Vísir - 25.11.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 25.11.1974, Blaðsíða 12
12 Vlsir. Mánudagur 25. nóvember 1974. Mestu haustrigningar um langt árabil á Eng- landi eru farnar að setja svip sinn á ensku knatt- spyrnuna. Einkum á Suð- ur-Englandi og fjórum deildaleikjum skolaði regnið á brott á laugar- daginn — tveimur f fyrstu deild í og við Lundúna- borg og tveimur í annarri deild/ þar sem vellirnir voru of blautir til að hægt væri að leika á þeim. Þar sem leikið var, voru vell- irnir þungir og erfiðir — víða flag eftir rigningar viku eftir viku. En spenn- an er hin sama og áður. Lið mega beinlínis ekki komast á toppinn í 1. deildinni — þá er þeim rutt á braut í næsta leik. Fjórðu vikuna í röð varð breyting á efsta sætinu — og Manch. City skauzt aftur upp á toppinn eftir stórsigur á Leicester á Maine Road í Manchest- er. Leikmenn Leicester hafa ef- laust óskað eftir þvi þar, að landsliðsmarkvörðurinn Peter Shilton væri I markinu — hefði ekki veriö seldur til Stoke City nokkrum dögum áður fyrir met- upphæð á markverði I heimin- um, 300 þúsund sterlingspund — BBC sagði oftsinnis 325 þúsund sterlingspund á laugardag — og það er önnur mesta sala, sem um getur á leikmanni á Eng- landi. Everton greiddi Birming- ham 350 þúsund sterlingspund fyrir Bob Latchford. Einnig Regnið skolaði á brott leikjum í 1. og 2. delld sama félag 300 þúsund sterl- ingspund til Burnley fyrir Mart- in Dobson. Nei, Peter Shilton er ekki lengur I marki Leicester — en hins vegar bjargaði hann stigi fyrir Stoke með snilldarleik i Wolverhampton. En Leicester kom þó með nýjan leikmann til Maine Road — John Toshack, áður miðherja Liverpool, sem HtiÖ hefur þó komizt i Liverpool- liðið siðustu vikurnar, en hins vegar verið fastamaður I lands- liði Wales. Sennilega hefur helmingurinn af þvi fé, sem Leicester fékk frá Stoke, farið I að kaupa „stóra John” — einn bezta skallara i enskri knatt- spyrnu, en fyrsti leikur hans meö nýja félaginu var ekki glæsilegur. Hið skemmtilega liö Manch. City var i ham eins og alltaf á heimavelli á þessu leiktimabili. Vann sinn niunda sigur þar i 1. deildinni, frá þvi keppnin hófst i ágúst, i tiu leikjum. Náði aftur forustu i l. deild, sem liðið hafði fyrir tveimur vikum. 1 stjörnu- liöi City bar Denis Tueart af — lék snilldarleik, en óþekktur leikmaður „stal þó senunni”. Það var Bernard Daniels, sem lék sinn fyrsta deildaleik og skoraði tvivegis. Hann var áður hjá nágrönnum City — Manch. Utd. Eftir fyrri hálfleikinn leit ekki út fyrir stórsigur Manch. City. Denis Tueart sendi knött- inn eftir aðeins 35 sekúndur i mark Leicester — en Birchenall jafnaði á 15. min. 1-1 stóð i leik- hléi — en Manch. City byrjaði siðari hálfleikinn með enn meiri krafti en þann fyrri. Daniels skoraöi eftir aðeins 26 sekúndur og eftir það leit heimaliðið aldrei til baka. Daniels var aft- ur á ferðinni á 56. min. og skor- aöi. 3-1 og nokkrum minútum fyrir leikslok skoraði svo Colin Bell fjórða markið. 