Vísir - 03.01.1975, Side 6

Vísir - 03.01.1975, Side 6
6 Vísir. Föstudagur 3. janúar 1975 vism Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiösla Ritstjórn Áskriftargjald 600 t iausasöiu 35 kr. Reykjaprent hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Haukur Helgason : Skúli G. Jóhannesson : Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 : Hverfisgötu 44. Simi 86611 : Slðumúla 14. Simi 86611. 7 Hnur kr. á mánuði innanlands. eintakið. Blaóaprent hf. Blikur á lofti Útlitið er fremur dökkt á Vesturlöndum um þessi áramót. Þvi er spáð,aðkreppan haldi áfram og viða haldi atvinnuleysi áfram að aukast. Svo virðist sem i fáum löndum hafi stjórnvöld getu eða kjark til að ráðast af nægilegri hörku gegn af- leiðingum oliukreppunnar, sem hratt þessu vand- ræðaastandi af stað. Þrátt fyrir hrikalega verðbólgu og önnur vandamál íslendinga, erum við tiltölulega vel settir i samanburði við aðra. Hér hafa stjórnvöld getað og þorað að ráðast i óvinsælar aðgerðir. Og þjóðin hefur sætt sig við timabundna rýrnun lifskjara, svo að full atvinna megi haldast enn um nána framtið. í þessu felst meginmunurinn á ástandinu hér og i nágrannalöndunum. Þar magnast atvinnu- leysið, sem viða er komið yfir 5% og nálgast sums staðar 10%. En hér er aftur á móti töluverð um- frameftirspurn eftir atvinnu. Verkefnin eru fleiri en hendurnar fá annað. Hér á landi er engin kreppa i augsýn. Þessi gæfa okkar er þó ekki einhlit. Við erum mjög háðir sveiflum i efnahagsmálum nágranna- landanna. Og ýmislegt bendir til þess, að slikar sveiflur geti valdið okkur búsifjum á hinu nýbyrjaða ári. 1 kreppum hefur verð matvæla oft tilhneigingu til að lækka snögglega og óttast menn, að svo verði um allan heim á þessu ári. Þykir það slæmur fyrirboði, að kjötverð i Banda- rikjunum hefur þegar hrapað. Og þá er eðlilegt, að við spyrjum, hvað verði um verð á fiskinum, sem við flytjum út. Að undanförnu hefur gengið erfiðlega að halda uppi verði á islenzkum fiskafurðum á erlendum markaði. Fari svo,að önnur matvæli lækki veru- lega i verði, er hætt við, að verðið hrapi einnig á fiskinum okkar. Þetta er hættulegasta óvissuat- riðið i efnahag okkar á nýja árinu. Við erum þjóða háðastir umheiminum, ekki sérstaklega vegna kaupa okkar á erlendum mat- vælum, heldur vegna viðtækra innflutningsþarfa okkar á öllum sviðum. Fyrir allar þessar vörur greiðum við með hornsteini efnahagskerfis okkar, fiskútflutningum. Ef tekjur hans rýrna, fellur annað um sjálft sig. Þá munu ekki nægja þær ráðstafanir, sem þegar hafa verið gerðar. Þá verður að gripa til enn óvinsælli ráðstafana, ef ekki á illa að fara. Við skulum vona, að svo fari ekki. Við skulum vona,að fiskverðiðhanginokkurn veginn óbreytt. Þá erum við tiltölulega vel á vegi stödd, svo framarlega sem vinnufriður helzt i þjóðfélaginu. Við munum þá fljótlega sjá,aðfórnir okkar, þótt nokkrar séu, eru smámunir i samanburði við fórnir nágrannaþjóðanna, sem hafa af pólitiskum ástæðum ekki getað gripið til jafnharðra björgunaraðgerða og islenzk stjórnvöld hafa getað. Við verðum að biða og sjá, hvernig þróunin verður. Við erum aðeins að hluta eigin gæfu smiðir i þessum efnum. Við getum forðazt að skapa okkur heimatilbúin vandamál með vinnu- deilum eða á annan hátt. En jafnframt erum við berskjaldaðir fyrir afleiðingunum af erlendri kreppu, ef hún fer að magnast um allan helming. Við skulum búast við hinu versta, en vona hið bezta. -JK. IIIIIIIIIIII JM) i'S'MÍ UMSJÓN: G. P. Watergate- málið rifjað upp Það gæti fyllt margar bækur, sem skrifað hef- ur verið um Watergate- hneykslið, en það hefur verið slitrótt og stuttort, sem rúmazt hefur i dag- legum fréttadálkum