Vísir - 20.01.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 20.01.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Mánudagur 20. janúar 1975. 3 Jón Asgeir Sigurbjartsson velur skiðagalla meö aðstoð verzlunar- stjórans I Sportval, Jóns Aðaisteins Jónassonar. Ljósm. Bragi. vinningurinn í jólagetraun Visis afhentur „Ég varð mjög hissa, þegar afi hringdi og sagði mér, að hann ætlaði að láta mér eftir vinninginn,” sagði 13 ára strákur, Jón Asgeir Sigur- bjartsson, sem á föstudaginn fékk frl úr skólanum til að taka við skiðagalla I verziuninni Sportvai, fyrstu verðlaununum I jólagetraun Vísis. Það var raunar afi Jóns, Jón Asgeirsson, sem fyllti út get- raunarseðilinn af einhverri rælni. Hann hafði ekki hugsað svo langt, að hann fengi verðlaunin í sinn hlut. Það varð úr, að dóttursonur- inn Jón Ásgeir Sigurbjartsson tæki við verðlaununum, sem var barnaskiðagalli að verömæti 10.300 krónur. Jón valdi sér skiðagalla i blá- um lit með aðstoð verzlunar- stjórans i Sportval, Jóns Aðal- steins Jónassonar. „Nei, ég á engin skiði. Ég hef þó farið i skiðaferð með skólan- um og svona galli ætti að koma sér vel i slikum ferðum” sagði Jón Asgeir um leið og hann brá sér i gallann. -JB. „FOLK ÆTTI AÐ MÆTA Á STÍGVÉLUM ## — „Stórstreymi" í Aðalstrœti 12 „Stórstreymi? Jú, nafnið lgast af þvi að þetta er eini ningarsalurinn þar sem sjávar- lla gætir. Mesta stórstreymiö er imittá þeim tima sem sýningin sndur yfir, svo ég vildi eigin- »a vara fólk við og segja þvl að æta á stlgvélum!” Ldklega ætti þó öllu að vera ætt þegar menn koma á ningu ólafs H. Torfasonar, sem nn opnaði i gær i húsinu númer viö Aðalstræti, þar sem áður var svokallað Galleri Grjótaþorp. Ólafur heldur þar sýningu á vatnslitamyndum og oliumál- verkum, 30 myndum samtals. „Myndirnar eru allar frá siðasta ári,” sagði hann. „Þetta eru mest landslagsmyndir, en sennilega myndu ekki allir fallast á það.” Flestar myndanna eru til sölu, en sýningin verður opin frá kl. 16- 22 til 2. febrúar. -EA Gótu hvorki opnað dyr né glugga — og siminn var óvirkur „Mér leið bara ákaflega vel. Ég var inni með minni elsku- legu konu i ró og næði og hef ekki kvartað. Nágrannarnir komu svo og mokuðu okkur út einum tvisvar sinnum,” sagði Ingólfur Guðnason, sparisjóðs- stjóri á Hvammstanga, sem lokaðist inni I húsi sinu vegna snjóa. Ingólfur og kona hans hafa ibúö á lofti sparisjóðshússins. Á þvi húsi eru þrennar dyr, og vita allar i vestur, opnast allar út. Mest fennti að húsum vestan- og sunnanmegin. Þar að auki er ekki hægt að opna glugga I hús- inu, þvi i þvi er loftræstikerfi og óþarfi að opna glugga. Þá var s im asambandslaust á Hvammstanga. Raunar sagði Ingólfur, að þau heföulengstaf komizt út á svalir og ef i nauðirnar ræki farið að eins og menn gerðu i Hornbjargi til forna: Sigið niður. „En við höfðum ekkert út að gera,” sagði hann. „Það var vit- laust veður, en inni var nógur hiti og nógur matur. Ég segi ekki, að það hafi ekki verið mögulegt, hefði ég nennt aö ná méri skrúfjárn, að skrúfa burtu listana, sem halda glerinu i glugga. En ég er værukær á morgnana og starfsmenn spari- sjóösins komu daglega og mok- uöu frá dyrunum — ég hafði þá ekkert aö gera á fætur fyrr.” Ingólfur sagði, að skaflarnir heföu ekki verið þykkir, þótt þeir hefðu lagzt hátt upp að hús- unum. Viöast hefði mátt stinga skófluskafti út i gegnum þá. — SH Síminn vekur 300 Reykvíkinga á hverjum morgni: „Fljótt að safnast í verð vekjaraklukku" Þrjú hundruð manns vakna við það á hverjum morgni, að slminn hringir og kvenmannsrödd býður þeim góðan daginn. Það eru stúlkurnar á landsimanum, sem taka að sér að vekja syfjaða sam- borgara slna. Þeir, sem ekki sjá fram á, að þeim takist að vakna aö morgni geta hringt i 02 og beðið um að þeir verði vaktir, hvenær sem er nætur og allt fram til klukkan 8 að morgni. A siðasta ári hringdu stúlkurn- ar 104 þúsund sinnum til að vekja