Tíminn - 16.06.1966, Síða 8
8
TIMJNN
FIMMTUDAGUR 1G. júní 1966
Helgi á Hrafnkelsstöðum:
í Slcírni 1937 birtist grein eftir
Barða Guðmundsson, þjóðskjala
vörð. „Forn goðorð og ný.“ Þar
setur Barði fyrst fram þá skoðun
að höfundur Brennu-Njálssögu sé
Svínfellingurinn Þorvarður Þór-
arinsson. Síðan ritar 'hann mikið
mál urn þetta efni, og á einum
stað segir hann fullum fetum:
Höfundur Njálu er Þorvarður Þór
arinsson sjálfur. Þetta sama ber
hann oft á borð. Það er ekki ver
ið að segja, að þetta sé hans skoð
un, sem hefði nú verið ólíkt vís
indamannslegra.
Það hefur alltaf verið ólíkt hæg
ara að predika en að rökræða um
hlutina, enda oft verið gert í ver
öldinni. Okkur hefur jafnvel ver-
ið kennt það, að við eigum að
lifa í trú en ekki í skoðun. Barði
Guðmundsson gerir þetta líka
óspart að rauða þræðinum í sín
um Njálu vísindum. Svona skal
þetta vera, hvað sem hver segir,
og hvað sem öllum rökum llður.
Barði hefur ekki áhyggjur af
þvilíkum hlutum og tekur sem
dæmi. í manntalinu frá 1703 býr
á Efra-Reyni á Skaganum Jón
Hreggviðsson 53 ára giftur 55
ára konu og hjá þeim er 33 ára
dóttix þeirra og 20 ára gamall son
ur og JÓn hefur tvo vinnumenn.
Okkur dettur ekki í hug að fara
að bera þessar öruggu heimildir
saman við frásögn Halldórs Lax-
ness af þessum sama Jóni Hregg-
viðssyni í skáldverkinu íslands-
klukkan þegar við förum að meta
gildi þeirra bókar og skýra hana.
Barði fer nákvæmlega eins að
gagnvart Njálu. Hann lítur hrein
lega á hana sem skáldsögu.
En raunverulegt inntak sögunn
ar eru persónuleg mál höfundar-
ins og sagnapersónurnar hans sam
tíðarmenn, fklæddar holdi og
blóði.
Þorvarður Þórarinsson sjálfur
heitir Flosi Þórðarson og býr á
SvínafeUi. LitiUega höfum við
heyrt hans getið áður. Oddur Þór
arinsson bróðir Þorvarðar, heitir
Gunnar Hámundarson og býr á
Iflíðarenda í Fljótshlíð. Þessi
Gunnar var nú ekki að sækja sér
konu vestan frá Breiðafirði, held
ur tók sér konu úr Rangárþingi,
sem faét Randalín Filippusdóttir.
Hver veit nema hann hafi heyrt
einhverjar munnmælasögur um
það í Rangárþingi, hvernig hin
hárprúða Hallgerður var spör á
hárið við bónda sinn.
Eyjólfur Þorsteinsson ofsi og
Hrafn Oddson heita Geir goði og
Gissur hvíti. Feðgarnir í Saurtoæ
í Eyjafirði Þorvarður og Þórður
sonur hans heita Valgarður frái
og Mörður.
Það er sagt að stórtbrotin kona
ein í Rangáiþingi hafi kastað
þessu fram f'ellisvorið 1882, þegar
féð hrundi niður: „Þar kom sá,
sem tímdi að skera“. Sama þætti
mér líklegt að Rangæingar segi
um þessi Barðavísindi. Það er
ekki stór vandi að rita listaverk
á heiimsmælikvarða. Karl á sjö-
tugsaldri er að dunda við þetta í
ellinni og stelur öllu frá Sturlung
um, sem máli skiptir. Þar hefur
Halldór Laxness fengið hugmynd
ina að Paradísarheimt. Hann er
nú toúinn að lesa sína Njálu fyrir
alla landsmenn gegnum útvarpið.
Þar geta menn gengið úr skugga
um það, hvað skáldum hefur far
ið fram í þessar 7 aldir, síðan
punkturinn var settur aftan við
Brennu-Nj álssögu.
Finnst mönnum ekki ögn meiri
reisn yfir mæðgunum undir Steina
hlíðum en til dæmis Bergþóru og
Hildigunni í Njálu. Hvað segja
Rangæingar um öll þessi boðorð.
