Tíminn - 15.05.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.05.1966, Blaðsíða 12
ORÐSENDING TIL STÖÐN- INGSMANNA B-LISTANS Kosninganefnd vill minna alla þá, scm fengið hafa happdrættis miða í kosningahappdrættinu senda að gera skil hið allra fyrsta. Það er mjög nauðsynlegt að allir velunnarar B-Iistans bregði fljótt við og hafi samband við skrifstofuna, Hringbraut 30, sem opin verður í allan dag, og alla daga í næstu viku frá kl. 9 að morgni til kl. 10 að kveldi. Þeir, sem ekki hafa tök á að koma á skrifstofuna geta hringt í síma 23757 og 12942 og verður þá andvirði miðanna sótt. VERUM SAMTAKA OG TRYGGJUM SIGUR B-LISTANS. Kosninganefnd. J 109. tbl. — Sunnudagur 15. maí 1966 — 50. árg. SMJORIÐ LÆKKAÐ EJ—Reykjavík, laugardag. Blaðinu barst í dag fréttatil- kynning frá Framleiðsluráði land búnaðarins, þar sem segir, að Framleiðsluráð hafi ákveðið að selja smjör á niðursettu verði, þ. — Hver sagði ÁFRAM meS Framsókn? e. 65 kr. pr. kg- um óákveðinn tíma. Jafnframt verði tekið 50 aura innvigtunargjald af allri mjólk sem kemur til mjólkurbúðanna frá I. maí s. 1. — Vegna þrengsla í blaðinu er ekki hægt að birta til- kynninguna í heilu Iagi nú, cn það verður gert eftir helgina. í tilkynningunni segir m. a. að ljóst sé, að á þessu ári dugi út- flutningsuppbætur ekki til þess að bændur fái fullt verð fyrir alla framleiðsluna, og eins, að smjör- birgðirnar valdi ýmsum mjólitur búum miklum rekstrarerfiðleikum. Hafi Framleiðsluráð um s. 1. ára- mót gert tillögur um, að þessum vanda yrði mætt með því að reýna að örva sölu smjörs með lækkuðu útsöluverði, en nýmjólk hækkuð tilsvarandi, og að heimilt yrði að leggja innflutningsgjald á erlent kjamfóður um vissan tíma. Hvor ugt þessara úrræða hafi fengizt samþykkt, en í nýsamþykktum lög um sé Ihins vegar veitt heimild til að innheimta innvigtunargjald af mjólk, og nota það fé til að jafna halla af útflutningi mjólkurvara, Framhald á bls. 22. „£g kalla þetta hörmuag‘ - segir aflakóngur Vestmannaeyja KJ—Reykjavík, laugardag. Aflakóngurinn í Vestmannaeyj um í ár er Óskar Matthíasson á Leó, og er þetta annað árið í röð sem hann hlýtur þennan titil. Tíminn hringdi í Óskar i dag og spjallaði við hann um vertíðina. — Já, það á víst að heita svo, að ég sé aflakóngur hér í Eyjum, segir Óskar, en ég vil nú kalla þetta hörmung. Við voram með 775 tonn eftir úthaldið, og þetta hefur farið hríðversnandi hjá mér núna síðustu þrjú árin. í fyrra var ég með 1050 tonn og ár ið þar áður tæp tólf hundruð tonn. Ætli það verði ekki fimm hundruð tonn á næsta ári — það mætti segja mér það. — Og hverju er þetta svo að kenna? — Bara fiskileysi, mundi ég segja. Nótafiskiríið bætir það sko alls ekki, svo varlega sé tekið til orða, því að nótin drepur allan hrognfiskinn, sem ekkert annað veiðarfæri gerir. — Voruð þið, með net allan tímann? — Nei, ekki var það nú. Við byrjuðum með net 27. janúar og fyrsta lögnin var í fjóra daga í sjónum, vegna þess að vig gátum ekki vitjað um vegna veðurs. Það Bráðabirgðalög um skaftavísitölu: Gildir einnig um tekjuútsvar EJ—Reykjavík, laugardag. Blaðinu hefur borizt tilkynning frá Félagsmálaráðuneytinu nm bráðabirgðalög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfé- laga, þar sem ákveðið er, að skatta vísitala sú, sem nú gildir um tekjuskattaálagningu, muni einnig gilda við álagningu tekjuútsvara. ATVINNUMÁL Framsóknarflokkurinn