Tíminn - 15.05.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.05.1966, Blaðsíða 6
18 STJNNTJDAGUR 15. maí 1966 Sigurbjörg „Ég vil fá fleiri konur í borgarstj.u Sigurbjörg Guðjónsdóttir er húsfreyja og fjöggurra barna móðir. Hún býr með maúni sínum og bömum að Hverfis- götu 58 í kjallaraibúð. Hún er gestrisin að íslenzkum sið, þó að líklega hafi hún ekki úr of miklu að spila, og leyfir fúslega að lagðar séu fyrir sig nolckrar spumingar. — Hvað ert þú búin að vera gift lengi, Sigurbjörg? — Ég hef verið gift í 15 ár. Annars er ég úr sveit, ættuð úr Gnúpverjahreppi í Árnes- sýslu, en fór úr sveitinni eins og svo margir aðrir. — Nú átt þú fjögur börn. Finnst þér ekki rnikill munur á að ala börnin upp hér frá því sem er í sveitinni? — Jú, mikil ósköp. Yngsta barnið er sjö ára og komið yfir erfiðasta aldurinn, en nú var verið að ferma það elzta, sem svo fer í sveitina til afa og ömmu. Annars hefur mik- ið breytzt þar síðan ég fór, músík komið í fjósið og véla- kosturinn kominn til sögunn- ar fyrir alvöru. Ég kann nátt- úrlega ágætlega við mig í Reykjavík, en það getur verið erfitt með börnin, enda geta ekki allir komið þeim í sveit. Hér vantar tilfinnanlega leik- velli fyrir 7—10 ára börn, eins finnst mér, að setja ætti upp einhverja tómstundaiðju fyrir þau í stórauknum mæli. Yfir- leitt finnst mér undanlega lít- ið gert fyrir börnin, þau geta hvergi verið nema á götunni, enda fara óknyttir þeirra eðli- lega vaxadi. — Hvernig finnst þér af- koman hér miðað við það, sem var fyrir nokkmm árum? — Ég held, að afkoman hafi verið betri árið 1948, en nú, því að þá höfðum við þá af- gang. Ekki sízt er það húsa- leigan. Við erum að vísu hepp- in, því að við leigjum'h já góðu og sanngjömu fólki, enda buð- um við hækkun í fyrra til að halda húsnæðinu örug^tega. En maður heyrir um, að fólk þurfi að borga allt að 7 þúsund krónur fyrir góða 3ja her- bergja fbúð, sem er auðvitað óskaplegt. Og ég þekki aðra fjölskyldu, sem var boðin 3ja herbergja íbúð fyrir 6 þúsund, og þau gátu það, því að mað- urinn var í svo góðri stöðd. Yfirvöldin gera svo sem ekki mikið fyrir fólk, ég kynnist því bezt, þegar veikindi vorn hjá mér og ég leitaði eftir fyr- irgreiðsiu. Húsnæðisvandræð- in eru svo mikil, að svarta- markaðsbraskaramir sjá sér auðvitað leik á borði. — Finnst þér ekki erfitt að gera innkaup á matvörum, þeg- ar verðhækkanimar eru svona örar? — Jú, mikil ósköp. Þetta er alyeg hræðilegt með hækkun ina á fiskinum, það liggur við, að það sé að verða ódýrara að kaupa kjöt, ef það fæst i heildsölu, eins og maður reyn- ir að fá það. Annars kunna flestar íslenzkar húsmæður ekki að gera inuikaúp, ég lærði það hins vegar þegar við vor- um í Bandaríkjunum, en þar bjuggum við í fjögur ár. Það kemur sér sannarlega vel að kunna að nota útsölur og hafa vit á að fylgjast með verðmis- muni á milli einstakra verzl- ana. Verðlagseftirlitið og eftir- lit með gæðum matvöra er nefnilega alls ekki í göðu lagi hérna, það má næstum segja, að slíkt vanti alveg. — Og svo eru kosningar framundan? — Já, það ber ekki á öðra, enda er kominn kosningahug- ur í marga. Mér heyrist á ýmsu, að margir, sem kosið hafa Sjálfstæðisflokkinn, ætli að hætta því núna, enda er sannarlega kominn tími til að skipta um borgarstjórnarmeiri hluta. Það er ekki nema von, að fólk sé óánægt, þegar það þarf að vinna alveg myrkranna á milli til að hafa í sig og á. Og ég fyrir mitt leyti vil líka fá fleiri konur í borgar- stjórnina og lízt sérstaklega vel á Sigríði Thorlacíus. Ég held, að hún yrði einstaklega góð- ur íulltrúi reykvískra kvenna þar og ætla mér því að styðja hana eindregið, segir Sigur- Ibjörg Guðjónsdóttir að lok- um. „Ég hef mikið traust á Sigríðiu Uppi í Hlíðarhverfi lítum við inn hjá ungum hjónum, sem raunar ætla innan skamms að flytja í nýtt hús inni í Ár- bæjarhverfinu. Frúin, Björg Hjálmarsdóttir, verður við ósk okkar um að hún svari fáein- um spurningum. — Ert þú Reykvíkingur? — Nei, ég er fædd á Seyð- isfirði, en hér er ég nú búin að eiga heima í 16 ár. — Langar þig aldrei austur á land nú orðið? — Jú, það kemur fyrir, eink um á sumrin, þó að mér líki vel hér. Ég er nú búin að vera gift í nokkur ár og við eigum tvö börn. Maðurinn minn, Berg jir Óskarsson, vinnur í ríkis- bókhaldinu. Og nú ætlið þið að flytja í þetta nýja hverfi þarna inn frá? — Já. Við áttum íbúð í Boga- hlíð, en seldum