FYRRI HLUTI
Hvað sagði Bergþóra forðum:
„Gjafir eru yður gefnar feðgum,
og eru þér litlir menn, ef þér
launið engu.“
Ég hef oft svarað Barða Guð-
mundssyni og sýnt fram á hverja
fádæma ósvífni hann sýndi hvað
eftir annað og hreina sögufölsun,
ef honum bauð svo við að horfa
til þess að láta allt standa heima.
En að hann faafi einhvern fastan
punkt til að standa á, það hef ég
aldrei fundið. Barði er ágætlega
ritfær og hugmyndaflugið með
hreinustu fádæmum. Hann dó svo
frá þessu öllu hálfgerðu og er nú
vonandi setztur að sumbli með
Þorvarði Þórarinssyni og höfundi
•Njálu j ríki himnanna. Ég ætlaði
nú aldrei að hreyfa þessu máli
meir, og lofa Barða að hvíla í
friði í gröf sinni.
Svo verða lærisveinar hans til
að raska ró hans og gera honum
þann vafasama greiða að taka mál
ið upp aftur. Þessi lærisveinar
eru séra Gunnar Benediktsson í
Hveragerði og Sigurður Sigmunds
son í Hvítárholti.
Gunnar ritar langa og mjög
læsilega grein í Tímarit máls og
menningar 1965 annað faefti. Nefn
ir hann grein sín „Staðhæfing
gegn staðhæfingu“. Er þar tekið
til meðferðar það vandamál að
Barði Guðmundsson segir fullum
fetum, að Þorvarður Þórarinsson
sé höfundur Njálu. Hins vegar seg
ir Einar Ólafur Sveinsson í for
mála fyrir Njálssögu, 1953, Þor-
varður Þórarinsson hefur ekki
skrifað Njálu.
Ég get nú vel metið það við
Gunnar, að honum þyki það öllu
drengilegra að taka í léttari bagg
ann, þegar hallast á truntunni og
taki í með Barða til reynslu. Hinn
lærisveinninn Sigurður, skrifar í
Suðurland og nefnir greinina:
„Hver var Njáluhöfundur?"
Báðir eru þessir menn ritfærir
í bezta lagi og verður engin skota
skuld úr því að skrifa læsilegar
greinar þó að ekkert vit sé í þeim
frá á sannfræðilegu sjónarmiði.
Báðir eru þeir góðir kunningjar
mínir og þeir mega ekki taka það
illa upp fyrir mér, þó að ég segi
þei-m, að mér þykir það heldur
leitt, að þeir skuli vera að hengja
sig í þessum Barðavísindum. Enda
er það langt yfir minn skilning
hvernig Barði hefur getað kom-
ið snörunni um hálsinn á þeim.
Nú er mér sem ég heyri þá segja
einum munni: Þér ferst, sem hef
ur talið Snorra og Sturlunga höf
unda Njálu. Þetta er hárrétt, en
ég hef ekki nema 50% af ósvífni
Barða í þessu máli. Ég hef aldrei
sagt annað en hvað er mín skoð
un á málinu og það hef ég leyfi
til og sama er auðvitað að segja
um aðra. Það er ranglega eftir
mér haft, ef sagt er, að ég full
yrði eins og Barði.
í öðru lagi bendi ég á menn,
sem enginn efast um að hefðu get
að unnið þetta afrek, svo framar
lega, að nokkur gæti það, og stað
reyndin er að Njála er skrifuð á
13. öid góðu heilli. Það er punkt
ur, sem aldrei haggast. Hins veg
ar get ég ekki fundið minnstu lík
ur fyrir því, að Þorvarður Þór-
arinsson hefði getað þetta.
Ég viðurkeneni fúslega, að ég er
enginn vísindamaður á þessu sviði
en sögurnar þekki ég jafn vel og
sumir þeir, sem lærðari eru. Það
gerir ekkert til þó að við ólærðu
menirnir ræðum um þesa hluti
og við erum alveg í fríum sjó, því
að ekki er hætt við. að lærðu
mennirnir virði okkur svars.
Við skulum þá byrja á byrjun-
inni, hvernig berst hingað sú list
að gera bækur, því að við erum
þar langt á undan frændum okkar
Norðmönnum, um það er ekki að
efast.