telur það meginverkefni borgarstjórn ar að sjá svo um, að jafnan séu næg atvinnutæki í borginni og að allir vinnufærir borgarbúar eigi kost á verkefnum við hag- nýt störf. Ber í þessu sambandi að leggja höfuðáherzlu á að skapa undirstöðuatvinnuvegum borgarinnar, sjávarútvegi og iðnaði, sem bezta aðstöðu svo og að greiða fyrir nýjum at- vinnugreinum. Síðustu árin hefur fiskiskip um ,sem gerð eru út frá Reykja vík, farið fækkandi og á það bæði við um togara og báta. Þessari þróun verður að snúa við. Jafnhliða þarf að bæta að- stöðu í landi til útgerðar frá borginni og stuðla að meiri og betri nýtingu aflans en nú á sér stað. Fjölga þarf verbúðum fyrir bátana og nýta Vesturhöfnina eingöngu fyrir fiskiskipin. Þá er aðkallandi, að borgarstjórn stuðli að því, að fiskveiðiland- helgin verði stækkuð, fiskirann sóknir efldar og eftrlit aukið svo að ofveiði eyðileggi ekki fiskistofninn. Bæta þarf aðstöðu iðnaðarins og stöðva samdrátt í þessari atvinnugrein. Meira en 40% borgarbúa hafa framfærl sitt af vinnu við iðnað, svo að öllum má Ijóst vera, hver þýðing hans er. Tryggja þarf iðnaðinum þann sess, er honum ber, sem einum af höfuðatvinnuvegum landsmanna, til hagsbóta fyrir borgarbúa og þjóðina í heild. Sjá verður um, að jafnan séu til tækar hentugar Ióðir fyrir smærri og stærri iðnaðarfyrir tæki og leyfa þarf iðnaðar fyrirtækjum, sem byggja yfir starfsemi sína að borga gatna- gerðargjöld með jöfnum greiðsl um á 4—5 árum í stað þess að þurfa að greiða þau að fullu fyr irfram eins og nú er. ÞýSir þetta, að persónufrádráttur og þrep útsvarsstigans hækka i samræmi við skattavísitöluna. Tilkynningin er svohljóðandi: „Forseti fslands gjörir kunnugt: Félagsmálaráðherra hefur tjáð mér, að í lög um álagningu útsvara vanti ákvæði um breytingu á per- sónufrádrætti og á þrepum í útsvarsstiga til samræmis við þau ákvæði, sem nú gilda um álagningu tekjuskatts, skv. lögum nr.90 7. okt ’65 um tekju- og eignarskatt. Þar eð þörf slikra breytinga sé sízt minni við álagningu útsvara en við álagningu tekju- skatts beri brýna nauðsyn til þess að setja nú þegar lög, sem ákveði, að skattvísitala samkvæmt 53. gr. laga nr. 90/1965, gildi einnig um álagningu tekjuútsvara, sam- kvæmt lögum nr. 67/ 1965. Með skírskotun til framanritaðs eru hér með sett bráðabirgða lög samkvæmt 28. gr. stjómar- skrárinnar, á þessa leið. 1. gr. Frá og með gjaldárinu 1966 er skylt að hækka eða lækka þær fjárhæðir, sem um ræðir í 2. mgr. 2. laga nr. 67/1965 svo og þrepin í útsvarsstiga þeim, sem um ræðir í 3. gr. sömu laga í Frambald á bls. 22. vora fimim tonn í, og við lögðum aftur, en það var sama sagan, að við komumst ekki út aftur, og fisk urinn var orðinn fimm nátta, þetta hálfa tonn, sem var í. Svo fórum við yfir í trollið 13. febrú- ar og til 9. marz og það var hreint ekkert, sem við fengum á því tímabili — eitthvað 40—50 tonn. Þá fórum við aftur yfir í netin, eins og aðrir bátar höfðu gert, og fengum nokkra góða róðra. Það var aðallega ufsi, sem við fengum þá, en verðið á honum er nokkuð gott. Við fáum 5.50 fyrir hann upp úr sjó fram í miðjan febrúar, en eitthvað minna eftir það. Ufsinn er seldur til Þýzka- lands sem sjólax og stundum kaupa stöðvarnar stykkið á 50— 60 krónur af nótabátunum. Nú, fram til 25. apríl vorum við með Framhald á bls. 22. Oskar Matthiasson I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.