19 stig af 20 á heimavelli er glæsilegt — en árangur Manch. City á útivelli er hörmulegur — aöeins fimm stig af 18 mögulegum. Einungis neðsta liðið, Luton Town, er með lakari árangur á útivelli — fjögur stig af 18. Á Anfield tókst Liverpool og West Ham að sýna 46.500 áhorf- endum skemmtilegan leik, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Jafntefli varð 1-1, en bæði mörk leiksins komu með minútu millibili i fyrri hálfleik. Keith Robson skoraði fyrir West Ham á 11. min. Minútu siðar jafnaði Tommy Smith með þrumufleyg af 20 metra færi eftir horn- spyrnu. Tvivegis á fyrstu fimm minútunum var Liverpool nærri aö skora — og markvörður WH, Marvin Day þurfti oft að sýna góðan leik til þess að hindra Liverpool i að skora. West Ham fékk einnig sin færi — og Bonds og Brooking sýndu, að þeir eru i alfremstu röð enskra leik- manna, þó þeir kæmust ekki á markalistann að þessu sinni. En það er nú vist kominn timi til — og meira en það — að llta á úrslitin á laugardag. l.deild Burnley-Newcastle 4-1 Carlisle-Leeds 1-2 Chelsea-Sheff. Utd. frestað Coventry-Arsenal 3-0 Derby-Ipswich 2-0 Liverpool-WestHam 1-1 Luton-Everton frestað Manch. City-Leicester 4-1 Middlesbro-QPR 1-3 Tottenham-Birmingham 0-0 Wolves-Stoke City 2-2 2. deild Aston Villa-Portsmouth 2-0 Bristol City-Blackpool 0-1 Hull-Manch. Utd. 2-0 Millvall-Cardiff frestað Norwich-Bolton 2-0 Nottm.For.-York City 2-1 Orient-WBA 0-2 Oxford-Bristol Rovers 2-1 Sheff.Wed.-Fulham 1-0 Southampton-Oldhm. frestað Sunderland-Notts. Co. 3-0 Leik Coventry og Arsenal var hætt um tima vegna sprengju- leitar. Engin sprengja fannst — en Coventry sprengdi hins veg- ar Arsenal — já, þarna sprakk vopnabúrið eftir góða leiki að undanförnu. Mortimer skoraði fyrir Coventry á 5. min. og i sið- ari hálfleiknum voru dæmdar tvær vitaspyrnur á varnarmenn Lundúnaliðsins. Colin Stein skoraði úr þeim fyrri — en Willie Carr þeirri siðari. Ipswich, efsta liðið fyrir um- ferðina, hafði litið að segja i Derby án hinna sterku mið- varða sinna, Kevin Beattie og Alan Hunter. Aðeins mark- varzla litla Sivells kom I veg fyrir stórsigur Derby — Francis Lee missti af 4-5 mörkum vegna snilli Laurie Sivells. Kevin Hector skoraði á 8. min. og Bruce Rioch á 28. min. og fleiri urðu mörk Derby ekki, þrátt fyrir mikla pressu, einkum i fyrri hálfleiknum. Leikurinn i Wolverhampton var bráðskemmtilegur — og Stoke þarf ekki að sjá eftir að hafa keypt Shilton, þó dýr hafi hann verið — hátt I litinn skut- togara. Stoke náði forustu á 11. min. en Powell jafnaði fyrir Úlf- ana. 1 leikhléi stóð 1-1, en Jimmy Robertson kom svo Stoke I 2-1 á 59. min. Eftir það sóttu Úlfarnir mjög, en Shilton var I veginum, þar til á loka- minútunni, að vltaspyrna var dæmd á Stoke, sem Ken Hibbitt skoraöi úr. Leeds er á uppleið — greini- lega. Staðan var þó 1-0 fyrir Carlisle i leikhléi, en i þeim sið- ari fór Leeds-liðið vel i gang. Joe Jordan jafnaði og Duncan McKenzie skoraði sigurmarkið. Leikur Tottenham og Birming- ham var slakur—einkum kom það á óvart með Birmingham- liöið, sem sýnt hefur góða leiki að undanförnu. Jafnteflið var réttlátt — en litlu munaði i lokin, að Birmingham næði báðum stigunum — Ken Burns skallaði knöttinn i þverslá. Peter Noble skoraði þrjú af mörkum Burnley gegn New- castle — allt skallknettir. Leigh- ton James skoraði fjórða mark- ið úr viti, en Stewart Barrow- clough eina mark Newcastle. Don Revie, landsliöseinvald- ur, horfði á leikinn i fæðingar- borg sinni — Middiesborough — en það var ekki lið Jackie Charlton, sem sýndi einvaldin- um snilli, heldur landsliðs- mennirnir hjá QPR. Lundúna- liðið litla vann góðan sigur. Komst i 2-0 I fyrri hálfleik með mörkum Stan Bowles og Don Givens. I siðari hálfleiknum skoraði Middlesbro þó mark — en það gerði QPR lika, Don Rogers (áður Crystal Palace og Swindon). En fyrst við minntumst á Re- vie má geta þess, að gamli landsliöseinvaldurinn, sir Alf Ramsey, sagði eftir jafntefli