Vísir - 11.12.1974, Side 1

Vísir - 11.12.1974, Side 1
64. órg. — Miðvikudagur 11. desember 1974 — 250. tbl. Lýsir sig saklausan af 9 millj. kr. tollsvikum — en það á eftir að sannreyna — boksíðfl „Hagstœtt atvinnuástand" 319 atvinnuiaus á landinu en voru 485 á sama tíma í fyrra //Þetta er hagstætt at- vinnuástand/" sagði Jón Sigurpálsson, fulltrúi i félagsmálar áðu- neytinu/ í viðtali við Vísi. Nú eru 319 atvinnulausir á landinu/ en voru 485 á sama tíma fyrir einu ári. Heldur fjölgaði á atvinnu- leysisskránni i siðasta mánuði, alls um 105 manns. t Reykjavik eru 52 á skránni, en þar af eru 33 bifreiðastjórar, sem sækjast eftir vinnu hjá borginni en eru ekki „atvinnulausir” i rauninni. Fyrir mánuði voru 43 skráðir atvinnulausir i Reykiavik. Talan er óbreytt á Siglufirði, 31 maður. Á Húsavik eru nú 19 komnir á skrá en þar var eng- inn atvinnulaus fyrir mánuði. 21 er atvinnulaus i Keflavik, voru 20 fyrir mánuði. Vopnafjörður hefur hæstu tölu þorpanna, 37, sem er fjölgun um 18. 34 eru skráðir atvinnulausir á Stokkseyri og 29 á Eyrar- bakka. Þarna hefur orðið fjölgun, en á þessu svæði var litið atvinnuleysi, þegar það var mest i þorpum landsins fyrrum. Nú eru 32 atvinnulausir á Hofs ósi, en voru 9 fyrir einum mánuði. Þetta var þó ekki taliö merki um, að ástandið hafi stór- versnað þar, en það hafði verið gott, heldur sé „dagamunur” á, hve margir hafi vinnu. Alls eru 152 atvinnulausir i kaupstöðum, 6 i kauptúnum, sem hafa 1000 ibúa eða fleiri, og 161 samtals i smærri kauptúnum. -HH. 7,7 milljarða hrun gjaldeyrisstöðunnar — fengum 10 þús. á hvert mannsbarn hjá alþjóðagjaldeyrissjóðnum Gjaldeyris-,,sjóður- inn” okkar er kominn niður i um 960 milljónir króna. Hann var i árs- byrjun rúmlega 6,2 mill- jarðar á þáverandi gengi, sem mundi sam- svara um 8,7 milljörðum á núverandi gengi. Staða okkar hefur þarna versnað um 7,7 mill- jarða króna á árinu. Þetta er ekki gott, enda fáum við nú stuðning frá alþjóðagjald- eyrissjóðnum, 2200 milljónir króna að láni, sem eru rúmlega 10 þúsund krónur á hvert manns- barn i landinu. Þetta er nokkurs konar jólaglaðningur. Við getum i nánustu framtið keypt til landsins meira af vörum en elia ,án þess að gjaldeyrisstaðan fari niður fyrir núllið. „ Nýyrði" og skamm- degisspé - bls. 12-13 Ef þið vœr- uð ung í annað sinn —Vísir spyr ó bls. 2 Þeir Ijón- heppnu leyna ó sér — baksíða • Nú ó að vera farið að snjóa Margur bölvaði sér til hita þegar hann kom út í morgun og veitti ekki af, því frostið var 9 stig I Reykjavik klukkan sex og 8 stig klukkan niu. Samkvæmt upplýsingum Jónasar Jakobssonar, veðurfræðings, mun verða komin sjókoma f Reykjavik, þegar Visir kemur út I dag. Jafnframt dregur úr frosti, og spáð er regni eöa krapa- éljum i nótt. Klukkan niu I morgun hafði dregið úr frosti á vestustu kjálkum landsins þannigaö aðeins eins stigs frost var á Reykjanesi og farið að snjóa þar. Frostið hafði minnkað á Gufuskál- um úr átta stigum i eitt, og búizt var við, aö þannig myndi