Vísir


Vísir - 03.01.1975, Qupperneq 3

Vísir - 03.01.1975, Qupperneq 3
Vísir. Föstudagur 3. janúar 1975 3 FÉLAGS- HEIMILI Á SIGÖLDU Þeir láta sér ekki leiðast, starfsmennirnir við Sigöldu. Nú biða þeir eftir nógu hagstæðu veðri til að geta reist félagsheim- ili á staðnum. „Þetta verður I kringum 200 fermetra hús,” sagði Arnþór Jónsson leikari frá Möðrudal, en hann er formaður Starfsmanna- félagsins. „I upphafi var ráðgert, að félágssjóður Starfsmannafélags- ins, greiddi allan kostnað af byggingunni”, hélt Arnþór áfram, „en þegar við fórum að telja aurana, komumst við að raun um, að nokkurrar aðstoðar þyrfti að leita til Landsvirkjun- ar”. Ög Landsvirkjun féllst þegar á það að útvega boga og ymislegt annað, sem þyrfti til að koma félagsstarfi starfsmannanna undir sitt eigið þak. Verður salnum skipt i tvennt með tjaldi, sem hægt er að svipta frá, ef þurfa þykir. Annars verður setustofa öðrum megin við tjaldið, en ýmis leiktæki i hinum hlutanum. „Matsalur yfirmanna á Sigöldu hefur til þessa gegnt hlutverki samkomustaðar þarna á staðnum,” sagði Arnþór. „Þar höfum við verið með skemmtikvöld á hverjum fimmtudegi,en þegar við erum búnir að reisa félagsheimilið, gætu slikar skemmtanir jafnvel verið oftar i viku.” Félagsheimili, eins og hér um ræðir, var reist við Búrfell á sinum tima. Það hús var siðar flutt að Þórisósi, þar sem það brann til grunna. Starfsmennirnir við Sigöldu eru ákveðnir I að vera búnir að koma félagsheimili sinu upp áður en sól fer að hækka á lofti og starfsmönnum að fjölga, en við Sigöldu verða starfandi nokkur hundruð manns I sumar. —ÞJM Ætlar að spila þjóðlög í verðlaunagripnum ,,Ætli ég hneigi^t ekki til þess að spila helzt þjóðlagamúsik”, sagði Sigriður Guð - mundsdóttir, reykvisk húsmóðir, vinningshaf- inn i jólagetrauninni, þegar hún tók við verð- launagripnum, hinni glæsilegu Weltron-kúlu frá Nesco. Sigriður tók viö verðlaunun- um I gær úr hendi Birgis Helgasonar verzlunarstjóra i Nesco. Drætti i getrauninni var frestað fram yfir áramót vegna mjög erfiðra samgangna, sem ollu þvi, að póstur utan af landi barst seint. „Þótt það sé reyndar nóg að gera fyrir jólin, þá koma hlé inn á milli, sem eru alveg kjörin til að glima við svona gátur,” sagði Sigriður og brosti. Hún sagðist ekki eiga neitt hljóm- tæki, þannig að þetta kæmi sér mjög vel. Næsta skrefið væri bara að fá sér nokkrar kassettur og fara að spila. —ÓH Birgir Helgason verzlunarstjóri I Nesco á Laugavegi 10 afhendir Sigriði Guömundsdóttur verðlaunin i jólagetrauninni — Weltron-kúluna. Ljósm. Visis: B.G. „VEÐURGUÐIRNIR HAFA HJÁLPAÐ OKKUR MIKIÐ" — sagði umdœmisverkstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi um óstand vega þar. Voldugur veghefill og öflug jarðýta, eru komin um borð I Hekluna og eiga að fara austurá Reyðarfjörð til þess að leysa ögn úr skorti á ruðnings- tækjum á Austfjörðum. Þegar Visir hafði samband við Egil Jónsson, umdæmis- verkstjóra Vegagerðarinnar á Austfjörðum, i gær var ekki búið að kanna ástand v'ega austur þar nú eftir ára- mótin. „En veðurguðirnir hafa hjálpað okkur mikið”, sagði hann. Hláka hefur verið fyrir austan og snjórinn sigið mikið, og sums staðar á suðurfjörð- unum eru vegir undir vatni. „En það lækkar ört, ef frystir”, sagði Egill. „Veðrið