Vísir - 18.01.1975, Qupperneq 1

Vísir - 18.01.1975, Qupperneq 1
Laugardagur 18. janúar 1975. SKATTA- LEIÐBEININGAR ÞÁ ER KOMIÐ AÐ SKATTAFRAMTALINU Menn komast ekki undan því aö sligast meö skattpokann áriö út og inn. 1. Athugið vand- lega, að framtals- eyðublaðið sé áritað rétt og allar upplýs- ingar um yður og fjöl- skyldu yðar séu réttar á eyðublaðinu. Framtalseyöublaöiö, sem áritaö er i skýrsluvélum, skal senda skattyfirvöldum, sbr. þö 3. mgr. Notiö aukaeintak af eyöublaöi til aö taka afrit af framtali yöar og geymiö afritiö meö þeim upplýsingum og gögnum til stuönings framtali sem yöur ber aö geyma a.m.k. i 6 ár miöað við framlagningu skattskrár. Framteljanda skal bent á að athuga hvort áritanir gerðar af skýrsluvélum, nöfn, fæöingardagar og -ár, svo og heimilisfang, séu réttar miðað viö 1. des. sl., sbr. 2. mgr. Ef svo er ekki skal leiðrétta það á framtalinu. Einnig skal bæta viö upplýsingum um breytingar á fjölskyldu i desember, t.d. giftur (gift), hverri (hverjum), hvaða dag, nafn barns og fæðingardagur eða óskirð(ur) dóttir (sonur) fædd(ur) hvaöa dag. Ef áritanir eru ekki réttar miðaö við 1. des. sl. skal framteljanda bent á að senda einnig leiöréttingu til Hagstofu Islands (þjóðskrá), Reykjavik. Ef áritað eyðublaö er ekki fyrir hendi skalfyrst Utfylla þær eyður framtalsins sem ætlaöar eru fyrir nafn og nafnnúmer framteljanda, fæöingardag hans og -ár svo og heimilisfang hans 1. des. sl. Eyður fyrir nafn eiginkonu, fæðingardag hennar og -ár svo og nöfn, fæöingardag og -ár barna, sem fædd eru áriö 1959 og siðar, skal útfylla á sama hátt. 2. Fengið meðlag og barnalifeyrir. Fengið meölag meö börnum, yngri en 16 ára, skal færa I þar til ætlaða eyðu neöan viö nöfn barnanna. Sama gildir um barnalífeyri frá almannatrygg- ingum ef annað hvort foreldra er látiö eöa barn er ófeðrað. Hins vegar skal tilgreina I G-lið framtals, bls. 4, sambærilegar greiöslur greiddar meö börnum á sautjánda ári. önnur meðlög, aörar barna- lifeyrisgreiöslur frá almanna- tryggingum og allar barnalif- eyrisgreiðslur frá öörum (t.d. lifeyrissjóöum) skal hins vegar telja undir tekjuliö 13, „Aðrar tekjur”. 3. Greidd meðlög. Upplýsingar um greidd með- lög meö börnum, yngri en 16 ára, skal framteljandi færa I þar til ætlaðan reit á fyrstu siöu framtalsins. Hins vegar skal til- greina I G-liö framtals, bls. 4, greidd meðlög meö börnum á sautjánda ári. 4. 'Greidd heimilisað- stoð. Greidda heimilisaðstoð, sem ber að gefa upp á launamiöum (eyðublöö fást hjá skattyfir- völdum), skal tilgreina i kr. dálk. 5. Álagt útsvar. Hér skal tilgreina i kr. dálk álagt Utsvar á gjaldárinu 1974. 6. Greidd húsaleiga. Hér skal tilgreina I kr. dálk greidda hUsaleigu og aðrar þær upplýsingar sem um er beðiö i þessum reit. 7. Slysatrygging við heimilisstörf. Skv. ákvæöum 30. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar geta þeir sem heimilisstörf stunda tryggt sér rétt til slysa- bóta viö þau störf meö þvi aö skrá i framtal sitt ósk um þaö i þar til gerðan reit. Arsiðgjald veröur nU 1.924 kr. Þeir sem atvinnurekstur hafa meö höndum geta tryggt sér og mökum sfnum, sem með þeim starfa aö atvinnurekstrinum, rétt til slysabóta, sbr. upplýs- ingar þar um á launamiðafylgi- skjölum. Oski þessir aöilar aö tryggja sér eöa mökum sinum jafnframt rétt til slysabóta viö heimilisstörf skulu þeir geta þess i áöur umræddum reit og mun þá slysatryggingin f heild reiknast 52 vikur á vikugjaldi þess áhættuflokks sem hærri er. Fólk er feimiö viö aö glima viö skýrsluna, en margir hafa þá reynslu, aö hálfnaö sé verk þá hafiö er, og fyrr en varir eru þeir komnir með skýrsluna fullgeröa aö dyrum skattstofunnar. Hverjar voru eignirnar Frádrátturinn Byggingar, um óramótin? Sjá bls. 4-5 kaup og sala Sjá bls. 2 Sjá bls. 6 Hvað bárum við Hvað skuldum við og hvað Mat hlunninda úr býtum? eigum við hjá öðrum? og gjalda Sjá bls. 2,3 og 4 Sjá bls. 6 Sjá bls. 7-8

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.