Vísir - 27.12.1974, Blaðsíða 2
Vísir. Föstudagur 27. desember 1974.
fisDtsm:
Hvaft er þér eftirminnilegast frá
__ árlai. wm nii er aft IIAa?
Arni Mr Araaaan, ventnnar-
maftur og nemi: — Þaft er ekki
gott aft segja. En ætli þaft séu ekki
stjórnarskiptin, sem ég var mjög
ánægftur meft, og jólin, sem eru
búin aftveia allt áriö.Og loks hinn
hroftalegi atburöur á Neskaup-
atab, sem er enn I fersku minni.
Pétur Jóhanneaaon, vertlnnar-
maftur: — Þaft er úr mörgu aft
velja. Af svona almennum vett-
vangi eru þaft stjórnarskiptin og
allt I kringum þau. Þaö, sem mér
sjálfum viftkemur, er, aö á árinu
var ég valinn i landsliftiö i hand-
knattleik og lék minn fyrsta
landsleik gegn Luxemborg, og
alikur ulevmir mabur ekki I bráft.
Ævar Pálmi Eyjólfason, lögreglu-
þjónn: — t svona fljótu bragfti er
mér eftirminnilegast ferftalag,
sem ég fór á hestum úr Lands-
sveit i Landmannalaugar og
vikudvöl þar. Og atburöurinn á
Neskaupstaö í sibustu viku er aft
sjálfsögftu i huga manns.
Sigrfftur Axeis, húamóftlr: —
Myndun rikisstjórnarinnar er
mér eftirminnilegust og einnig
hinn hroftalegi atburftur á Nes-
kaupstað. Þá mitt fyrsta sumar-
fri I mörg ár, en það notafti ég til
aft skreppa til Spánar.
Ólafur Thorarensen verzlunar-
maftur: — Ég eignaftist dóttur á
árinu, og allt annaft finnst mér
nauftaómerkilegt I samanburfti
vift baft.
Gyifi Kristjánsson, gullsmlftur:
— Mér er eftirminnilegust góft
kvöldstund meö góftum félögum i
Brighton I Englandi. En án
gamans er þaft atburfturinn á
Neskaupstað i siftustu viku, og
allt það fólk, sem á um sárt að
binda á eftir.
Frumsýning
! kvðid: Morðið í dómkirkju
Frá æfingu i Neskirkju. Pétur Elnarsson f hlutverki „freisarans” og
Jón Sigurbjörnsson i hlutverki Tómasar Bekket.
Þaft kippir sér enginn upp vift
þaft lengur, þó aft Leikfélag
Reykjavikur bregfti sér f Austur-
bæjarbió meft einstaka leiksýn-
ingar. Hitt er aftur á móti nýjung,
og kemur mörgum á óvart, aft
Leikfélagift skuii setja leikrit á
svift I kirkju.
„Morftiö i dómkirkjunni” heitir
leikrit eftir T.S. Eliot, sem sýnt
verftur I Neskirkju klukkan tiu i
kvöld. Fjallar þaö um baráttu
Tómasar Bekket og dauöa hans,
en hann var myrtur fyrir altari
dómkirkjunnar i Kantaraborg ár-
ift 1170. Leikritið var frumflutt I
þeirri sömu kirkju árift 1935.
Tómas Bekket var geröur aft
dýrlingi þrem árum eftir dauöa
hans og naut hann mikillar virö-
ingar hérlendis Ikaþólsku. Eru aft
minnsta kosti 7 kirkjur helgaöar
honum hér á landi. Hefur oft verift
litift á Guömund Arason gófta sem
islenzka útgáfu af þessum dýr-
lingi.
Jón Sigurbjörnsson fer meö
hlutverk erkibiskupsins en aörir
flytjendur eru lika leikarar hjá
Leikfélagi Reykjavfkur. Þeirra á
meöal Karl Guðmundsson, sem
hefur haft veg og vanda af þýö-
ingu þessa mikla verks. Leik-
stjóri er Kjartan Ragnarsson.
FlytjenÖir losa sig ekki alveg
vift handritin, en hreyfingar eru
samt viöhafðar. A milli atrifta
flytur kór Háteigskirkju forna
kirkjutónlist.
Vésteinn ólafsson lektor flytur
stutta kynningu á verkinu fvrir
sýningu. — ÞJM.
ÞRÍR SÁTU INNI
ÁJÓLANÓTT
Þrir menn sátu i fangageymsl-
um lögreglunnar á jólanótt.
Fjölgun varft þar hinsvegar f nótt,
enda nokkur ölvun I borginni.
