Vísir - 27.12.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 27.12.1974, Blaðsíða 5
Vlsir. Föstudagur 27. desember 1974. P í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚfLÖNI Umsjón Guðmundur Pétursson M John Stonehouse, þingmaður, sem hvarf FANNST í ÁSTRALÍU Handtekinn með falskt vegabréf á nafni látins manns John Stonehouse, fyrrum ráðherra Verka- mannaflokksins, sem hvarf með dularfullum hætti i Flórida fyrir mánuði, kom i leitirnar i Melbourne i Ástraliu, þegar lögreglan handtók hann þar með fölsk persónuskilríki. Hann hefur verið úrskurðaður i gæzluvarðhald, þar til hann getur fært sönnur á, hver hann er. En á meðan verða yfirvöld i Ástraliu að ákveða, hvort þau visa honum úr landi eða veita honum land- vistarleyfi eins og hann hefur sótt um. Kona hans, Barbara, er farin til hans. Clyde Cameron, innflytjenda- ráðherra Astraliu, lét hafa eftir sér, aö þingmenn i Bretaveldi þyrftu ekki vegabréf i Ástraliu. Um leiö og Stonehouse gæti sýnt fram á, að hann sé þingmaöur brezka verkamannaflokksins, verði hann látinn laus. Melbourne-lögreglan tók Stone- house fastan á aðfangadagskvöld, en þá var hann með vegabréf, sem stilað var á nafn dauðs manns. Skýrði Stonehouse lögreglunni frá þvi, að hann hefði leitað I dauðsfallaskýrslum sjúkrahúsa I London unz hann rakst á nafn manns á svipuðu reki. Joseph Arthur Markham varð fyrir val- inu. Hann varð sér úti um fæöingarvottorð Markhams og fékk siðan vegabréf út á það. Stonehouse fór i fri til Flórida I Bandarikjunum. Skildihann fötin sin eftir á baðströndinni og von- aðist til, að menn teldu hann drukknaðan. Viku siðar var hann kominn til Melbourne I gegnum Hawaii. Þar tafði hann ekki lengi, heldur fór til Singapore og þaðan vestur á bóginn aftur til Danmerkur. „Til að athuga viðbrögðin viö hvarfi minu, ” eins og hann sagði áströlsku lögreglunni. Tveim vikum siðar sneri hann aftur til Ástraliu. Kom hann til Perth og breytti þar aftur um nafn. Tók hann sér heitið, Donald Clive Mildoon. — En þar beindist athygli lögreglunnar að honum, og fylgdist hún með honum til Melbourne, þar sem hann var handtekinn. Stonehouse heldur þvi fram, að hann „hafi verið beittur pólitisk- um og viöskiptalegum þvingun- um, unz hann þoldi ekki álagið og flúði.” Vill hann leita sér hælis i Astraliu. Sagöist hann m.a. hafa sett á laggirnar banka til að aöstoða bágstadda i Bangladesh. En sam- dráttur i efnahagslifi i Englandi gróf undan möguleikum á að selja verðbréf I slikum banka. „Mér fannst bezt kunningja minna og starfsbræðra vegna að ég léti mig hvérfa til að firra þá óþægind- um,” sagði Stonehouse. Forseti neðri málstofunnar i brezka þinginu hefur krafizt þess, að Stonehouse segi af sér þing- mennsku, og segir hann það einu lausnina á því öngþveiti, sem framferði þingmannsins hefur leitt af sér. Einn þingmanna hefur krafizt rannsóknar vegna ásakana Stonehouse um, að einhverjir einstaklingar hafi beitt hann þvingunum. Fellibylurinn eyðilagði jólahaldið 40 þúsund manna bœr í Ástraliu fór í rúst ,,Ég hef verið i Dar- win i 40 ár. Ég hef horft á bæinn vaxa, og nú hef ég horft á hann hverfa,” sagði Harold Brennan, bæjarstjóri. — Orðin slitnuðu sund- ur af ekkasogum og tárin streymdu niður kinnar hans. Fellibylurinn Tracy fór yfir þennan 40 þús- und manna bæ á jóla- dag, þegar flestir ibúarnir voru á