Vísir - 21.11.1974, Síða 7
Vlsir. Fimmtudagur 21. nóvember 1974.
7
cyVIenningarmál
HNEGG
Það var ekkert
meðalhross sem lagði
af stað listveginn hérna
um árið þegar Stein-
grimur Sigurðsson hóf
listmálun sem atvinnu,
heldur foli svo ótaminn
að enginn bönd héldu
honum, grindverk
myndbyggingar var
mölbrotið, litum var
þeytt einsog undan hóf-
um og afleiðingin varð
sjaldan fugl né fiskur.
Óstýrilætið og lifsbar-
áttan settu sitt mark á
verkin en þrjóska lista-
mannsins hélt honum á
skeiði gegnum árin.
Maraþonmálunarferð-
ir um landið og önnur
lönd, hraðinn var ávallt
MYNDLIST
eftir Aðalstein
Ingólfsson
sá sami, og lifsfjör
málarans óþrjótandi.
Steingrímur er sennilega eini
málari I heimi sem hefur gert
sér ferð til Kennedyhöfða til að
mála i hvelli kraftmestu og
hröðustu maskinur þessa
heims, eldflaugar, og það á
flugi. Þannig er Steingrímur
liklega arftaki fútúristanna, og
er ekki sýnt að hann hætti i bili.
Sýningafjöldinn er einnig tákn-
rænn, 18einkasýningar, fleiri en
flestir stórmálarar i Evrópu
halda um lifstið. Og alltaf fór
maður á sýningar Steingrims,
ekki vegna myndanna, heldur
vegna málarans sjálfs og þess
bóhemska andrúmslofts sem
rikti I kringum hann þar sem
hann stóð með listamannshúfu
og bál i augunum og útskýrði
með drynjandi röddu tildrög og
tilurð myndanna, hvatti til
kaupa, striddi feimnum yngis-
meyjum frá Stokkseyri, eða gaf
afkvæmum sinum ordrur eins
og hershöfðingi. Eða bara hló
svo að glumdi i röftum. Þannig
leit maður á Steingrim sem
einskonar uppákomu, ,,one-man
happening”, hressandi og
styrkjandi eins og maltöl.
En ekki ná allir þeir sem
byrja við ósinn i listinni að finna
uppsprettuna, og nú, á sýningu
Steingrims i Hamragörðum, ber
margt vott um að Steingrimur
sé aö nálgast þá ljúfu lind, og
folinn að spekjast og tölta fint.
Vald Steingrims yfir litum hefur
aukist mikið, og kemur i ljós að
hann hefur auga fyrir afstrakt-
formum og landslag hans er
ekki lengur slæmt landslag,
heldur Steingrimslandslag með
karakter og fútti.
ÞRYKKIFÉLAGIÐ
Galleri SÚM er iðið
við að fá hingað til
lands sýnishorn af er-
lendri list, og er það
fagnaðarefni að þeir
skuli sýna grafik eftir
meðlimi hins danska
„Trykkerbanden” frá
Kaupmannahöfn. í
fyrsta lagi er tækni
hinna 14 listamanna
sem sýna fyrsta flokks,
samband þeirra við
umheiminn beint,
fölskvalaust og
ástriðuþrungið, og i
þriðja lagi stilla þeir
verði mynda sinna i
hóf. Af þessu þrennu
geta islenskir lista-
menn lært. Tæknin er
fjölbreytt, seriógrafia,
zinkógrafia, æting,
offset þrykking, litó-
grafia og dúkskurður.
Knud Andersen sýnir fimm
seriógrafiur i kringum sama
mótifið, náttúruuppstillingu og
hefur mjög gott vald yfir bæði
tón og linu. Aske Dam sýnir
fimm kringlóttar seriógrafiur,
þar sem hann notar glans-
myndaaðferð ljósmyndatækn-
innar við uppstillingar á brúð-
um og kúlum. Henrik Flagstad
sýnir litlar myndaseriur i svart-
hvitu þar sem hann rokkar á
milli góðlátlegs gamans og
biturrar ádeilu á efnishyggju-
þjóðfélag. Johanne Foss sýnir
fjórar litógrafiur með Grænland
sem viðfangsefni og nær af mik-
illi næmni að vinna með hrjúf
form og grænhvita jökulliti á
áhrifamikinn hátt. Henning
Hansen er sennilega eini veiki
punkturinn i sýningunni með
ætimyndir sinar, sem eru
ófeimnislega skrautlegar. Leif
P
ús B
CL
iii
- 4*
Seria eftir Henrik Flagstad
Kath á hér fimm dúkskurðar-
verk, sem mjög persónulegt
litaskyn hans, myndbygging og
viðfangsefni gera áhrifamikil.
