útvarpinu.
Og þeir fá einnig meira fyrir
kjötið. Fleiri kiló gera fleiri
krónur. Kannski er það mergur-
inn málsins.
Ég vona að þetta veröi ekki
talin „árás” á landbúnaðinn og
tilraun til þess að koma honum
fyrir kattarnef. Ég er einfald-
lega að benda á það sem mér
sýnist vera röng stefna I þessu
ákveðna tilviki.
Kjötið er framleitt fyrir ís-
lendinga, og þá á það að falla að
smekk íslendinga. Venjulegt
fólk vill ekki kjöt af dilkum sem
eru yfir 20 kg að fallþunga. En
verðlaunadilkarnir ná sumir
hverjir 35 kg fallþunga.”
ÞUNNAR KÖKUSNEIÐAR MEÐ KAFFINU
Kristján S. Jósefsson skrifar:
„Ég finn mig knúinn til aö
skrifa hér nokkrar línur. Ég
borða á ákveðnum matsölustað
hér i borginni. Fyrir nokkrum
dögum kom ég I kvöldkaffi. Var
þar fyrir gömul kona, sem af-
greiddi mig með kaffi, og bað ég
hana um eina jólakökusneið.
Hún skar hana af kökunni og lét
hana á litinn járndisk, en svo
þunn var sneiðin, að hún datt i
sundur. Ég bað þá konuna um
þykkri sneiö, en þá vatt hún upp
' á sig i vonzku yfir þvi, aö ég
skyldi ekki þiggja þessa sneiö,
skar aðra I hasti, en sú sneið var
ennþá þynnri. Ég sagði þá viö
konuna að hún skyldi eiga þess-
ar sneiðar, en ég borgaði 125
krónur fyrir kaffiö og þessa
þunnu sneið. Ekki gaf konan
mér neitt til baka, þótt ég tæki
ekki jólakökusneiöina, svo þetta
varð bara molakaffi.
Svo kom ég I kaffi 19/11 á
þriöjudagskvöldi. Varð þá fyrir
mér sama „ungfrúin”, svo ég
bað hana um kaffi, en rétt I þvi
hreytti hún út úr sér: „Hvað
viltu fá?” „Kaffi,” svaraði ég.
Svo kom hún með kaffið, en
mjólkina vantaði. Hún brá sér
þá aö lúgunni, þar sem búið var
að bera af borðum tók þar af-
ganga úr könnum, sem gestirnir
höfðu skilið eftir, og lét þá i eina
könnu, svo ég hefði mjólk i
kaffið. En ég neitaði að taka við
þessari mjólk, sem var búin að
standa lengi á borðunum eða
aðrir voru búnir aö sulla I. Yfir
þessu varö hún fjúkandi vond,
að ég skyldi ekki þiggja
leifarnar frá deginum, sem
aörir skildu eftir. Endirinn varð
þó sá, að ég fékk aðra mjólk,
sem var boðleg. Tel ég þörf á aö
þess háttar afgreiösla sé á
annan veg, svo gestir fari þaöan
út með gott kaffi og góða
mjólk.”
SJÓNVARPSÚTSENDINGAR
TIL VESTFJARÐA LÉLEGAR
Heiður Vestfirðingur skrifar:
„Mig langar að koma á fram-
færi óánægju með útsendingar
sjónvarps til Vestfjarða. 1 lang-
an tima hafa sjónvarpsút-
sendingar hingað verið mjög lé-
legar og myndin óskýr.
Nú siðast i fyrrakvöld fór út-
sending út um tima, og ná-
kvæmlega það sama hefur gerzt
næstu tvö kvöld á eftir, þ.e.
seinast I gærkvöldi.
Ég tel að kominn sé tími til
þess að geta eitthvað til úrbóta I
málinu. Fólk greiðir afnota-
gjöldin á fullu verði fyrir þessa
þjónustu, sem er miklu lakari
en flestir aðrir landsmenn fá
fyrir sömu peninga.
Það er staglazt á sjónvarpsút-
sendingum. Væri ekki nær að
byrja á þvf að hafa svart/hvitar
útsendingar boðlegar?”
HRINGIÐ í
sima86611
KL13-15
HVERSVEGNA ER BARA HÆÐZT
AÐ BINDINDISMÖNNUM?
