Vísir - 25.11.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 25.11.1974, Blaðsíða 1
VISIR 64. árg. —Mánudagur 25. nóvember 1974. — 236. tbl. Umfangsmikil leit í Keflavík að Geirfinni — baksíða ANDVARI STRANDAR í HÆGUM ANDVARA — baksíða LÖGREGLA í ÖNNUM - bls. 3 FH í átta íiða úrslit — íþróttir í OPNU Braut fanga- klefa í œðis- kasti — geðveill maður gekk berserks- gang í fangelsinu í Keflavík — sjá baksíðu ÞYZKUR TOGARI FÆRÐUR TIL HAFNAR n Gegn byssum höfum við ekkert svar" — sagði Mastitt, þýzki skipstjórinn á togaranum Arcturus við fréttamenn Vísis í Eyjum í morgun Lögregluþjónarnir, sem settir voru um borð i Arcturus viO komuna til Vestmannaeyja i morgun: Magnús Pálsson og Agnar Angantýsson. Meö þeim er skipshundurinn á togaranum, Tarzan aO nafni. Ljósm. VIsis Bragi. //Nei, nú er stopp/" sagði Guðmundur Kjærnested/ skipherra á varðskipinu Ægi/ er Vísir bar upp við hann þá spurningu, hvort togarinn hefði verið tekinn samkvæmt skipun úr landi. Þá hafði hann sagt Vísi frá töku togarans í stórum dráttum. Togarinn, ARCTURUS N DX 739 frá Bremerhaven var staöinn að ólöglegum veiöum á Mýrar- grunni 15 milur innan 50 milna lögsögunnar milli klukkan fjögur og fimm i gær. Varðskipið Ægir skaut lausum skotum og einu föstu að togaranum, en ekki var skotið i hann. Við þetta nam togarinn staðar. Þá voru sex vopnaðir menn sendir frá Ægi um borð i togar- ann. Fyrirliði þeirra var Þor- valdur Axelsson, fyrsti stýri- maður, en hann var jafnframt einn af skyttunum um borð i Ægi. Þrir varðskipsmanna voru vopnaðir með byssum, en hinir þrir með kylfur. Ekki kom til neinna átaka um borð i togaranum, heldur mun skipstjórinn, Mastitt að nafni, hafa géfizt upp þegar i stað. „Gegn byssum höfum við ekkert svar,” sagði hann. Eftir töku togarans fór varð- skipið ásamt togaranum að strandstað Andvara, VE 100. „Við hefðum getað dregið hann út, hefðum við komið örlitlu fyrr,” sagði Guðmundur Kjærnested, skipherra. „En þegar við kom- um, voru skipverjar að yfirgefa skipið og komnir i land.” Varðskipið kom siðan með togarann til hafnar i Vestmanna- eyjum um sexleytið i morgun, og voru þá tveir lögregluþjónar sett- ir um borð i togarann. „Auðvitað er ekkert gaman að þessu,” sagði Mastitt, þýzki skip- stjórinn. „En svo lengi sem út- færslan hefur ekki verið viður- kennd, teljum við, að við séum i rétti.” Arcturus N DX 739 var fyrsti þýzki togarinn, sem islenzkt varðskip skar á togvirana hjá. Það var fyrir réttum tveimur ár- um, 25. nóvember 1972. Þá var sami skipstjóri með skipið. „Við höfum oft lent i útistöðum viö varðskip, sem jafnframt hef- ur reynt að skera aftan úr hjá okkur, en þetta var i eina skiptið, sem það hefur tekizt,” sagði Mastitt. Séð yfir togarann. Hann haföi verið 36 tima á veiðum I þessari ferð. Ljósm. Visis Bragi. Togarinn Arcturus er 724 brúttólestir, smiðaður 1963. Hann hafði verið að veiðum i 36 tima er hann var tekinn, þar af i 16 tima með varðskipið i nánd. Mál skipstjórans verður tekið fyrir hjá bæjarfógetanum i Vest- mannaeyjum kl. 10 i fyrramálið. JB/SH Pétur Sigurðsson: Aukin pressa á v-þýzka í landhelginni Aðspurður um þaö, hver hefði tekið ákvörðunina um töku vest- ur-þýzka togarans, sagði Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgis- gæzlunnar: „Við skulum láta þá spurningu iiggja milli hluta. En reglan er sú, að endanleg ákvörð- un um togaratöku er alltaf i hönd- um skipherra viðkomandi varö- skips. Yfirstjórn Landhelgisgæzlunn- ar ákvað fyrir nokkru aö auka pressuna á v-þýzku togarana á miðunum, og það má þvi segja að þessi togarataka sé afieiðing þeirrar ákvörðunar”. — ÓH. Lézt eftir átök 48 ára gamall maður lézt í Vestmannaeyjum eftir átök aðfaranótt sunnudagsins. Hann hét Þorleifur Guðjónsson, skipstjóri/ og var búsett- ur i Eyjum. Kl. 3.50 aðfaranótt sunnu- dagsins kom maður inn á lög- reglustöðina i Vestmannaeyj- um- Hann tilkynnti að hann hefði lent i átökum við mann, og lægi sá rænulaus fyrir framan hús númer 25 við Vestmanna- braut. Lögreglan fór þegar á stað- inn og fann þar Þorleif heitinn rænulausan liggjandi á götunni. Blóð var i munni hans og nefi. Hann var fluttur á sjúkrahús. Skömmu eftir komuna þangað tilkynntu læknar að hann væri dáinn. Lik Þorleifs var sent til Reykjavikur til nánari skoðunar til þess að fá skorið úr um dánarorsök. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var enn ekki kunn i morgun. Maðurinn, sem lenti i átökum við Þorleif, var góöur kunningi hans. Hann situr i gæzluvarð- haldi. Við yfirheyrslur hefur hann borið, að átökin hafi ekki verið hörð. Mennirnir voru að koma af dansleik i samkomu- húsinu og voru báðir ölvaðir. —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.