Vísir - 17.01.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 17.01.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. —Föstudagur 17. janúar 1975 — 14. tbl. Fjórar síður um snjó- þyngslin — sjó opnu blaðsins Skatta- leiðbein- ingarnar — með blaðinu ó morgun SJÖ FÓRUST — Hin nýja þyrla Þyrluflugs h.f. hrapaðí í morgun ó túnjaðarinn í Hjarðarnesi ó Kjalarnesi og brann — Enginn komst lífs af Myndin var tekin á slysstaö rétt fyrir hádegiö. Eldur kom upp I vélinni er hún skaii I jöröina, og brann hún til ösku á stuttri stund. Ljósm. VIsis Bragi í>:/ "H Ný þyrla Þyrluflugs h.f. fórst við bæinn Hjarðarnes á Kjalarnesi klukkan hálfellefu i morgun. í vélinni, sem var á leið til Stykkis- hólms, voru sjö manns. Allir létust. Samkvæmt frásögn sjónarvotts, Sigriðar Böðvarsdóttur ungrar stúlku á bænum Saurbæ, sem er næsti bær við Hjarðarnes, varð slysið um það bil klukkan 10.30. „Ég var á gangi i móunum á milli Saurbæjar og Hjarðarness, þegar þyrlan flaug þar yfir. Rétt um það bil, sem hún flaug yfir mig fór hún að láta einkennilega i loftinu og lækka flugið,” sagði Sigriður. ,,Ég heyrði ekki vegna roksins hvort hreyflar þyrlunnar voru i gangi. A þessu gekk i eina til tvær minútur, að þvi mér fannst. Siðan fór vélin það lágt, að ég sá hana ekki lengur. En skömmu siðar heyrði ég daufa sprengingu og hún var i ljósum logum, þegar ég kom þar að.” Sigriður Böðvarsdóttir sagði, að þyrlan hefði komið úr há-suöri fram með Tiðaskaröi. Hjarðarnes er um það bil einn kilómetra þar frá. A Hjarðarnesi var fátt heima. Þegar þyrlan kom yfir var fólkið sofandi, en heyrði þyrlugný i svefnrofunum og siðan heljar- mikla sprengingu. Þegar þvi varð litið út um gluggann, sá það hvar vélin lá logandi á túninu norðvestan við bæinn rétt niðri við sjóinn. Þegar var tilkynnt um slysiö. Hin nýja þyrla Þyrluflugs h.f. kom til landsins um áramót og var þetta eitt af hennar fyrstu flugum. Þegar kunnugt var um slysið fór Arbæjarlögreglan strax á staðinn, ásamt sjúkrabil- um og slökkvibil. Þegar komið var að flakinu fékk þó enginn neitt að gert, nema slökkva siðustu logana i flakinu. Lögregluþjónar, sem fyrst komu á staðinn sögöu, að þeir hefðu getað greint fjögur lík i eldinum. Þyrlan, sem fórst i morgun, kom til landsins á nýársdag meö Brú- arfossi. Hún var af geröinni Si- korsky, i eigu Þyrluflugs h.f. Sigriður Böðvarsdóttir, — hún varð vitni að slysinu. Vélarflakið er tiltölulega litið dreift um túnið og er greinilegt, að þyrlan hefur ekki fallið úr mik- illi hæð. Stélið liggur samt nokkuð frá vélinni og hjólin undan henni i skurði skammt frá. I kringum vélina er túnið brunnið. Ekki er hægt að skýra frá nöfnum þeirra, er fórust, að svo komnu máli. —JB/ÓG/ÓH Rœtt við smyglara „Það rikir alltaf gifurleg spenna, þegar verið er að koma smyglinu i land. Skvldu nú tollararnir finna eitthvað? Skyldi báturinn kontast og ná i smyglið?” segir farmaður einn, sem mikið hefur föndrað við að smygla áfengi og fleiri vör- um til landsins. Hann varð við beiðni blaðsins að skýra frá þvi, hvernig smyglarar bera sig að, þegar koma á stórum áfengissendingum i land. Viðtalið við hann er hið fróðlegasta. M.a. telur hann, að ef eftirlit meö brenni- vinssmygli yröi hert, mundu smyglarar snúa sér i aukn- unt mæli að eiturlyfjum. SJA BLS. 2-3 LOSNA EKKI VIÐ SNJÓINN STRAX 16 stiga frost á Akureyri í morgun Þeir mega búa sig vel norðan- lands I dag og geta vist ekki bú- izt við þvi, að háir skafiar hverfi strax. A Akureyri var hvorki meira né minna en 16 stiga frost klukkan 9 I morgun, og I inn- sveitum noröanlands var hörku- frost. Á annesjum var frostið mun minna, á Sauöárkróki var til dæmis 11 stiga frost, 13 stiga , frost á Blönduósi og 12 stiga frost á Egiisstöðum. Noröanlands er annars hæg austan átt eöa logn, en austan átt er rikjandi alls staöar á landinu. Austan stinningskaldi og él eru vestan til, en austan kaldi sunnanlands. A Stórhöföa var stormur I morgun. í Reykjavik er gert ráð fyrir austan kalda eöa stinningskalda og skýjuöu I dag, og sama veöur helzt alls staöar á landinu. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.