hana til að geta eignazt einbýlishús. Á meðan búum við hérna hjá for- eldram mínum. Við byggjum innfrá við götu, sem nefnist Glæsibær. Við reynum að byggja á sem skemmstum tíma, því að allt hækkar svo ört í verði. Þetta er alveg óskaplegt með byggingarkostnaðinn. Björg sem hefur hækkað meira en allt annað, og er þá langt jafn- að. Ég er oft innfrá við húsið, en maðurinn minn má sjald- an vera að því, hann vinnur svo mikið. Við ætlum að reyna að flytja inn núna í mánaðar- lokin. — Þú hefur þá líklega ekki mikinn tíma til að sinna nein- um áhugamálum þínum á með- an? — Nei, það er óhætt að segja það. Annars hafði ég gaman af að teikna og spilaði líka smávegis á hljóðfæri, en nú hef ég lagt þetta á hill- una. Reyndar er misjafnt, hversu góðan tíma húsmæður gefa sér til hluta af þessu tagi. — Heldurðu ekki að þjón- ustunni í nýja hverfinu sé eitt- hvað ábótavant ennþá? — Jú, það er enginn vafi á því. Það er engin búð komin þarna. Líka er enn alveg óvíst, hvar við eigum að láta dóttur- ina ganga í skóla, en hún hefur verið í æfingadeild Kennara- skólans, og ég sleppi því plássi ekki, nema ég sjái, að hún komist í jafn góðan skóla ann- ars staðar. — Og svo eru kosningar fram undan og að færast dá- lítið líf í tuskurnar? — Ekki ber á öðru. Það er svo sem nóg um að vera. Þetta nýjasta með fiskinn kiemur óneitanlega mest við okkur húsmæðumar. Ég sé öll blöð- in og held að yfirveguðu máli, að skynsamlegast hljóti að vera fyrir konur borgarinnar að reyna með atkvæði sinu að stuðla að því, að frú Sigríður Thorlacíus komist inn í borg- arstjómina. Ég hef mikið traust á frú Sigríði, ekki ein- ungis af pólitískum ástæðum, heldur líka m.a. vegna starfs hennar við Styrktarfélag van- gefina. Ég heiti því á konur borgarinnar að styðja þennan ágæta fulltrúa kvenþjóðarinn- ar við kosningarnar, segír frú Bjöíg að lokum. „Verðum að leggjast á eitt 22. maíu hverfinu og enginn sameigin- leg gæzla á börnunum. — Hvemig líkar þér svo við verðhækkanir síðustu daga? — Þetta er alveg óskaplegt með fiskinn og smjörlíkið. Mað ur veit aldrei, hvenær pening- arnir, sem maður sendir böro- in með út í búð til að kaupa fyrir, nægja. Ég held, að þessi Kristín Við erum stödd inn í Blesu- gróf og knýjum dyra á húsi, sem nefnist Laugafell Þar ætl- um við að ræða stundarkom við húsfreyjuna, frú Kristínu Karlsdóttur. — Þú ert méð stóra fjöl- skyldu? — Já. Börnin eru sex og nóg að gera við að snúast í kringum þau. Maðurinn minn er sendiferðabílstjóri og við höfum búið hér í sex eða sjö ár. Það er ekki svo slæmt að vera hér innfrá með börn Þetta hefur verið dálítið af- skekkt, en nú er það að versna. Það er lítið gert fyrir okkur hérna, umferð hesta og bfla stóreykst. — Hefur ekki þjónustunni við ykkur hér verið ábótavant? — Jú. Að vísu höfum við haft smábúð héma rétt neðan við, en annars er verzlun nið- ur við Tunguveg. Við höfum vatn og rafmagn, en skolplögn in hefur hins vegar ekki verið eins og bezt hefði verið á kos- ið. — Og bömin eru farin að ganga í skóla? — Þau fara í Austurbæjar- skólann með skólabíl, enda er mjög mikið af börnum hér lun slóðir. Hins vegar er eng- inn leikvöllur I lagi hér í dýrtíð komi harðast niður á bamafjölskyldum eins og okk- ar. Hækkanimar eru bara orðn ar næstum daglegar. — Og þið gerið ráð fyrir að búa hér áfram? — Ég sé ekki fram á annað en að við verðum að vera hérna, því að ekki er hlaupið að því að kaupa góða íbúð. Annars höfum við engin lán fengið út á þessi hús hér enda era þau utan skipulags, og hver hefur byggt eftir sínu höfði. Mér finnst nú samt, að við getum ekki verið algerlega utan við lög og rétt, því að við þurfum þó ag borga okk- ar fasteignagjald. Þessi hús eru búin að standa hér í ca. 20 ár. Það hefur verið eina úrræðið fyrir fólk, sem ekki hefur verið allt of vel efnum búið, að byggja hér. — Þú heldur líklega ekki, að hér verði nokkur breyting á? — Varla nema íhaldið falli nógu kyrfilega og Framsóknar- flokkurinn fái þann stuðning, sem honum dugir til veralegra áhrifa. Mér finnst, að fólk eigi ekki að leyfa sér skoðunar- leysi á stjórnmálum. Þau koma öllum jafnt við, og fólk á að nota kosningarétt að mínum dómi. — Ég vil sérstaklega hvetja kvenfólkið eindregið tíl þess að standa saman og mótmæla öllum þessum verðhækkunum. Ég held, að ég verði að vona að fólk rumski núna. Við verð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.