blaðanna. Þetta mál, sem i tvö og hálft ár hefur naum- ast vikið af fréttasiðum, sýnist vera komið á lokastig, eftir að þrir helztu ráðgjafar Nixons fyrrverandi forseta voru fundnir sekir um tilraunir til að hylma yfir. Það gæti þvi átt vel við að rifja upp gang þess i stuttu máli. Það var árla morguns 17. júni 1972, að komið var að fimm mönnum, sem brotizt höfðu inn á aðalskrifstofur Demókrata- flokksins i Watergatebyggingunni I Washington. — Þetta var i miðju kafi kosningaundirbúnings fyrir forsetakosningarnar i desember. Næturvörðurinn, Frank Willis, varð innbrotsmannanna var og gerði lögreglunni vart um þá. 1 fórum innbrotsmannanna fundust hlerunartæki. Einn þess- ara fimm var James McCord, sem var ráðunautur nefndarinn- ar, er vann að endurkjöri Nixons i öryggismálum. Hljóðritanir áttu siðar eftir að leiða i ljós, að viku siðar, eða 23. júni, ræddi Nixon við helztu ráð- gjafa sina um hugsanlegar afleið- ingar þessarar handtöku á stjórn- málabraut hans sjálfs. (Það kannaðist hann þó ekki sjálfur við fyrr en 5. ágúst 1974). 15. september setur rikisréttur tvo fyrrverandi ráðgjafa Hvita hússins, þá G. Gordon Liddy og Howard Hunt, á sakabekk með innbrotsmönnunum fimm. 30. janúar 1973 eftir að inn- brotsmennirnir fimm höfðu allir játað sekt sina, voru McCord, og Liddy dæmdir. En við réttarhöld- in kom upp úr dúrnum, að viðtæk- ar njósnir höfðu verið hafðar um kosningaundirbúning demókrata fyrir forsetakosningarnar 1972. 7. febrúar 1973 samþykkir öldungadeild þingsins að setja á laggirnar þingnefnd til að rann- saka njósnir og skemmdarverk, sem unnin höfðu verið gegn demókrötum 1972. 23. marz er gert opinbert bréf frá McCord til Sirica dómara, þar sem hann býðst til að segja allt af létta um málið. — Þegar þessir fyrstu sjö Watergatemenn komu fyrir rétt i upphafi málsins, ját- uðu allir sekt sina til að hindra að rannsóknin gengi lengra. Neituðu allir að upplýsa, á hverra vegum þeir hefðu verið. Sirica dómari felldi yfir þá óvenjuþunga dóma i þeim tilgangi að brjóta niður mótstöðu þeirra, svo að þeir yrðu réttvisinni viðtjónkanlegri. 17. april tilkynnir Nixon, að meiriháttar árangur hefði náðst við að leiða fram sannleika Watergatemálsins. 19. apríl lýsir John Dean, lög- fræðilegur ráðunautur Nixons þvi yfir, að hann muni ekki láta hafa sig að sektarlambi. Athyglin var þá tekin að beinast að Dean, sem Nixon hafði borið fyrir þvi, að eng inn af starfsmönnum Hvita húss- ins væri viðriðinn Watergatemál- iö, að Dean átti að hafa gengið úr skugga um það að fyrirmælum Nixons. 27. aprilsagði L. Patrick Gray, settur forstöðumaður FBI, al- rlkislögreglunnar bandarisku, af sér eftir að hafa gengizt við þvi að hafa eyðilagt gögn, sem ráð- gjafar forsetans fólu honum i hendur. 30. aprilsögðu H.R. Haldeman, starfsmannastjóri I Hvita húsinu, og John Ehrlichman, ráðgjafi Nixons i innanrikismálum — tveir áhrifamestu menn Nixonstjórn- arinnar — af sér embættum. John Dean var sagt upp starfi. Þann sama dag lýsti Nixon þvi yfir I sjónvarpsræðu, að hann hefði ekkert vitað um Watergate- málið fyrir. 17. mal byrjaði þingnefnd öldungadeildarinnar undir for- sæti Sam Ervin, 76 ára demó- krata, yfirheyrslur sinar. 18. malvar Archibald Cox til- nefndur sérstakur saksóknari til að stýra af hálfu dómsmálaráðu- neytisins rannsókn Watergate- málsins og sór hann embættiseið viku siöar. 