Mogens Kölkjær á hér flest
verkin, myndskreytingar sinar
á bók spænska absúrdleikrita-
skáldsins Arrabal, „Bréf til
Frankos hershöfðingja” fjögur
plaköt um sama viðfangsefni og
fimm serigrafiur. Kölkjær notar
ýmis mótif og aðferðir til að ná
áhrifum sinum og tekst vel upp.
Serigrafiur hans eru hinsvegar
ekki eins merkilegar.
Mogens Nörgaard á hér fjórar
litógrafiur, vandlega teiknuð
mótlf af heimilistækjum og
fleiru sem einkennir nútima-
þjóöfélag og Ole Sporring
bregður á meiri leik en aðrir
þátttakendur, en á bak við dans-
andi linur hans dregur hann upp
myndir af frumstæðri menningu
á undanhaldi undan nútiman-
um. Ingelise Westman vinnur
með seriur andlita og trjáa, sem
hún svo endurtekur eftir vissum
tónstiga. Aðrir listamenn hér
eru þeir Sören Hansen, Sys
Hindsbo, Jörgen Tang Holbek
og Susanne mark og eru verk
þeirra allra vel gerð og höfða
bæði til samvisku okkar og
formskynjunar. Sýningin stend-
ur til 30. nóvember og eru öll
verkin til sölu á hlægilega lágu
verði.
SKRAUT
Steinþór Marinó Gunnarsson
hefur undanfarið sýnt oliumál-
verk og lágmyndir á Mokka.
Málverk hans eru aðallega af
hrauni og fjöllum og er einnig
hraunsvipur á lágmyndum
hans, þar sem hann virðist
byggja upp hrjúfan flöt á
masónlt e. eitthv. þ.u.l. með
sandi eða plasti. Málar hann
siðan ferstrend form ofaná, en
litir hans vilja vera of sætir, og
væmnir, og virka þær myndir
hans sennilega betur sem vegg-
skreytingar, fremur en sjálf-
stæð málverk.
MYNDLIST ÁBÁGT Á AKUREYRI
Stjórn myndlistarfélags
Akureyrar hefur afhent bæjar-
stjóra Akureyrar fundargerða-
bók félagsins til varðveizlu með
þeim orðum að vonandi geti sú
bók orðið siðar einhverjum
áhugasömum mönnum og kon-
um að gagni, verði gerð tilraun
til þess að endurvekja eða
stofna sams konar félag og
Myndlistarfélag Akureyrar
var. Leyfi ég mér i stuttu máli
að rekja aðdragandann og or-
sakir fyrir þvi, hvers vegna
félagið hættir störfum.
Myndlistarfélag Akureyrar
var alltaf fámennt félag, oft
voru fundir boðaðir en fáir
mættu, margir kallaðir til
starfa, en fáar hendur unnu þau
verk sem vinna varð,(Svipaðar
sögur geta án efa fleiri sagt i
öðrum félagasamtökumj En
þrátt fyrir fáar vinnufúsar
hendur hefur félagið staðið að á
annan tug sýninga og þykjast
félagsmenn hafa skilað drjúgu
skrefi i þá átt að gera Akureyri
að betri bæ og skemmtilegri
með þvi að bjóða upp á list-
sýningar, en þann þátt fannst
félagsmönnum vanta I bæjar-
lifið.
