Tíminn - 15.05.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.05.1966, Blaðsíða 1
SJÓMANNADAGUR Þessi mynd var tekin af höfninni á Akranesi daginn tyrir lokadag, og voru þá margir bátar i höfn, eins og sjá má. Tímamynd — Bj. Bj. BÆTT SKIPULAG í ER BRYN NAUDSYN Rætt við aflakóng Akurnesinga, Þórð Óskarsson á Sólfara Aflakóngur Akurnesinga á þessari vetrarvertíð er Þórður Óskarsson, skipstjóri á Sól- fara, en hann fékk 1010 tonn á vertíðinni. Þórður var einnig aflakóngur í fyrra á Sólfara, sem er 200 tonna stálbátur, tæplega þriggja ára gamall. Blaðamenn Tímans skruppu upp á Skaga í vikunni, og ræddu við Þórð um vertíðina í vetur, og um sjávarútveginn yfirleitt. Var hann þá að hefja undirbúning fjrir síldveiðam- ar, en fyrstu bátarnir munu væntanlega hefja síldveiðar síð ar í þessum mánuði. Við ræddum fyrst við Þórð utn nýlofcna vetrarvertíð. — Hvernig hefur afkoma bátanna verið að undanförnu? — Hún hefur áreiðanlega verið ákaflega misjöfn. Minni bátarnir standa sérstaklega höll um fæti, en stærri bátarnir hafa meiri möguleika á að geta bjargað sér, þeir geta fært sig meira um veiðisvæðin. — Þú hefur nú verið afla- kóngur Akraness á tveim vetr- arvertíðum. Gætirðu sagt okk- ur í stuttu máli, hvernig ver- íðin hefur gengið í ár? — Hún hefur nú verið frek- ax slök, en er þó hugsanlega eitthvað skárri en í fyrra hér á Akranesi. Annars hefur ver- tíðin verið ákaflega harðsótt og lítið um fisk. Hann hefur aðallega verið norður á Breiða- firði. Fiskurinn hefur mikið haldið sig á nokkrum blettum, og þvi hefur verið mikið kapp- hlaup um viss svæði og þrengsli skapast. í heild var vertíðin ógæftasöm og veðrátta erfið. Þá höfum við einnig verið að veiðum fyrir sunnan, allt austur undir Vestmannaeyjar. — Hver var heildaraflinn á bátnum ykkar, Sólfara? — Við fengum 1010 tonn, en næsti bátur er með yfir 900 tonn, miðað við lokadag- inn 11. mai, er það „Sigurborg" skipstj. Þórður Guðjónsson. — Hvernig finnst þér, að fiskverðið sé fyrir þorskinn? — Verðið fyrir fiskinn upp úr sjó má ekki vera lægra. Menn verða að fiska mjög mik- ið til þess, að það komi betur út fjárhagslega en að vinna í landi. — Hefur verið auðvelt að fá mannskap á bátana? — Ekki á hina smærri báta. Ég veit, að ástandið hefur verið slæmt hjá þeim mörgum. Aftur á móti hafa þeir í veru- legum mæli getað bjargað sér með þvi að fá Færeyinga til landsins. — Þið hafið ykkar eigin fiskverkunarstöð? — Já, við höfum lagt fisk- inn upp þar. — Hafið þið átt í erfið- leikum með mannskap? — Nei, hjá okkur er allt unnið í akkorði, og það er viss hópur manna, sem tekur þetta að sér yfir vertiðina. — Þú ert að láta smíða nýj- an bát? — Já, það á að fara að smíða fyrir okkur 300 tonna stálbát í Kópavogi. — Hvað á hann að kosta? — Ætli hann kosti ekki um 16—17 milljónir króna full- gerður, en hann verður búinn öllum nútíma veiðitækjum. — Er ekki alltaf verið að smíða stærri og stærri báta? — Jú, stóru bátunum er alltaf að fjölga .aðallega út af síldveiðunum. Það eru komnir í gagnið þó nokkrir bátar, sem eru yfir 300 tonn, og fleiri eru í smíðum. Og það er jafnvel búið að leggja drög að smíði tveggja báta, sem verða 400— 450 tonn. Það verður sífellt nauðsynlegra að hafa stóra báta, eftir þvi sem síldin verð- ur langsóttari. í fyrrasumar fór um við til dæmis til Jan May- en til þess að ná í síldina, og til þess þarf nokkuð stóra báta. í fyrrahaust var flutt verulegt magn síldar að austan, af þess um skipum til Faxaflóa. Sú síld fór öll í frystingu og salt. — Svo hafið þið byggt sölt- unarstöð á þessum stað? — Það háir okkur einkum þar, að engin síldarverksmiðja er á staðnum, svo að flytja verður úrganginn á Norðfjörð. Við höfum áhuga á að fá þarna litla verksmiðju, og er það mál í undirbúningi, og ekkert ákveðið hægt að segja um það á þessu stigi. En við höfum sérstaklega áhuga á nýrri teg- und verksmiðja, sem sparar mannafla og á að vera hag- kvæmari í rekstri en þær, sem nú eru starfræktar. En þetta mál á eftir að rannsaka betur, og þá m.a. hvað þessi verk- smiðja, sem er sænsk, vinnur feita síld. — Hefur þú trú á, að í ná- inni framtíð komi nýjar vélar, sem auðvelda síldarsöltun? — Ný tækni á þvi sviði kemst vafalaust í notkun eft- ir stuttan íma. Það er verið að vinna að vélum, sem eiga að annast þetta, og spara þannig geysilegan mannafla. Það er Þórður Óskarsson, skipstjóri erfitt i dag að fá fólk og flytja það alla þessa leið. Og þar sem búast má við auknum vinnuaflsskorti í þjóðfélaginu með hverju arinu. þá verður þetta vandamál eingöngu leyst með því að auka tæknina. — Lögðu margir bátar upp hjá ykkur í fyrrasumar? — Nei, við lögðum eigin- lega upp einir, en fengum þó smávegis af tveim öðrum bát um. Ég býzt við. að einn bát- ur í viðbót muni leggja upp hjá okkur í sumar, og ef við getum annað meiru, og síld býðst, þá munum við að sjálf- sögðu taka við henni. — Hvernig finnst þér, að sildarleitin sé fyrir austan? — Það er ekkert nema gott um hana að segja, þar hafa prýðismenn verið á ferðinni sem rækt hafa starf sitt af mikl um dugnaði. — Ef við snúum okkur að öðru, Þórður, telur þú, að þorsk aflinn fari minnk.andi? — Já, ég he!d að hann hafi dregist saman. Annars brá okk ur mörgum í brún sem 'vrum í sjávarútveginum, við tilkynn- Framhaló & bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.