Vísir - 08.01.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 08.01.1975, Blaðsíða 9
Ásgeir Sigurvinsson kom til Vestmannaeyja á g amlársdag eftir nokkuð Iangt ferðalag. Hann ók frá Liege i Belgiu til Luxemborgar og fór þaðan með flugvél til Keflavikur — þá með Herjólfi til Vestmannaeyja. Til Belgiu aftur ætlaði hann ekki að komast vegna ófærðar, en fékk þó flugvél frá Flugþjónustunni aðfaranótt iaugardags. Það mátti ekki tæpara standa, þvf daginn eftir átti hann að leika með Standard gegn Beveren. Það rétt hafðist og Standard sigraði í leiknum 1-0 með marki Labarde. Ásgeir átti tvö stangarskot I leiknum. Standard hefur nú unnið sjöieiki I röð — þar af einn i bikarkeppninni. Eacing White er efst i 1. deild með 31 stig. Þá kemur Anderiecht með 26 stig og Standard er I 3.-4. sæti með 24 stig. Myndirnar að ofan tók Guðmundur Sigfússon, þegar Ásgeir var á æfingu á 2. I nýári i Eyjum. Þórir skoraði sigurkörfuna á síðustu sekúndu leiksins — og ísland sigraði Noreg 83:81 í síðari landsleiknum í körfuknattleik í gœrkvöldi — Unglingarnir sigruðu í sínum leik 73:61 Karla- og unglingalandslið Is- lands i körfuknattleik luku við fimm daga keppnisferðalag sitt i gærkveidi með þvi að sigra I báð- George Best, Irski knattspyrnu- snillingurinn, sem féll á hinni hálu braut skemmtanalifsins, þegar hann lék með Manchester United, kom til New York I morg- un til samninga við knattspyrnu- félag þar I borg, Cosmas. Ef Best og félagsstjórninni semst mun hann byrja að leika með félaginu i mal, þegar leiktimabiiið i knatt- spyrnunni hefst I Bandarlkjun- um. Þess má þó geta, að félagið I New York verður einnig að semja við Manch. Utd. um „kaupverð” á Best ef það vill fá hann til sin. Meistara- liðið tapaði Belgiska iiðið, Racing Antwerpen, sigraði I gærkvöldi i Antwerpen Evrópumeistara bikarhafa I körfuknattleik, Rauðu stjörnuna frá Beigrad, J'úgóslavlu, i fyrri leik liðanna i átta-liða úrslitum Evrópukeppni bikarliða. Munurinn var ekki mikill, 98-94, svo allar llkur eru á, að júgóslavneska liðið komist áfram, þegar leikið verður á heimavelii þess. Flest stig Racing skoraði Floyd 34, en Geerts 25 og Bell 22 komu næstir. Hjá Rauðu stjörnunni var Kapiciv stigahæstur með 32 og Slavnic næstur með 23. í Barcelona sigraði Juventud Scheppes (Spáni) , CSKA, Sofiu, Búlgarlu, með 88-86 I sömu keppni. í leikhléi stóð 40-23 fyrir Juventud. -hsim. um landsleikjunum við Noreg. Unglingarnir sigruðu I slnum leik með 73 stigum gegn 61 og karlarnir með 83 stigum gegn 81. Newcastle keypti nýlega tvo ieikmenn, Geoff Nulty frá Burn- ley, og Tommy Craig frá Sheff. Wed. fyrir 250 þúsund sterlings- pund samtals. Gaf 120 þúsund fyrir Nulty, sem lék sinn fyrsta leik með Newcastle á iaugardag- inn gegn Manch. City i bikar- keppninni og skoraði annað mark liðsins, en 130 þúsund fyrir Craig, sem Sheff. Wed. keypti frá Aber- deen fyrir 100 þúsund pund fyrir nokkrum árum, þegar það þótti „stórpeningur” fyrir leikmann. Likiegt er, að Jim Smith^ Stewart Barrowclough, Alex Bruce (keyptur frá Preston i fyrra fyrir 140 þúsund pund) og Tommy Gibb yfirgefi Newcastle innan skamms. — hsim. Ekkert verður af þvl, að hinn enski knattspyrnuþjálfari Tony Knapp, sem þjálfaði 1. deildar- lið KR og Isienzka landsliðið I knattspyrnu i fyrra, verði hér á landi I sumar. Seint I gærkveidi siitnaði upp úr samningaviðræðum hans og forráðamanna knattspyrnu- deiidar KR, og hélt hann aftur til Englands i morgun. „Það sem bar á milli voru Aldrei áður hafa islenzkir körfuknattleiksmenn komið jafn galvaskir heim og þeir, sem skipa þessi tvö lið. Strákarnir hafa leikið 6 leiki á 5 dögum, og koma heima með 3 sigra og 3 töp. Hinir koma með 3 sigra og 2 töp eftir 5 leiki á 5 dögum - þar af er sigur yfir Vestur-Þýzkalandi, sem á eitt af beztu landsliðum I Evrópu i körfuknattleik. 