16. júll upplýsti Alexander Butterfield, fyrrum aðstoðar- maður Haldemans, að Nixon for- seti hafi hljóðritunartæki i Hvita húsinu og öll samtöl hans undan- farin þrjú ár hafi verið tekin upp á segulband. — Þessi uppljóstrun leiddi til falls Nixonstjórnarinn- ar. 19. ágúst dæmdi Sirica dómari Nixon forseta til að láta hjóð- ritanir af niu mikilvægum sam- tölum hans af hendi við Cox sak- sóknara. Nixon, sem hafði áður neitað tilmælum uni slikt, áfrýj- aði. 20. ókt.vék Nixon Cox saksókn- ara úr embætti fyrir að neita að láta niður falla málshöfðunina til að fá segulbandspólurnar i hend- ur. — Elliot Richardson, dóms- málaráðherra, sagði þá af sér ráöherraembætti i mótmæla- skyni. Um leið var William Ruckelshaus, aðstoðardóms- málaráðherra, vikið úr embætti fyrir að neita að reka Cox. 23. okt. lét Nixon undan dóms- úrskurðinum og afhenti Sirica dómara segulböndin. 1. nóv. gengst Nixon inn á, að Leon Jarwoski sé settur sérstak- ur saksóknari yfir rannsókn þess opinbera á Watergatemálinu. 28. des. leggur þingnefndin fram réttarskipanir, sem krefjast framvisunar 100 hljóðritana for- setans og skjala viðkomandi Watergatemálinu. 3. apríl 1974 leggur skatt- rannsóknarlögreglan til, að Nixon greiði 476 þúsund dali i van- goldna skatta eftir endurskoðun á ofmetnum frádrætti á fyrra framtali. 18. april l974voru tveir fyrrver- andi ráðherrar Nixons, John Mitchell (fyrrum dómsmálaráð- herra) og Maurice Stans, náðaðir af ákærum um samsæri og fyrir að hindra réttvisina i starfi og fyrir meinsæri. Báðir höfðu starf- að að endurkjöri Nixons. 30. aprlllét Nixon hljóðritanirn- ar af hendi og i ljós kom, að af- ritanir, sem hann hafði áður látið i té — og áttu að geyma „allt sem máli skipti” — höfðu sleppt ýms- um mikilvægum áfellandi atrið- um. — Hneykslaði marga að heyra oft og tiðum klúrt málfar forsetans, þegar hann ræddi við ráðgjafa sina. 9. mai hófust fyrir luktun dyr- um umræður i dómsmálanefnd fulltrúadeildar þingsins um, hvort grundvöllur væri fyrir þvi, að láta Nixon svara þinginu til saka fyrir hans þátt i Watergate- málinu og yfirhylmingum yfir þvi. En slikt gat leitt til þess, að Nixon yrði knúinn af þingheimi til að segja af sér embætti. 21. júni 1974var Charles Colson, fyrrum ráðgjafi Nixons, dæmdur til allt að þriggja ára fangelsis fyrir að hafa torveldað framgang réttvisinnar i málaferlunum gegn Daniel Ellsberg. — Ellsberg hafði verið sóttur til saka fyrir að birta Pentagonskýrslurnar svonefndu um striðið I Vietnam. I ljós kom, að nokkrir hinna sömu, sem brut- ust inn i Watergate, höfðu einnig brotizt inn a skrifstofu sálfræð- ings Ellsbergs til þess að komast yfir trúnaðarviðræður hans við sjúkling sinn. Var þá málið gegn Ellsberg látið falla niður. 27. júligreiddi dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar atkvæði með þvi, að Nixon verði stefnt fyrir þingheim fyrir þátt sinn i þvi að hindra framgang réttvisinnar. 31. júlivar Ehrlichman dæmd- ur I allt að 5 ára fangelsi fyrir sinn þátt I þvi að heimila innbrot- ið I skrifstofu sálfræðings Ells- bergs. Hann var látinn laus, með- an málinu var áfrýjað. 2. ágústvar John Dean dæmdur I allt að 4 ára fangelsi fyrir þann þátt, sem hann játaði á sig, við að hylma yfir Watergatemálið. 5. ágúst játaði Nixon, að hann heföi vitað um yfirhylmingar Watergatemálsins nánast frá upphafi, og hann hefði reynt að hefta rannsókn FBI á málinu. 9. ágústsagði Nixon af sér for- setaembætti. 8. september náðaði Ford hinn nýi forseti forvera sinn, Nixon, af öllum hugsanlegum sakargiftum vegna Watergatemálsins. 1. okt. hófust réttarhöldin vegna tilrauna embættismanna til að hylma yfir Watergatemál- ið. 29. okt. gekkst Nixon undir skurðaðgerð vegna blóðtappa, en sá sjúkdómur kom I veg fyrir að hann yrði leiddur i vitnastúkuna i réttarhöldunum. 31. des. 1974 úrskurðaði kvið- dómur þá Mitchell, Ehrlichman og Haldeman seka um samsæri og tilraunir til að hindra gang réttvfsinnar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.