Sæmundur í Odda lærir bóka
gerð suður í Frakklandi (í Svarta
skóla) og þaðan berst hún að
Odda. Biskuparnir ísleifur og Giss
ur lærðu suður í Þýzkalandi og
fluttu hana í Skálholt. Þaðan
berst hún með Teiti syni ísleifs
Tilkynning
frá Kaupfélagi Árnesinga
Athyeli biíreiðaeigenda er vakin á því, að vegna
sumarleyfa frá 11. júlí til 4. ágúst munum vér
ekki geta annazt ljósastillingar bifreiða á fyrr-
nefndu tímabili.
Kaupfélag Árnesinga.
toiskups að Haukadal. Það er þessi
þríhyrningur hér á Suðurlandi,
sem ailt veltur á. Svo koma 2
drengir vestan frá Breiðafirði með
skáldskaparneistann í blöðinu.
Annar Ari fróði lendir í Haukadal
og elzt þar upp undir handarjaðri
Teits ísleifssonar. Hinn fer í Odda
Snorri Sturluson. Hvað eiga ís
lendingar mikið að þakka þessari
tilviljun að þessir drengir lenda
á þessum menntasetrum?
Svo flytur Snorri þetta með sér
vestur’að Reykholti og kennir þar
frændum sínum Sturlu Þórðar-
syni og Ólafi hvítaskáldi og að
einhverju leyti Styrmi fróða.
Hann er að minnsta kosti oft hjá
Snorra. Þarna er kveikjan að okk
ar fornbókmenntum. Þetta liggur
allt ljóst fyrir. Nú langar mig til
að spyrja þá visu menn, sem helzt
vilja fiska á Barðagrunni. Hvar
Helgi Haraldsson
lærði Þorvarður Þórarinsson bóka
gerð? Þess er hvergi getið að
menntasetur á borð við Odda hafi
verið á Austurlandi.
Þorvarður tekur við mannafor-
ráðum með Oddi bróður sínum,
þegar faðir þeirra deyr 1239 og
þeir kvænast báðir 1249—50 og
lenda strax í vígaferlum aldarinn
ar. Þorvarður tekur við landstjórn
yfir hálfu landinu móti Hrafni
Oddssyni, þegar Gissur jarl deyr.
Svo fer hann til Noregs um 1280
og kvænist þar ríkri ekkju, en
kemur út aftur 1288. þá er hann
kominn á sjötugsaldur. Hann er
ekkert blávatn, ef hann fer eð
dunda við það í ellinni að skrifa
Njálu, og það er það eina,
sem hann skrifar um dagana.
Trúi nú þeir, sem vilja, að Njáia
sé byrjanda verk. Ég trúi því ekki
og svo mun um fleiri. Það er auð
vitað engin leið að svara öllum
þeim firrum, sem koma fram í
því moldviðri, sem þyrlað er upp
í báðum greinum Sigurðar og
Gunnars, því að það vill enginn
lesa mjög langa blaðagrein.
Þeir svara mér auðvitað^ og þá
gefst tími til að bæta við. í Suður
landi segir Sigurður: Helga vil ég
aftur á móti segja það, að hvorki
Snorra er nokkur greiði gerður
með því að eigna honum það, sem
hann getur ekki átt. Snorri getur
ekki verið höfundur Njálssögu. Til
þess liggja margar orsakir. Er þá
hin fyrsta sú, að ald-ur sögunnar
ætti að nægja. Hún er talin rituð
um 1280. Það er bezt að statdra
við þetta fyrst. Fyrsta málsgrein-
in er hárrétt, það er engum greiði
gerður með því að eigna honum
það sem hann hefur ekki gert og
Snorri e/ þar éngin undantekn-
ing.
En er þá ekki jafn lítill greiði
við Þorvarð Þórarinsson, að
nauðga því upp á hann, sem hann
hefur engin skilyrði til þess að
geta gert eins og að skrifa Njálu,
Svo er hitt, Snorri :etur ekki
verið höfundur Njálu. Þetta er
brennipunkturinn, sem allt veltur
á. Það er ekki hægt annað en taka
það svolítið í gegn. Það efast eng
inn um það, að Snori hefði getað
ritað Njálu, svo framarlega sea
nokkur hefði getað gert það, og
það er stórt atriði. Mesti snilling
urinn skrifar alltaf mesta iiste-
verkið, undan þvi er ekki hægt að
komast.
Þau rök, að sagan sé ekki rituð
fyrr en um 1280 eða frá henni
gengið til fulls, kemur ágætlega
heirn við það. sem ég hef alltaf
haldið fram.
