Tíminn - 22.05.1966, Page 11
SONNUDAGUR 22. maí 1966
TÍMINN
VERÐIR LAGANNA
TOM TULLETT
67
8290 dollara greiðsla til Outshorn og Landau trygginga-
félagsins í Antwerpen.
669.860 dollara skyldi yfirfæra til Banca Report í Lugano
í Sviss á nafn George Kaufman.
6850 dollurum átti Kredietbank að halda eftir til ráð-
stöfunar fyrir Hantra.
Tveim dögum síðar var bréf með staðfestingu á þessum
ráðstöfunum afhent Verbruggen, bankastjóra Kredietbank.
Það gerði von Hornung nokkur, búsettur í Basel, og sam-
tímis afhenti hann verzlunarreikninginn um söluna. Næsta
dag kom maður sem ekki lét nafns síns getið í Krediet-
k bank með ræðismannsreikninginn, gefinn út af portúgölsku
ræðismannsskrifstofunni í Antwerpen, þar sem staðfest var
að farmurinn hefði verið kominn um borð í skip 13. maí.
Skipið sem um var að ræða hét Trianon, eigandi Wilhelm-
sen útgerðarfélagið í Noregi, og skipamiðlun í Antwerpen
var fulltrúi þess.
Áður en þetta gerðist hafði Mayers nokkur, forstjóri
fyrirtækisins Marinex í Antwerpen, snúið sér til Putshorn
og Landau, og eftir nokkurra daga viðræður var samið trygg-
ingarskírteini og sent Kredietbank. Næsta dag voru öll gögn
komin í hendur bankans — farmskírteinið, verzlunarreikn-
inurinn sem von Homung frá Basel kom með, ræðis-
mannsreikningurinn sem óvíst var hver afhenti og trygg-
ingarskírteinið. Þessi skjöl voru öll send til Goa í flug-
pósti, og samkvæmt fyrirmælum frá Hantra yfirfærði
Kredietbank 669.860 dollara til Lugano.
Þrem dögum síðar gaf maður að nafni George Kaufman,
búsettur í Mílanó, sig fram við Banca Report í Lugano
og tók út í reiðufé 1.571.874 svissneska franka, jafnvirði
366.859 dollara. Afgang innstæðunnar, 303.000 dollara, lét
hann yfirfæra til Hoffmann Bank í Zurich á reikning Klotz
nokkurs. Sama dag fól Hoffmann Bank gullsölu í Zúrich
að afhenda handhafa 1000 líru ítalsks ríkisseðils rúm-
er 6/85/18364 fjóra kassa með sextán gullstöngum. Mað-
ur sem ekki lét nafns síns getið gaf sig fram, framvísaði
ítalska seðlinum með tilgreindu númeri og tók við gullinu.
Næsta dag, 26. maí, dró fyrsta skýhnoðrann upp á heið-
an vipskiptahimin. Kredietbank barst skeyti frá Banco Nati-
onal Ultramarino í Goa með fyrirspum um nafn skipsins sem
í hlut átti og áætlaðan komudag þess til Mormugao. Bank-
inn, sem fengið hafði nafn skipsins gefið upp fjórum dög-
um fyrr, sneri sér nú til fulltrúa norska útgerðarfélagsins
í Antwerpen, en svar hans vakt skelfingu. Trianon silgdi
ekki með hrísgrjónafarm og átti alls ekki að koma við
í Mormugao. Símað var til Osló og þessi uggvænlegu tíðindi
staðfest. Hraðskeyti vai; sent til Lugano til að banna greiðslu
á 669.000 dollurunum. Það kom of seint, féð hafði verið
greitt daginn áður.
Nú kom allur svikavefurinn í ljós. Kredietbank sneri sér
til belgisku lögreglunnar, sem hóf rannsókn á svikunum
þegar í stað. í fyrstu virtist málið tiltölulega einfalt, en
eftir því sem rannsókninni miðaði áfram varð það flóknara
og flóknara. Rannsókn varð að framkvæma með milligöngu
Alþjóðalögreglunnar í Belgíu, Sviss, Englandi, Frakklandi og
Ceylon áður en tókst að ráða gátuna.
Rannsókn hófst í Belgíu, og lögreglumenn þar komust
að raun um að Mayers frá Marines hafði snúið sér til Kre
dietbank snemma í apríl og spurt hvort bankinn vildi lána
fé til að standa straum af flutningum til portúgalskra ný-
lendna á Indlandi á vegum útibús Hantra í Basel. Mayers
hafði einnig snúið sér til tryggingafélagsins til að ræða vá-
trygginguna.
