Tíminn - 16.06.1966, Side 16

Tíminn - 16.06.1966, Side 16
 Skemmtiferð Framsóknarfélaganna Hin árlega skemmtirerð Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin sunnudaginn 26. iúní n. k. Að þessu sinni verður farið um Reykjanes. í meginatriðum verður farin þessi lcið: Ekið verður til Keflavíkur, um Garð og Sandgerði og að Reykja nesvita. Þá verður farið til Grindavíkur og með ströndinni til Krísuvíkur og Herdísarvíkur, um Selvog til Þorlákshafnar og um Þrengslaveginn heim. Aðalfararstjóri verður Hannes Pálsson, formaður fuíltriia- ráðs Framsóknarfélaganna, og auk hans verða leiðsögumcnn í hverjum bíl. Aliðapantanir og allar nánari upplýsingar er að fá á skrif- stofu Framsóknarfélaganna í Rcykjavik, símar 15564 og 16066. Mjög mikil aðsókn hefur verið að skemmtiferðum Framsóknar- félaganna á undanförnum árum, svo að vissast er að menn panti sér miða hið allra fyrsta. SÆMILEGA Á NÆGÐIR MED SÍLDARVERDID EJ-Reykjavík, miðvikudag. Yfirnefnd Vcrðiagsráðs sjávarút vegsins ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að lágmarksverð á síld í bræðslu, veiddri á Suður- og Vesturlandssvæðinu, tímabilið 16. júní til 30. september 1966, skuli vera kr. 1.40 pr. kg. við hlið veiði- skips. Hefur blaðið fregnað að skipstjórar í Vestmannaeyjum sem ásamt nokkrum skipstjórum annars staðar á suðvesturlandi. hófu veiðistöðvun fyrir nokkru, séu sæmilega ánægðir með þetta verð, og fóru Eyjabátar á veiðar í morgun. Eins og áður segir skal verð fyrir hvert kíló við hlið veiðiskips vera 1.40. Seljandi skal skila síld inni í verksmiðjuþró, og greiði kaupandi kr. 0.05 í flutningsgjald frá skipshlið. Heimilt er að greiða kr. 0.22 lægra á hvert kíló síld- ar, sem tekin er úr veiðiskjpi í flutningaskip. Verð þetta var ákveðið með at- kvæðum oddamanns og fulltr. síld arseljenda í yfirnefnd, gegn at- kvæðum fulltrúa síldarkaupenda. í yfirnefnd áttu sæti Jónas Har- alz, forstjóri Efnahagsstofnunar- innar, oddamaður, Guðmundur Jónsson, framkvæmdastj., og Ólaf- ur Jónsson, framkv.stj. af hálfu síldarkaupenda, Kristján Ragnars son, fulltrúi, af hálfu útgerðar- manna og Tryggvi Helgason, form. Sjómannafélags Akureyrar, af hálfu sjómanna. Blaðið hafði í dag samband við framkvæmdastjóra Útvegsbænda félags Vestmannaeyja, og sagði hann, að útvegsmenn og skipstjór- ar væru yfirleitt sæmilega ánægð- ir með þetta síldarverð. Veiðistöðv un sína hefðu þeir m.a. gert til þess að leggja áherzlu á, að hlut fallið milli verðs fyrir sunnansíld ina og síld veidda fyrir norðan og austan yrðu hið sama í sumar og á síðustu sumarvertíð. ætti segja, að þetta nýja síldarverð full nægði þeim kröfum. Hann sagði, að auðvitað mætti deila um, hvort síldarverðið hefði verið svona hátt, ef ekki hefði verið gripið til veiðistöðvunarinn- ar, en líklegt væri þó, að stöðvun- in hefði haft sín áhrif. Síldarbátarnir í Eyjum fóru allir á miðin í morgun, en veður var frekar slæmt. 17. júní frídagur Ríkisstjórnin mælist til þess eins og að undanförnu, að 17. iúní verði almennur frídagur um land allt. Ríkisstjórnin tckur á móti gestum í ráðherrabústaðn- um, Tjarnargötu 32, þjóð- hátíðardaginn 17. júní, kl 3.30 — 5. Forsætisráðuneytið, 15. júní 1966. 192 STUDENTAR FRA M. R. Studentar frá Vcrzlunarskóla Islands. 28 STÚDENTAR FRÁ V. í. FB-Reykjavík, miðvikudag. ií fyrsta sinn tvískiptur, en í lær- Lærdómsdeild Verzlunarskóla fs dómsdeild voru nú 60 nemendur. lands var sagt upp við hátíðlega! Hæstu einkunn á stúdentspróíi athöfn í dag, en frá skólanum jhlaut að þessu sinni Elín Jóns- útskrifuðust að þessu sinni 28 dóttir 1. ágætiseinkunn, 7.52 (Ör- stúdentar, þar af tveir utanskóla. 