Eg hef talið að þeir frændum
: ir í Reykholti, Snorri og Sturla
Þórðarson, hafi skrifað Njálu og
eftir því, sem ég hugsa það mál
betur, þeim mun sannfærðari verð
ég um það, að aðrir koma ekki
tilgreina.
í stórum dráttum held ég, að
Njála sé þannig tilkomin: Fyrsta
þáttinn um Hrút og Mörð skrifar
Sturla Þórðarson. Hann gerist á
hans heimamiðum, enda stendur
skýrum stöfum í Njálu „og er nu
lokið þætti þeirra Hrúts og Marð
ar.“
Vilja menn athuga að hér er
sagt „og er nú lokið hér þætti . . .
Njála endar svona: „og lýk ek
hér Brennu-Njálssögu.
Þetta eru 2 menn. f endanum
á Njálu kemúr fram hroki þeirra
Oddaverja þeir segja ek en ekki
vér. Jón Loftsson notar þetta allt
, af t.d. „Heyra má ek boðskap erki
biskups en ráðinn er ek að hafa
hann að engu.“ Snorri er ekki til
einskis fóstraður hjá þessum
manni.
Á blaðsíðu 29 í fornritaútgáf-
unni byrjar svo hin eiginlega
Njálssaga og þá tekur Snorri við
pennanum og segir fyrst frá Hall
gerði langtorók.
Þessi kafli byrjar á þessa leið:
Nú er þar til máls að taka, að
Hallgerður vex upp, dóttir Hös-
kulds. Svo koma þeir fljótlega
fram á sögusviðið, Njáll og Gunn
ar á Hlíðarenda. Snorri deyr svo
frá þessu verki, hvort sem það hef
ur verið fullgert eða ekki. Frænd
ur hans Sturla Þórðarson og Óalf
ur hvítaskáld taka svo við og full
gera listaverkið um 1280 um svip
að leyti og íslandssögu og Þorgils
sögu skorða. Sturla Þórðarson bæt
ir inn í söguna kristniþættinum á
blaðsíðu 255 í fornritaútgáfunni,
sem er 100. kafli sögunnar. Hann
gat tekið þann kafla úr sjálfs síns
hendi, því að hann er sjálfur höf
und-ur hans. Hann er í Sturlubók
aftan við Landnámu Sturlu Þórð
arsonar. Sömuleiðis bætir hann
við lokaþættinum um Brjánsbar-
daga. Þar kemur greinilega fram
drauma- og fyrirburðamaðurinn,
Sturða Þórðarson, á sama hátt og
fyrirburðirnir á undan bardagan-
um á Örlygsstöðum í Sturlungu.
Mér dettur ekki í hug að segja
eins og Barði, þetta er svona. hela
ur er þetta mín skoðun og verði
henni hnekkt, með fullgildum rök
um, þá er sjálfsagt að taka því.
Það hafa mér meiri menn villzt á
þessum öræfum Njáluvísindanna.
Eg hef nefnt mörg dæmi áður,
sem styðja þetta, en læt þetta
nægja. Sigurður í Hvítárholti seg
ir í grein sinni: Margt er það, sem
rnælir með því að Þorvarður geti
verið höfundur sögunnar, en hins
vegar ekkert, sem mælir gegn því
er að gagni má koma. Staðfræði
villa á Austurlandi sem átti að af
sanna keninguna, hefur nú ver-
ið strikuð út úr textanum sem rit
villa. Þarna er á ferðinni ekta
lærisveinn '3arða. Það, sem ekki
stendur beima, er strikað út út
textanum sem ritvilla. Leyfist mér
að spyrja, hver hefur leyfi til að
strika út úr gömlum texta og kalla
það ritvillu?
Það hafa þrír menn nákunnug
ir á Austurlandi skrifað um þetta
mál, Benedikt frá Hofteigi, Árni
Benediktsson frá Hofteigi og Stef
án Einarsson i Vesturheimi. Þeim
öllum ber saman um það, að höf
undur Njálu sé svo nauða ókunn
ugur á Austurlandi, að það útiloki
alveg Þorvarð Þórarinsson sem
höfund.
Sigurður afgreiðir þetta með
því, að þetta sé ritvilla, þarna er
nú vísindamennska á háu stigi.
Mér væri næst að segja, að allt,
sem Barði hefur um þetta skrifað
væri ein stór ritvilla, sem betur
hefði aldrei rituð verið. Læt þtta
svo nægja til Sigurðar í bili og
vona, að heyra frá honum síðar.