Vísir - 17.01.1975, Blaðsíða 2
2
Visir. Föstudagur 17. janúar 1975.
vísnt sm--
Kom öveöriO eða ófærðin þér að
einhverju leyti illa?
Sigurður Leifsson, skrifstofu-
maður. Ja, ekki nema það að ég
svaf illa eina nóttina vegna veö-
ursins. Það hrikti anzi mikið i.
Óiafia Ragnarsdóttir, nemi: Nei,
ég fann ekki fyrir þvi að neinu
leyti. Veðrið var heldur ekki svo
vont hér miðaöviö annars staðar.
Maöur gat að visu litið farið út.
Finnur Magnússon, verzlunar-
stjóri: Alls ekki, siður en svo. Ég
hef aldrei soíið betur meira að
segja. Ég varð heldur ekkert var
viðaðfólk verzlaði neitt minna þó
veður væri vont.
Sæbjörn Guðfinnsson, verzlunar-
maöur: Nei, ég er lika vanur
þessu því ég er Vestfirðingur.
Mér fannst þvi ekki mikið til um
veðriö og þetta breytti engu.
Sigurbjörg Arnadóttir, nemi: Alls
ekki. Ég komst alltaf á réttum
tima I skólann, og þetta breytti
engu hjá mér.
Guömundur Guðjónsson, lög-
regluþjónn. Nei. Ég var að visu
að vinna, en veðrið breytti engu
hjá mér.
„Vissar verzlanir gleypa
við smygluðu kjðti,"
„Það er minnstur
vandi að koma smyglinu
i verð. Yfirleitt er
markaður fyrir mun
meira smygl en maður
hefur upp á að bjóða,”
segir farmaður, sem
féllst á að segja Visi frá
þvi, hvernig þeir auka
tekjur sinar með smygli.
„Helzt er þetta stundað á
skipunum, sem sigla til
Hamborgar, Antwerpen, Rotter-
dam og austantjaldslandanna,”
segir farmaðurinn.
„1 höfnum austantjalds háttar
yfirleitt þannig til, að þú getur
gengið inn í lokaða frihöfn og
keypt þar vln, spira og tóbak ef þú
getur sannað, að þú sért far-
maður á einhverju erlendu
skipanna. Ekkert er þó skráð
niður um, að viðkomandi maður
hafi fest kaup á þessu magni.”
Auðvelt að semja.
„Siðan er samið við viðkom-
Sllku magni af spira er fleygt
frá borði millilandaskipanna
viða á miöunum.
andi aðila, sem við þekkj
um frá fyrri viöskiptum, um að
koma varningnum á skip á viss-
um tfma og í vissum umbúöum.
Oft er þá smyglvarningurinn
fenginn um borö með póstinum.
Auðvitaö tekur söluaðilinn auka-
þóknun fyrir þessa þjónustu,”
segir farmaðurinn.
t þetta sinn komst upp um
smyglið. „Þótt eitt smygl af
fjórum komist upp, er gróðinn
stórfengiegur.”
„Það er alltaf þröngur hópur
um borð, sem stendur að slíku
smygli. Fyrir nýjan mann er
erfitt að komast i þeirra hóp, sök-
um þess hversu varkárir
meðlimirnir eru. Ég þekkti vel til,
er ég hóf að sigla á millilanda-
skipum og byrjaði þvi að smygla
strax f fyrsta túrnum,” segir far-
maðurinn.
„Þegar nýr maður kemur um
borð, fylgjast þeir, sem að
smyglinu standa vel með honum,
áður en þátttaka er boðin. Ef
hann er talinn traustur, er hann
tekinn i hópinn, en aðeins upp á
litinn hlut i smyglinu fyrst.”
Skipstjóranum haldið
frá
„Þegar varningurinn kemur
um borð, er þar einhver okkar
Þarna er tollgæzlan að skipa
miklu magni af smygli á land f
Reykjavik.
staddur til að veita honum mót-
töku. Magnið getur verið mjög
misjafnt, en i einni ferð er ekki óal-
gengt að teknir séu með 50 kassar
af spíra, eða 600 flöskur”, segir
farmaðurinn.
„Meöan einn veitir varningnum
móttöku, gæta hinir þess, að
skipstjórinn komi hvergi nærri.
Ég held, að fyrir skipstjórann sé
mjög erfitt að komast að þvi,
hvort verið sé að smygla, þar eð
allir viðkomandi taka þátt i að
halda honum frá,” segir far-
maðurinn.
Að sögn þessa farmanns, er
ræddiviðVisi,er smyglið yfirleitt
fyrst flutt fram á bakkann og
siöan þaðan niður í lestir eða
vélarrúm. Ekki er óhætt að hafa
varninginn f káetunum, þar eð
messarnir og aðrir, sem ekki eru
við smyglið riðnir, gætu komizt á
snoðir um það.
„Þegar komið er á miðin við Is-
land, til dæmis við Vestmanna-
eyjar eða Reykjanes, er vinið
sett í plast eða þvi hellt á plast-
brúsa.
Síðan bindum við allt saman og
setjum I net og fleygjum þvi út-
byrðis ásamt bauju, sem merkt
er bátnum, sem sækja á smyglið.
Ef vel gengur, er sá bátur kominn
á miðin 2-3 timum siðar og
smyglið um borð.”
Að sögn farmannsins, er hér
um litla fiskibáta að ræða, sem
landa á Suðurnesjunum eða i
Vestmannaeyjum. Bátarnir
fylgjast með veðurskeytum
flutningaskipanna og geta með
þeim reiknað út, hvenær þau
verða stödd á miöunum. Oft kem-
ur þó slæmt veður i veg fyrir að
smyglið heppnist. „En það er allt
i lagi. A meðan þetta heppnast i
þrjú skipti af fjórum er gróðinn
nægur. Siðast þegar ég stóð I
þessu var 1300 króna gróði af
hverri flösku.”