Reykvikinga og er það mjög svipaður fjöldi hringinga og i fyrra. Mest er að gera á mánu- dögum, eins og von er, en minnst á sunnudögum. Eins eru miklir annatimar, þegar skólarnir eru að byrja og þá var einnig mikiö að gera i jólaönnunum fyrir þessi jól. „Ég hef oft undrazt það, hvers vegna menn láta simann vekja sig á morgnana,” segir Jón Skag- fjörð, fulltrúi hjá ritsimanum. „Hver vakning kostar 40 krónur eða sama og kvaðning. Það er fljótt að safnast I eitt vekjara- klukkuverð”. Vaninn er, að fólk panti þessa þjónustu mjög seint að kvöldi og flestir hringja eftir miðnætti til að biðja um að verða vaktir að morgni. Síminn reyndi fyrir nokkru siðan að fá fólk til að hringja pantanir sinar inn fyrr að kvöldi, en það hafði engin áhrif. Þeir sem vilja verða vaktir, átta sig greinilega ekki á þörfinni fyrr en komið er fram yfir miðnætti. —JB— 24 teknir fullir Óvenju mikiö var um ölvaöa ökumenn I Reykjavik um þessa helgi, og voru 12 öku- menn teknir fyrir ölvun viö akstur hvora nótt, aöfaranæt- ur laugardags og sunnudags. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda ölvaöra ökumanna kom ekki til alvarlegra umferöar- slysa i borginni. —SH AUGLÝSA BANN Á „KÁPUÚTGÁFU" „Auglýsingin er við- vörun um að menn leggi ekki i kostnað við að útbúa þessar kápur. Við munum stöðva dreifingu þeirra, ef til kemur að þær verði framleiddar”. Þetta sagði Hafsteinn Þor- steinsson skrifstofustjóri Pósts og sima I viðtali við VIsi. Póstur og simi birti auglýs- ingu I dagblöðunum fyrir helgi. Þar sagði, að með henni væri tilkynnt, að bannað væri, að við- lagðri ábyrgð ef út af væri brugðið, að hylja upplýsingar á simaskrám með ógegnsæjum hlifðarkápum, eða á annan hátt. Segir einnig i auglýsingunni, að samkVæmt gjaldskrá og reglum fyrir simaþjónustu, skuli prentuð svæðanúmer sjálfvirka simakerfisins fram- an á kápu simaskrárinnar og á bakhlið hennar þær upplýsingar sem nauðsynlegt þykir að dómi póst- og simamálastjórnarinnar að birta almenningi. Orðalag auglýsingarinnar bendir til að hver og einn sima- skráreigandi verði látinn sæta ábyrgð, ef hann setur kápu utan um simaskrána. „Nei, við ætlum nú ekki að húsvitja vegna þessa banns,” sagði Hafsteinn og hló, þegar hann var spurður um þetta atriði. „Tilgangurinn er að stoppa alla framleiðslu hlifðar- kápa i upphafi”. „Aftan á kápu simaskrárinn- ar eru ýmsir öryggissimar til- greindir, svo og auglýsing vegna jarðstrengja. Þessar upplýsingar má ekki hylja, þvi margir þurfa að notfæra sér þær. Þeir sem gefa út þessa hlifðarkápur, hafa brugðið á þaö ráö að prenta upplýsingarn- ar einnig með, en valið þeim staði, sem ekki er alltaf tryggt að finnist strax, þegar mikið liggur á”, sagði Hafsteinn til skýringar banninu. „Siminn á simaskrána og út- hlutar henni. Stofnunin hlýtur að ráða hvernig bókin er úr garði gerð. Það verður ekki lát- iö viðgangast, að menn selji auglýsingar háu verði til þess að setja hlifðarkápur utan um þær nauðsynlegu upplýsingar sem fram koma á hinni prent- uðu kápu”, sagði Hafsteinn að lokum. Mörg konan yrði örugglega ánægð ef henni byðust jafn margar kápur og simaskránni. Þessi vinsæla bók kemur út i marz að öllu forfallalausu. Hún er prentuð i 90 þúsund eintök- um. Þar af verður 46 þúsund dreift á Stór-Reykjavikursvæð- inu. —ÓH Tilkynning til símnotenda Vegna væntanlegrar útgáfu simaskrár fyrir árið 1975 og með visan til X. kafla I. i Gjaldskrá og reglum fyrir simaþjónustu frá 13. desember 1974, þar sem segir að framan á kápu simaskrár skuli prentuð svæðanúmer sjálfvirka simakerfisins og á bakhlið hennar upplýsingar, sem nauð- synlegt þykir að dómi póst- og simamála- stjórnar að birta almenningi, tilkynnist hér með að bannað er, að viðlagðri ábyrgð ef út af er brugðið, að hylja framangreind- ar upplýsingar með ógagnsærri hlífðar- kápu eða á annan hátt. Póst- og simamálastjórnin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.