'steds-kerfi). Næst hæstu einkunn (Timamynd Gli) 1 staddir voru. Ólafur I. Hannessim hafði orð fyrir 20 ára stúdentum, og færði skólanum að gjöf 25.000 krónur frá þeim félögum, og skal i peningunum varið til þess að end urskoða og bæta kennslubækur Framhald á ols 15 Athöfnin hófst klukkan tvö að viðstöddum kennurum, nemendum og gestum. í upphafi athafnar- innar minntist skólastjórinn dr. Jón Gíslason, fráfalls Kristins Ár- mannssonar fyrrv. rektors Mennta- skólans í Reykjavík, en hann hafði kennt við Verzlunarskólann ensku í 7 ár og verið prófdómari í latínu við stúdentspvóf frá því byrjað FB-Reykjavík, miðvikudag. Menntaskólanum í Reykjavík var sagt upp í dag, og fór uppsögn- in fram í Háskólabíói eins og ver- ið hefur nokkur undanfarin ár. ! Að þessu sinni útskrifuðust 192 stúdentar frá skólanum, 184 inn- janskóla og 8 utanskóla, 79 úr máladeild og 113 úr stærðfræði- 'deildi í upphafi minntist rektor, lEinar Magnússon fráfalls Krist- Uns Ármannssonar, sem lét af ! störfum sem rektor skólans 1. sept js.l., en lézt af hjartabilun í sjúkra- ! húsi í London á sunnudaginn. Rektor minntist þess, að Krist- inn heitinn Ármannsson hafði ver- I ið kennari við Menntaskólann i 43 ár og rektor skólans^ í tæp níu ár. Færði hann þakkir skólans, kennara og nemenda yngri og eldri fyrir allt það, sem hinn látni rektor hafði gert fyrir skól- ann fyrr og síðar, og bað að lok- um viðstadda að rísa á fætur og minnast Kristins Ármannssonar með þögn. Skólaárið, sem nú var að líða |er 120. skólaár Menntaskólans í iReykjavík. í haust sem leið \ar jskólinn í fyrsta sinn settur utan hátíðarsalarins, eða nánar liitek- !ið í Dómkirkjunni í Reykjavík og var það gert af þeim sökum. að nemendur eru orðnir svo margir, að þeir rúmast engan veginn inn an veggja salarins. Kennarar skól- ans voru 77, 36 fastir kennarar og 41 stundakennari. 1. september s.l. tók Elnar Magn ússon yfirkennari við starfi rekt- ors. Rektor sagði m.a.: Nemendur skólans voru í byrj- un skólaársins 1061 í fjórum bekkj um, en 46 bekkjardeildum. Al- mennar kennslustofur, sem skól- inn hefur til umráða, eru 23 og var því tvísett í þær allar. Leikfimihúsið, sem er orðið nær sjötíu ára og var orðið hrörlegt, var í fyrrahaust endurbyggt að innan, og gat leikfimi því ekki hafizt fy : en eftir áramót. Félagsstarfsemi nemenda var ákaflega mikil. og margvísleg og I Framhald á bl. * hlaut Garðar Valdi-marsson, 1. eink unn 7,32, og þriðju hæstu eink- unn hlutu tveir nemendur Bjarni ■ Lúðvíksson og Margrét O. Hann- j esdóttir 1. einkunn, 7.17. Á árs- prófi í 5. bekk var Erla Svein- björnsdóttir efst með 1. einkunn 7.12 og annar varð Hafþór I. Jóns- son með 1. einkunn, 7.11. Skóia- stjóri afhenti hinum nýju stúd var að brautskrá stúdenta fyrir entum prófskírteini sín og sæmdi rúmum tuttugu árum. Bað skóla-!þá verðlaunum, sem fram úr höfðo stjórinn menn að rísa úr sætum ^skarað í náminu, og að lokum í virðingarskini við hinn látna. jávarpaði hann nýstúdenta með Síðan sagði skólastjórinn frá'ræðu. starfinu s.l. vetur, sem var með! Er skólastjóri hafði lokið máli svipuðum hætti og áður, að öðrujsínu tóku til máls fulltrúar af- leyti en því, að 5. bekkur var nú'mælisárganga stúdenta, sem við- 23 útskrifaöir á Laugarvatni ICT-Reykjavík, miðvikudag. Menntaskólanum að Laugar- vatni var slitið í gærdag og brautskráðust frá skólanum að þessu sinni 23 stúdentar, bar af 14 úr máladeild og 9 úr stærð- fræðideild. Hæstu einkunnir hlutu að þessu sinni Reynir Hugason (st.), 9.00 og Anna Halla Björgvinsdóttir (m), 8,56. Við skóláslitin voru 10 ára stúd- entar- og afhentu þeir skólanum ijósprentunartæki að gjöf. Þetta er í þriðja skipti, sem 10 ára stúdentar frá Laúgarvatni eru við- staddir skóiaslit, því skólinn hefur útskrifað stúdenta í þrettán ár. Við skólaslitin voru afhent verð- laun fyrir námsafrek. Hinir nýútskrifuðu stúdentar frá Laugarvatni verða að venju við- staddir hátíðahöldin i Reykjavík 17. júní.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.