Einn mannanna sem dvaldist i
fangageymslu á jólunum, var sá,
sem réöst á bilstjóra á aftfanga-
dag og rændi bil hans.
Bilstjórinn var aft aka út jóla-
gjöfum. Þessi maöur vildi fá far
meö honum, en þaft reyndist ekki
auftsótt. Réftst hann þá á bilstjór-
ann og tók kverkatak á honum,
svo hann féll I ómegin. Siðan ýtti
maöurinn bilstjóranum út úr biln-
um og ók i burt. Bfllinn fannst
nokkru siðar vift Hlemmtorg, en
mafturinn fannst vestur á
Granda, allmjög ölvaftur. Hann
er utanbæjarmaöur, en hefur
dvalizt um skeið i höfuftborginni.
Hinir tveir mennirnir, sem sátu
inni á jólanótt, voru bar vegna
ölvunarláta. __
Esjon er margbreytileg
Óvenjuleg myndlistarsýning
var opin I húsakynnum Bygg-
ingaþjónustu arkitektafélagsins
viö Grensásveg þrjá siðustu
dagana fyrir jól. Þar voru sýnd-
ar fimmtiu vatnslitamyndir,
sem allar sýndu Esjuna. „Það
er hægt að haida áfram að mála
Esjuna i það óendanlega. Hún
er aldrei eins. Ekki einu sinni
svo mikiðsem fimmtiu minútur
i senn,” sagði Jörundur Páls-
son, sem sést hér við nokkrar
mynda sinna á sýningunni.
—ÞJM/Ljósm: Bragi
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Nesstofa og hjúkrunarheimili
aldraðra
Dagblaöift Visir birti þann 20.
desember s.l. vinsamlega grein
um fyrirhugaftar heilbrigftis-
stofnanir i Nesi samkvæmt vift-
tali vift undirritaftan. Stutt sim-
tal I önn dagsins gefur ekki
alltaf skýra mynd — og þvi vildi
ég biftja fyrir fáein orft um sama
málefni.
Fyrirhuguftu hjúkrunar-
heimili er ætlaft aft veita þá
þjónustu, sem talin er nauftsyn-
leg I dag, þ.e. auk venjulegrar
hjúkrunar sé þar séft fyrir
sjúkraþjálfun, iftjuþjálfun og
föndri, auk þess er hugmyndin
aft hafa þar dagvistun aldraöra,
eins og getið var um.
Nesstofa yröi ekki tengd
þessum fyrirhuguftu stofnunum
i Nesi, en ánægjulegt er, ef á
sama tima og byrjað yrði aft
hanna þessar fyrirhuguftu heil-
brigftisstofnanir væri hafinn
undirbúninguraft þvi að færa
Nesstofu til upprunalegrar
gerftar og koma þar upp minja-
safni og stofnunum, sögu
læknisfræftinnar, tengda Há-
skóla Islands.
Vel væri, ef þessar nýju stofn-
anir I Nesi mættu verfta til þess
aft minna alþjóð á þann staft,
þar sem vagga læknisfræðinnar
á íslandi stóft.
Ég er fullvisa um, aft hjúkr-
unarheimiliö og skyldar stofn-
anir I Nesi eiga eftir aft verfta
Seltjarnarneskaupstaö ómetan-
legar stofnanir og raunar lands-
mönnum öllum.
Ekki er hægt aö hefja
byggingu allra þessara stofnana
samtimis, þvi aö I mörg horn er
aft lita, en hjúkrunarheimilið á
forgang, þvi aö þess er brýnust
þörfin.
1 febrúar sl. birtist vifttal við
mig i Visi um þetta málefni.
Fjórum dögum siðan kom til
min fátæk ung kona, sem ég
haföi aldrei séft áður, með 5000
krónur sem framlag sitt til
væntanlegs hjúkrunarheimilis.
Ég sagfti henni, að ennþá væri
þetta afteins hugmynd, en hún
vildi samt, aft ég tæki vift
þessum peningum og geröi ég
þaft. Eru þeir geymdir I banka-
bók. Gefandi vildi ekki láta
nafns sins getið.
Ég vona að gjöf þessarar
ungu konu megi verða öörum
hvatning til þess aft styftja þetta
brýna verkefni.
A6 lokum skal þess getið, að
bæfti Nesstofa og lendur allar i
Nesi og nágrenni eru i einka-
eign — og þvi er það undir vel-
vilja eigenda komið, hvernig til
tekst með framkvæmdir en mér
er óhætt aft fullyrfta, aft
eigendur eru velviljaðir I þessu
máli.
Jón Gunniaugsson
læknir.