Vísir


Vísir - 21.11.1974, Qupperneq 3

Vísir - 21.11.1974, Qupperneq 3
Vlsir. Fimmtudagur 21. nóvember 1974. 3 MINJAGRIPIRNIR BIRTUST MÁNUÐI EFTIR MÓTIÐ voru settir í skipapóst í staðinn fyrir flugpóst Þegar landsmót skáta var haldið I sumar, lét mótsstjórn framieiða ýmsa minjagripi með merki mótsins á úti i Bretlandi. Minjagripina átti slðan að selja til þess að standa straum af kostnaði við mótið. En mótsstjórnin sat heldur betur I súpunni, þvr minjagrip- irnir komu aldrei frá Bretlandi. Mótið leiö, án þess að nokkuð bólaði á þeim. Það var ekki fyrr en mánuði seinna, sem þeir birtust — og þá með skipapósti. Ástæðan fyrir seinkunni var sú, að í staðinn fyrir að setja þá I flugpóst, setti brezka fyrirtækið þá i skipapóst — liklega til þess að spara nokkur pence. „Við höfum enga skýringu fengið á þessu”, sagði Ægir Ingólfsson hjá Bandalagi Islenzkra skáta, þegar Vlsir ræddi við hann. „Við rukum upp til handa og fóta viku fyrir landsmót, vegna þess að minjagripirnir birtust ekki. Flugfélag Islands I London var okkur mjög hjálplegt, og starfsmenn þar komust að þvl, að allir I brezka fyrirtækinu voru komnir I sumarfri. Og það var sama hvað þeir leituðu, enginn fannst sem gæti sagt eitthvað um minjagripina”, sagði Ægir. Hann sagði, að það hefði þvi komið flatt upp á alla, þegar gripirnir birtust allt I einu mánuði eftir landsmótið. En það er núna, sem skátarnir ætla að byrja að selja minjagripina. Það verður gert á skrifstofu Bandalags Islenzkra skáta og I Skátabúðinni. —ÓH Ægir sýnir þarna hluta af minjagripabirgöunum, sem bárust mánuði of seint. Skeiðin er einn af þeim gripum, með merki landsmóts skáta greipt I. Ljósm.: BG. Grundfirðingar eignuðust nýlega nýtt flutningaskip, sem híotið hefur nafnið Svanur. Svanur er um 1400 lestir og flutti með sér salt, þegar hanri kom I fyrsta sinn til heima- hafnar. Aðaleigendur eru Pálmi Pálsson skipstjóri, Jón G. Kristinsson 1. vélstjóri og Jón Sigurðsson, 2. vélstjóri. Tollverðir skoðuðu skipið, er það kom til Grundarfjarðar, en gáfu sér tóm til að tylla sér og svala þorstanum. Ljósm. Bæring Cecilsson. ■-> Aðaieigendur flutningaskipsins Svans: Jón G. Kristinsson, Jón Sigurösson og Pálmi Pálsson. Ljósm. Bæring Cecilsson. Gömul verzlun stœkkar við sig Skóverziun Péturs Andrés- sonar, ein af rótgrónustu skó- verzlunum landsins hefur nú aukið við rými verzlunar sinn- ar við Framnesveg 2 I vestur- bænum. Gamalt lagerpláss hefur nú veriðtekiðundir verzlunina og fæst við það rúmbetra pláss fyrir það, sem verzlunin hefur á boðstóium. Á myndinni stendur verzl- unarstjórinn I hinum nýja hluta verzlunarinnar. Ljósm. BG/—JB Leið landans liggur til Spónar: Meira að segja laxinn fer suður í sólina t fyrrinótt voru tæplega 50 þús- und laxar fluttir lifandi með Loft- leiðavél frá Kefiavik til Luxem- burg. Þaðan voru þeir fiuttir með bíl 1500 km veg til Spánar, þar sem þeim verður hleypt I ár. Að vísu voru þetta ekki stórir laxar, heldur sumaralin seiði frá fiskeldisstöðinni I Laxalóni.