1 unglingalandsleiknum i gær- kveldi höfðu norsku strákarnir 2 stig yfir I hálfleik, 33:31. En i siðari hálfleik náðu islenzku strákarnir varnar- og sóknarleik og sigruðu I leiknum með glæsi- brag — 73:61. Símon Ólafsson var maður leiksins og skoraði nær helminginn af stigunum eða 33 talsins. Næstur honum kom Clarance Glad með 8 stig, en annars skoruðu allir islenzku piltarnir i þessum leik. í karlalandsleiknum var islenzka liðið undir lengst af I fyrri hálfleik, mest 12 stigum. 1 peningar” sagði Tony Knapp er við töluðum við hann á Hótei Sögu, þar sem hann bjó, seint i gærkveldi, en þá voru KR- ingarnir nýfarnir frá honum. „Okkur tókst ekki að komast að samkomulagi. Ég gat ekki sætt mig við tilboð þeirra og þeir ekki við mitt. Bar mikið á milli og þýðir ekki fyrir okkur að ræða þetta frekar. Ég er mjög ieiður yfir þessu, þvl mig iangaði virkilega tii að leikhléi hafði þó Isl. liðið yfir, 42:40, en Norðmenn réttu úr sér i siðari hálfleik og höfðu yfir 75:74, er fimm minútur voru til leiks- loka. Þé hófst geysilegur lokasprett- ur, þar sem liðin skiptust á um að jafna og hafa yfir. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum var jafnt — 81:81 — og Island var með boltann. Þá endurtók sig at- vikið frá leiknum við Luxemborg á laugardaginn — Þórir Magnús- Franska liðið Olympiaue Marseilles sem er með Brasiliumennina Jair og Paulo Cesar, gerir það gott i frönsku 1. deildinni I knattspyrnu — en þó bara á heimavelli! Þegar liðið leikur á Utivelli, eru Brassarnir oftast svo hart leiknir, að þeir ná aldrei að sýna sinu góðu hliðar, og tvivegis starfa með KR-ingunum aftur I sumar og einnig með landslið- inu, en um það hafði ég rætt við Ellert B. Schram, formann KSl, I þessari ferð”. Sveinn Jónsson, formaður knattspyrnudeildar KR, stað- festi þetta, er við töluðum við hann. „Tony gerði meiri kröfur en við réðum við, og ef við hefð- um samþykkt tilboð hans, hefði það stefnt fjárhag knattspyrnu- deildarinnar i voða. son brunaði upp að körfunni og skoraði með glæsilegu skoti. Norðmenn náðu ekki að skjóta — timinn var liðinn, og Island sigur- vegari i leiknum 83:81. Þórir var stigahæsti maður leiksins með 25 stig. Næstir hon- um komu Agnar Friðriksson með 22 stig — hefur skorað mikið i öll- um leikjunum — og þar næst komu þeir Kristinn Jörundsson með 10 stig og Torfi Magnússon með 9 stig. -klp hefur það komið fyrir, að þeir hafa báðir veyið bornir út af i sama leiknum. Þessar misþyrmingar hafa gengið svo langt, að formaður félagsins hefur sagt, að til greina komi að láta þá Ceasar og Jair ekki leika útileiki félagsins. 1 Marseille þorir enginn að ganga i skrokk á átrúnaðagoðunum frá Brasiliu. Hann er góður þjálfari og skemmtilegur maður að vinna með, og okkur þykir leitt að hafa ekki getað samið við hann I þetta sinn. En við urðum einnig að hugsa um fjárhag deildar- innar og þvl fór sem fór. KR ræður sér annan þjálfara og það verður útlendingur — llk- lega Engiendingur, þvl þar er mikiðúrvalaf góðum þjálfurum og fjöldi þeirra atvinnulaus.” —klp— Best í New York Knapp verður ekki hjá KR! — Slitnaði upp úr samningunum í gœrkvöldi og hann hélt aftur utan í morgun — Fáum okkur annan erlendan þjálfara segir Sveinn Jónsson formaður knattspyrnudeildar KR Brassarnir hart leiknir Middlesbro skoraði 30 sekúndum