Við leit í skrifstofum Marinex fundust skrifuð minnis-
blöð sem málð vörðuðu og sýndu að Mayers hafði átt
bréfaskipti við Hantra í Basel.
Mayers var hnepptur í varðhald, sagðist ekkert vita um
málið, en von Hornung, útibússtjóri Hantra í Basel, hefði
upp á síðkastið fengið afnot af skrifstofu sinni. Hann hafði
svo aðstoðað von Hornung við að leggja málið fyrir Krediet-
bank. Við rannsókn kom í ljós að von Hornung hafði komið
til Antwerpen frá Basel 26. maí ásamt þrem mönnum öðr-
um, einn þeirra mælti á ensku en hinir tveir á frönsku.
Þeir sátu síðan á ráðstefnum í skrifstofunni.
Annar flokkur lögreglumanna athugaði skjölin sem Kre-
dietbank voru afhent. Kom í Ijós, að farmskírteinið og ræð-
ismannsreikningurinn voru fölsuð, bæði stimplar og undir-
QANSAÐ Á DRAUMUM
HERMINA BLACK
28
Og það mundi vera satt, samt
hafði Jill það á tilfinningunni, að
hr. Carrington væri ekki — óþarf-
lega réttlátur þegar hann var reið
ur eða hafði ákveðið eitthvað. Og
hún gat ekki annað en hugsað að
það eina sem hún hafði gert, var
að fá yfirhjúkrunarkonuna til að
finnast hún vera kjáni — en það
hjálpaði ekki upp á sært sjálfs-
traust hennar eða gerði hana fús-
ari til að fyrirgefa Vere. Ekki það
að hún léti sér detta í hug að
hann óskaði eftir fyrirgefningu.
XH. kapítuli.
Sandra virtist vera rólegust af
þeim öllum.
Þegar Jill kom inn í herbergið
þar sem ljóshærða dansmærin hall
aði sér aftur á koddana, rétti sjúkl
ingur hennar út hendina með hálf
iðrandi, en fagnandi brosi.
— Ó, Jill, ég er svo gefin að þú
ert komin aftur, sagði hún.
— Drottinn minn dýri! Það er
eins og ég hafi verið burtu í marg
ar vikur, sagði Jill. En þrátt fyrir
allt tók hún í granna h'indina og
var ómögulegt að vera ströng á
svip. — Þú hefðir varla getað gert
meira af þér, ef ég hefði veriðj
hérna, bætti hún við. I
— En það er allt í lagi með
mig — er það ekki, Systir? Sandra
brosti glaðlega til næturhjúkrunar-
konunnar. — Ég fékk bara kúlu
á höfuðið.
Systir Farrow sá spyrjandi til-
lit Jill og sagði: — Hún svaf vel
og virðist ekki vera neitt verri.
— Hm! Jill tók línuritið og at-
hugaði það. Síðan sagði hún við
starfsystur sína: — Mér þykir leitt
hve ég er sein, en ég var að tala
við yfirhjúkrunarkonuna. Þú skalt
bara fara, Systir.
Næturhjúkrunarkonan var feg-
in að fá að fara — því satt að
segja hafði hún verið hrædd við
að yfirgefa hina prakkaralegu,
ungu konu, þó hún væri í rúm-
inu.
— Jæja! Jill horfði á sjúkling-
inn undan upplyftum augabrúnum.
— Ég veit! samþykkti Sandra.
— Ég á skilið að fá skammir —
og ég mun sannarlega fá þær þeg-
ar yfirmaðurinn kemur! Ég held
að ég hafi verið heppin að hafa
rotað mig og vera því ekki í heppi-
legu ástandi fyrir „sprengjuárás!"
— Heyrðu nú! Jill dró djúpt
andann. — Þú ert — óforbetran-
leg. Fyrst reynir þú að eyðileggja
allt sem hefur verið gert til að
reyna að hjálpa þér, og síðan ligg-
jur þú bara þarna og brosir til
Imín. Ég áfellis ekki hr. Carring-
ton ef hann hýðir þig ærlega. Hún
var reglulega gröm, því þegar allt
kom til alls var það hún sem hafði
fengið skammimar.