Farmaðurinn segir I viðtali við
blaöið, að mikil áherzla sé lögð á,
að skipstjórinn komist ekki að
neinu. Þegar komið er á miðin,
tekur enga stund að varpa
góssinu útbyrðis. Meðan unnið er
að þvf, halda nokkrir af þátt-
takendunum vörð um skipstjór-
ann.
Farmaðurinn, sem við blaðið
ræddi, hefur einu sinni verið
tekinn fyrir smygl og þurfti þá að
sitja inni um skeið og greiða
allháa sekt. En það dró ekki úr
honum kjarkinn!
„Það er stórhagnaður af þessu
og smyglið borgar sig tvimæla-
laust,” segir hann.
Þegja til að halda sam-
böndunum
„1 landi höfum við vissa
menn, sem kaupa af okkur vin-
ið. Mikið er þannig selt i gegn-
um þjóna og bílstjóra og eins
einkaaðila. Þeir sem kaupa eru
ekkert að bera út sögurnar um
smyglið. Þeir vita, að ef þeir
kjafta, eru þeir búnir að missa
samböndin.”
En það er ekki aðeins vfn, sem
smyglað er í land. Mikiö er einnig
um sigarettur og eins kjöt. Þetta
smygl er borið frá borði, er skipið
er komiö i höfn, og menn þó hafðir
á verði jafnt og á miðunum.
„Það ríkir alltaf gifurleg
spenna, þegar verið er að koma
smyglinu i land. Skyldu nú
tollararnir finna eitthvað? Skyldi
báturinn komast til að ná i
smyglið?” segir farmaðurinn.
„Ihöfnum leita tollverðirnir, en
að okkar áliti eru þeir hreinir
viðvaningar i að leita miðað við
starfsbræður þeirra erlendis.
Þegar leitin er afstaðin er fremur
sjaldgæft að vörður sé um skipið,
en ef svo er taka tveir eða þrir að
sér að hafa auga með verðinum á
meðan hinir bera smyglið smám
saman f land og i einkabflana.
Það fer eftir þvf hversu mikil
hætta steðjar að hvort við skipt-
9 LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Jón Norðfjörð, slökkviliðsstjóri í Sandgerði:
Þarf stórslys til?
Jón Norðfjörö, slökkviliðsstjóri
I Sandgerði, hringdi:
„Ýmsar spurningar vakna i til-
efni af bruna þeim sem varð á
Reykjavikurflugvelli á mánudag,
ekki aðeins vegna þess einstaka
tilfellis, heldur brunavarnamála
almennt.
Það eru nokkrar spurningar
sem ég vil koma á framfæri I
þeirri von að þeir sem taka þær til
sin, svari þeim. Spurningarnar
legg ég fram af þeirri ástæðu, að
ég tel nauðsynlegt að svör við
þeim fáist, á opinberum vett-
vangi.
Er til heildarskipulag
um eldvarnir?
Er til heildarskipulag varðandi
eldvarnir á þeim stöðum sem vit-
að er að eru mjög hættulegir, ef
elds verður vart? T.d. nefni ég
Reykjavikurflugvöll, oliutanka
o.fl.
Er tækjabúnaður slökkviliðsins
á Reykjavikurflugvelli það léleg-
ur, að ekki sé hægt með góðu móti
að treysta á hann i neyðartilfell-
um?
Þarf stórslys
til að menn rumski?
Ég trúi þvi ekki að til þurfi að
koma stórslys, svo að forráða-
menn eldvarnamála hér á landi
(þar er fjárveitingavald á þingi
og i sveitarfélögum toppurinn)
vakni til sinnar vitundar og vinni
að þessum málum og vinni að
þeim svo sem þeim ber.
Þaö væri fróðlegt, að þessum
mikilvægu spurningum yrði svar-
að af ábyrgum aðilum svo að al-
menningur geti séð hvernig þess-
um þætti öryggismála er háttað.
Ennfremur væri fróðlegt að fá
menn eins og t.d. flugmálastjóra,
slökkviliðsstjóra Reykjavfkur-
flugvallar og slökkviliðsstjórana i
Reykjavik, á Akureyri, Kefla-
vikurflugvelli, svo og formann
Landssambands slökkviliðs-
manna til að fjalla um þessi mál
opinberlega og láta i ljós skoðanir
sinar.
Stór ákvörðun
að afþakka aðstoð
Varðandi brunann á Reykja-
vikurflugvelli vil ég láta I ljós það
álit mitt, að sú ákvörðun var stór,
að neita aðstoð slökkviliðsins á
Keflavikurflugvelli.
Hvaða slökkviefni notar
slökkvilið Reykjavikurflugvallar
gegn eldum i flugvélum? Er það
það bezta og þekktasta sem völ er
á i heiminum i dag?
Hefði ekki mátt koma I veg fyr-
ir það mikla tjón á Reykjavikur-
flugvelli, sem varð, ef raunveru-
lega hefði verið gert ráð fyrir þvi
að þar gæti kviknað I? En það
virðist alls ekki hafa verið gert,
samanber að þarna voru ekki þeir
vatnsöflunarmöguleikar sem
nauðsynlegir mega teljast.
Hve mörg prósent af fjárveit-
ingu til Flugmálastjórnar renna
til eldvarna á Reykjavikurflug-
velli á ári, ef mannakaup er frá-
talið.