Vísir - 25.11.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 25.11.1974, Blaðsíða 5
Vtsir. Mánudagur 25. nóvember 1974. rLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ;s Umsjón Guðmundur Pétursson Morðaldo ó N-frlandi Flugrœningjarnir fó hvergi hœli Arabísku flugræningj- arnir, sem rændu VC-10- vélinni brezku í Dubai árla á föstudag, hafa hlýtt á nær öll Arabarikin for- dæma aðgerðir þeirra., Tefla þeir nú á tæpasta vaðið í von um að f inna sér öruggt hæli í Túnis. Ræningjarnir hafa enn þrjá brezka flugliða vélar- innar á valdi sínu um borð í henni, þar sem flugvélin stendur á flugvellinum í Túnis. Þeir höfðu hótað að sprengja vélina i loft upp snemma i morg- un með sjálfa sig og gislana inn- Ein flugfreyjan i VC-10 vélinni sést hér á myndinni fyrir neban klifra niður stiga úr vélinni, eftir að ræningjarnir leyfðu loks farþegum og flestum gislunum að fara úr flugvélinni. anborðs, ef þeim væri ekki lofað griðum gegn þjóðfrelsishreyfingu Palestinu (PLO). Um borð hjá þeim eru einnig sjö skæruliðar Palestinuaraba, sem verið höfðu i haldi I Egypta- landi og Hollandi eftir fyrri hryðjuverk (meðal annars árás- ina á hollenzka sendiráðið i Khartoum og morðið á banda- riska sendiherranum þar). PLO, hinn pólitiski armur Palestinuskæruliða, hefur for- dæmt flugræningjana og kallað þá skemmdarverkamenn, sem spilli fyrir málstað Palestinuar- aba. Fréttastofa PLO i Beirut sagði i gær, að komizt yrði eftir þvi, hverjir stæðu að baki flug- ráninu, og viökomandi látnir sæta ábyrgð „fyrir þann glæp, sem þeir skulu gjalda dýru verði.” Irak, Egyptaland og Libýa hafa öll fordæmt ræningjana, og skæruliðasamtökin i Sýrlandi hafa kallað þá svikara og hvatt allar ríkisstjórnir til að sýna þeim enga linkind, hvað sem þaö kosti. Egyptar, sem sáu sig til- neydda til að verða við kröfum ræningjanna um að láta lausa skæruliða úr fangelsum, sögöust ekki mundu semja aftur við slíka. Fullyrtu Egyptar, að flug- ræningjarnir hefðu hlotið þjálfun i Libýu, og verið kostaðir þaðan til flugránsins. Libýustjórn hefur borið þetta af sér og sakar Eg- ypta um að vilja ófrægja Libýu. Flugræningjarnir, sem höfðu varpað einum farþeganum út á flugvellinum i Egyptalandi og skotið hann i bakið, þegar þráazt var við kröfum þeirra, sjá þvi ekkert nema fullan fjandskap, hvert sem þeir ætla að snúa sér. Þeir slepptu öllum farþegum vélarinnar þegar þeir fengu skæruliðana lausa. Tveir handjárnaðir Palestinu- skæruliðar sjást hér stiga úr hollenzkri flugvél á flugvellin- um I Túnis, eftir að holienzk yfirvöld urðu við þeim kröfum flugræningjanna að sleppa félögum þeirra úr fangelsi. . *» a Sjö manns voru skotnir og drepnir af aftökusveit- um « Belfast um helgina, takmörkun augaeignar Ford Bandaríkjaforseti sneri aftur heim til Banda- rikjanna í gær að loknum viðræðum sínum við Leonid Brezhnev í Vladivostok, þar sem náðist munnlegt sam- komulag um takmörkun kjarnorkueldf lauga beggja þessara stórvelda. Anægöur með árangur viðræðnanna skýrði Ford frá þvi, aö i vændum væru ágætir samningar, sem koma mundu báöum rikjunum til góöa. Aðalinntak þess samkomulags, sem leiðtogarnir geröu með sér, liggur i þvi, að sett veröi ákveðið hámark á eign hvors rikis fyrir sig á eldflaugum meö kjarna- odda. Tekur þaö einnig til eld- Happy á skurðarborðið Eiginkona Nelsons Rockefellers verður lögð inn á sjúkrahús í dag til þess að láta f jarlægja af henni hægra brjóstið. Happy Rockefeller (48 ára) gekkst undir svipaða aögerð