Tíminn - 16.06.1966, Síða 11
\
FIMMTUDAGUR 16. júní 1966
TÍMINN
11
lings stúlku í eftirdragi, gæta þess
að hún dansaði við réttu menn-
ina og ekki of oft við neinn af
þeim. Ég var auðvitað uppi á Eð-
varðiska tímabilinu og drottinn
minn! hvað við hörðumst ákaft fyr
ir frelsi. Ungu konurnar í dag
fara kannski dálítið út í öfgar,
hvað frelsi snertir — en samt
sem áður vona ég, að þær muni
ekki skyndilega — eða jafnvel
smátt og smátt — kasta því öllu
frá sér.
— Hvað kemur yður til að
halda það? spurði Jill.
—■ Tja— það er aftur komin
drottning í hásætið, og konurnar
eru farnar að ganga með hatta,
og — sumar þeirra að minnsta
kosti — farnar að skyggnast um
eftir öryggi. Krínólín eru töfrandi
í ballsalnum en ekki í huganum.
Lafði Mandy hafði sótt mótmæla
fundina, þegar hún var ung, og
mundi þá tíma, þegar kona,
hversu stórgáfuð sem hann var
hafði engan rétt til að skipta sér
af því, hver stjórnaði landinu þar
sem hún varð að búa. Allt er bezt
í hófi, bætti hún við, en þú veizt,
hvernig pendúllinn getur stundum
slegizt svo langt til baka, að
skyndilega breytist allt nœstum
því á einni nóttu.
— En yður finnst að stúlkur
ættu að giftast og stofna heimili.
— Ef þær finna þann rétta.
Hjónaband er mikilvægt, þegar
allt kemur tíl alls. Eg er nógu
gamaldags til að finnast, að ásta
líf stúlku sé mikilvægara en starf
hennar, ef velja þarf á milli. En
guð forði henni frá því að gera
hjónabandið að starfi sínu, eða
verða sett út í horn, ef hún finn
ur sér ekki eiginmann. Lafði
Amanda hló. — Þú heidur líklega
að ég sé reikul manneskja, en
hugsaðu um þetta, og þú munt
finna út, að ég er það ekki. Svona
nú verð ég að hætta, því að mér
heyrist Sandra vera að koma.
I næstu andrá opnuðust dyrnar
og Sandra kom þjótandi inn.
— Jill! Hún faðmaði Jill að sér
og kyssti hana ástúðlega. — En
ÚTVARPIÐ
Fimmtudagur 16. júní
7.00 Morgunútvarp 12,00 Hádeg
isútvarp 13.00 „Á frívaktinni“
Eydís Eyþórsdóttir stjórnar
ósikalagaþætti fyrir sjómenn.
15.00 Miðdegisútvarp 16.30 Síð
degisútvarp 18.00 Lög úr söng
leikjum og
kvikmynd-
um. 18.45
Tilkynningar. 19.20 Veðurfregn
ir 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt
mál Árni Böðvarsson flytur
þáttinn 20.05 Staða konunnar
í fortíð og nútíð Loftur Gutt-
orms9on sagnfræðingur flytur
þriðja erindi sitt. 20.35 Ballett
tónlist frá Kanada: 21.00 Bóka
spjall Njörður P. Njarðvík stj.
21.40 Gestur í útvarpssal: Fiðlu
Ieikarinn Jaek Glatzer frá
Bandaríkjunum. Þorkell Sigur
björnsson leikur með á pianó.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.15 Kvöldsagan: Guðjón Ingi
Sigurðsson les (11). 22.35
Djassþáttur Jón Múli Árna-
son kynnir. 23.05 Dagskrárlok.
Föstudagur 17. júní
Þjóðhátíðardagur íslendinga
8.00 Morgunbæn Séra Gunnar
Árnason flytur 8.05 Hornin
gjalla Lúðrasveitín Svanur leik
ur Stjómandi: Jón Sigurðsson.
830 íslenzk
sönglög
og alþýðu-
lög 1010 Veðurfregnir 10.25
íslenzk kór- og hljómsveitar-
verk. 12.00 Hádegisútvarp 13.
40 Frá þjóðhátíð í Rvík. a
Hátíðin sett Valgarð Briem lög
fræðingur, formaður þjóðhátíð
arnefndar flytur ávarp. b- Guðs
þjónusta í Dómkirkjunni Séra
Þorsteinn L. Jónsson prestur
í Vestmannaeyjum messar Dóm
kórinn og Magnús Jónsson
óperusöngvari syngja. Máni Sig
urjónsson leikur á orgehð. c.