leið á milli jólaboða. Tracy malaði allt undir sig, svo að nú eru um 90% bygging- anna i rúst. Skipin I höfninni, 51 að tölu, slitnuðu upp. Risasjóir sökktu átta þeirra, fimm eru týnd, sjö strönduðu og þrem hvolfdi. Ahöfnunum tókst að bjarga hinum. „Fólkið skreið út úr rústun- um, likt og rottur út úr holum sinum,” sagði Brennan bæjar- stjóri, þegar hann lýsti ástand- inu. Vitað er meö vissu um 47, sem létu lifið I veðrahamnum. Tjónið er talið nema milljörð- um króna i þessum nyrzta bæ Ástraliu, og þykir þar ekki lift lengur. Dr. Jim Cairns, sem fer með embætti forsætisráðherra i fjar- veru Gough Whitlams, segir, að byggja verði bæinn frá grunni aftur. Hann er sjálfur frá Dar- win. Eftir að hafa skoðað rústirnar bjóst hann við þvi, að reisa yrði hinn nýja bæ á öðrum stað. Almannavarnir I Astralíu unnu að þvi i gær og I dag að flytja fbúana burt frá bæjar- rústunum, þar sem allt er vatnslaust og orkulaust. Var haldið uppi stöðugum flugferð- um til og frá bænum, auk heils flota skipa, sem þangað sigldi strax og fært þótti. „Skemmdirnar eru svo of- boöslegar, að það er ekkert ann- að að gera en fara með jarðýtu á allt saman,” sagði yfirmaður lögreglunnar á þessum slóðum. 1 gærkvöldi höfðu 5000 manns þegar verið flutt burt. Fólkið var ýmist flutt til Sidney, Mel- bourne, Brisbane eða Alice Springs. Starfsmenn Rauða kross og læknar unnu jafnharð- an við að bólusetja fólkið af ótta við, að íarsóttum mundi skjóta upp. Vopnuð lögregla var á verði innan um rústirnar og hafði hún fyrirmæli um aö skjóta þá, sem hún stæði að þvi að ræna yfir- gefin húsin. Björgunarsveitir leituðu fram i svarta myrkur i gær innan um rústirnar, ef vera kynni að ein- hverjir væru lifs grafnir undir brakinu. Stækan óþef frá rotn- andi skrokkum húsdýra lagði yfir bæinn. — Innan um brakið flutu svo óuppteknar jólagjafir. Fellibylurinn lagði einnig I rúst Fanny Bay-fangelsið i Dar- win, en það hefur verið mikill þyrnir i augum endurhæfingar- sinna I fjölda ára. Fangarnir 60, sem þar sátu inni, gerðu enga tilraun til þess að flýja. Friðsamlegt jólahald í Landinu helga Hermenn vopnaöir vél- byssum stóðu vörð um jómfrúarkirkjuna í Betle- hem, þegar hringt var til jólamessu. Um 5000 píla- grímar söfnuðust saman á torgið fyrir framan þann stað, þar sem Jesús Krist- ur er talinn hafa komið í þenna heim. En striösóttinn grúfði yfir öllu jólahaldi i fæðingarbæ Krists vegna spennunnar undanfarnar vikur, þar sem skæruliöar Araba og herflokkar Israels hafa skipzt á árásum. Ferðamannastraumurinn þessi jól var til muna minni en undan- farin ár. Ræður þar mestu minni fjárráð manna til þess að takast á hendur ferð yfir hálfan hnöttinn til Landsins helga. Oryggisráðstafanir af hálfu Israelshers voru með öflugasta móti. Ekki bara I Betlehem sjálfri, heldur einnig við alla vegi þangaö og i Jerúsalem og Naza- reth. A hverju götuhorni i Betlehem voru herkonur og her enn með málmleitartæki til að ganga úr skugga um, hvort þeir, sem framhjá fóru, bæru á sér vopn. „Menn svifast einskis i striði, og Palestinuarabar telja sig vera i striöi við okkur. Við getum ekki teflt á tvær hættur með lif gesta okkar,” sögöu yfirmenn: hersins til skýringar á öryggisráðstöfun- um sinum. Hermenn i Golanhæðum áttu hvit jól, þar sem snjór féll á Hermonfjall.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.