fer nú kólnandi og komið frost. Hér er hávaðarok, en bjart yfir”. En þótt mikið hafi tekið upp eystra, er samt mikið verk enn óunnið viö snjóruðning á vegum. Ýmsir vegir nju enn óopnaðir og mikið verk er eftir við að jafna út ruðninga við vegi, sem voru opnaðir með þvi aö „stinga i gegn”, sem kallað er. „Ef farið verður i að opna Oddsskarð, er það mikið verk”, sagði Egill. „Um það hefur þó engin ákvörðun verið tekin enn- þá. Snjórinn þar hefur ekki verið kannaður til fulls og verður aðeins gert með snjóbil. En við vitum, að skriðuföll þar hafa fært veginn mjög djúpt á kaf, svo þar verður ærinn starfi, ef á að opna veginn aftur. Við búum illa af tækjum eins og er, en það stendur til bóta, þegar við fáum tækin, sem eru með Heklunni. Þá fáum við einnig á næstunni, „payloaderinn” með blás- aranum. sem við lánuðum til Neskaupstaðar, þar sem við komumst ekki hjá þvi að heimta hann aftur”. —SH VERÐ- LAUNA- HAFAR Rikisútvarpið heiðraði vinsæla rithöfunda á gamlársdag, þau Jennu Jensdóttur og Hreiöar Stefánsson, Jennu og Hreiðar, — og Ijóðskáldið Kristin Reyr Myndirnar voru teknar við þaö tækifæri i húsakynnum Þjóð- minjasafnsins. A stærri myndinni ræðir Jónas Kristjánsson, forstöðumaður handritastofnunar, við þau Jennu og Kristin, en á minni myndinni eru verðlaunahaf- arnir þrir, Kristinn, Jenna og Hreiðar. (Ljósm. Bj.Bj.) Skyldumœting hjá kennurum? — þykja mœta illa til vinnu í Keflavík Verður tekin upp skyldumæting kennara við barna- og gagn- fræðaskólann I Keflavik? Sú spurning vaknar, þegar lesin er frétt I Suðurnesjatiðindum, sem komu út skömmu fyrir jól. Þar skýrir blaðamaður við Suðurnesjablaðið, að hann eigi tvö börn i gagnfræðaskólanum og af þeim sökumhafí hann getað fylgzt nokkuð náið með mætingum gagnfræðaskóla- kennaranna. Hrósar hann þeim ekki fyrir góða ástundun, heldur segir : ......þá var helzt hægt að Imynda sér, að meirihluti kennaranna væri sjúklingar, sem ekki gætu unnið nema með höppum og glöppum”. En blaðamaðurinn segir ástandið i vetur þó hafa verið betra og minna borið á, að kennsla falli niður. Hann segir hins vegar að enn sé greinilegur skortur á kennurum, sem geta tekið að sér forfallakennslu, svo að ekki þurfi að gefa börnunum fri, þótt einhver kennari sé for- fallaður. Það tefji að sjálfsögðu börnin við nám sitt. Segir I frétt Suðurnesjatiðinda, að kvartanir þar aö lútandi hafi verið orðnar háværar. Lætur blaðamaðurinn að þvi liggja, að það hafi einmitt verið fyrir þær sakir, sem bæjarstjórnin sam- þykkti í lok siðasta vetrar, að skólastjórar barna- og gagn- fræðaskólans skyldu skila skýrslum um fjarvistir kennara. Slikri skýrslu mun gagnfræða- skólinn vera búinn að skila af sér, en ekki barnaskólinn, að þvi er segir i frétt Suöurnesjatiöinda. —ÞJM Ritstjórum Morgun- blaðsins fœkkar Eyjólfur Konráð Jónsson, sem verið hefur einn af ritstjór- um Morgunblaðsins I nærri hálfan annan áratug, lét af þvi starfi um áramótin. Frá þessu er skýrt I Morgunblaöinu I morgun. Einnig er frá þvi sagt, að hann muni þó ekki snúa baki við blaðamennskunni, heldur halda áfram að rita I Morgunblaöið, einkum um stjórnmál. Auk starfs síns að stjórn- málum rekur Eyjólfur Konráð lögmannsskrifstofu ásamt öðrum. —SH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.