fara á vestanverðu landinu öllu, eftir þvi sem snjókoman þokast inn ýfir. t nótt var frostiö viða 10-12 stig á láglendi, kaldast á Staðarhóli I Aðaldal, 13 stig. Kaldast á landinu var í Sand- búðum, 21 stig. -SH 13 DAGAR TIL JÓLA Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veit- ir aðildarrfkjum sinum slika . lánafyrirgreiðslu til að mæta hluta af þeirri rýrnun gjaldeyris- forða þeirra, sem stafar af hækk- un oliuverðs og rfkin gætu ekki staðið undir með öðrum hætti. Fjárins er aflað með lántökum, aðallega hjá rikjunum, sem flytja út oliu og hafa grætt á hinu háa verði. t fbúöinni við Kleppsveg virðist sem eidur hafi komið upp samtimis á tveim stöft um. Á myndinni er annar skápanna, sem eldurinn kom fyrst upp I. Ljósm. Bragi. Mannlaus íbúð skemmdist í eldi: VAR UM ÍKVEKKJU AÐ RÆÐA? Eldur kom upp i kjallaraibúð að Kieppsvegi 142 rétt fyrir klukkan eitt I nótt og eru elds- upptök mjög dularfull. Slökkviliðið var kvatt á stað- inn um klukkan eitt og var þá nokkur eldur f fbúðinni. íbúðin var mannlaus og varð að brjóta rúöur til að komast inn. Fljót- lega tókst að ráða niðurlögum eldsins en Ibúðin er mikið skemmd af reyk og eldi. ibúðin var mannlaus, eins og áður segir, og f morgun hafði ekki tekizt að ná i ibúana. Ung stúlka, sem bjó þarna i kjallaranum var ekki talin vera i b'ænum. Rannsóknarlögreglan rann- sakaði Ibúðina i morgun og kom þá i ljós, að eldurinn hafði verið mestur i tveim skápum, sem þö eru fjarri hvor öðrum. Þvi er taliö, að eldurinn hafi jafnvel gosið upp á tveim stöð- um f einu og gerir það eldsupp- tökin mjög dularfull. 1 öðrum skápnum var rafmagnsdós en raflögn í veggnum á bak við hinn. Rafmagnseftirlitiö veröur þvf fengið til að kanna málið og athuga, hvort rafmagn hefði hugsanlega orsakað eldinn. JB. Seðlabankinn hefur móttekið framangreint lán til 7 ára. Það verður afborgunarlaust i 3 ár, en siðan endurgreitt á 4. Nettó gjaldeyrisstaða okkar var um áramót 6242 milljónir i plús. Þá var gengi dollars hins vegar 83,60 krónur. Þessar upp- lýsingar er að finna I Hagtölum mánaðarins, sem Seðlabankinn hefur frumkvæði að. Gengi doll- ars er nú um 117 krónur, svo að leggja þarf um 40% ofan á gjald- eyrisstöðuna frá áramótum til að fá tölur, sambærilegar við núver- andi stööu. Útkoman úr þessu veröur, að gjaldeyrisstaðan hafi verið um 8,7 milljarðar i plús um siöastliðin áramót, þegar hún er metin á núverandi gengi. Hrun gjaldeyrisstöðunnar er þvi rúm- lega 7,7 milljarðar frá þeim tima, þar sem staðan er nú komin niður fyrir einn milljarð. Framundan eru miklar skuld- bindingar um greiðslur, meðal annars þarf að greiða Sovétrikj- unum 1200 milljónir, sem er hluti af skuld, sem myndazt hefur á þessu ári vegna olfukaupa. Lán alþjóöagjaldeyrissjóðsins leysir þvi mikinn vanda. Hluti þess verður notaður til að standa við aösteðjandi skuldbindingar, en hluti verður látinn fara til að styrkja gjaldeyrisstöðuna al- mennt. —HH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.