Þetta" er þriðja árið, sem hið sama spænska fyrirtæki kaupir þannig seiði þaðan, og leggur áherzlu á, að það sé vegna heilbrigði fiskj- arins. Spánverjar vilja fá marg- falt meira magn, en stöðin getur ekki látið meira en þetta. I Laxalóni eru seiðin látin I plastpoka, sem siðan eru fylltir með vatni og súrefni. Plastpok- arnir eru siðan látnir I trékassa og fluttir þannig til Luxemburg. Þar er seiðunum hellt I súrefnis- tank á bil, sem flytur þau til ákvörðunarstaðarins á Spáni. „Ég fékk skeyti frá kaupendun- um I gærkvöldi,” sagði Skúli Pálsson I Laxalóni. „Þar segir, að allt hafi komizt heilu og höldnu á leiðarenda. Þessi sami kaupandi vill kaupa mikið af regnbogasilungi, en um það er ekki að ræða, ég verð aö farga þeim stofni, sem ég fæ hvergi að hagnýta hér heima.” —SH SLOKKVIDUFTIÐ SKEMMDI EKKERT „Það er einn aðalkosturinn við duftslökkvitækin, að ekkert skemmist, þótt duftið lendi á öðru en þvi er beiniinis ætlað. Það er nóg að ryksuga það burt á eftir, og þá er ekki hægt að sjá, að nokkuð hafi gerzt”. Þetta sagði starfsmaður hjá fyrirtækinu I. Pálmason, sem flytur inn mikið af slökkvi- tækjum, i tilefni af atviki, sem gerðist I Hafnarfirði um siðustu helgi. Þá var brotizt inn I bólsturverk- stæði. Þegar menn komu til vinnu, var allt hvitt eftir að dælt hafði verið úr duftslökkvitæki verkstæðisins. Hugsuðu trésmið- irnir með skelfingu til þess, að allt væri ónýttaf völdum duftsins. En það nægði að taka fram ryksuguna, og eftir eina yfirferð sást ekki duftkorn. „Efnið I dufttækjunum er ammónium fosfat, og það loðir ekki við önnur efni. Svo sakar ekki að geta þess, að duftslökkvi- tæki hafa langmesta slökkvimátt- inn af öllum svona tækjum. Eitt litið tæki jafnast á við margfalt stærra vatnsslökkvitæki”, sagði starfsmaður I. Pálmason að lokum. —ÓH DÝRBÍTUR HERJAR Á FÉ LANGANESBÆNDA „Fjórar ær hafa verið bitnar til dauðs frá okkur, sem við vitum um, en ein hefur komið til”, sagði hús- freyjan á Hallgils- stöðum á Langanesi, Aðalbjörg Jónasdóttir i viðtali við Visi. ,,Þær voru allar bitnar eins, i endaþarminn”. Þeirri spurningu Visis, hvort sú bitaðferð væri ekki sérgrein minksins, svaraði Aðalbjörg: „Það er sagt, að stálpaðir tófuyrðlingar viðhafi gjarnan þessa aðferð. En þessar ær, sem bitnar voru fyrir okkur, voru allar bitnar hérna rétt við tún- garðinn, rétt hjá Hafralónsá, og þar hefur orðið töluvert vart við mink. Einnig hafa fundizt lambshræ I heiðinni, og þar er örugglega um dýrbit að ræöa. Það er liklega allt i tiu til tólf fjár, sem vitað er til að hafi verið bitið. Annars hafa heimtur verið mjög slæmar undanfarið, ekki sizt i haust, enda viöraði illa um gangnaleytið. En einu sinni, þegar smalaö var, var föl á jörðu og þá sást mikið af tófu- slóðum. Það hefur lika sézt tófa hérna rétt hjá, en það er ekki hægt aðrekja slóðir fyrr en jörð verður hvit. Það er lflca helzt að elta dýrbitinn uppi með vélsleðum, þegar kominn er snjór. En dýrbítur hefur ekki herjað hér svo vitað sé i allmörg ár. Hann hefur ekki drepið jafn margt af neinum einum bæ öðrum en okkur. Ein kind var bitin frá Syðri-Brekkum, sem er næsti bær við okkur, en hitt er frá nyrztu bæjum á Langanes- strönd”. A Hallgilsstöðum er um 300 fjár og fimm kýr. —SH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.