Englands og Portúgal á dögun- um, að Revie stæði frammi fyrir miklu erfiðara hlutverki en hann (Ramsey) hefði gert, þeg- ar hann tók viö enska landslið- Þessir tveir „nýliðar” I Arse- nal-Iiðinu — i dökku peysunum með hvltu ermunum — hafa staðið sig vel siðan þeir byrjuðu að leika með Lundúnaiiðinu fræga á þessu leiktlmabiii. Myndin var tekin I leik Arsenal og Derby á dögunum á Highbury, leikvelli Arsenal, þegar Lundúnaliðið sigraöi 3-1. Terry Mancini, til vinstri, Irski landsliðsmaöurinn með italska nafnið, hefur skallað knöttinn yfir miðherjann háa, Roger Davies (nr. 9) en Brian Kidd „klifrar” upp á bak Peter Daniel (nr. 5). Kidd er mark- hæstur leikmanna Arsenal 1 haust — og þessi sókarlota gaf mark — mark, sem Alan Ball skoraði. inu 1963. „England á engan frá- bæran leikmann nú” sagði Ramsey „en þegar ég tók við átti England þrjá leikmenn i heimsklassa, Gordon Banks, Bobby Chariton og Bobby Moore”. Já, það er vist mikið til i þessu hjá sir Alf. I 2. deild tapaði Manch. Utd. i Huli — en það kom ekki á óvart. Hull hefur ekki tapað leik heima — og nokkrir af lykilmönnum Manch. Utd. eiga nú við meiðsli að striða. Þeir Lord og Wag- staffe skoruðu fyrir Hull — 1-0 I hálfleik. Norwich og Sunderland unnu bæði heima og eru nú fjór- um stigum á eftir Manch. Utd. — og eiga leik á útivelli inni. 1. umferö ensku bikarkeppn- innar, FA-cup, var háð á laug- ardag, en þá byrja liðin i 3. og 4. deild keppni. Litið var um óvænt úrslit — helzt það, að Preston náði aðeins jafntefli gegn Blyth Spartans á útivelli. Douglas skoraði fyrir litla liðið, en það var langt liðið á leikinn, þegar Holden jafnaði fyrir „Proud Preston”. Það gengur ekki of vel hjá Bobby Charlton með Preston-liðið og i leiknum var félagi hans — fyrrum heims- meistarinn Nobby Stiles bókað- ur enn einu sinni. Staðan i 1. deild er nú þannig: Manch.City 19 10 4 5 24-23 24 Liverpool 18 10 3 5 24-13 23 Ipswich 19 10 2 7 25-14 22 Everton 18 5 12 1 23-18 22 Derby 19 8 6 5 32-27 22 West Ham 19 8 5 6 35-28 21 Stoke 18 7 7 4 31-25 21 Sheff.Utd. 18 8 5 5 27-29 21 Birmingh 19 8 4 7 30-25 20 Newcastle 18 7 6 5 26-24 20 Burnley 19 8 4 7 32-30 20 Middlesbro 18 7 6 5 25-24 20 Wolves 19 5 8 6 22-25 18 QPR 18 6 5 7 22-24 17 Coventry 19 5 7 7 27-36 17 Leeds 18 6 4 8 23-21 16 Tottenham 18 5 5 8 22-25 15 Leicester 17 5 5 7 20-24 15 Arsenai 18 5 4 9 21-25 14 Cheisea 18 3 8 7 19-23 14 Carlisle 19 5 3 11 16-21 13 Luton 18 1 7 10 15-28 9 Staðan i 2. deild er þannig Manch.Utd. 19 13 3 3 31-11 29 Sunderland 18 10 5 3 30-12 25 Norwich 18 9 7 2 26-13 25 Aston Villa 18 8 5 5 28-15 21 WBA 19 7 7 5 23-15 21 Hull City 19 7 7 5 24-32 21 BristolCity 18 7 6 5 16-11 20 Oxford 19 8 4 7 18-28 20 Blackpool 19 6 7 6 18-15 19 Bolton 18 7 5 6 21-19 19 Nottm.For. 19 8 3 8 22-26 19 Notts Co. 19 5 8 6 23-26 18 Bristol Rov. 19 6 6 7 17-22 18 York City 19 6 -5 8 24-26 17 Orient 18 4 8 6 13-21 16 Fulham 18 5 5 8 21-18 15 Oldham 17 5 5 7 18-21 15 South.ton 17 5 4 8 22-26 14 Sheff.Wed 19 4 6 9 20-28 14 Millvall 18 4 5 9 18-26 13 Cardiff 17 5 3 9 18-27 13 Portsmouth 19 2 8 9 13-26 12 A Skotlandi tapaði Glasgow Rangers á heimavelli fyrir Hibernian. Joe Harper skoraði eina markið i leiknum á 29. min. i siðari hálfleik. Þar meö hafa öll liðin I deildunum sex á Eng- landi og Skotlandi tapað — Rangers varð sem sagt siðast til þess. Við tapið komst Celtic I efsta sætið i 1. deild á Skotlandi, -hslm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.