á vinstra brjósti 17. október s.l. — skömmu eftir að forsetafrúin, Betty Ford, haföi verið skorin upp við krabbameini af sama tagi. Rockefeller sagði frétta- mönnum, aö kona hans hefði vitaö I siðustu viku, þegar hún var i Washington meðan þing- nefndirnar yfirheyrðu mann hennar, að hún yrði að gangast undir skurðaðgerðina. Sagði hann, að þau hjónin hefðu afráðiö, að hún legðist frekar undir skurðhnifinn en þola einhverjar krabbameins- verjandi aðgerðir. flauga, sem eru útbúnar fjölhU'ðslum. Hámarksfjöldinn hefur ekki verið látinn uppi, en forsetinn mun gera leiðtogum þing- flokkanna grein fyrir viöræðun- um á morgun. Kom fram, aö Ford biöur skriflegra samninga um þetta atriði, þar sem Rússar setji skýrar fram skilmálana, sem þeir kynntu i Vladivostok. Samkomulag þetta er fyrsta framvindan 1 afvopnunar- viðræðum rikjanna, sem hafa verið strandaðar i nær ár. Tók þaö til flugvéla Banda- rikjamanna, sem bera kjarn- orkusprengjur, og er það mikil- væg tilslökun af hálfu Banda- rikjamanna, sem hingað til hafa aldrei léð máls á takmörkun fjölda þessara sprengjuflugvéla. A hinn böginn gerðu Rússar sér að góðu, þótt herstöðvar Banda- rikjamannaerlendis yrðu látnar standa utan við þessar tak- markanir, sem ræddar vorú i Vladivostok. Embættismenn, sem voru i fylgd meö Ford i Vladivostok, létu svo ummælt, að betur hefði Ford forseti ánœgður með árangur fundarins fariðá meðFord og Brezhnev en fyrrverandi forseta Banda- rikjanna, Nixon, þegar hann sótti Brezhnev heim. — Þeir Ford og Brezhnev eiga það sameiginlegt að báöir kepptu I knattspyrnu á skólaárum slnum. Ford lét i ljós, aö Bandarlkjun- um hefði oröið meira ágengt I þessum viðræöum, en menn höfðu þorað að vona fyrir fundinn. en þá gekk yfir Norður-ír- land ein versta moroalda sögunnar. Fjórir kaþólikkar og þrír mótmælendur fylltu þarna hóp fallinna/ sem orðnir eru 87 á þessu ári. Hinir látnu voru kaþólskur af- greiöslumaöur á bilastöö og mót- mælandi, sem beið eftir leigubll, mótmælandi, sem vinnur á benslnstöð og 17 ára aöstoöar- stúlka hans, tvitug kaþólsk stúlka, sem starfar á bilaverk- stæði, og tveir kaþólskir menn, annar skotinn yfir vinglasi á bar og hinn var rifinn út úr hóteli og skotinn fjórum kúlum i höfuðiö. Oryggislögregluna grunar, að eitthvað af þessum morðum eigi rætur að rekja til sprenginganna i Birmingham, þar sem 19 létu lifiö og 184 særðust. öfgasamtök mót- mælenda hafa hótaö þvi að drepa 2 kaþólikka á N-Irlandi fyrir hvern einn borgara, sem felldur er i Englandi. 60 TEKNIR AF LIFI Eþíópía bíður þess, að nýr leiðtogi fylli skarð Aman Andom, hershöfð- ingja, sem tekinn var af lífi i fjöldaaftökum að- faranótt sunnudags, en þá létu 60 embættismenn og foringjar hersins lífið. Æðsta herráðið, sem fer með öll völd i landinu, til- kynnti í útvarpi, að senn yrði kunngert, hver tæki við af Andom. Fjöldaaftökurnar eru sagðar hafa farið fram i aðalfangelsi höf- uðborgarinnar, Addis Ababa. Areiöanlegarheimildirherma, að fangarnir, sem voru valdir til að standa frammi fyrir byssukjöft- unum, 29 borgarar og 31 foringi úr hernum, hafi veriö teknir úr klef- um sinum um kl. 9 að kvöldi og veriö skotnir i hópum um 45 minútum siðar. Enginn veit, hvaö orðið hefur um lik þeirra, en herráðið sagði i útvarpstilkynningu, að fjölskyld- ur þeirra, sem teknir voru af lifi, geti ekki krafizt jarðneskra leifa þeirra til greftrunar. — Jafn- framtvarbann lagt við allri sorg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.