fyrir leikslok - Manch. Utd. féll Það var spenna i ensku bikar- keppninni I gærkvöldi. Middies- bro tók að tryggja sér sigur gegn áhugamannaliðinu Wycombe Wanderers 30 sekúndum fyrir leikslok — Manch. Utd. féll fýrir Walsall — Arsenai tókst að tryggja sér sigur I framlengingu gegn York City og litla Stafford- liðið, Rangers, úr norðurdeild- inni, vaiin i Rotherham og komst þar með I fyrsta sinn i 98 ára sögu félagsins i fjórðu umferð. Þetta var það markverðasta, en litum á úrslitin: Altrincham—Everton 0-2 Hull—Fulham 2-2 Millvall—Bury 1-1 Middlesb'Wycombe 1-0 QPR—Southend 2-0 Rotherh,—Stafford 0-2 York C—Arsenal 1-3 Walsall—Manch. Utd. 3-2 Walsall, litla 3. deildar liðið frá útborg Birmingham, 'hefur enn leikið það! Þegar minnzt er á óvænt úrslit I enskum bikarleikj- um kemur alltaf fyrst i hugann, þegar Walsall sló Arsenal út 1933 — en Arsenal var þá mesta veldi heims i knattspyrnu. I gærkvöldi féll Manch. Utd. — reyndar 2. deildarlið, en þó enn stórlið I aug- um flestra — á litla vellinum, þar sem leikmaður getur hlaupið að tvo metra til að taka hornspyrnu, þegar völlurinn er þéttskipaöur. Það var hann I gærkvöldi. Walsall náði forustu á 21. min. með marki Reid, en á 37. min. jafnaði Daly úr mjög vafasamri vitaspyrnu fyrir Manch. Utd. Fleiri mörk voru ekki skoruð i venjulegum leiktima og þvi fram- lengt. Strax á 2. min. framleng- ingarinnar missti Alec Stepney knöttinn og Buckley þakkaði gott boð og skoraði. Fjórum min. siöar var dæmd vitaspyrna á United og Walsall komst I 3-1. Leikmenn Manch. Utd. byrjuðu á miðju — léku beint upp og Mcllroy skoraði. 3-2. Gifurleg barátta var eftir það, en Manch. Utd. tókst ekki að jafna, þrátt fyrir miklar sóknarlotur. Framlengingu þurfti einnig i York. Eftir venjulegan leiktima stóð 1-1, en Brian Kidd skoraði tvö mörk fyrir Arsenal i framleng- ingunni — og hafði skorað eina mark stóra Lundúnaliðsins fyrr i leiknum. Middlesbro átti i hinum mestu erfiðleikum með Wycombe á leikvelli sinum og það var ekki fyrr en 30 sek. voru til leiksloka, að Dave Armstrong tókst að skora eina mark leiksins fyrir lið- ið I 2. sæti 1. deildar. Áhorfendur og leikmenn Middlesbro klöpp- uðu fyrir leikmönnum Wycombe, þegar þeir yfirgáfu leikvöllinn. Hins vegar hafði Everton tök á leiknum gegn Altrincham á Old Trafford, leikvelli Manch. Utd., en Altrincham er nokkrum brautarstöðvum frá leikvangin- um. Þeir Bob Latchford og Mike Lyons skoruðu fyrir Everton, og lið Vikingsþjálfarans, Tony Sand- ers, er þvi úr leik — en mikil og óvænt hefur frammistaða þess verið i bikarkeppninni. Hinu lið- inu úr norðurdeildinni, Stafford Rangers, tókst vel upp i Rother- ham og komst I 4. umferð. Stuart Chapman og Mick Cullerton skor- uðu fyrir Stafford. QPR vann Southend örugglega, en úrslit fengust ekki I leikjum Hull—Fulham, Millvall og Bury þrátt fyrir framlengingu. í kvöld leika Tottenham—Nottm. Forest, Derby—Orient og WBA—Bolton. 1 4. umferðinni 25. janúar leikur Middlesbro á heimavelli gegn Sunderland, QPR heima gegn Notts. County, Stafford heima gegn Peterbro, Walsall á heima- velli gegn Newcastle og Arsenal á útivelli — gegn Coventry. — hslm. Peter Buehning formaður bandarlska handknattieikssambandsins ásamt þrem stúlkum úr fyrsta kvennalandsliði USA I handknattleik. Næst honum situr Judy Stamatis, sem er iþróttakennari, þá Jan Laughlin sem hefur leikið I kvennaiandsliði USA I körfuknattleik og Reita Cianton, sem er „All star” i blaki og hefur leikið f jölda úrvalsleikja I þeirri grein. Ljósmynd BJ.Bj. Vissu ekki hvað handboltinn var — Bandarísku