Ar eftir ár heldur Landssam-
bandið gegn áfengisbölinu sitt
þing, semur viturlegar og
mannúðlegar ályktanir og held-
ur sinn bindindisdag.
A þeim degi er reynt að fræða,
vekja og benda á voðann, sem
steðjar að yngri sem eldri á
þessu sviði samfélagsins.
En samt gerist fátt til úrbóta
og vandinn eykst með ári
hverju.
Landssamband gegn áfengis-
böli er stórt orð, fögur hugsjón.
Hið sama má segja um
Bindindisráð kristinna safnaða
Stórstúku Islands o.fl.
011 gera þessi samtök sinar
tilraunir, eru sönn i viðleitni
sinni, stór i sinni fátækt, bjart-
sýn á bölþrungnu umhverfi.
En almenningsálitið ýmis sef-
ur eða hlær, setur upp grettu
eða geiflar sig.
Þar hefur nefnilega peninga-
valdið og heimskan kynt undir
kötlum græðginnar og komið
inn hjá fjöldanum sinnuleysi og
litilsvirðingu. Og blinda al-
mennings er svo algjör,
heyrnarleysið svo hatrammt, að
eyðingin hverfur og angistaróp-
in heyrast ekki.
Tjón af áfengis-
bölinu meira en
veiðar V-Þjóðverja
í landhelgi
Drykkjuskapurinn i landinu,
slysin, tjónið, hjónaskilnaðirnir
og hamingjuránið, sem af hon-
um leiðir gerir þúsund sinnum
meira tjón en Keflavlkursjón-
varp og fiskveiðar Þjóðverja i
landhelgi, og skal þó hvorugu
mælt bót.
Það er samt talið bera vott
um þjóðhollustu að standa gegn
menningarleysi myndanna og
ráni togaranna, þótt litlu eða
engu skárri myndirséu daglega
sýndar I sjónvarpi hér, að ekki
sé nú minnzt á kvikmyndahúsin,
sem verða að keppa um klám og
morð til að komast af með
rekstur sinn.
En i þá, sem vilja efla varð-
stöðu, vernd og vöku gegn
drykkjuskap er bara snúið baki
og Heði hinum blinda — al-
menningi á Islandi, fenginn
mistilteinn háðsins i hendur til
að skjóta að Baldri sannleikans,
sem samt gengur seint að drepa
alveg.
Ríkið styður illa
baráttuna gegn
áfengisbölinu
En hvers vegna? Er það
kannski mammon og nú oröið
sjálfur rikissjóður sem þarna
kyndir elda heimskunnar? Þá
höggur sá er hlifa skyldi. Þótt
rikið sjái ekki sóma sinn I þvi að
styðja við bak þeirra, sem berj-
ast gegn böli drykkjuskaparins,
fremur en milljónamæringur,
sem gefur bezta barninu sinu
fimmeyring til þroska, þá ættu
þó vitrir menn að vita hve
margar milljónir eða á nútíma-
máli billjónir eða milljarðar —
eða hvað þær nefnast þessar
háu upphæðir — þarf til að
kosta fangelsin, löggæzluna,
sjúkradeildirnar og allt uppi-
hald vesalinga, sem ekki megna
sjálfum sér i sinni neyð að
bjarga. Og vantar þó stöðugt
fleiri hæli og stærri stofnanir,
þrátt fyrir áfengisgróöann.
Væri ekki nær að fylgjast með
fræðslu Afengisvarnaráðs og
bindindissamtaka i landinu, og
vita aö þar er rödd sannleikans
að tala.
Sannleikurinn
mun sigra
Og sannleikurinn mun sigra,
hvernig sem þeir krossfesta
hann þá geta þeir ekki drepið
hann. Fornmenn — sem ekki
áttu þó eins víðan sjóndeildar-
hring og nútiminn ætti aö eiga —
trúðu á merkingu orðanna:
„Mun böls batna. Mun Baldur
koma”.
Það var þeirra upprisutrú.
Nú er baráttudagur Lands-
sambandsins næsta sunnudag
24. nóv.
Þá verður fræðslusamkoma i
Safnaðarheimilinu við Sólheima
kl. 8.30 að kvöldi. Þar segja AA
menn frá. Sýndar verða kvik-
myndir og fleira. Fjölmennið og
leggið þannig lóð i vogarskál
gegn vitfirringu áfengistizkunn-
ar- Arelius Nielsson