1415 Hátíffcrathöfn við Austur
völl Forseti íslands, herra Ás-
geir Ásgeirsson, leggur blóm
sveig að fótstalli Jóns Sigurðs
sonar. Þjóðsöngurinn leikinn
Á morgun
og sungin. Forsætisráðh. dr.
Bjarni Benediktsson, flytur
ræðu Ávarp Fjallkonunnar.
Lúðrasveitir leika d. 15 00
Baraaskemmtun á Amarhóli.
Lúðrasveit leikur, kvartettsöng
ur, gamanþættir,barnafcór, Alli
Rúts og Karl Einarsson leika
„Litla og Stóra“ Skátalög gam
anvísur, söngur. Stjórnandi
og kynnir barnatímans er Gísli
Alfreðisson. e. 16.00 Dans-
skemmtun í Lækjargötu fyrir
böra og unglinga Magnús Pét
ursson píanóleikari og hljóm-
sveitin Toxic leika fyrir dansi,
sem Hermann R. Stefánsson stj.
f. 1700 Hljómleikar í Hall3r-
garðinum, Lúðrasveit Reykja-
víkur leíkur. Stj.: Páll P. Páls
son. g. 17.45 fþróttir á Laugar
dalsleikvangi Baldur Möller
form. íþróttabandalags Reykja
víkur flytur ávarp. Jón Ásgelrs
son lýsir íþróttakeppni. 18.15
Miðaftanstónleikar. Stúdenta-
lög og íslenzk píanólög 19.00
Tilkynningar. 19.20 Veðurfregn
ir 19.30 Fréttir 20.00 fslenzkir
kvöldtónleikar. 20.30 Frá þjóð-
hátíð í Reykjavík: Kvöldvaka á
Amarhóli. a. Lúðasveitin Svan-
ur leikur. Stj. Jón Sigurðsson.
b. Geir Hallgrímsson borgarstj.
flytur ræðu.
c. Karlakórinn Fóstbræður
syngur. Stj.: Páll P. Pálsson.
d. Þorsteinn Ö. Stephensen leik
ari les „Gunnarsbólma“ eftir
Jónas Hallgrímsson.
e. Svala Nielsen og Guðmund
ur Jónsson óperusöngvaii
syngja Við hljóðfærið: Ólafur
Vignir Albertsson 22.00 Fréttir
og veðurfregnir. 22.10 Dansinn
dunar: Útvarp frá skemmtun
um á Lækjartorgi, Lækjargötu
og Aðalstræti: Hljómsveítir
Ragnars Bjarnasonar, 4sgeirs
Sverrissonar og hljómsveitin
Dátar leika. Söngvarar: Ragn
ar Bjarnason og Sigríður Magn
úsdóttir. Kynnir á Lækjart.orgi:
Svavar Gests. 01.00 Hátíðarhöld
unum slitið frá Lækjartorgi.
Dagskrárlok-
hvað þú ert sæt. Sjáðu hver er
hérna —
En Jill hafði þegar komizt að
raun um, hver var þarna og hugs
aði með sér, hversu oft hún hefði
verið þakklát fyrir að hafa lært
svo góða sjálfstjóm í hjúkrunar
kvennaskólanum og hún þurfti
vissulega á henni að halda núna,
þegar hún sneri sér brosandi við
og horfði framan í Vere Carring
ton.
Hann var eini maðurinn í heim
inum, sem gat fyllt hana gleði,
sem deyfði sársaukann í hjarta
hennar — aðeins það að vita, að
húin var enn einu sinni í sama
herbergi og hann.
— Komið þér sælar. Hann tók
í hönd hennar, snöggt og ákveð
55, eins og hún mundi svo vel. Hvað
er að frétta af Fagurvöllum?
— Það er allt eins og venju-
lega, sagði hún, þó svo hún vissi,
að það var ekki eins og venjulega
og mundi aldrei verða.
— Er ekki gaman að sjá hana!
hrópaði Sandra upp yfir sig og
krækti hendinni undir handlegg
JiU. — Lafði Mandy, hvað held-
urðu. Þessi maður var allt að þvi
í næsta húsi, og ég varð næstum
þvi að beita hann valdi til að fá
hann til að koma og heimsækja
þig-
— En hvað þú ert ótryggur,
Vere, sagði Lafði Amanda. Síðan
af meiri alvöru? — Varstu að flýta
þér, aumingja maðurinn? Dró
þetta barn þig burt frá einhverju
mikilvægu?