— Ég gæti ekki verið meira
sammála, sagði Sandra með af-
vopnandi hógværð. — Ef ég væri
þið, mundi ég kasta mér út! En
í alvöru, þá var ég ekki að reyna
að vera sniðug og hélt að ég vissi
betur en læknirinn og hjúkrunar-
konurnar. Þetta var bara ein af
mínum heimskulegu augnabliks-
hugmyndum, og ég hugsaði ekki
um það sem ég var að gera. Mér
leið alveg ljómandi vel og það virt-
ist eins eðlilegt að standa upp og
að anda. Mér datt aldrei í hug —
— Að þú hefðir ekki staðið upp
svo vikum skipti og yrðir að læra
— virkilega læra að ganga upp á
nýtt. Þegar Sandra hristi höfuðið.
— Þú hlýtur að hafa séð smábbarn
sem er nýfarið að ganga, og
vita hvað kemur fyrir það ef það
er ekki stutt?
Sandra flissaði. — Já, það sezt
harkalega niður og vælir.
— Eða dettur á „nebbann“ —
— Og rak höfuið í borðið —
sem hlýtur að vera miklu sterk-
ara en það lítur út fyrir að vera.
En jafnvel það virðist vera að
batna, sagði Sandra og bar hend-
ina upp að sárabindinu. — Og
ég er viss um að ég hef ekki eyði-
lagt neitt. Ég get alveg hreyft fót
inn og veifað tánum.
Hreingern-
ingar
Hremgerningar með
nvtízku vélum
Fljótleg og vönduð vinna.
Hreingerningar sf.,
Sími 15166, eftir kl. 7 e.h.
32630.
11
SKÓR -
INNLEGG
Smíða Orthop-skó og inn
legg eftir máb Hef einnig
tilbúna barnaskó með og
án innleggs.
Davíð Garðarsson,
Orthop-skósmiður,
Bergstaðastræti 48,
Sími 18893.
SERVÍÉTTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
OTVARPIÐ
Sunnudagur 22- mai
8.30 Létt morgunlög 8.55 Frétt
ir 9.10 Morguntónleikar. 11.
Messa í Laugarneskirkju 12.15
Hádeigis-
útvarp 14.
00 Mið-
degistónleikar 15.35 f kaffitím
anum 16.00 Guðsþjónusta fyrir
Norðurlönd Biskup íslands hr.
Sigurbjörn Einarsson, messar í
Dómikirkjunni 17.30 Barnatími
Helga og Hulda Valtýsdætur
stjórna 18.30 islenzk sönglög:
Liljukórinn syngur. 18.55 Til-
kynningar 19.0 Veðurfregmr
19.30 Fréttir 20.00 Óbókonsert
í Es-dúr eftir Bellini. 20.10 Með
ferð lifandi máls Ævar R. Kvar
an leikari flytur erindi. 20-40
Alþýðukórinn syngur. Stjórn-
andi dr. Hallgrímur Helgason.
21.00 Á góðri stupd. Hlustendur
í útvarpssal með Svavari Gests
22.15 Fréttir og veðurfregnir
22.25 Kosningafréttir — dans-
tög og skemmtiefni. Dagskrár
lok á óákveðnum tíma. — (01.
00 Veðurfregnir).
Mánudagur 23. maí
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg
isútvarp 13.15 Búnaðarþáttur
Agnar Guðnason ráðunaulur tal
ar itm græn
morgun
fóður og
illgresi 13.
30 Við 'vinnuna 15.00 Miðdegis
útvarp 16-30 Síðdegisútvarp 18.
00 Á óperusviði Lög úr „Car
men“ eftir Bizet. 18.45 Tilkynn
ingar 19.20 Veðurfregnir 19.
30 Fréttir 20. Um daginn og v&g
inn Árni Gunnarsson fréttamað
ur talar 20.20 Nú er glatt í
borg og bæ“ Gömlu lögin sting
in og lei'kin 20.40 Á blaða-
mannafundi Eiður Guðnason
stj. 21.15 Konsert 1 A-dúr fyrir
tvær fiðlur og strengiasveit
„Bergmálskonsertinn" eftir Vi-
valdi. 21.30 Otvarpssagan- Hvað
sagði tröllið? eftir Þórleif
Bjamason Höf flytur (7). 22.
00 Fréttir og veðurfregnir 22.
15 Hljómplötusafnið í umsiá
Gunnars Guðmundssonar 23.J5
Að tafli Sveinn Kristinss. flyt-
ur skákþátt 23-40 agskrárlok-
HHHHHHHIMHMMRHHHHHHHlNpBiíi*--