A meðal stærri verkefna
félagsins og kostnaðarmeiri
voru sýningar á verkum Þor-
valds Skúlasonar og Asgrims
Jónssonar, ennfremur hafa
félaginu borizt fyrirspurnir frá
þekktum listamönnum, um
sýningaraðstöðu hér i bæ. Starf-
semi félagsins var orðin öllum
kunn, og sýndu fjölmiðlar
félaginu mikinn áhuga sem þvi
miður fékkst ekki hjá yfirvöld-
um þessa bæjar.
Jafnt sýningahaldi hafði
félagið forgöngu um námskeið i
sameiningu við Námsflokka
Akureyrar og siðar stofnun
myndlistarskóla i Mynd-
smiðjunni, þar sem félagsmenn
unnu mikið endurbótastarf við
að koma húsinu, sem var I
niðurniðslu i nothæft ástand.
Það starf tókst að loknu þrot-
lausu starfi og erfiði og virtist
langþráður draumur vera að
rætast, þar sem skólinn var og
sú sýningaraðstaða, sem þar
skapaðist. Hefur öll vinna sem
félagsmenn lögðu þar fram,
orðið að litlu, þar sem Akur-
eyrarbær hefur keypt húsið
fyrir Námsflokka Akureyrar og
nýtt húsnæðið starfsemi þeirra
þó svo að myndlistarskólinn
hafa fengið þar inni.
Ljóst er að málverkasýningar
verða ekki haldnar i húsinu, þar
sem veggir hafa verið rífnir
niður til þess að húsnæðið megi
betur aðlagast þeirri kennslu
sem Námsflokkar Akureyrar
bjóða upp á. Þarna hefur
siðasta vigi Myndlistarfélags
Akureyrar fallið og verður ekki
annað hlaðið i þess stað. Er
þarna eini boðlegi sýningar-
salurinn sem til var á Akureyri
rifinn úr höndum félagsins án
þess að annar komi i staðinn.
Fyrir um það bil 25 árum var
Akureyrarbæ gefið listaverk af
þeim hjónum Barböru og
Magnúsi A. Arnasyni, og átti
það að verða fyrsti visir að
listasafni á Akureyri, sá
draumur hefur ekki rætzt. Þess
má lika geta að árið 1948 höfðu
akureyskir fristundamálarar
stofnað með sér félag, var þess
getið i blöðum að bæjarbúar
mættu verða hreyknir af þvi
félagi þvi þá væri þess vonandi
að vænta að áhugi á myndlist
myndi glæðast og auka hin sorg-
lega fábreyttu tækifæri, sem
bæjarbúar hefðu til að kynnast
listum. Endalok þess félags veit
ég ekki.
Myndlistarfélag Akureyrar
gerði sitt til þess að glæða áhuga
bæjarbúa á myndlist, en þvi
miður varð aðsókn að sýningum
dræm og fjáröflunarleiðir, sem
félagið reyndi t.d. með þvi að
gefa áhugafólki um myndlist
kost á að gerast styrktar-
félagar, mistókust nær gjör-
samlega.
Virðist hér gæta i vaxandi
mæli þreytu i andlegum efnum
og virðist hún aukast með hinni
efnalegu velsæld, hvernig svo
sem á þvi stendur. Hér hefur
verið lögð rækt við tónlist og
leiklist um árabil og skáld-
skapur hefur átt hér höfuðból,
en myndlist ávallt átt erfitt
— og nú hefur
Myndlistar-
félagið verið
logt niður
uppdráttar og virðist allt benda
til þess að svo veröi enn.
An riflegra styrkja og aðstöðu
til sýningarhalds getur Mynd-
listarfélagið ekki starfað i fyrri
mynd og vafasamt hvort grund-
völlur sé til að reyna það enn
frekar.
Undirritaður veit að það hefði
staðið öðrum nær að rita þessar
linur þar sem margir hafa lagt
fram meiri vinnu en hann innan
Myndlistarfélagsins. Mér hefur |'
verið þetta bréf óljúft verkefni,
og ég hefði að sjálfsögðu kosið
að til þess hefði ekki þurft að
koma.
En að lokum er þeim hér með
þakkað sem lögðu félaginu lið i
erfiðu tafli, sem fór ekki i bið,
heldur varð það mát, ef til vill
heimaskltsmát, en um það má
vafalaust deila.
Valgarður Stefánsson.