Hann brosti lítillega. — Ég er
alltaf að flýta mér, því miður! Ég
var að hugsa um að koma að heim
sækja yður, í kvöld, en þessi unga
;dama segir, að þið munuð. hvorug
j verða hérna.
— Ég er að fara út, aldrei þessu
! vant, sagði Lafði Mandy. Gömul
vinkona mín, sem býr í Banda
ríkjunum, er hér í heimsókn og
býr á Derchester hótelini og ég
lofaði að líta inn til hennar eftir
kvöldmat. Og Sandra ætlar að
flögra eitthvað eins og venjulega.
— Hringdu á Jackson, Sandra,
Vere ætlar að fá Sherry.
— Ekki fyrir mig, þökk, sagði
Vere fljótmæltur. — Ég er ekki
vanur að fá mér staup svona
snemma.
Sandra leit á lítið demants-
skreytt úrið á handlegg sér. Klukk
an er orðin hálf sjö, tilkynnti hún.
Auðvitað færðu þér eitthvað.
— Nei, ekki neitt.
— Þú ert ómögulegur. Hún
grettá sig hlæjandi framan í hann.
Hann sagði rélega: Þú hlýtur
að hafa upppgötvað það fyrir
löngu?
Þar sem Jill horfði á úr fjar
lægð, virtist hennni sem þau tvö
skildu hvort annað mjög vel, og
þótt Vere hefði sagzt vera að flýta
sér, varð hann kyrr og talaði við
húsfrúna.
Sandra kom og settist hjá Jill,
sagði hvað það væri gaman að sjá
hana aftur og spurði, hve lengi
lengi hún ætlaði að vera í Lon-
don. — En hvað það hlýtur að
vera yndislegt að komast í burtu
dálítinn tíma, sagði hún. — Er
það ekki dásamlegt, að gert gert
það sem þig iystir? En þótt hún
héldi áfram að tala um sína eigin
gleði yfir því að halda áfram að
dansa og um að flytjast aftur í
íbúð sína, hafði Jill það einhvern
veginn á tilfinningunni að Sandra
væri langt í burtu — eins og hún
væri að hugsa um eitthvað annað.
Kannski var það Vere — þótt hún
liti nú ekki í áttina til hans.
Jill velti því fyrir sér, hvort
hún væri að láta ímynduaraflið
hlaupa með sig í göngur, þegar
henni fannst sem hugsanir Vere
væru einnig einhvers staðar arm
ars staðar, þó svo hann virUst
vera að ræða við húsfrúna. Þótt
hún reyndi að berjast á móti því,
reikuðu augu hennar stöðugt til
hans, og við og við uppgötvaði
hún að hann var að horfa á hana,
henni til mikillar blygðunar.
Síðan stóð hann snöggt á fætur
og sagði: — Ég verða að fara
núna.
— Komdu bráðum aftur. Lafði
Amanda rétti honum höndina.
— Mundu, að eftir morgundag-
inn verð ég gömul og einnuana
sál.
— Það er rétt — en ég er viss
um, að yður mun finnast lífið frið
sælt, sagði hann fálega.
— Já, verður það ekki dásam-
legt fyrir hana? sagði Sandra.
— Þá getur hún komið á röð
og reglu í húsinu sinu, án þess að
hafa hóp af sóðum til að sóða alit
út. Hún hefur verið reglulegur
píslarvottur að umbera mig allan
þennan tíma. Með öðrum orðum,
þú ert ekki búinn að gleyma, að
jþú ætlar að koma í boðið mitt á
morgun — er það ekki Vere?
— Ég kem, ef ég get, sagði
hann.
— Þú mátt ekíki láta neitt
hindra þig! Þetta er reisugildið
mitt og til að halda upp á endur
komu mína til lífsins. Einmitt þú
verður að vera þar.
— Ég skal gera allt, sem í
mannlegu valdi stendur til að
reyna að koma, lofaði hann En
þú verður að muna, að ég er ekki
alltaf sjálfráður gerða minna. Ég
er þjónn óvæntra atburða, sem er
ekki mitt að stjórna.
— Ég held næstum því, að það
hefði verið betra, ef hún hefði
<(
Sl
Bezta fóonlega buxnaefniS er 55% Terylene blandað 45% enskri ull, það
mó þvo í þvotta'vél og það heldur befur brotum en nokkuð annað efni.
Gefjunarbuxur eru eingöngu soumoðar úr þessu efni. Stærðir fró 4—44, mörg snið. Mynztur og
iitir í fjölbreyftu úrvali.
GEFJUN KIRKJUSTRÆTI, REYKJAVÍK, SÍMI 12838.