handknattleiksstúlkurnar yfir sig hrifnar af keppnisferðinni til íslands og koma aftur eftir tvo mánuði „Fyrir fimm mánuðum vissi ég ekki hvað handknattleikur var. En á þessum fimm dögum sem ég hef verið hér, hef ég lært meira um iþróttina en á þeim fimm mánuðum sem ég hafði til að æfa og lesa mér til um hana”. Þetta sagði ein af bandarisku handknattleikskonunum, Jan Laughlin, er við töluðum við hana og nokkrar vinkonur hennar I gær, skömmu áður en bandariska kvennalandsliðið i handknattleik hélt heim aftur. „Við lærðum mest á þvi að leika þessa fimm leiki — sérstak- lega leikina við félagsliðin, sem voru mjög áþekk okkar liði. Landsliðið var aftur á móti allt of gott fyrir okkur. Þá lærðum við einnig mikið á þvi að horfa á leiki karlmannanna á sunnudags- kvöldið, en þar sáum við flestar i fyrsta skipti hvernig á að leika góðan handknattleik — mest var ég hrifin af leik Valsliðsins. 1 þessari ferð sáum við, hvað við þurfum að æfa betur og taka fyrir, þegar heim kemur, og það verður áreiðanlega gert”. Jan, sem hefur leikið i banda- riska landsliðinu i körfuknattleik kvenna, sagði okkur, að þær stúlkur, sem væru i hópnum, væru allar i iþróttum — mest blaki og körfubolta — og sumar þeirra mjög góðar i þeim grein- um. Reita Clanton, sem hefur leikið marga úrvalsleiki i blaki, sagði, að þessi ferð hefði verið ein draumaferð. Hún hafi lært mikið um handknattleik, og nú fengið virkileganáhuga á honum. Mót- tökurnar hérna h.afi verið slikar að hún hafi aldrei kynnzt öðru eins, og hér væri allt svo fallegt og hreint. Peter Buehning, formaður bandariska handknattleikssam- bandsins, tók undir þessi orð stúlknanna. „Þær hafa mikið lært i þessari ferð og hér eftir verður enn auðveldara að kenna þeim galdur iþróttarinnar — sagði hann. „Við vonumst til að geta farið i aðra svona ferð i febrúar eða marz, og þá til Danmerkur. Ef af þvi verður, komum við hér við á heimleiðinni, og leikum einn leik, — og þá skulum við standa okkur betur en i þessum tveim. Ég var ánægður með útkomuna i þeim — ég bjóst varla við að minar stúlk- ur skoruðu mark — en þau verða fleiri næst, þegar við leikum við Island, hvort sem það verður hér eða heima hjá okkur”. —klp— SJÁVARFRÉTTIR SÍRRIT SJÁVARÚTVEGSINS Sjávarfréttir eru helmingi útbreiddari en nokkurt annað blað á sviði sjávarútvegs og fiskiðnaðar. Sjávarfréttir fjalla nú um spurninguna : Eigum við aö leyfa veiðar á 10 þúsund tonnum af slld hér við Iand 1975. Og ef svo hvernig skal hún veidd? tumræðum taka bátt landskunnir afiamenn, þeir Eggert Gisia- son á Gisla Arna RE, Hrólfur Gunnarsson á Guðmundi RE, Þórarinn Ólafsson á Albert GK og Helgi Einarsson á Hring GK, og Jakob Jakobsson fiskifræðingur. Rætt er við Jón Ármann Héðinsson alþingismann um störf útgerðarmannsins. Birt er grein eftir dr. Björn Dagbjartsson um fiskrétti framtlðarinnar. Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur ræðir um staðla I netagerð og sagt er frá Fiskvinnsluskólanum. Þá er greint frá fiskeldi I sjó og fiskeldisbúri Fiskiféiags islands i Höfnum og rannsóknum Ingimars Jóhannssonar vatnaiiffræðings. Sjávarfréttir koma út annan hvern mánuð og eru þegar gefin út á sjöunda þúsund eintök. Sjávarfréttir kosta kr. 295 eintakið og ársáskrift kr. 1770. Sjávarfréttir bjóða yður velkomin i hóp fastra áskrifenda. Til Sjávarfrétta, Laugavegi 170, Óska eftir áskrift að Sjávarfréttum pósthólf 1193, Rvik. Nafn. Heimilisfang sj,nj lítgefandi: Frjálst Framtak h.f. Laugavegi 178 - Símar 82-300 og 82-302

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.